Fram
1
1
Breiðablik
Hafsteinn Briem
'76
1-0
1-1
Guðjón Pétur Lýðsson
'90
, víti
22.05.2014 - 19:15
Gervigrasvöllur Laugardal
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Glæsilega. Logn og sól.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Gervigrasvöllur Laugardal
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Glæsilega. Logn og sól.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
('75)
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Aron Þórður Albertsson
('54)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
30. Björgólfur Hideaki Takefusa
('65)
Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
7. Guðmundur Magnússon
11. Jökull Steinn Ólafsson
14. Halldór Arnarsson
('75)
16. Aron Bjarnason
('54)
21. Einar Már Þórisson
33. Alexander Már Þorláksson
('65)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ögmundur Kristinsson ('90)
Aron Þórður Albertsson ('49)
Arnþór Ari Atlason ('36)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir lesendur!
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í dag og að sjálfsögðu verður Fótbolti.net á öllum völlum að fylgjast með gangi mála. Undirritaður mun segja frá helstu atburðum í leik Fram og Breiðabliks sem fram fer á Gervigrasinu í Laugardal.
Aðstæður eru eins og best verður á kosið. Verið er að vökva gervigrasið og það er nánast logn og glampandi sólskyn.
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í dag og að sjálfsögðu verður Fótbolti.net á öllum völlum að fylgjast með gangi mála. Undirritaður mun segja frá helstu atburðum í leik Fram og Breiðabliks sem fram fer á Gervigrasinu í Laugardal.
Aðstæður eru eins og best verður á kosið. Verið er að vökva gervigrasið og það er nánast logn og glampandi sólskyn.
Fyrir leik
Rjúkandi heitar leiksýrslur voru að koma til okkar beint úr prentaranum. Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum.
Hjá Fram byrja þeir Haukur Baldvinsson og Aron Þórður Albertsson á kostnað Ingibergs Ólafs Jónssonar og Orra Gunnarssonar. Blikarnir Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson eru svo báðir á bekknum eftir að hafa byrjað síðasta leik. Jordan Halsman og Páll Olgeir Þorsteinsson byrja í þeirra stað.
Hjá Fram byrja þeir Haukur Baldvinsson og Aron Þórður Albertsson á kostnað Ingibergs Ólafs Jónssonar og Orra Gunnarssonar. Blikarnir Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson eru svo báðir á bekknum eftir að hafa byrjað síðasta leik. Jordan Halsman og Páll Olgeir Þorsteinsson byrja í þeirra stað.
Fyrir leik
Þetta er leikur í 5. umferð Pepsi-deildarinnar en hvorugt þessara liða hefur riðið feitum hesti frá fyrri umferðum. Framarar hafa þó sótt stig í báðum sínum heimaleikjum hingað til. Í fyrstu umferð gerðu þeir jafntefli við ÍBV en lögðu svo Þórsara í þriðju umferð.
Blikar eru hins vegar án sigurs. Jafntefli gegn FH í upphafsumferðinni og Fjölni í þeirri síðustu eru einu stig liðsins.
Blikar eru hins vegar án sigurs. Jafntefli gegn FH í upphafsumferðinni og Fjölni í þeirri síðustu eru einu stig liðsins.
Fyrir leik
Fram bauð upp á markaveislu í síðasta leik er liðið sótti Hlíðarenda heim. Líklega hefðu þeir kosið að fleiri af mörkum leiksins hefðu fallið þeirra megin því eftir 90 mínútur varð niðurstaðan 5-3 sigur Valsara. Ósvald Jarl Traustason og Hafsteinn Briem buðu upp á mörk þeirra en sá síðarnefndi skoraði tvö.
Breiðablik tók á móti sprækum Fjölnismönnum og er það mat fróðari manna að þeir megi teljast lukkulegir að hafa fengið eitthvað úr þeim leik. Árni Vilhjálmsson og Davíð Kristján Ólafsson hlóðu í tvær sleggjur og sóttu þar með stig fyrir Kópavogsbúana grænklæddu.
Breiðablik tók á móti sprækum Fjölnismönnum og er það mat fróðari manna að þeir megi teljast lukkulegir að hafa fengið eitthvað úr þeim leik. Árni Vilhjálmsson og Davíð Kristján Ólafsson hlóðu í tvær sleggjur og sóttu þar með stig fyrir Kópavogsbúana grænklæddu.
Fyrir leik
Ef ég ætti að veðja á þennan leik og fara eingöngu eftir tölfræði síðustu ára þá myndi ég setja 1 eða X á þennan leik. Frá árinu 2009 hafa þessi lið mæst sextán sinnum og hafa bláklæddir unnið helming þeirra viðureigna og sjö leikir hafa farið jafntefli. Eini sigur Breiðabliks kom í marsmánuði þessar árs er þeir unnu 4-3 sigur í Lengjubikarnum.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í Pepsi-deildinni í fyrra fór fram á Laugardalsvelli og skyldu liðin jöfn eftir að Jordan Halsman, sem þá lék með Fram, og Olgeir Sigurgeirsson höfðu skorað mark fyrir sitthvort liðið.
Fram gerði svo góða ferð í Kópavoginn en liðið vann 2-1 sigur. Almarr Ormarsson og Kristinn Ingi Halldórsson skoruðu mörk þeirra en mark Blika var sjálfsmark Fram.
Fram gerði svo góða ferð í Kópavoginn en liðið vann 2-1 sigur. Almarr Ormarsson og Kristinn Ingi Halldórsson skoruðu mörk þeirra en mark Blika var sjálfsmark Fram.
Fyrir leik
Að auki er vert að nefna að þessi lið áttur við í Borgunarbikarnum í fyrra og fór sá leikur einnig 2-1 fyrir fram. Kristinn Ingi Halldórsson kom þeim yfir og Hólmbert Aron Friðjónsson bætti við marki úr vítaspyrnu áður en Árni Vilhjálmsson minnkaði muninn.
Fyrir leik
Geiramenn, stuðningsmannafélag Fram, er duglegt með að lauma að fróðleiksmolum tengdum félaginu. Inn á Facebook síðu þeirra má sjá þessa stöðuuppfærslu;
Vissir þú að Fram og Breiðablik hafa mæst 66 sinnum í móti eða bikarleik á vegum KSÍ frá árinu 1966?
Fram og Breiðablik skipta heldur ójafnt með sér tölfræðinni og er sem hér segir:
Fram hefur sigrað 33 sinnum gert 17 jafntefli og tapað 16 leikjum
Fram er með betri markatölu gegn Breiðablik en hún er 114-91.
Sjáumst bláklædd, glöð og með röddina að vopni á Kópavogsvelli í kvöld.
Strákarnir þurfa á þínum stuðningi að halda!
Vissir þú að Fram og Breiðablik hafa mæst 66 sinnum í móti eða bikarleik á vegum KSÍ frá árinu 1966?
Fram og Breiðablik skipta heldur ójafnt með sér tölfræðinni og er sem hér segir:
Fram hefur sigrað 33 sinnum gert 17 jafntefli og tapað 16 leikjum
Fram er með betri markatölu gegn Breiðablik en hún er 114-91.
Sjáumst bláklædd, glöð og með röddina að vopni á Kópavogsvelli í kvöld.
Strákarnir þurfa á þínum stuðningi að halda!
Fyrir leik
Mér finnst líklegt að Geiramenn hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Hér sit ég allavegana í barnahorninu í Ármannsheimilinu og fylgist með leikmönnum Fram og Breiðabliks vera að hita upp.
Geiramenn hafa reyndar ekki fengið eitt einasta like á þennan póst þannig að það er vonandi að sem flestir hunsi hann og mæti á leikinn en ekki auðan Kópavogsvöllinn.
Geiramenn hafa reyndar ekki fengið eitt einasta like á þennan póst þannig að það er vonandi að sem flestir hunsi hann og mæti á leikinn en ekki auðan Kópavogsvöllinn.
Fyrir leik
Liðin eru í óðaönn úti á velli að gera sig klár í leikinn sem á að hefjast eftir um það bil tuttugu mínútur. Dómarar leiksins eur líka að koma sér í gírinn en Garðar Örn Hinriksson mun dæma þennan leik. Það eru því meiri líkur en minni á að við munum sjá rautt spjald fara á loft. Honum til halds og trausts verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Bryngeir Valdimarsson.
Fyrir leik
Pétur Hreinsson, mbl.is
Blikar taka þetta með tveimur mörkum gegn einu. Árni Vilhjálmsson setur tvö en Jóhannes Karl maldar í móinn fyrir heimamenn.
Þór Símon Hafþórsson, 433.is
Eitt eitt jafntefli. Árni Vill skorar aftur og Jói Kalli sér um mark Fram.
Ingi Þór Sæmundsson, visir.is
Jafntefli líka. Ósvald skorar eitt og Halsman setur eitt gegn sínum gömlu félögum.
Kristján Óli Sigurðsson, Pepsi-mörkin
Blikar skora þrjú gegn einu marki heimamanna. Árni Vill skorar tvö og Elvar Páll eitt. Tryggvi Sveinn Bjarnason klórar í bakkann.
Jóhann Óli Eiðsson, Fótbolti.net
Ég ætla að treysta á tölfræðina. Tvö eitt sigur heimamanna. Ósvald skorar aftur og Hafsteinn Briem líka. Mark Blikanna verður í boði Halsman.
Blikar taka þetta með tveimur mörkum gegn einu. Árni Vilhjálmsson setur tvö en Jóhannes Karl maldar í móinn fyrir heimamenn.
Þór Símon Hafþórsson, 433.is
Eitt eitt jafntefli. Árni Vill skorar aftur og Jói Kalli sér um mark Fram.
Ingi Þór Sæmundsson, visir.is
Jafntefli líka. Ósvald skorar eitt og Halsman setur eitt gegn sínum gömlu félögum.
Kristján Óli Sigurðsson, Pepsi-mörkin
Blikar skora þrjú gegn einu marki heimamanna. Árni Vill skorar tvö og Elvar Páll eitt. Tryggvi Sveinn Bjarnason klórar í bakkann.
Jóhann Óli Eiðsson, Fótbolti.net
Ég ætla að treysta á tölfræðina. Tvö eitt sigur heimamanna. Ósvald skorar aftur og Hafsteinn Briem líka. Mark Blikanna verður í boði Halsman.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og liðin eru byrjuð að trítla til búningsherbergja. Áhorfendur fara að ná hundraði, flestir léttklæddir ein einstka kjáni kappklæddur í von um að klæða af sér hitann. Bongóblíða í Laugardalnum í kvöld.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn á eftir ungum iðkendum. Stefán Gíslason er á bekknum hjá gestunum og var að koma sér fyrir á tréverkinu með einn rjúkandi heitan bolla af kaffi.
2. mín
Fram (4-2-3-1)
Ögmundur
Viktor - Tryggvi - Einar - Ósvald
Hafsteinn - Jóhannes
Aron - Arnþór - Haukur
Björgólfur
Breiðablik (4-2-3-1)
Gunnleifur
Gísli - Damir - Elfar - Halsman
Finnur - Andri
Páll - Elvar - Davíð
Árni
Ögmundur
Viktor - Tryggvi - Einar - Ósvald
Hafsteinn - Jóhannes
Aron - Arnþór - Haukur
Björgólfur
Breiðablik (4-2-3-1)
Gunnleifur
Gísli - Damir - Elfar - Halsman
Finnur - Andri
Páll - Elvar - Davíð
Árni
5. mín
Blikar byrja betur. Ná rispu upp hægri kantinn sem endar með fyrirgjöf. Árni Vill rís manna hæst í teignum og nær skalla út við stöng. Ögmundur gerir vel í að verja. Náði samt ekki að halda boltanum en það bjargaðist.
7. mín
Vantaði bara smiðshöggið á þetta spil heimamanna. Náðu að senda boltann laglega á milli sín en síðasta sendingin var döpur. Endaði með lélegu skoti frá Aroni Þórði af hægri vængnum.
8. mín
Árni Vill ógnar aftur. Einar Bjarni misreiknaði skallabolta og Árni slapp innfyrir. Skot hans rúmlega vel yfir markinu.
12. mín
Finnur Orri átti hrikalega lélega sendingu inn á vallarhelmingi Fram þegar Blikar voru búnir að færa liðið sitt upp. Fram fékk séns á að sækja hratt og endaði sóknin með skoti Hauks í vítaboganum. Það var mjög hátt yfir. Hafði Ósvald með sér til vinstri en ákvað að nota hann ekki.
16. mín
Viktor Bjarki seldi sig hriiiiiikalega! Elvar Páll sneri á hann og renndi boltanum inn í teig. Árni framlengdi en afgreiðslu Blika var ábótavant og Ögmundur varði.
17. mín
Strax eftir vörsluna sparkaði Ögmundur fram og varnarmaður Blika misreiknaði skallann hressilega. Boltinn skoppaði yfir hann og Björgólfur var einn í gegn. Fékk hins vegar ekki vinaskopp á boltann og færið rann út í sandinn.
18. mín
Blikar sparka boltanum útaf svo Andri Rafn Yeoman geti fengið aðhlynningu. Virðist meiddur á ökkla og haltrar hressilega. Einnig er vert að minnast á það að sjúkraþjálfari Blika minnir lygilega á Frank Hvam og dönsku þáttunum Klovn.
23. mín
Ögmundur grípur hornspyrnu og kastar boltanum fljótt og vel yfir miðju. Haukur nær honum á sprettinum og sendir hann inn fyrir á Takefusa sem er flaggaður rangur. Frá mínu sjónarhorni var þetta ekki réttur dómur en dómarinn hafði mun betri línu en ég. Kom ekki að sök því Björgólfur átti slakt skot framhjá markinu.
25. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri Rafn að fara meiddur af velli. Stingur við og grettir sig á leiðinni útaf. Var tæklaður og þurfti að fara að velli.
26. mín
Blikar að taka sína sjöttu hornspyrnu en Framarar hafa enga fengið. Ekkert orðið úr þessum spyrnum enn sem komið er.
29. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!!! Sjöunda hornspyrna Blika skölluð frá en Elfar Freyr skallar hana aftur fyrir. Elvar Páll nær skoti en Ögmundur hendir eina A-klassa sjónvarsvörslu og slær boltann yfir. Afar laglegt. Blikar uppskera sína áttundu hornspyrnu.
32. mín
Það getur ekki annað verið en að Blikar fari að skora. Framarar hafa lítið farið fram yfir miðju og hornspyrnunum rignir svoleiðis yfir þá. Viðrar vel til loftárása eins og skáldið sagði. Elfar Freyr var að enda við að vinna sinn fimmta skalla eftir horn en skallaði framhjá. Ögmundur var allt annað en himinlifandi með að hann fengi að skalla enn á ný.
33. mín
Besti séns Fram í leiknum hingað til. Haukur Baldvins fékk boltann við miðlínuna og átti glæsilega sendingu niður í hornið hægra megin. Þar var Aron Þórður mættur einn í gegn en átti ekki nógu gott skot.
36. mín
Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Fram)
Ítrekuð brot. Sparkaði Blika niður á vellinum.
39. mín
Blikar hafa verið að klúðra sendingum ítrekað í þessum leik. Stuttar sendingar hafa verið að fara beint á Framara sem hafa átt töluverða sénsa í kjölfarið. Nú rétt í þessu var Björgólfur nálægt því að sleppa í gegn eftir slappa sendingu Finns að mér sýndist.
40. mín
Elvar Páll lenti á Ögmundi og fékk að launum tiltal frá Baróninum. Hann var með afar hressilega og skrítnar handahreyfingar í þessu spjalli. Virtist vera að stjórna sinfóníu.
41. mín
Það vantar fáeina hluti inn í textalýsinguna hér á milli sökum tæknilegra örðugleika.
Annars voru hvítir Blikar að henda í rándýrt spil sem innihélt hælspyrnur og no look sendingar. Árni Vil batt endahnítuinn á það og skaut að marki en Ögmundur varði örugglega.
Annars voru hvítir Blikar að henda í rándýrt spil sem innihélt hælspyrnur og no look sendingar. Árni Vil batt endahnítuinn á það og skaut að marki en Ögmundur varði örugglega.
45. mín
Elvar Páll stakk Hafstein Briem af eins og hann væri ekki þarna. Hafsteinn virðist búinn á því eftir fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Engin mörk og bara eitt spjald. Ef hornspyrnur ynnu leiki þá væru Blikar að pakka þessum leik saman.
Engin mörk og bara eitt spjald. Ef hornspyrnur ynnu leiki þá væru Blikar að pakka þessum leik saman.
45. mín
Stefán Gíslason er að hita nokkuð vel upp. Tippa á að hann komi inn á í hálfleik.
46. mín
Inn:Stefán Gíslason (Breiðablik)
Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Síðari hafinn.
46. mín
Finnur Orri fer niður í miðvörðinn og Stefán Gíslason kemur á miðjuna. Koma smá stillingu í þessar sendingar.
49. mín
Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Ekki gróft brot. Sennilega uppsafnað. Fór örlítið aftan í Davíð hér úti á kantinum.
53. mín
Breiðablik hefur þónokkuð sótt up vængina og reynt fyrirgjafir en þær hafa allar verið í B-klassa.
54. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram)
Út:Aron Þórður Albertsson (Fram)
Aron inn fyrir Aron. Aron Þórður virtist ekki kátur með að fara út af.
55. mín
Páll Olgeir með skot eftir fyrirgjöf en beint í Ögmund. Þurfa að fara að klára færin sín betur ætli þeir að ná í mark.
57. mín
Hér eru menn byrjaðir að streyma Keflavík - FH gegnum Oz appið. Þessi leikur hér hefur ekki margt upp á að bjóða.
59. mín
Þarna vantaði Árna ekki nema sentimetra til að skora. Halsman sendi fastan bolta eftir jörðinni fyrir markið sem Davíð Kristján náði. Hann fékk að snúa sér í marga hringi áður en hann sendi fyrir á fjær. Árni náði skalla en ekkiað stýra honum og enginn kraftur í skallanum. Fór rétt yfir markið.
62. mín
Elvar Páll reynir að prjóna sig í gegn en má ekki við margnum. Framarar ná að breika hratt og eru skyndilega þrír gegn tveimur og fór Arnþór Ari fremstur í flokki. Skeiðaði upp völlinn og hafði menn sér til beggja hliða.
Var í sæmilegu færi og vildi setja hann en skaut yfir markið. Óskynsamleg ákvörðun. Takefusa var í mun betri stöðu honum á vinstri hönd. Gott færi fór forgörðum.
Var í sæmilegu færi og vildi setja hann en skaut yfir markið. Óskynsamleg ákvörðun. Takefusa var í mun betri stöðu honum á vinstri hönd. Gott færi fór forgörðum.
65. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram)
Út:Björgólfur Hideaki Takefusa (Fram)
Það hefur ekki farið mikið fyrir Björgólfi í þessum leik. Kannski færir Alexander líf í framlínu Fram.
69. mín
Fyrsta tilraun Alxanders. Framarar sóttu hratt og barst boltinn til Alexanders að lokum. Skot hans fór af varnarmanni og yfir markið.
71. mín
Arnþór Ari reynir enn. Fær boltann á miðjum vallarhelmingi Breiðabliks, keyrir inn að miðju og á fast skot. Gunnleifur er mættur og grípur boltann.
72. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Út:Jordan Leonard Halsman (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika. Guðjón fer á vinstri vænginn og Davíð dettur niður í bakvörðinn.
74. mín
Stórglæsileg fyrirgjöf frá Tómasi Óla af vinstri vængnum. Árni var í boltanum en náði ekki nógu djúsí skalla.
75. mín
Inn:Halldór Arnarsson (Fram)
Út:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
Síðasta skipting leiksins.
76. mín
MARK!
Hafsteinn Briem (Fram)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Stoðsending: Aron Bjarnason
FRAMARAR HAFA SKORAÐ ÞVERT GEGN GANGI LEIKSINS!!!
Aron fær stungusendingu inn fyrir og hendir í skot. Gunnleifur ver boltann út í teiginn þar sem Hafsteinn fær boltann og kemur honum í netið!
Aron fær stungusendingu inn fyrir og hendir í skot. Gunnleifur ver boltann út í teiginn þar sem Hafsteinn fær boltann og kemur honum í netið!
82. mín
Alexander leggur boltann út fyrir Ósvald sem á fast skot út við stöng. Gulli fær rokkstig fyrir að verja þennan bolta. Hefði hæglega getað verið annað mark Fram.
89. mín
VÍTI!! Jói Kalli ver skot frá Finn Orra með hendi innan teigs og allt fer í vitleysu í teignum. Menn hrinda og ýta haug.
90. mín
Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
Öruggt niðri hægra megin!
90. mín
Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Öll gulu spjöldin þrjú hér fóru á loft í kjölfar hamagangsins í kringum vítið. Menn voru að hrinda og ýta.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
('46)
6. Jordan Leonard Halsman
('72)
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman
('25)
Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
7. Stefán Gíslason
('46)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson
('25)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('72)
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Damir Muminovic ('90)
Damir Muminovic ('90)
Rauð spjöld: