ÍA
2
3
Víkingur Ó.
Darren Lough
'45
1-0
Jón Vilhelm Ákason
'46
2-0
2-1
Toni Espinosa
'72
2-2
Eyþór Helgi Birgisson
'90
, víti
2-3
Fannar Hilmarsson
'94
23.05.2014 - 19:15
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en talsvert hvassviðri
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: Um 700
Maður leiksins: Eyþór Helgi Birgisson
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en talsvert hvassviðri
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: Um 700
Maður leiksins: Eyþór Helgi Birgisson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
('67)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('46)
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson
Gul spjöld:
Eggert Kári Karlsson ('93)
Sindri Snæfells Kristinsson ('67)
Jón Vilhelm Ákason ('50)
Andri Adolphsson ('45)
Darren Lough ('28)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Víkings Ó í þriðju umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað tímabilið ágætlega, unnið einn leik og tapað einum. Þau eru um miðbik deildarinnar og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að vera í toppbaráttunni.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 12 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið fjóra leiki, Víkingur Ó þrjá og tvisvar sinnum hefur leikur endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 14 mörk gegn 12 mörkum Víkings Ó.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Valdimar Pálsson. Honum til aðstoðar eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Einar Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.
Fyrir leik
Vallaraðstæður eru sæmilegar í kvöld. Norðurálsvöllur lítur frábærlega út miðað við árstíma en veðrið verður áhrifavaldur þar sem töluvert hvassviðri er þvert á völlinn.
5. mín
Hornspyrna að marki Víkings. Ármann Smári Björnsson á skalla sem Arnar Darri Pétursson ver auðveldlega.
18. mín
Mjög lítið að gerast í leiknum. Vindurinn er mjög sterkur og bæði lið eiga í erfiðleikum með að spila boltanum.
26. mín
Andri Adolphsson með skot að marki Víkings úr aukaspyrnu en boltinn nokkuð yfir markið.
32. mín
Jón Vilhelm Ákason með hörkuskot að marki Víkings úr aukaspyrnu en boltinn fór rétt yfir markið.
45. mín
MARK!
Darren Lough (ÍA)
ÍA fær aukaspyrnu nálægt miðlínunni. Darren Lough tekur aukaspyrnuna og boltinn flýgur yfir allan völlinn og endar í fjærhorninu. Þar hafði vindurinn úrslitaáhrif á að boltinn endaði í markinu af 45 metra færi.
46. mín
MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Stoðsending: Andri Adolphsson
Stoðsending: Andri Adolphsson
Andri Adolphsson sendir boltann á Jón Vilhelm Ákason sem er á miðjum vallarhelmingi Víkings. Hann leikur boltanum í átt að vítateig Víkings og á skot af 20 metra færi sem skoppar undir Arnar Darra Pétursson og í markið. Skagamenn komast í 2-0 eftir 22 sekúndur í seinni hálfleik.
56. mín
Samuel Jimenex Hernandez með sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Alejandro Abarca Lopez á skalla sem fer yfir markið.
61. mín
Alejandro Abarca Lopez fær boltann inni í vítatteig ÍA og eftir mikinn barning nær hann skoti sem fer rétt framhjá markinu.
63. mín
Eyþór Helgi Birgisson með skot að marki ÍA úr aukaspyrnu sem Árni Snær Ólafsson ver auðveldlega.
64. mín
Garðar Gunnlaugsson með skot að marki Víkings sem Arnar Darri ver auðveldlega í markinu.
68. mín
Eyþór Helgi Birgisson með hörkuskot að marki ÍA sem Árni Snær Ólafsson ver mjög vel í markinu.
70. mín
Arnór Snær Guðmundsson með góða rispu upp völlinn og á stungusendingu inn fyrir vörn Víkings. Þar er Andri Adolphsson einn á móti markverði en hann skýtur boltanum framhjá markinu.
72. mín
MARK!
Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Antonio Jose Espinosa Mossi fær boltann fyrir utan vítateig ÍA og nær föstu skoti efst í markhornið sem Árni Snær Ólafsson átti ekki möguleika á að verja.
82. mín
Samuel Jimenez Hernandez með gott skot að marki ÍA en Árni Snær Ólafsson ver vel í markinu.
83. mín
Einar Logi Einarsson með skot að marki Víkings sem Arnar Darri ver auðveldlega í markinu.
86. mín
Andri Adolphsson með stungusendingu inn fyrir vörn Víkings þar sen Garðar Gunnlaugsson fékk boltann en skot hans fór yfir markið.
90. mín
Mark úr víti!
Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Darren Louch fær boltann í hendina og aðstoðardómarinn flaggar. Vítaspyrna dæmd sem Skagamenn eru mjög ósáttir við og mótmæla. Úr vítaspyrnunni skorar Eyþór Helgi Birgisson af öryggi.
94. mín
MARK!
Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Brynjar Kristmundsson
Stoðsending: Brynjar Kristmundsson
Komið langt í viðbótartímann þegar Víkingur fær hornspyrnu. Brynjar Kristmundsson sendir boltann inn í vítateig þar sem mikill barningur verður. Fannar Hilmarsson nær til boltans og kemur honum í netið en Skagamenn mótmæla hástöfum og vilja meina að Fannar hafi handleikið boltann. En markið stendur.
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
3. Samuel Jimenez Hernandez
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. Kemal Cesa
('60)
10. Steinar Már Ragnarsson
('78)
11. Eyþór Helgi Birgisson
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
('88)
27. Toni Espinosa
Varamenn:
Alfreð Már Hjaltalín
('78)
17. Kristófer Jacobson Reyes
17. Alejandro Abarca Lopez
('60)
21. Fannar Hilmarsson
('88)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason
Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson
Gul spjöld:
Eyþór Helgi Birgisson ('45)
Björn Pálsson ('30)
Samuel Jimenez Hernandez ('25)
Rauð spjöld: