Port
5
3
Ísland
Nani
'13
1-0
Nani
'21
2-0
Hélder Postiga
'45
3-0
3-1
Gylfi Þór Sigurðsson
'48
3-2
Gylfi Þór Sigurðsson
'68
Joao Moutinho
'82
4-2
Eliseu
'87
5-2
5-3
Emil Hallfreðsson
'94
07.10.2011 - 20:00
Estadio Do Dragao, Porto
Undankeppni EM 2012
Dómari: Bas Nijhuis (Hollandi)
Estadio Do Dragao, Porto
Undankeppni EM 2012
Dómari: Bas Nijhuis (Hollandi)
Byrjunarlið:
2. Bruno Alves
3. Joao Pereira
7. Cristiano Ronaldo
8. Joao Moutinho
12. Rui Patricio (M)
14. Rolando
16. Raul Meireles
('60)
17. Nani
19. Eliseu
20. Carlos Martins
('72)
23. Hélder Postiga
('88)
Varamenn:
4. Miguel Veloso
('60)
6. Sereno
9. Ricardo Quaresma
13. Ruben Amorim
15. Ruben Micael
('72)
22. Nuno Gomes
('88)
22. Beto (M)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rolando ('93)
Carlos Martins ('60)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Portúgal og Íslands í lokaleik riðilsins í undankeppni EM 2012.
Fyrir leik
Þetta eru öngvir aukvisar sem íslensku strákarnir eru að mæta í lokaleik Ólafs Jóhannessonar í kvöld. Þeir Cristiano Ronaldo, Nani og Raul Meireles eru allir ú byrjunarliðinu og flestir ættu að kannast við Joao Moutinho og Hélder Postiga, og í raun fleiri.
Íslenska liðið spilar ungum strákum í kvöld í bland við reynslumeiri. U21 stjörnurnar Gylfi Þór Sigurðsson, Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Hjörtur Logi Valgarðsson eru allir í byrjunarliðinu.
Íslenska liðið spilar ungum strákum í kvöld í bland við reynslumeiri. U21 stjörnurnar Gylfi Þór Sigurðsson, Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Hjörtur Logi Valgarðsson eru allir í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Hallgrímur Jónasson kemur inn í byrjunarliðið þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er ekki leikfær. Það verður fovtinilegt að sjá hvernig þetta gengur hjá okkar mönnum, en athyglisvert er að enginn framherji er í byrjunarliðinu. Rúrik Gíslason mun því líkast til leika frammi.
Fyrir leik
Það eru þvílíkt margir á vellinum, enda gríðarlega mikilvægur leikur fyrir heimamenn. Þeir eru efstir með 13 stig ásamt Dönum og Norðmönnum, en Norðmenn hafa leikið sjö leiki en tvö fyrrnefndu liðin sex. Að vísu eru Danir að vinna sinn 7. leik núna, 3-1 gegn Kýpur, og fara þá upp í 16 stig.
Fyrir leik
Menn mega endilega Twitta um leikinn og nota þá hashtaggið #fotbolti. Vel valdar færslur birtast hér á síðunni.
Olafur Pall Johnson
Horfir á leikinn með 6 portúgölskum félögum, lýst ekkert á þetta! Please make me proud strákar! #innámedKjarra #fótbolti
Horfir á leikinn með 6 portúgölskum félögum, lýst ekkert á þetta! Please make me proud strákar! #innámedKjarra #fótbolti
5. mín
Engin færi fyrstu fimm mínúturnar, held að það sé bara jákvætt. Portúgalir allsráðandi þó að Birkir Bjarnason hafi reyndar náð fínni fyrirgjöf áðan sem enginn náði þó til.
7. mín
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!! Ég var farinn að fagna marki hérna!! Aron Einar kemur með frábært innkast og fyrirliðinn Sölvi Geir rís manna hæst í teignum og stangar að marki, en Rui Patricio ver meistaralega í markinu. Í kjölfarið fær Hallgrímur Jónasson dauðafæri úr hornspyrnunni sem skapaðist en nær ekki að nýta það. Hann var ekki alveg vakandi þarna.
10. mín
Tæpar tíu mínútur liðnar og þetta lítur bara nokkuð vel út. Jóhann Berg lét Cristiano Ronaldo líta út eins og fífl rétt áðan, en fékk ekki aukaspyrnu þegar hann var síðan felldur. Útlitið gott þessa stundina en gegn liði eins og Portúgal getur það breyst mjög fljótt.
13. mín
MARK!
Nani (Port)
Jæja, þarna tókst Portúgölum að brjóta ísinn upp úr hornspyrnu sem átti í raun aldrei að vera horn. Spyrnan var tekin stutt, Eliseu kom með góðan bolta inn í teiginn og Nani kom með stórglæsilegan skalla í fjærhornið. Hrikalega vel gert hjá Nani og hann fagnar með viðiegandi heljarstökki. Svekkjandi í ljósi þess að þetta gekk fínt til að byrja með.
17. mín
Íslendingar eiga mjög flotta sókn sem endar með góðu þríhyrningsspili Gylfa Sig og Birkis Más Sævarssonar, en fyrirgjöf hans/skot var alls ekki góð og fór afturfyrir.
G.Fannar Vigfusson
Ólöglegt mark, boltinn ekki innan hornbogans #fotbolti
Þetta er nefnilega rétt, pældi í þessu líka! Utan við að þetta var aldrei horn! :)
Ólöglegt mark, boltinn ekki innan hornbogans #fotbolti
Þetta er nefnilega rétt, pældi í þessu líka! Utan við að þetta var aldrei horn! :)
18. mín
Eliseu fer býsna harkalega í Rúrik sem heldur um rifbeinin. Ætli hann sé rifbeinsbrotinn? Við vonum ekki.
20. mín
Cristiano Ronaldo með skot rétt framhjá markinu, en það hafði viðkomu í varnarmanni.
21. mín
MARK!
Nani (Port)
Hræææææðilegt!! Hrikalega vandræðalegt!!! Sending til baka á markmann frá Sölve Geir fer gersamlega úrskeiðis og Nani hirðir boltann og skorar. Þetta var hrein hörmung að horfa á og Stefán Logi gat ekkert gert. 2-0 fyrir Portúgal.
26. mín
Lokatölur í leik Kýpurs og Dana í sama riðli og okkar voru 4-1 fyrir frændum okkar.
27. mín
Meistaramarkvarsla hjá Stefáni Loga! Cristiano Ronaldo fer hrikalega illa með Kristján Örn og nær góðu skoti úr teignum, en Stefán Logi ver virkilega vel. Ágætt á ferilskrána.
31. mín
Fínt færi!! Portúgalir missa boltann á klaufalegum stað, Gylfi Þór nær honum og rennir á Birki Bjarnason sem gerir ekki alveg nógu vel og skýtur framhjá. Þröngt færi, en hann hefði gjarna mátt hitta á rammann. Ágætis spilkaflar hjá íslenska liðinu inn á milli og ekki hægt að segja að heimamenn vaði í færum.
35. mín
Gult spjald: Grétar Rafn Steinsson (f) (Ísland)
Birkir Már Sævarsson fær gult spjald fyrir litlar sakir, enda Cristiano Ronaldo afbragðs leikari.
38. mín
Sölvi Geir er eins og herforingi í vörninni og tekur Portúgali í bakaríið í skallaeinvígjum. Það er leiðinlegt að hann hafi þurft að gera þessi herfilegu mistök sem kostuðu annað markið, því að þess utan hefur hann verið frábær. Margt jákvætt í leik íslenska liðsins.
Sig Elvar Þórólfsson
Birkir Bjarna negldur niður = tiltal, Vindurinn rétt kom við Ronaldo = gult spjald..engin virðing #fotbolti
Birkir Bjarna negldur niður = tiltal, Vindurinn rétt kom við Ronaldo = gult spjald..engin virðing #fotbolti
45. mín
MARK!
Hélder Postiga (Port)
Jæja, þá er þetta búið..Hélder Postiga skorar þriðja mark Portúgala, í slána og svo lekur hann inn. Boltinn berst inn í teiginn og Postiga skorar með viðstöðulausu skoti. Stefán Logi er í boltanum en nær ekki að verja.
45. mín
Hálfleikur. Hollenski dómarinn flautar til leikhlés og staðan er 3-0 fyrir Portúgölum. Ég á mjög erfitt með að segja að svona stór forysta sé verðskulduð, heimamenn hafa hreinlega nýtt sér öll sín færi, eða svo gott sem. Slæm mistök eru að kosta þessi mörk okkar þrátt fyrir ágætis spilamennsku, þá sérstaklega í marki tvö. En þetta lítur býsna vel út fyrir Portúgali núna.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn, strákarnir okkar byrja með boltann. Fáum við að sjá ótrúlegasta comeback íslenskrar knattspyrnusögu?? Efa það stórlega, en það væri gaman, svona á síðustu 45 mínútum hins ágæta Ólafs Jóhannessonar sem landsliðsþjálfara.
47. mín
Stjána Rónaldo langar greinilega að skora. Íslendingar töpuðu boltanum á klaufalegum stað og Ronaldo þrumaði í slána af löngu færi. Ótrúleg skottækni sem þessi maður er með.
48. mín
MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
COMEBACK-IÐ ER BYRJAÐ!!!! HALLGRÍMUR JÓNASSON AF ÖLLUM MÖNNUM MINNKAR MUNINN MEÐ FLOTTUM SKALLA!! AUKASPYRNA BERST INN Í TEIGINN, SÖLVI GEIR RÍS ENN OG AFTUR UPP Í SKALLABOLTA OG FRAMLENGIR Á HALLGRÍM SEM SKALLAR BOLTANN Í NETIÐ!!! FRÁBÆRT, VEL GERT STRÁKAR!!!
51. mín
Það væri frábært að fá annað mark inn, þá væri þetta orðið að alvöru leik!! Portúgalir eru ekkert sérstakir í vörn en eru hins vegar hættulegir sóknarlega. En annað íslenskt mark væri frábært.
52. mín
Það hefur nú íslenskur markvörður tekið þátt í 4-3 comebacki eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik, og vonandi endurtekur sagan sig. Ég er að sjálfsögðu að tala um Árna Gaut Arason sem stóð á milli stanganna í liði Manchester City sem vann Tottenham 4-3 eftir að hafa verið í sömu stöðu og við í kvöld í leikhléi. Þá minnir mig meira að segja að City menn hafi verið manni færri.
58. mín
Þarna munaði mjóu!! Stefán Logi varði skot frá Raul Meireles og svo varði Kristján Örn skot í kjölfarið!! Þarna munaði hriiikalega litlu, en Portúgalir fá bara horn. Stefán Logi liggur óvígur eftir, er Hannes Þór að koma inn á?
60. mín
Inn:Miguel Veloso (Port)
Út:Raul Meireles (Port)
Chelsea-púllarinn fer af velli og inn kemur Miguel Veloso.
68. mín
MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
ÉG VISSI AÐ VIÐ MYNDUM SKORA ÚR ÞESSU HORNI!!! SÖLVI OG HALLGRÍMUR AFTUR!!! SÖLVI GEIR SKALLAR BOLTANN INN Í MARKTEIGINN EFTIR HORNSPYRNU OG HALLGRÍMUR JÓNASSON TEKUR BOLTANN MEÐ HÆLNUM OG MINNKAR MUNINN!! NÚ SETJA PORTÚGALIR Í ANNAN GÍR, EN ÞAÐ ERU ENN MEIRA EN 20 MÍNÚTUR EFTIR!!! ÁFRAM ÍSLAND!!
71. mín
Hver hefði trúað því að Hallgrímur Jónasson myndi skora sín fyrstu tvö landsliðsmörk á Drekaleikvanginum?? Þetta er hreint út sagt með ólíkindum!! Skyndilega eigum við séns á að gera eitthvað ótrúlegt!
71. mín
Hvað er í gangi og hvert er ég kominn?? Ég er enn í sjokki! En reyndar er þetta allt samkvæmt comeback-áætluninni. Jöfnunarmarkið kemur fyrir 80. mínútu, nú fara Portúgalirnir að panikka.
Tómas Þór Þórðarson
Er flugeftirlitið í Porto búið að gefa Sölva leyfi fyrir öllum þessum flugferðum. Á loftið! Ekki einu sinni reyna. #assists #fotbolti
Er flugeftirlitið í Porto búið að gefa Sölva leyfi fyrir öllum þessum flugferðum. Á loftið! Ekki einu sinni reyna. #assists #fotbolti
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Ísland nær óvæntu jafntefli og Geir endurnýjar samninginn við smiðinn á fylleríi eftir leik. Lengsta þynnka sögunnar. Eða þannig. #fótbolti
Ísland nær óvæntu jafntefli og Geir endurnýjar samninginn við smiðinn á fylleríi eftir leik. Lengsta þynnka sögunnar. Eða þannig. #fótbolti
77. mín
Portúgalir liggja ansi þungt á okkar mönnum núna. Þetta verða erfiðar lokamínútur, þeir hafa greinilega kúplað upp um gír eftir að hafa sofnað á verðinum í tvígang. Nú telja mistökin heldur betur.
81. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Ísland)
Út:Halldór Orri Björnsson (Ísland)
Kjartan Henry Finnbogason kemur inn á í sínum fyrsta landsleik.
82. mín
MARK!
Joao Moutinho (Port)
Ansans!! Þarna kláruðu Portúgalirnir þetta! GWAHH!! Þetta var ALLT of auðvelt, Eliseu gaf boltann inn í teig á óvaldaðan Moutinho sem var með lélegt skot sem Stefán Logi náði þó ekki að verja. Skelfilegt.
84. mín
Vá hvað þetta var gaman að sjá!! Gylfi Þór gersamlega fíflaði tvo Portúgali upp úr skónum og skapaði sókn sem varð þó ekkert úr. Þetta var samt otrúlega vel gert hjá Gylfa, maður hefði getað haldið að hann og Cristiano Ronaldo hefðu verið búnir að skipta um treyju!
87. mín
MARK!
Eliseu (Port)
Ahh, vá hvað þetta er leiðinlegt!! Minnkuðum muninn í 3-2 en menn eru greinilega sprungnir. Eliseu skorar fott mark með þrumuskoti í hliðarnetið utan teigs!! Virkilega vel gert, algerlega óverjandi. Hann var samt aleinn og óvaldaður þarna.
88. mín
Inn:Nuno Gomes (Port)
Út:Hélder Postiga (Port)
Goðsögnin Nuno Gomes fær nokkrar mínútur á Drekavellinum.
91. mín
Íslendingar geta minnkað muninn í 5-3 í uppbótartíma. Við fáum aukaspyrnu rétt fyrir utan teig úr frábæru færi. Eins gott að Gylfi Sigurðsson taki þessa!!
92. mín
Frábær aukaspyrna hjá Gylfa!! Hann skaut í markmannshornið en Rui Patricio varði mjög vel!!
93. mín
Gult spjald: Rolando (Port)
Ísland fær víti í restina!!! Birkir Bjarnason á ótrúlega flott hlaup og Rolando brýtur svo á honum..!! Koma svo, minnkum muninn, höfum þetta respectable!!
94. mín
MARK!
Emil Hallfreðsson (Ísland)
GYLFI SKORAR!!! Staðan er 5-3!! Svo er strax flautað til leiksloka. Þetta eru virðingarverð úrslit! Frábært að skora þrjú mörk í Portúgal en örlítið verra að fá á sig fimm! En glæsileg frammistaða hjá strákunum í lokaleik Óla Jó! Þökkum honum fyrir starf sitt í þágu landsliðsins.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
4. Hjálmar Jónsson
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
7. Halldór Orri Björnsson
('81)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
('89)
15. Hjörtur Logi Valgarðsson
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason
20. Emil Hallfreðsson
Varamenn:
22. Haraldur Björnsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
('89)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Matthías Vilhjálmsson
('89)
('89)
21. Arnór Ingvi Traustason
21. Haukur Páll Sigurðsson
('81)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Grétar Rafn Steinsson (f) ('35)
Rauð spjöld: