City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
3
4
Stjarnan
0-1 Arnar Már Björgvinsson '26
0-2 Ólafur Karl Finsen '43
Shawn Robert Nicklaw '44 1-2
1-3 Jeppe Hansen '48
1-4 Veigar Páll Gunnarsson '53
Sigurður Marinó Kristjánsson '69 2-4
Jóhann Helgi Hannesson '78 , víti 3-4
18.05.2014  -  17:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('55)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('86)
20. Jóhann Þórhallsson ('65)

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
11. Kristinn Þór Björnsson ('65)
12. Þórður Birgisson ('55)
15. Arnþór Hermannsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('86)
21. Bergvin Jóhannsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('58)
Jóhann Þórhallsson ('33)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Byrjunarlið Þórs er heldur betur óvænt en Jóhann Þórhallsson er í byrjunarliðinu í dag. Þá kemur bandaríkjamaðurinn Shawn Niclaw inn fyrir Svein Elías sem er í banni.
Fyrir leik
Hér á Akureyri er ekkert sérstakt veður. Skítakuldi og norðanvindur.
Fyrir leik
Það gæti orðið áhugavert að fylgjast með baráttuni í stúkunni. Þar munu mætast tvö af stærstu stuðningsmannaliðum landsins Mjölnismenn og Silfurskeiðin.
Fyrir leik
Tvær breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Stjörnunnar frá síðasta leik. Veigar Páll og Pablo Punyed koma inn fyrir Hörð Árna og Heiðar Ægisson
Fyrir leik
Silfurskeiðarmenn voru að mæta, byrjaðir að öskra og vera með læti.
Fyrir leik
Mjölnismenn eru ekki mættir í stúkuna en þeir eru hinsvegar fyrir utan Hamar.
Fyrir leik
Úlpa, húfa og vettlingar er eitthvað sem þú þarft að hafa í stúkunni í dag. Annars ertu ekki í góðum málum.
Fyrir leik
Í dag eru Mjölnismenn fleiri og ferskari en áður á tímabilinu. Tveir risastórir fánar og læti.
Fyrir leik
Nú eru Mjölnismenn farnir að dreifa miðum með lagatextum, það á greinilega að blása lífi í stúkuna í dag. Á miðunum var textinn við Maístjörnuna en fólk var sérstaklega beðið um að taka undir.
Fyrir leik
Kenningin í blaðamannastúkunni er sú að þetta sé vegna þess að það sé maí og mótherjinn er Stjarnan og því sé þetta mjög langsóttur fimmaurabrandari
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, Þorvaldur Árnason dæmir í dag.
Fyrir leik
Ármann Pétur er fyrirliði Þórs þar sem Sveinn Elías er í banni.
1. mín
Þórsarar byrja með boltann og sækja í átt að Boganum. Stjarnan byrjar með vindinn í bakið.
4. mín
Jeppe Hansen með hörkuskot rétt framhjá marki Þórsara.
6. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Shawn Niclaw braut á Ólafi Karli
7. mín
Veigar Páll skaut beint í varnarvegginn
9. mín
Arnar Már í fínu færi eftir flotta sókn. Sandor með fína vörslu en skotið beint á hann.
11. mín
Hlynur Atli missir boltann á hættulegum stað, Veigar Páll nær honum og kemur með fyrirgjöfina en Jeppe nær ekki að nýta sér það.
16. mín
Lítið í gangi á Þórsvelli þessa stundina.
23. mín
Stjörnumenn hafa verið meira með boltann i leiknum en hafa samt lítið ógnað
25. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl Finsen fær gult spjald fyrir leikaraskap.
26. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
Slapp í gegn eftir fína sókn og lagði boltann framhjá Sandor
27. mín
Jóhann Þórhallsson með skot hátt yfir markið.
29. mín
Jeppe Hansen í dauðafæri, fékk boltann nánast á marklínunni undir pressu frá Atla Jens en náði ekki að koma honum inn.
33. mín Gult spjald: Jóhann Þórhallsson (Þór )
Fyrir hættuspark
34. mín Gult spjald: Niclas Vemmelund (Stjarnan)
Fyrir að koma að fullum krafti inn í tæklingu á Inga Frey
36. mín
Jónas Björgvin liggur á vellinum eftir samstuð, vonandi fyrir Þórsara er þetta ekki alvarlegt
37. mín
Jónas er staðinn upp og haltrar útaf, virðist geta haldið áfram
43. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Jeppe Hansen
Jeppe Hansen klobbaði Atla Jens skemmtilega þegar hann setti boltann inn á Ólaf Karl sem setti hann nokkuð auðveldlega í markið.
44. mín MARK!
Shawn Robert Nicklaw (Þór )
Stoðsending: Jóhann Þórhallsson
Jói Þórhalls stakk boltanum inn á Shawn Niclaw sem kláraði frábærlega í sínum fyrsta leik
45. mín
Þorvaldur flautar hér til hálfleiks.
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
48. mín MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Arnar Már Björgvinsson
Jeppe Hansen skorar með skalla af markteig eftir að Arnar Már virtist fá boltann í sig.
53. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Fylgi á eftir skoti Niclas Vemmelund sem fékk að hlaupa óáreittur frá eigin teig
55. mín
Inn:Þórður Birgisson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Palli Gísla virðist ætla að reyna að auka sóknarþungann
57. mín
Jói Þórhalls með fínan sprett og ágætis skot af löngu færi sem fór yfir markið.
58. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dæmd var hendi á hann.
60. mín
Sérstakar þakkir til Þórsara sem komu með pizzu handa blaðamönnum. Í staðinn áttum við að segja frá því að Þór/KA hafi unnið Selfoss 3-2 í Pepsi-deild kvenna.
64. mín
Ólafur Karl í dauðafæri. Fékk frían skalla frá markteig en skallaði framhjá.
65. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Skipt um turn í framlínu Stjörnunnar.
65. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Jói líklega búinn að vera jafnbesti maður Þórs í dag.
69. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Vel gert hjá Sigga Marinó, dansaði framhjá varnarmönnum og setti hann í netið með viðkomu í varnarmanni.
72. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Snorri Páll kom inn fyrir meiddan Atla Jó.
74. mín
Jóhann Helgi vann boltann af Ingvari sem var í skógarhlaupi en kom með ömurlega sendingu og ekkert varð úr því.
77. mín
Jónas nær í víti eftir frábæran sprett.
78. mín Mark úr víti!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Skorar af öryggi.
82. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
86. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Hlynur Atli Magnússon (Þór )
87. mín
Lítið í gangi þessa stundina en Stjörnumenn hafa slakað verulega á síðustu mínúturnar.
90. mín
Þórsarar hafa ekki komist í tækifæri til þess að jafna leikinn eftir þriðja markið þeirra.
90. mín
Þórsarar fengu horn og Sandor fór fram en þá kom slakasta hornspyrna leiksins sem fór beint aftur fyrir endamörk.
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Stjörnumanna sem fara á toppinn. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson
7. Atli Jóhannsson ('72)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('82)
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen ('65)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('82)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
21. Snorri Páll Blöndal ('72)
27. Garðar Jóhannsson ('65)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Niclas Vemmelund ('34)
Ólafur Karl Finsen ('25)

Rauð spjöld: