City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
13
0
FH
Fanndís Friðriksdóttir '4 1-0
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '6 2-0
Rakel Hönnudóttir '14 3-0
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '16 4-0
Hlín Gunnlaugsdóttir '18 5-0
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '27 6-0
Rakel Hönnudóttir '44 7-0
Hlín Gunnlaugsdóttir '45 8-0
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '48 9-0
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '57 10-0
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '63 11-0
Rakel Hönnudóttir '70 12-0
12-0 Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir '74 , misnotað víti
13-0 Ana Victoria Cate '79 , sjálfsmark
27.05.2014  -  19:15
Fífan
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Ingi Björn Ágústsson
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m) ('71)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
3. Hlín Gunnlaugsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('61)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('61)
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir ('61)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('71)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl öll sömul. Hér munið þið fylgjast beinni textalýsingu frá leik Breiðabliks gegn FH.
Fyrir leik
Leikið verður inni í Fífunni. Ekki veit ég hvernig ástandið er á Kópavogsvellinum en það hlýtur að vera slæmt víst að leikurinn fer fram inni.
Fyrir leik
FH hefur hingað til unnið alla sína leiki. Gengi Blikanna er ekki eins gott, unnið einn og gert eitt jafntefli.
Fyrir leik
Þetta verður alvöru prófraun fyrir FH að mæta einu sterkasta liði deidlarinnar. En liðin sem FH hefur leikið gegn eru Afturelding og ÍA.
Fyrir leik
Gaman er að segja frá því að Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðsmaður er sjúkraþjálfari FH í sumar. Hún var þekkt fyrir góðan varnarleik, mikinn hraða og ólgeymanleg innköst sem voru stórhættuleg fyrirbæri.
1. mín
Og þá er leikurinn hafinn. Blikar byrja með boltann.
2. mín
Guðrún Anna í marki FH stoppar ágætis sókn Breiðabliks.
4. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hlín Gunnlaugsdóttir
MMMAAARKKK!!!!
Fanndís kallaði og kallaði á boltann þegar hún var í innhlaupinu. Hlín með glæsilega sendingu á hana.
6. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
MMMMAAARRRKKKK!!!
Telma Hjaltalín skorar inn í teig. Frábær byrjun hjá Breiðablik.
8. mín
Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari FH hjúkrar hér Guðrúnu Önnu markmanni FH. Leikurinn er stopp í smá stund.
8. mín
Þvílíkur kraftur í Blikunum. Ég vona samt að við fáum eitthvað fútt til baka frá FH svo að leikurinn deyji ekki út hérna á fyrstu 10 mínútunum.
11. mín
FH í sinni fryrstu sókn og uppsker horn.
12. mín
Ana Victoria á skalla rétt yfir mark blikanna.
12. mín
Blikarnir skjótast strax í sókn eftir hornið. Þær eru stórhættulegar í dag.
13. mín
Ég hefekki undan að skrifa upp þessar skyndisóknir hjá Blikunum.
14. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
MMMMAAARRKKK!!!
Rakel með bombu fyrir utan teig.
16. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
MMMMMAAAARRRKKKK!!!!
Guðrún Anna fer út úr marki FH. Boltinn berst út í teig þar sem Aldís Kara fæt boltann og setur hann yfir hana í markinu. Ótrúleg byrjun!!
17. mín
Ég held að það sé hægt að segja að FH á ekki eftir að ná í land eftir þessa yfirrúllun frá Blikunum.
18. mín MARK!
Hlín Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MMMMMAAARRRKKK!!!
Fanndís er búin að vera á eldi í dag. Hvert upphaupið á fætur öðru. Þarna var hún komin inn í teig snéri tvo leikmenn af sér og sendi á Hlín Gunnlaugs sem skoraði auðveldlega.
20. mín
Ég lýsi hér eftir varnarleik FH.
22. mín
Telma Hjaltalín komst í gott færi en skaut framhjá.
23. mín
FH fær aukaspyrnu.
24. mín
Blikarnir hreinsa aukaspyrnuna í burtu.
25. mín
Ef að FH gyrðir sig ekki í brók að þá verður þetta spurning um hversu stór sigur þetta verður hjá Breiðablik.
27. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
MMMMAAAARRRKKK!!!!
Rakel Hönnu bar boltann langt upp völlinn. Blikarnir voru 4 á móti 3 í þessari sókn. Rakel dró mann í sig og sendi yfir til hægri á Aldísi Köru sem gat valið að senda fyrir eða klára sjálf.
31. mín
Peysutog. Jóna Kristín togar í peysjuna hjá FH-ingi. Dómarinn leyfir það.
34. mín
FH er að reyna að sækja. Spilið er flott en komast samt lítið áleiðis með það. Endar með lélegu skoti yfir markið hjá Sonný Láru.
35. mín
Blikar fá horn.
35. mín
Taka það stutt og endar svo með fyrirgjöf og skoti frá Jónu Kristínu rétt yfir.
37. mín
Guðrún Anna stoppar góða sókn hjá Blikunum.
38. mín
Guðrún Anna á misheppnaða hreinsun. Fer beint í fæturnar á Blika sem skýtur rétt yfir markið.
39. mín
Frábær sókn. Rakel og Telma með skemmtilegt spil en endar illa.
41. mín
Jóhanna Steinþóra á skot beint á Sonný Láru.
44. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Telma Hjaltalín Þrastardóttir
MMMMAAARRRKKKK!!!!!
Frábær sókn. Ég er hrædd um að FH láti ekki sjá sig inn á vellinum í seinni hálfleik.
45. mín MARK!
Hlín Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
MMMMAAARRRKKKK!!!
Ég vissi ekki að það gæti tekið á að skrifa á tölvu. Frábær sókn enn og aftur. Ég á ekki orð yfir spilamennsku FH.
45. mín
Sonný Lára býður hættunni heim með því að leika boltann inn í teig.Fær leikmann í sig. Það skiptir hvort sem er engu máli ef að FH setur eitt mark. Það væri eins og dropi í hafið miðað við stöðu leiksins.
45. mín
Hálfleikur. Ég er nokkuð viss um að stuðningsmenn FH séu í sjokki eins við blaðamennirnir.
46. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann.
46. mín
Inn:Hildur Egilsdóttir (FH) Út:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (FH)
46. mín
Inn:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Út:Hugrún Elvarsdóttir (FH)
48. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
MMMMAAARRRKKKK!!!!
Mörkin raðast inn.
53. mín
Fanndís vann boltann á miðjunni. Hljóp með hann alla leið að endalínu og sendi fyrir á Aldísi Köru sem var í dauðafæri en brenndi af.
54. mín
Blikar fá hornspyrnu og svo aðra strax í kjölfarið. Ekkert vinnst úr þeim.
56. mín
FH bjargar á línu.
57. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
MMMAAAARRRKKK!!!
Síðast þegar lið skoraði 10 mörk í Pepsi-deild kvenna var 15. júní árið 2010.
57. mín
Þórður Jensson þjálfari FH fær RAUTT spjald.
61. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:María Rós Arngrímsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
63. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
MMMMMAAAARRRKKK!!!
Aldís Kara var staðsett inn í teig og skaut lausu skoti að marki sem lak inn.
64. mín Gult spjald: Maria Selma Haseta (FH)
66. mín
Fanndís með virkilega gott skot sem ver Guðrún yfir.
67. mín
Inn:Halla Marinósdóttir (FH) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
68. mín
Molinn: Síðasti 11-0 tapleikur í Pepsi-deildinni var 4. september 2007 en þá vann Valur 11-0 sigur á Fjölni. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá 4 mörk fyrir Val.
69. mín
Leikurinn er búinn að vera stopp í smástund vegna meiðsla eins Blikans.
70. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MMMMMAAARRRRKKKK!!!!
Fanndís með upphlaup. Komst upp að endalínu. Sendi fyrir á Rakel Hönnu sem var ein inn í teig. Auðvelt og vel klárað.
71. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
73. mín
Molinn: Síðasti 12-0 sigur í deildinni kom 2. ágúst 2006. Þá vann KR sigur á FH í Frostaskjólinu. Þetta er einmitt sumarið þar sem FH mætti ekki til leiks í lokaleik sumarsins.
74. mín Misnotað víti!
Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (FH)
HENDI. Alveg augljóst. Aðstoðardómari dæmir hendivíti. Jóhanna Steinþóra fór á punktinn en Sonný Lára varði. Boltinn skoppaði meir að segja á línunni en hún var fljót upp og náði að hreinsa í burtu.
76. mín Gult spjald: Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (FH)
79. mín SJÁLFSMARK!
Ana Victoria Cate (FH)
Þetta var ótrúlegt mark. Berglind Björg skallaði í stöngina og boltinn fór yfir í hina stöngina líka. Ana Cate ætlaði að hreinsa frá en þrumaði í Hildi Egilsdóttur á marklínunni og boltinn fór inn.
84. mín
Molinn: 2006 tapaði FH 13-1 fyrir Breiðabliki. Sandra Sif sem er ónotaður varamaður í dag skoraði 5 mörk í þeim leik.
87. mín
Þessi ósigur verður stærsti ósigur FH síðan 26. júní 2006 þegar þær töpuðu 15-0 fyrir Val í Kaplakrika. FH mætti ekki til leiks í seinni leikinn þetta ár.
87. mín
Það er farið að hægjast mikið á báðum liðum og lítið að frétta eins og er.
90. mín
Dauðafæri hjá Telma Hjaltalín sem fer rétt framhjá.
Leik lokið!
Leikurinn er búinn. Hann kláraðist í raun í fyrri hálfleik. En mínúturnar eru hættar að telja. Rosalegur sigur hjá Blikunum. Ég á ekki orð yfir spilamennsku FH. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í Krikanum.
Byrjunarlið:
1. Guðrún Anna Atladóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('46)
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Maria Selma Haseta
2. Hugrún Elvarsdóttir ('46)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('67)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir
13. Ana Victoria Cate
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir

Varamenn:
3. Nótt Jónsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir
24. Hildur Egilsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir ('76)
Maria Selma Haseta ('64)

Rauð spjöld: