City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Real Madrid
4
1
Atletico Madrid
0-1 Diego Godin '36
Sergio Ramos '90 1-1
Gareth Bale '110 2-1
Marcelo '118 3-1
Cristiano Ronaldo '120 , víti 4-1
24.05.2014  -  18:45
Estadio da Luz
Meistaradeildin - Úrslitaleikur
Dómari: Bjorn Kuipers (Holland)
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
2. Raphael Varane
4. Sergio Ramos
5. Fabio Coentrao ('59)
6. Sami Khedira ('59)
7. Cristiano Ronaldo
9. Karim Benzema ('79)
10. Luka Modric
15. Daniel Carvajal
18. Gareth Bale
22. Angel Di Maria

Varamenn:
41. Diego Lopez (m)
3. Pepe
12. Marcelo ('59)
17. Alvaro Arbeola
21. Morata ('79)
23. Isco ('59)
24. Asier Illarramendi

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sergio Ramos ('26)
Sami Khedira ('44)
Daniel Carvajal ('89)
Raphael Varane ('120)

Rauð spjöld:
Valur Gunnarsson:
Þetta er ekki Disney mynd. Stundum vinnur vonda liðið.
Leik lokið!
REAL MADRID ER EVRÓPUMEISTARI MEISTARALIÐ! Liðið vinnur Meistaradeildina í tíunda sinn.
120. mín
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, missti stjórn á skapi sínu og óð inn á völlinn! Átti eitthvað vantalað við Varane. Hann er rekinn upp í stúku.
120. mín Gult spjald: Raphael Varane (Real Madrid)
120. mín Mark úr víti!
Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
Real að stúta leiknum á lokasprettinum! Cristiano Ronaldo reif sig að sjálfsögðu úr að ofan eftir að hafa skorað úr vítaspyrnunni! Og nú kemur flóð á Twitter!
120. mín Gult spjald: Diego Godin (Atletico Madrid)
Réttilega dæmt víti. Godin braut á Cristiano Ronaldo!
118. mín MARK!
Marcelo (Real Madrid)
Stoðsending: Cristiano Ronaldo
SIGURINN INNSIGLAÐUR! Atletico Madrid lagði allt saman í sóknina og leikmenn skiluðu sér ekki til baka til að verjast. Marcelona sótti að markinu og þrumaði á rammann. Courtois var með hendur í knettinum en inn fór hann.
Björn Þorláksson:
Di Maria er í bullinu hann er asnalega góður
Hrannar Björn Steingrímsson:
Gareth Fail minn rass!!! Troðið þessu í grímuna á ykkur haters!! HALA MADRIDDDDD!!!!!
110. mín MARK!
Gareth Bale (Real Madrid)
Stoðsending: Angel Di Maria
MAAAARK!!!! Gareth Bale að skora með skalla. Angel Di Maria með frábæran undirbúning, leikur sér að varnarmönnum Atletico og skýtur. Courtois ver en boltinn hrekkur til Bale!
108. mín
Luka Modric með skot í varnarmann og svo á rammann... Courtois náði að handsama þennan.
Magnús Guðmundsson:
Hvað er Benni Ólsari að gera á bekknum hjá Atletico Madrid? Í jakkafötum að styðja strákana áfram
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn
105. mín
Hálfleikur í framlengingu
105. mín
Juanfran nálægt því að fá sitt annað gula spjald. Of seinn í tæklingu. Stálheppinn þarna. Stálheppinn.
100. mín Gult spjald: Gabi (Atletico Madrid)
Sjötta gula spjaldið hjá Atletico Madrid í þessum leik.
95. mín
Juanfran liggur meiddur á vellinum. Bæði lið eru búin með skiptingarnar sínar svo það er ekki annað í boði fyrir Juanfran en að halda áfram... sem hann gerir.
Stefán Hirst:
Svo að ég jinxi aðeins svokallaðan #BigGameRon þá er hann buinn að vera alveg hrottalegur þessum leik.
91. mín
Framlenging hafin
Tómas Þór Þórðarson:
Atlético á eggert magnússon eftir á tankinum. 3-1 Real í OT
90. mín
VENJULEGUR LEIKTÍMI Á ENDA! - Framlengt í leik Real Madrid og Atletico Madrid.
90. mín MARK!
Sergio Ramos (Real Madrid)
Þrjár mínútur komnar í uppbótartíma. ÉG Á EKKI ORÐ!!!! REAL MADRID NÆR AÐ JAFNA ÚR HORNINU! Sergio Ramos skallaði knöttinn inn eftir hornspyrnu, hnitmiðaður skalli í bláhornið. Við erum á leiðinni í framlengingu.
90. mín
Leikmenn Atletico Madrid verjast með ráðum og dáðum. Real Madrid að fá hornspyrnu...
90. mín
Uppbótartíminn kominn í gang.
90. mín
David Villa vinnur aukaspyrnu. Hefur verið magnaður í þessum leik hann Villa. Ótrúlega mikil vinnusemi.
89. mín Gult spjald: Daniel Carvajal (Real Madrid)
Simeone biður um enn meiri stuðning frá pöllunum. Þvílík spenna, þvílík spenna. Við fylgjumst vel með hveru skrefi á þessum loka-andartökum leiksins.
87. mín Gult spjald: Koke (Atletico Madrid)
Braut á Luka Modric. Aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika.
84. mín
Stórhættuleg sókn Real Madrid, sending fyrir markið og Ronaldo var skrefinu frá því að komast í boltann.
83. mín
Inn:Toby Alderweireld (Atletico Madrid) Út:Filipe Luis (Atletico Madrid)
Sævar Ólafsson:
Diego Simeone flottur. Hefur efni à að vera steiktur tilbaka. Maggi Gylfa ætti að fara í nýja greiðslu.
80. mín
Diego Godin enn og aftur að bjarga Atletico Madrid! Sóknarþunginn að aukast hjá þeim hvítklæddu. Hörkulokamínútur framundan. Það er klárt.
79. mín
Inn:Morata (Real Madrid) Út:Karim Benzema (Real Madrid)
Axel Helgi Ívarsson:
Er Bale í krummafót?
78. mín
BALE Í HÖRKUFÆRI! - Gareth Bale á svakalegri siglingu og komst inn í teiginn í hörkufæri. Ákvað að taka utanfótarskot. Röng ákvörðun. Framhjá fór boltinn.
75. mín Gult spjald: Juanfran (Atletico Madrid)
Groddaraleg tækling.
74. mín
Vel gert hjá Cristino Ronaldo. Tíaði boltann upp fyrir Gareth Bale sem átti hörkuskot en framhjá.
73. mín Gult spjald: David Villa (Atletico Madrid)
Fyrirgjöf sem Casillas náði að handsama. Villa of seinn í boltann og keyrði í Casillas.
68. mín
Fín sókn hjá Real Madrid. Isco með skot framhjá. Xabi Alonso er í stúkunni og farinn að stressast.
66. mín
Inn:Jose Sosa (Atletico Madrid) Út:Raul Garcia (Atletico Madrid)
63. mín
HÖRKUFÆRI! Sending fyrir markið og CR7 sýnir stökkkraft sinn. Hársbreidd frá því að skalla knöttinn á markið. Náði að snerta boltann.
59. mín
Inn:Isco (Real Madrid) Út:Sami Khedira (Real Madrid)
Khedira var ömurlegur í dag.
59. mín
Inn:Marcelo (Real Madrid) Út:Fabio Coentrao (Real Madrid)
Sigðurður Mikael Jónsson:
Hvar er Ronaldo? Hvar er Bale? Benzema? Þeir fá ekki boltann. Mergjuð liðsvörn hjá Atletico
55. mín
Hættuleg aukaspyrna frá CR7 sem fór í vegginn og þaðan á rammann. Courtois sló boltann í horn. Ronaldo skallaði boltann svo framhjá. Hann allt í öllu þessar mínútur.
53. mín Gult spjald: Miranda (Atletico Madrid)
Tók Angel Di Maria niður... Real á aukaspyrnu. Það er Cristiano Ronaldo sem tekur hana.
51. mín
Raul Garcia með skottilraun, tók boltann á lofti en hitti hann ekki vel. Talsvert frá því að hitta á rammann. Aðdáunarvert að fylgjast með vinnuseminni og skipulaginu hjá Atletico.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Real Madrid þarf að fá meira út úr lykilmönnum.
45. mín
Phil McNulty, fréttamaður BBC:
Það er nóg sem Carlo Ancelotti þarf að fara yfir í hálfleiknum. Real hefur mistekist að jafna vinnusemina og ákefðina hjá Atletico Madrid. Cristiano Ronaldo er enn ekki mættur til leiks.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson:
Khedira... fullkomnar hörmung af fyrri hálfleik. #teamdmc #vannekkieinvígi
45. mín
Hálfleikur - Það er kominn hálfleikur.
44. mín Gult spjald: Sami Khedira (Real Madrid)
Áminning til Khedira. Ekki átt góðan fyrri hálfleik.
Hafliði Breiðfjörð:
Munurinn á KSÍ og UEFA. Ef Þróttur og ÍBV væru að spila þá yrði annað liðið að vera í varabúningum svo menn ruglist ekki. Ekki CL úrslitum
42. mín
Önnur marktilraun frá Atletico. Skalli yfir markið að þessu sinni.
Runólfur Þórhallsson:
Andskotinn sjálfur samt að Iker Casillas hafi kostað þetta mark. Gat ekki bara Ramos skorað sjálfsmark eða eitthvað! #Pirrandi
36. mín MARK!
Diego Godin (Atletico Madrid)
ATLETICO MADRID KOMIÐ Í FORYSTU! Diego Godin fékk sendingu inn í teiginn í kjölfarið á hornspyrnu og skallaði yfir Ike Casillas sem var kominn út úr markinu og misreiknaði þetta illilega! Martröð fyrir Real Madrid að lenda undir gegn Atletico Madrid. Atletico kann vel að halda forystu.
34. mín
Real hefur verið að auka tempóið en Atletico reynir að stöðva það með brotum. Nokkur hiti í mönnum og margir á Twitter að spá því að rauða spjaldið muni fara á loft í kvöld. Sjáum til, sjáum til.
33. mín
DAUÐAFÆRI! Gareth Bale að fá langbesta færi leiksins en framhjá fór boltinn! Hann fékk boltann og keyrði af stað. Nýtti færið hinsvegar ekki. Átti að gera betur!
28. mín
Skot af nokkuð löngu færi úr aukaspyrnu. Cristiano Ronaldo náði að koma þessu á rammann en auðvelt viðureignar fyrir Courtois sem tekur knöttinn í fangið.
26. mín Gult spjald: Sergio Ramos (Real Madrid)
Skiptir sér af dómgæslunni og sá hollenski með flautuna er ekki hrifinn af því. Lyftir upp gulu korti.
26. mín Gult spjald: Raul Garcia (Atletico Madrid)
Stórhættuleg skyndisókn Real Madrid. Angel Di Maria var kominn á fleygiferð og Raul Garcia fórnaði sér í tæklingu til að stöðva hann. Hárrétt.
Eggert Kári Karlsson:
Það yrði natturulega eitthvað storkostlegt afrek ef simone nær að loka þessari deild lika
21. mín
Enn markalaust og mikið jafnræði í gangi. Gæðin ekki mikil. Það er góð stemning á vellinum. Þúsundir fótboltaáhugamanna ferðuðust til Lissabon án þess að eiga miða á leikinn. Mættu til að upplifa stemninguna í kringum leikinn.
Björn Már Ólafsson:
Bæði lið pressa fáránlega stíft þegar þau missa boltann. Leikurinn getur ekki verið á þessu tempói í 90 min
14. mín
Raul Garcia með skot af löngu færi. Full mikil bjartsýni. Boltinn hátt yfir markið. Fyrsta skot leiksins er þó allavega komið.
Rúnar Már Sigurjónsson:
Ekki góð auglýsing fyrir legkökunuddið. Ég persónulega hefði bara farið til Frikka sjúkraþjálfara
11. mín
Atletico Madrid heldur skipulagi vel í byrjun leiks og treystir á skyndisóknir og föst leikatriði. Hefðbundin uppskrift hjá strákunum í Þróttarabúningunum.
9. mín
Inn:Adrian (Atletico Madrid) Út:Diego Costa (Atletico Madrid)
Legkökunuddið skilaði aðeins níu mínútum. Adrian Lopez kemur inn fyrir Diego Costa sem fer meiddur af velli. Adrian kom einnig inn fyrir hann gegn Barcelona í úrslitum spænsku deildarinnar.
4. mín
Miranda fær tiltal eftir að hafa brotið á Cristiano Ronaldo á miðjum vellinum. Keyrði í bakið á honum. Ég ætla að veðja á að þetta verði ekki eina brotið á Ronaldo í þessum leik...
Egill Einarsson, Gillzenegger:
Jæja BigGameRon. Lokaðu þessu!
1. mín
Leikur hafinn - Tvö bestu lið Evrópu eru komin á fulla ferð. Það voru leikmenn Real Madrid sem byrjuðu.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik og verið að sýna dansatriði á vellinum. Litríkar stelpur hlaupandi um allt og rosalegt stuð.
Fyrir leik
Sturluð staðreynd: Byrjunarlið Atletico Madrid kostaði aðeins um 48 milljónir evra. Það er næstum helmingurinn af því sem Gareth Bale einn og sér kostaði...
Fyrir leik
Ólafur Kristjánsson á Stöð 2 Sport:
Real er frábært í sóknarleiknum en Atletico Madrid er með frábæra vörn og hættulegir í skyndisóknum. Það er erfitt að segja hvort liðið sé betra en það eru stærri nöfn í Real. Ég ætla samt ekki að taka neitt af Atletico. Þeir hafa átt gjörsamlega frábært tímabil.
Fyrir leik
Áhugavert hjá Ancelotti að kasta Sami Khedira í byrjunarliðið. Hann er á miðjunni. Khedira meiddist illa á hné í nóvember og hefur aðeins spilað 60 mínútur í sex mánuði. Hjá Atletico virðist sem legkökunuddið hafi skilað sér hjá Diego Costa.
Yngvi Eysteinsson, útvarpsmaður:
Ég spái því að Atletico vinni í kvöld. Alonso í banni. Gríðarlega mikilvægur.
Fyrir leik
Hjörtur Hjartarson spáir í spilin:
Þetta verður vonandi bráðfjörugur og spennandi leikur. Besta vörnin í keppninni gegn öflugustu sóknarlínunni um þessar mundir. Bæði lið eru þó þeim kostum gædd að geta sinnt öllum skyldum inni á vellinum.

Það gerir manni erfiðara fyrir að apá um leikinn að enn er ekki með fullu ljóst hvernig ástandið er nokkrum af lykilmönnum liðanna. Gefum okkur að allir séu heilir þá er Real Madrid með ívið sterkara lið. Atletico Madrid er hinsvegar spænskur meistari og ekki í úrslitunum út af heppni. Að þessu sögðu (!) þá held ég að eftir 90 mínútur verði staðan 1-1. Atletico Madrid vinnur síðan í vítaspyrnukeppni og allir gráta úr sér augun yfir Öskubusku-ævintýrinu.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson spáir í spilin:
Atletico Madrid 1 - 2 Real Madrid.
Atletico er búið að vinna deildina og þeir eru búnir að seðja sitt hungur að einhverju leyti. Allir lykilmenn Real Madrid sem hafa verið meiddir verða með og ég held að Real verði það sterkir að þeir vinni þetta. Það er búið að vera mikið hungur hjá klúbbnum í mörg ár og ég held að þeir klári þetta núna.
Fyrir leik
Báðir markverðir liðanna eru magnaðir. Iker Casillas þarf ekki að kynna og svo er það Courtois sem hefur verið stórkostlegur á tímabilinu. Samkvæmt tölfræðinni eru þetta tveir bestu markverðir tímabilsins í Meistaradeildinni.
Fyrir leik
John Bennett, frétttaritari BBC í Madríd:
Það er mjög vinalegt andrúmsloft fyrir leikinn hér í Madríd. Ég er á Marca cafe sportbarnum og stuðningsmenn Atletico og Real sameinast og horfa á leikinn. Það er meira stuð í Real stuðningsmönnunum sem stendur...
Fyrir leik
Cristiano Ronaldo og Karim Benzema byrja en þeir þóttu tæpir fyrir leikinn. Real gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleiknum á Spáni. Sami Khedira er með en hann er búinn að glíma við erfið hnémeiðsli undanfarið. Pepe var tæpur fyrir leikinn og er hann því á bekknum.

Hjá Atletico byrjar Diego Costa en hann var í kapphlaupi við tímann um að ná leiknum en hann virðist hafa unnið það kapphlaup og byrjar hann því leikinn. Arda Turan er meiddur og verður ekki með.
Fyrir leik
Byrjunarlið Real Madrid (4-3-3):
Casillas
Carvajal - Varane - Ramos - Coentrao
Modric - Khedira - Di Maria
Bale - Benzema - Ronaldo

Byrjunarlið Atletico Madrid:
Courtois
Juanfran - Miranda - Godin - Filipe Luis
Garcia - Gabi - Tiago - Koke
Villa - Costa
Fyrir leik
Það verða engar sendingar frá hinum frábæra Xabi Alonso í kvöld. Hann tekur út leikbann og er það mikill missir fyrir Real Madrid.
Fyrir leik
Ef hinn magnaði Carlo Ancelotti stýrir Real Madrid til sigurs í kvöld mun hann feta í fótspor Bob Paisley, fyrrum stjóra Liverpool, með því að vinna Evrópukeppni þrívegis. Það er mikil pressa á Real Madrid að vinna í kvöld en það myndi tryggja félaginu sinn tíunda Meistaradeildartitil!
Fyrir leik
Heil og sæl! Einn stærsti fótboltaleikur ársins er handan við hornið. Viðureign Real Madrid og Atletico Madrid, sannkallaður borgarslagur sem fram fer í Lissabon. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu en fram að leik birtum við upphitunarmola að hætti hússins.
Byrjunarlið:
13. Thibaut Courtois (m)
2. Diego Godin
5. Tiago
6. Koke
6. Filipe Luis ('83)
8. Raul Garcia ('66)
9. David Villa
14. Gabi
19. Diego Costa ('9)
20. Juanfran
23. Miranda

Varamenn:
25. Daniel Aranzubia (m)
4. Mario Suarez
7. Adrian ('9)
11. Cristian Rodríguez
12. Toby Alderweireld ('83)
22. Diego
24. Jose Sosa ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Raul Garcia ('26)
Miranda ('53)
David Villa ('73)
Juanfran ('75)
Koke ('87)
Gabi ('100)
Diego Godin ('120)

Rauð spjöld: