City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
4
1
Grindavík
0-1 Tomislav Misura '4
Agnar Darri Sverrisson '19 1-1
Todor Hristov '94 2-1
Aron Elís Þrándarson '108 3-1
Pape Mamadou Faye '111 , víti 4-1
28.05.2014  -  20:30
Gervigrasvöllur Laugardal
Borgunarbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('48)
20. Pape Mamadou Faye
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
27. Tómas Guðmundsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('70)

Varamenn:
4. Igor Taskovic ('70)
21. Aron Elís Þrándarson ('54)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Agnar Darri Sverrisson ('29)
Ívar Örn Jónsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-1 sigur Víkings staðreynd.

Þeir voru mikið mun sterkari í framlengingunni.
117. mín
Leikurinn að fjara út. Víkingarnir virðast saddir og Grindvíkingar búnir að játa sig sigraða.
114. mín
Þessi framlenging er búin að spilast svolítið eins og framlengingin hjá Real Madrid og Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sama markatala, spurning hvort Víkingar bæti við samt.
112. mín
Pape er búinn að vera gríðarlega duglegur allan leikinn og elta alla bolta.
111. mín Mark úr víti!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Pape fer á punktinn og neglir boltanum á mitt markið á meðan Óskar skutlaði sér.

Víkingarnir eru að labba yfir Grindavík í framlengingunni.
110. mín
Víti!

Jordan Edridge fær boltann í höndina og Erlendur bendir á vítapunktinn.
108. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pape Mamadou Faye
Aron Elís klárar leikinn. Hann var búinn að vera sprækur eftir að hann kom inná.

Pape fór upp kantinn vinstra megin og átti hnitmiðaða sendingu á Aron Elís sem kláraði.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu

Víkingar mikið mun sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar.
101. mín
Aron Elís í góðu færi.
Aron var kominn einn gegn Óskari í markinu en Grindvíkingar bjarga á síðustu stundu.

Pape á síðan skot stuttu seinna sem Óskar ver.
99. mín
Víkingarnir hafa verið sprækari síðustu mínútur. Grindvíkingar orðnir gríðarlega þreyttir.
96. mín
Aron Elís með sendingu á Pape sem á skot beint á Óskar. Markið hefur gefið þeim auka kraft.
94. mín MARK!
Todor Hristov (Víkingur R.)
ÞVÍLÍKT MARK!!!

Todor Hristov með aukaspyrnu af um 25 metrum, yfir vegginn og í bláhornið, Óskar átti ekki séns. Víkingarnir komnir í bílstjórasætið.
92. mín Gult spjald: Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
90. mín
Framlengingin hafin og það eru Víkingar sem byrja með boltann.
90. mín
Framlenging!

Bæði lið voru nálægt því að skora undir lokin en inn vildi boltinn ekki og því þarf að framlengja.
89. mín
Færi á báða bóga hér undir lokin. Fyrst á Igor Taskovic fast skot sem Óskar nær að verja og síðan eru Grindvíkingar nálægt því að skora hinum megin. Lowing potaði þá boltanum yfir Ingvar Kale í markinu en sem betur fer fyrir hann fór boltinn hár fínt framhjá.

Þetta hefði orðið gríðarlega skrautlegt sjálfsmark.
88. mín
Jósef Kristinn með skot í stöng!

Jósef svo nálægt því að tryggja Grindavík farseðilinn í næstu umferð. Hann var í fínu færi á fjærstönginni en boltinn hafnaði í utanverðri stönginni.
84. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Fyrir að toga í Óla Baldur.
83. mín
Magnús Björgvinsson í fínu færi en hann situr boltann hátt yfir markið.
81. mín
Það er greinilegt að það er mikið í húfi, bæði lið virðast hrædd um að tapa leiknum.

Það er byrjað að heyrast meira í Óla Þórðar á línunni.
79. mín
Inn:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík) Út:Joseph David Yoffe (Grindavík)
Gamla kempan Scott Ramsay að koma inná.

Það skildi þó aldrei vera að hann skori sigurmarkið.
78. mín
Ívar Örn Jónsson með skot úr aukaspyrnunni sem fer rétt framhjá.
77. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Aron Elís við það að sleppa í gegn og Marko tekur hann harkalega niður.

Einhverjir vildu fá rautt spjald en gult spjald líklega réttur dómur.
74. mín
Todor Hristov með skot utan teigs sem Óskar ver.

Liðin að sækja til skiptis og næsta mark getur dottið báðum megin.
72. mín
Vá! Grindavík nokkrum sentimetrum frá því að komast yfir. Juraj Grizelj með aukaspyrnu rétt utan teigs sem hann snýr yfir vegginn og í slánna. Ingvar Kale hreyfði sig ekki í markinu.
70. mín
Inn:Igor Taskovic (Víkingur R.) Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Markaskorari Víkinga tekinn útaf.
65. mín
Gríndavík vill víti, Kristinn Jóhannes fær boltann í hendina innan teigs en Erlendur lætur leikinn halda áfram. Maður hefur séð víti verið dæmd á þetta.
64. mín
Snögg sókn Víkinga endar með skoti Arons Elísar sem fer beint á Óskar í markinu.
58. mín
Bæði lið eru að ná ágætis uppspilum en það vantar færin í þetta.
57. mín
Aron Elís á sendingu á Todor Hristov sem á skot framhjá.
54. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Henry Monaghan (Víkingur R.)
Aron Elís kominn inn á en hann var besti maður Víkinga í fyrra og einn albesti leikmaður 1.deildarinnar. Greinilegt að Ólafur vill enga framlengingu.
50. mín
Þarna áttu Grindvíkingar að komast yfir!

Juraj Grizelj kemst að endalínu og á sendingu fyrir á Misura sem er í dauðafæri en skot hans fór beint á Ingvar Kale. Þarna átti hann að gera betur.
48. mín
Inn:Todor Hristov (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Vonandi fáum við nóg af mörkum.

Ég er með tilfinningu fyrir að þetta fari í framlengingu.
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði fjörlega en dafnaði eftir því sem leið á hann. Nokkuð sanngjörn staða.
40. mín
Eftir skemmtilega byrjun hefur leikurinn dottið svolítið niður.
37. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Andri Ólafsson (Grindavík)
Önnur skipting Grindavíkur, væntanlega önnur meiðsli.
35. mín
Henry Monaghan fínu færi en Óskar sér við honum. Víkingar ögn líklegri þessa stundina.
31. mín
Brotið á Alexander Lowing rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd. Ívar Örn Jónsson tekur spyrnuna. Framhjá veggnum fer boltinn en einnig framhjá markinu.
29. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi gestanna.
27. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið niður eftir jöfnunarmarkið og er þetta nokkuð jafnt þessa stundina.
26. mín
Inn:Jordan Edridge (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Matthías varð fyrir hnjaski og þurfti að fara útaf.
19. mín MARK!
Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
Þetta lá í loftinu, Agnar Darri var einn gegn Óskari í markinu eftir flotta sókn og kláraði mjög vel í fjærhornið. Algjörlega verðskuldað.
16. mín
Boltinn í slánna! Víkingar eru að nálgast. Hornspyrnan ratar beint á kollinn á Halldóri Smára sem á fastann skalla í slánna. Óskar var ekki nálægt þessum í markinu.
15. mín
Ívar Örn Jónsson í dauðafæri, einn gegn Óskari og markið hálf opið. Óskar nær hins vegar að verja frábærlega í horn.
13. mín
Víkingarnir nálægt því að jafna, Alan Lowing með skalla eftir hornspyrnu sem fer rétt framhjá.
10. mín
Víkingarnir hafa verið meira með boltann eftir markið en ekki náð að skapa sér neitt ennþá.
5. mín
Afar illa er mætt í Laugardalinn í kvöld. Líklega eru áhorfendur um 40-50.
4. mín MARK!
Tomislav Misura (Grindavík)
Tómas Guðmundsson gerir sig sekann um slæm mistök í vörn Víkinga og kemst Misura einn gegn Ingvari Kale og klárar vel. Þvílík byrjun.
1. mín
Grindavík fær hornspyrnu alveg í byrjun, Juraj Grizelj tekur hana og fer boltinn beint á kollinn á Björn Berg Bryde sem er í fínu færi en skallar boltann framhjá.
1. mín
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og allt að verða klárt. Væntanlega hörkuleikur í vændum.
Fyrir leik
Brunabjallan er biluð þar sem blaðamennirnir eru og hringir hún nánast stanslaust.
Fyrir leik
Ég spjallaði við ritstjóra og framkvæmdastjóra fotbolta.net áðan og voru þeir sammála um að Grindvíkingar gætu komið á óvart í þessum leik.
Fyrir leik
Víkingar unnu báða leiki þessara liða á síðustu leiktíð. Annars vegar 1-2 í Grindavík og hins vegar 4-2 í Víkinni.
Fyrir leik
Víkingar hafa byrjað Pepsi-deildina nokkuð vel og eru með sjö stig eftir fimm leiki í deild þeirra bestu.

Grindvíkingar hafa leikið tvo leiki, tapað einum og unnið einn í 1.deildinni.
Fyrir leik
Grindavík hefur ekki spilað síðan þeir unnu Skagamenn, 17 maí en leik þeirra gegn BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð var frestað.

Milan Stefán Jankovic gerir tvær breytingar frá síðasta leik en inn koma Tomislav Misura, Björn Berg Bryde.

Daníel Leo Grétarsson og Alex Freyr Hilmarsson detta út.

Fyrir leik
Víkingar gera þrjár breytingar á liðinu sem vann ÍBV fyrir tæpri viku.

Ívar Örn Jónsson, Tómas Guðmundsson og Agnar Darri Sverrisson koma inn.

Igor Taskovic, Aron Elís Þrándarsson og Todor Hristov fara á bekkinn. Ólafur Þórðarson væntanlega að hvíla þá fyrir komandi átök í Pepsi deildinni.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir.

Í kvöld eigast við Víkingur í Reykjavík og Grindavík á gervigrasinu í Laugardal en leikið er í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Þessi lið voru saman í 1.deildinni á síðasta ári og börðust allt fram í síðustu umferð um sæti í Pepsi deildinni. Bæði lið enduðu með 42 stig en Víkingar voru með betra markahlutfall og komust því upp.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
5. Juraj Grizelj
6. Andri Ólafsson ('37)
8. Joseph David Yoffe ('79)
9. Matthías Örn Friðriksson ('26)
14. Tomislav Misura
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('37)
2. Jordan Lee Edridge
3. Milos Jugovic
14. Michael J Jónsson
21. Marinó Axel Helgason

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Scott Mckenna Ramsay

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('77)
Óli Baldur Bjarnason ('92)

Rauð spjöld: