City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Afturelding
5
6
ÍR
Alexander Aron Davorsson '13 1-0
1-1 Jóhann Arnar Sigurþórsson '57
1-2 Kristján Ari Halldórsson '120 , víti
Einar Marteinsson '120 , misnotað víti 1-2
1-3 Reynir Haraldsson '120 , víti
Andri Hrafn Sigurðsson '120 , víti 2-3
2-3 Marteinn Pétur Urbancic '120 , misnotað víti
Stefán Daníel Jónsson '120 , víti 3-3
3-3 Haraldur Árni Hróðmarsson '120 , misnotað víti
Axel Óskar Andrésson '120 , misnotað víti 3-3
3-4 Viktor Smári Segatta '120 , víti
Elvar Ingi Vignisson '120 , víti 4-4
4-5 Guðmundur Gunnar Sveinsson '120 , víti
Alexander Aron Davorsson '120 , víti 5-5
5-6 Magnús Þór Magnússon '120 , víti
Gunnar Andri Pétursson '120 , misnotað víti 5-6
28.05.2014  -  19:15
N1-völlurinn Varmá
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sól, smá andvari.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Hugi Jóhannesson (m)
4. Gunnar Andri Pétursson
7. Arnór Fannar Theódórsson ('56)
9. Elvar Freyr Arnþórsson ('70)
21. Magnús Örn Þórsson ('97)
30. Axel Óskar Andrésson

Varamenn:
9. Valgeir Steinn Runólfsson
13. Stefán Daníel Jónsson ('97)
22. Birgir Ólafur Helgason ('56)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('70)
28. Nicholas Anthont Efstathiou
55. Birkir Þór Guðmundsson

Liðsstjórn:
Eiður Ívarsson

Gul spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('105)
Axel Óskar Andrésson ('60)
Andri Hrafn Sigurðsson ('29)
Gunnar Andri Pétursson ('23)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl.

Hér mun fara fram textalýsing á bikarslag Aftureldingar og ÍR í Borgunarbikar karla.

Þetta eru 32-liða úrslit og ljóst að mikið er í húfi fyrir bæði lið. Dauðafæri er að skjóta sér áfram í 16-liða úrslitin og eru þessi lið talin vera nokkuð jöfn svona ef horft er á upphaf íslandsmótsins og undirbúningstímabilið.
Fyrir leik
Spilað verður á N1-Vellinum að Varmá og er það fyrsti heimaleikurinn sem Afturelding spilar á grasi.

Miðað við hvernig veðrið er hérna núna og hvernig völlurinn lítur út þá stefnir allt í hörkuleik og samba bolta af bestu gerð.
Fyrir leik
Heimamenn eru sem stendur í 4 sæti 2.deildar með 4 stig eftir tapleik á móti Huginn frá Seyðisfirði í síðasta leik.

ÍR er aftur á móti í topp málum í 2.sæti 2.deildar, taplausir og unnu þeir flottan sigur á Njarðvík í síðasta leik.
Fyrir leik
Engan Jón Gísla Ström er að finna í liði ÍR en drengurinn hefur verið sjóðheitur það sem af er tímabils eftir að hafa komið til ÍR frá ÍBV fyrir sumarið. En hann fékk rautt gegn Njarðvík og er í banni.

Gunnar Andri og Alexander Aron koma inn í byrjunarlið heimamanna, Birgir Helgason og Sigurpáll Melberg tylla sér á varamannabekkinn.
Fyrir leik
Fer að styttast í þetta. Vallarþulurinn gerir sig kláran í að kynna inn liðin fyrir þessa ca. 15 sem eru mættir til að fylgjast með leiknum, skulum vona að þeim fari fjölgandi... sem fyrst.
Fyrir leik
Mosó með Dóra DNA er sett í hátalarana og leikmenn labba inn. Skemmtilegt.
1. mín
Allt klárt.

Leikurinn er hafinn.
3. mín
Leikurinn fer afskaplega rólega af stað, liðin að finna sig aðeins á grasinu.
4. mín
Fyrst skot leiksins, það kemur frá ÍR, skot rétt fyrir utan teig frá Reyni, í varnarmann. Horn, sem ekkert verður úr.
6. mín
Aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig hægra megin sem ÍR-ingar eiga.

Langt framhjá.
10. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá vinstri kanti eftir góða skyndisókn ÍR. Axel bjargar fyrir horn fyrir Aftureldingu. ÍR byrjar betur.
12. mín
Afturelding reynir mikið af löngum boltum fyrir aftan miðju sem ekki hafa náð að rata á rétta menn hingað til.
13. mín MARK!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Stoðsending: Elvar Ingi Vignisson
Fyrirgjöf frá hægri kanti frá Elvari Inga og Alexander stekkur manna hæst inn í teig og sneiðir boltann með höfðinu í fjærhornið. Lekkert.
16. mín
,,Ég er kominn í gegn," segir Alexander Aron þegar brotið er á honum innan miðjuhringsins og öll varnarlína ÍR fyrir framan hann.

Dómarinn ekki á sama máli.
18. mín
Elvar Freyr með fína skottilraun eftir að hafa prjónað sig framhjá 2 varnarmönnum ÍR.
19. mín
Afturelding heldur áfram að reyna sendingar frá miðverði upp á fremstu sóknarmenn fyrir aftan miðju, með misjöfnum árangri.
20. mín
MARK... nei, ÍR skora mark eftir aukaspyrnu frá hægri kanti en Haraldur er dæmdur rangstæður. Erfitt að sjá þetta héðan.
23. mín Gult spjald: Gunnar Andri Pétursson (Afturelding)
Fær hér fyrsta gula spjald leiksins. ÍR á aukaspyrnu mitt á milli miðju og vítateigs vinstra megin.

Beint skot úr aukaspyrnuni frá Jónatan sem Hugi nær rétt svo að slá yfir markið. Horn.
24. mín
Elvar Freyr hleypur upp allan völlinn og upp að endalínu en er of seinn að gefa boltann og Reynir kemst fyrir hann og setur hann í hornspyrnu. Sem ekkert verður úr.
26. mín
ÍR á aukaspyrnu rétt hjá miðjuboga, einungis 2 ÍR-ingar bíða, Afturelding kemst í skyndisókn, en Alexander er of seinn að gefa boltann og ÍR-ingar ná að komast til baka í tæka tíð.

ÍR eru full seinir til baka að mínu mati.
28. mín
Alexander með flotta fyrirgjöf frá vinstri kanti sem Atli nær að skalla í burtu í innkast. Sem ekkert verður úr. Afturelding muuuuun betri eftir að markið þeirra kom.
29. mín Gult spjald: Andri Hrafn Sigurðsson (Afturelding)
Fyrir hendi.
30. mín
Jónatan búinn að eiga nokkrar fínar aukaspyrnur rétt fyrir innan miðju Aftureldingar megin. Hefur verið þeirra aðal hætta hingað til fyrir framan mark Aftureldingar.
31. mín
Maggi, markvörður ÍR er með derhúfu í rammanum. Grjóthart.
35. mín
Skemmtileg sókn hjá ÍR, fyrirgjöf frá vinstri sem Elvar Ingi setur í horn.
36. mín
Úr hornspyrnunni kemur hættulegt færi, Jóhann Arnar fær boltann aleinn í teignum, en setur hann hátt yfir.
37. mín
Gunnar Andri fer í tæklingu að breskum sið með takkana á undan, verður að passa sig, á gulu spjaldi.
40. mín
Sýnist allt stefna í að staðan verði svona í hálfleik.
42. mín Gult spjald: Atli Þór Jóhannsson (ÍR)
Hendir sér í eina nokkuð groddaralega tæklingum rétt hjá miðjuboganum, tilefnislaust.
45. mín
Þarna skullu Birgir fyrirliði Aftureldingar og Segatta saman, leit ekki vel út. En þeir eru sem betur fer heilir.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Liðin ganga inn á völlinn eftir þrumuræður þjálfaranna.
45. mín
Inn:Sigurður Þór Arnarson (ÍR) Út:Guðmundur Gunnar Sveinsson (ÍR)
Ein skipting í hálfleik og hún er ÍR megin.
45. mín
Leikurinn er hafinn.
48. mín
Afturelding í þann mund að sleppa að gegn og Elvar Freyr vinnur 50/50 bolta gegn Sigurði og axlar hann í burtu en dómarinn dæmir. Skrýtið.
50. mín
Hugi, markvörður Aftureldingar, lætur Kjartan liðsstjóra rétta sér derhúfu, eina vitið.
52. mín
Axel Andrésson reynir einkennilegt skot frá miðju eftir að hafa hlaupið smá spöl með boltann.
52. mín
Nú hlýtur að fara styttast í spjald á Elvar Freyr, hefur verið síbrotamaður það sem af er seinni hálfleiks.
53. mín
Jónatan með gott skot rétt fyrir utan teig, en Hugi ver, hornspyrna. Sem ekkert verður úr, Afturelding fer í skyndisókn.
54. mín
Atli Guðjónss. með flottan bolta frá miðjuboganum inn í teig, en enginn þar sem nær að taka almennilega við honum. Lítið líf í leiknum þessa stundina.
56. mín
Inn:Birgir Ólafur Helgason (Afturelding) Út:Arnór Fannar Theódórsson (Afturelding)
57. mín MARK!
Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
MAAAARK, jöfnunarmarkið er komið, akkúrat það sem leikurinn þurfti.
Jóhann slapp í gegn og setti boltann huggulega yfir Huga. 1-1 dömur mínar og herrar.
59. mín
Birgir að hlaupa upp vinstri kantinn, er axlaður niður og dómarinn dæmir. Skrýtin lína sem Pétur dómari er að setja hérna. Virðist vera bannað að fara öxl í öxl.
60. mín
Elvar Ingi kemst í gegn, setur hins vegar máttlaust skot í fjærhornið.
60. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
64. mín
Höfuðmeiðsli hérna, 3 leikmenn hoppa saman upp í skallaeinvígi og 2 liggja eftir. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
68. mín
Lítið að frétta, ég hélt nú að markið myndi hleypa lífi í þetta en þetta er ofboðslega mikið miðjumoð eins og er.
70. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) Út:Elvar Freyr Arnþórsson (Afturelding)
Önnur skipting Aftureldingar.
75. mín
ÚFFF !! Viktor Smári fer illa með varnarmenn Aftureldingar, leggur hann fyrir sig og tekur gott skot sem Hugi slær yfir. Horn.

Sem Afturelding skallar í burtu.
77. mín
Skemmtilegt þríhyrningaspil hjá Alex og Bigga og svo kemur fyrirgjöf frá vinstri kanti frá Birgi beint á höfuðið á Elvari Inga, en skallinn slakur og smeygir sér framhjá.
78. mín
Flott fyrirgjöf frá Axel, á Elvar Inga, sem nær enn og aftur ekki nægilega miklum krafti í skallann og boltinn beint á Magnús í marki ÍR-inga.
79. mín
Inn:Marteinn Pétur Urbancic (ÍR) Út:Arnar Már Runólfsson (ÍR)
81. mín
Lítið að frétta, eitthvað um hálf færi. Erum við að horfa upp á framlengingu hérna í Mosfellsbænum?
85. mín
Eeeeeeekkert í gangi !!
86. mín
Flott fyrirgjöf frá vinstri kanti frá Jóhanni Arnari. En Birgir skallar boltann í hornspyrnu.

Marteinn rennur þegar hann tekur hornið og Afturelding kemur boltanum auðveldlega í burtu.
88. mín
ÍR-ingar liggja á heimamönnum núna. Hornspyrna og einungis 1 maður til baka.

Skot rétt framhjá hjá Jóhanni fyrir utan teig eftir hornspyrnuna.
89. mín
Það vantar allan Ström í þennan leik.

Orðagrín.
90. mín
90.mínúta komin, leikmenn eru frekar rólegir. Hér sýnist mér allt stefna í framlengingu.
90. mín
Atli Eðvaldsson segir sínum mönnum að fara ofar, og Hugi tekur markspyrnu, það er leið 1 !
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið.

Við erum á leið í framlengingu.
90. mín
Bæði lið eiga eina skiptingu eftir, sem gæti reynst dýrkeypt!
91. mín
Framlenging er hafin !
92. mín
Bæði lið eiga eina skiptingu eftir. Sem gæti reynst dýrkeypt !
95. mín
Sigurpáll með fyrsta skot framlengingarinnar sem fer hátt yfir.
96. mín
Menn eru þreyttir, það sést. Göngubolti þessa stundina.
97. mín
Ágætis skot tilraun frá Reyni Magnússyni vel fyrir utan teig, en boltinn framhjá.
97. mín
Inn:Stefán Daníel Jónsson (Afturelding) Út:Magnús Örn Þórsson (Afturelding)
98. mín
Inn:Kristján Ari Halldórsson (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
105. mín
Tíðindalaus fyrri hálfleikur framlengingar.
105. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
105. mín
Hættulegasta færi fyrri hálfleiks framlengingarinnar, Alex með fínan skalla eftir hornspyrnu.
105. mín
Fyrri hálfleik lokið.

Seinni hálfleikur framundan.
Væri skemmtilegt að fá vítaspyrnukeppni !!
105. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn.
107. mín
Menn eru gjörsamlega búnir á því. Samkvæmt öllu þá fer þetta í vító!
110. mín
Skalli frá Birgi sem rétt skríður framhjá stönginni.
111. mín
Annar hættulegur skalli, eftir hornspyrnu, frá Elvari Inga í þetta skiptið.
114. mín
Slöpp aukaspyrna af vinstri kantinum frá Marteini og Afturelding hreinsar.
115. mín
ÍR á aukaspyrnu á stóóórhættulegum stað hægra megin við teiginn.

Fer inn í þvöguna og Afturelding hreinsar.
117. mín
Krampi hér, krampi þar... Krampi alls staðar.

Já, leikmenn eru þreyttir!
118. mín
Sigurpáll reynir langan bolta frá miðjunni, upp á Elvar Inga hægra megin, en Atli Þór gerir vel og skallar boltann á Magnús í markinu.
120. mín
Síðasti séns fyrir heimamenn sennilega, skemmtilegt spil, sem endar með hornspyrnu.
120. mín
ÚFFFF !!!!!!! Boltinn hárfínt framhjá eftir skalla frá Alexander Aroni !!!
Þarna munaði litlu.
120. mín
Dómarinn flautar til loka framlengingar.

Þjálfarar leggja nú á ráðin um hver skal taka hvaða spyrnu.
120. mín
VÍTASPYRNUKEPPNI.

Þetta er alvöru!
120. mín
Það er skotið í átt að íþróttahúsinu hér á Varmá.

ÍR fer fyrst á punktinn, Kristján Ari fær þann heiður að vígja keppnina.
120. mín Mark úr víti!
Kristján Ari Halldórsson (ÍR)
120. mín Misnotað víti!
Einar Marteinsson (Afturelding)
Illa tekin spyrna, beint á markið, vel varið samt sem áður.
120. mín Mark úr víti!
Reynir Haraldsson (ÍR)
120. mín Mark úr víti!
Andri Hrafn Sigurðsson (Afturelding)
120. mín Misnotað víti!
Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Hárfínt framhjá, Hugi var farinn í hitt hornið.
120. mín Mark úr víti!
Stefán Daníel Jónsson (Afturelding)
Jafnar metin.
120. mín Misnotað víti!
Haraldur Árni Hróðmarsson (ÍR)
Vel varið hjá Ofur-Huga !!!!
120. mín Misnotað víti!
Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
Virkilega vel varið!!
120. mín
Þetta er að breytast í keppni milli markvarða
120. mín Mark úr víti!
Viktor Smári Segatta (ÍR)
120. mín Mark úr víti!
Elvar Ingi Vignisson (Afturelding)
120. mín Mark úr víti!
Guðmundur Gunnar Sveinsson (ÍR)
120. mín
Ef Alexander klikkar fer ÍR áfram...
120. mín Mark úr víti!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Balotelli víti, hikaði, ískaldur!!
120. mín Mark úr víti!
Magnús Þór Magnússon (ÍR)
MARKMAÐUR Á PUNKTINN STRAX TAKK FYRIR!
120. mín Misnotað víti!
Gunnar Andri Pétursson (Afturelding)
Leik lokið!
ÍR-INGAR ERU KOMNIR ÁFRAM, ÞVÍLÍK DRAMATÍK !!!!!!! VEL VARIÐ HJÁ MAGGA SEM ER HETJAN, KLÁRT MÁL!!
Byrjunarlið:
Magnús Þór Magnússon (m)
Atli Guðjónsson
3. Reynir Haraldsson
4. Atli Þór Jóhannsson
6. Arnar Már Runólfsson ('79)
7. Jónatan Hróbjartsson ('98)
9. Viktor Smári Segatta
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson
13. Haraldur Árni Hróðmarsson
14. Reynir Magnússon
18. Guðmundur Gunnar Sveinsson ('45)

Varamenn:
4. Már Viðarsson
8. Marteinn Pétur Urbancic ('79)
11. Kristján Ari Halldórsson ('98)
11. Rizon Gurung
17. Sigurður Þór Arnarson ('45)

Liðsstjórn:
Jóhann Björnsson
Helgi Freyr Þorsteinsson

Gul spjöld:
Atli Þór Jóhannsson ('42)

Rauð spjöld: