City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
3
2
ÍA
0-1 Eggert Kári Karlsson '17
Jósef Kristinn Jósefsson '33 1-1
2-1 Arnór Snær Guðmundsson '50 , sjálfsmark
Tomislav Misura '74 3-1
3-2 Garðar Gunnlaugsson '90 , víti
17.05.2014  -  14:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('69)
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj ('90)
6. Andri Ólafsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Joseph David Yoffe
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson ('85)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('85)
2. Jordan Lee Edridge
3. Milos Jugovic
14. Tomislav Misura ('69)
24. Björn Berg Bryde ('90)

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Scott Mckenna Ramsay

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('63)
Jósef Kristinn Jósefsson ('75)
Joseph David Yoffe ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindavík skallar í burtu og engin í marki skagamanna en Grindavík náðu ekki að nýta sér það og ÍA bjargar í innkast.

Í sömu andrá þegar Grindavík fær innkast þá flautar Gunnar Jarl dómari leiksins til leiks loka, sterkur sigur Grindavíkur á móti góðu liði Skagamanna og klárt mál að þessi 2 lið verði í topp barátunni í sumar.

Enn takk fyrir mig og þakka lesninguna, góðar stundir
90. mín
Skagamenn með aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Grindavík skallar hann í horn og Árni Snær fer fram
90. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Grindavík) Út:Juraj Grizelj (Grindavík)
90. mín Mark úr víti!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Maaaaaaaaaaaark

ÍA fær víti og úr henni skoraði Garðar Bergmann Gunnlaugsson og næsta víst að loka mínúturnar hér í Grindavík verða spennandi
89. mín
Hákon klaufi og tekur boltann niður með höndinni það er víst bannað
87. mín
Grindvíkingar liggja mikið til baka og ætla að verja sinn hlut á meðan Skagamenn beita löngum boltum fram og vonast til að minnka muninn
85. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Magnús Björgvinsson fer útaf og inná fyrir hann kemur Hákon Ívar
84. mín Gult spjald: Joseph David Yoffe (Grindavík)
79. mín
Dauðafæri !!!!!!!!!!!!

Andri Adolphs kemst einn í gegn en Óskar ver og Eggert Kári fær frákastið og er einn á móti Jósef sem stendur á línu en setur hann vel framhjá, ótrúlegt að ÍA hafi ekki sett hann þarna
77. mín
Eggert Kári með hörkuskot sem fer yfir Óskar og í slánna og niður, Grindvíkingar heppnir þarna
75. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jósef fær gult spjald en ég hef ekki hugmynd fyrir hvað, höfuðhöggið frá því fyrri hálfleik byrjað að hafa áhrif
74. mín MARK!
Tomislav Misura (Grindavík)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Maaaaaaaaaaaaark !!!!!!!!

Alex Freyr fær sendingu inní teig og leggur hann út á Misura sem neglir honum í hægra hornið og Árni Snær kemur engum vörnum við.
70. mín
Misura fer uppá topp og Maggi Björgvins fer útá kant þar sem Óli Baldur var.
69. mín
Inn:Tomislav Misura (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Misura kemur inná fyrir Óla Bald en Misura fékk einmitt rautt í fyrsta leiknum sínum a móti Leikni og var í banni í bikarleiknum gegn ÍA
68. mín
Juraj liggur hér eftir að hafa fengið að því virðist högg á viðkvæma staðinn frá honum Sindra en Gunnar Jarl dæmir ekkert
64. mín
Allt að verða vitlaust, Daníel Leó er sparkaður niður og Grindvíkingar vilja sjá spjald fara á loft en Gunnar Jarl dæmir ekkert.
63. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Marko fær gult spjald fyrir brot
61. mín
Grindvíkingar vilja fá vítaspyrnu þegar Joseph Yoffe fer niður í teignum en Gunnar Jarl ekki sammála og dæmir hornspyrnu
54. mín
Eggert Kári fær sendingu í gegn og setur hann framhjá Óskari í marki Grindvíkinga en Jósef bjargar á línu og setur hann í horn
50. mín SJÁLFSMARK!
Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Maaaaaaaaaark !!!!

Jósef Kristinn fær aftur sendingu inn fyrir frá Juraj og setur boltann fyrir en Arnór Snær óheppinn og setur hann í eigið mark.
46. mín
Tók Andra Adolphs 40 sekúndur að meiðast og fær aðlynningu frá sjúkraþjálfara Skagamanna á hliðarlínunni en býst fastlega við því að hann komi aftur inná
46. mín
Skagamenn byrja með boltann hér í seinni hálfleik og núna leika þeir í átt að Þorbirni
45. mín
Leikmenn labba hér aftur inná völlinn og það þýðir bara eitt, seinni hálfleikur fer að hefjast.
45. mín
Gunnar Jarl flautar til hálfleiks hér í Grindavík, Grindavíkingar byrjuðu örlítið betur en þegar Skagamenn skoruðu tóku þeir öll völd á vellinum en Grindavík komst síðan betur inní leikinn og jöfnuðu.
Ætla að sækja mér annan kaffibolla núna í hálfleik vona að það gangi áfallalaust fyrir sig.
42. mín
Ármann Smári og Arnór lenda saman þegar Ármann reynir að sparka boltanum í burtu en Skagamenn heppnir því boltinn fór til Árna í markinu sem sparkar honum útaf.
38. mín
Kostar sitt að sækja sér kaffi,á leiðinni til baka að tölvunni negli ég hausnum í járn bita sem er í loftinu þannig ef lýsingin verður eitthvað skrýtin þá afsaka ég það fyrir fram
33. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Stoðsending: Juraj Grizelj
Maaaaaaaaaaaaaaark !!

Fyrirliðinn Jósef Kristinn fékk frábæra sendingu inn fyrir frá Juraj og setti hann snyrtilega undir Árna Snær í markinu
30. mín
Darren Lough með frábæra fyrirgjöf en Óskar vel vakandi og sló boltann í burtu
25. mín
Juraj með fast skot að marki en fer í varnarmann ÍA og beint á Árna Snær í markinu
17. mín MARK!
Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Stoðsending: Darren Lough
Maaaaaaaaaaaark !!!

Darren Lough með frábæra sendingu fyrir þar sem Eggert Kári var einn og óvaldaður og skallaði stöngin inn.
9. mín
Garðar með mjög gott skot en rétt yfir mark Grindavíkur
2. mín
Daníel Leó á skot eftir stutta aukaspyrnu en fer í varnarmann og í horn
1. mín
Grindavíkingar hefja leik og spila í átt að Þorbirni
Fyrir leik
Báðum þessum liðum spáð upp í deild þeirra bestu í spá fotbolti.net. Grindavík spáð fyrsta og ÍA í öðru sæti þannig má búast við hörku leik hér í dag.
Fyrir leik
Veður hér í dag er ekki sól og blíða eins og alltaf í Grindavík heldur smá vindur og þykk skýjað. Hita stig hér inní blaðamannaskýli er við frostmark en er vonast til að Beggi vallarvörður fari nú að kynda fyrir mann og jafnvel hella uppá eins og 10 dropa af kaffi.
Fyrir leik
Dómari leiksins hér í dag er Gunnar Jarl og honum til aðstoðar Oddur Helgi Guðmundsson og Þórður Arnar Árnason. Eftirlitsmaður er Jón Þór Ágústsson
Fyrir leik
Grindavík er með óbreytt lið frá því í bikarnum á þriðjudaginn en ÍA gerir 8 breytingar á sínu liði en aðeins Darren Lough,Arnar Már og Ármann Smári eru í liðinu frá seinasta leik
Fyrir leik
Þessi lið mættust fyrr í vikunni í bikarnum þar sem Grindavík vann sannfærandi 4-1 sigur. Þar skoruðu Magnús Björgvinsson og Juraj Grizelj 2 mörk hvor en Hjörtur Hjartar skoraði mark gestanna.
Fyrir leik
Velkominn í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og ÍA hér á Grindavíkurvelli.
Magnús heiti ég og mun færa ykkur allt það helsta sem gerist hér í dag.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: