Þór
1
1
ÍBV
0-1
Brynjar Gauti Guðjónsson
'38
Dean Martin
'45
Kristinn Þór Björnsson
'92
1-1
01.06.2014 - 15:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: 14° hiti og 5 m/sek
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 652
Maður leiksins: Brynjar Gauti Guðjónsson
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: 14° hiti og 5 m/sek
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 652
Maður leiksins: Brynjar Gauti Guðjónsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson
('78)
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
12. Þórður Birgisson
14. Hlynur Atli Magnússon
20. Jóhann Þórhallsson
('64)
Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('78)
11. Kristinn Þór Björnsson
('64)
15. Arnþór Hermannsson
17. Halldór Orri Hjaltason
21. Bergvin Jóhannsson
30. Bjarki Þór Jónasson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('45)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og ÍBV í Pepsi deild karla.
Fyrir leik
Leikurinn er sá fyrsti í 6. umferð. Þórsarar koma inn í leikinn eftir sigur gegn Fylki í síðasta leik. Eyjamenn eru hinsvegar ennþá í leit að sínum fyrsta sigri, spurning hvort hann komi hér í dag?
Fyrir leik
Þórsarar gera tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Jóhann Þórhallsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson koma inn fyrir Inga Frey Hilmarsson sem er meiddur og Kristin Þór Björnsson sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerir fjórar breytingar á liði sínu. Abel Dhaira kemur aftur inn í markið fyrir Guðjón Orra Sigurjónsson sem gerði sig sekan um slæm mistök í síðasta leik. Arnar Bragi Bergsson, Jonathan Ricardo Glenn og Dominic Khori Adams koma inn fyrir Bjarna Gunnarsson, Atla Fannar Jónsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson.
Fyrir leik
Aðstæður til fótboltaiðkunar eru eins og best verður á kosið. Smá sunnangola og 14° hiti.
Fyrir leik
Þess má geta að Dean Martin leikmaður ÍBV er ári eldri en þjálfarinn sinn, Siggi Raggi. Dean Martin spilaði auðvitað fyrir KA fyrir nokkrum árum og má líklegast búast við miklu frá honum, hvort sem það er fótboltalega séð eða fyrir eitthvað annað.
Fyrir leik
Mjölnismenn eru að mæta á svæðið, spurning hvort þeir haldi uppteknum hætti en þeir hafa verið frábærir í síðustu leikjum.
Fyrir leik
Leikurinn ætti að fara að hefjast, spurning hvort Maístjarnan verði spiluð hér á Þórsvelli?
Fyrir leik
Um leið og liðin ganga inn á völlinn hefst einmitt Maístjarnan. ÍBV leika í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum, Þórsarar eru akkúrat í öfugri blöndu, hvítum treyjum og rauðum stuttbuxum.
Fyrir leik
Shawn Nicklaw byrjar í hægri bakverði og Ármann Pétur í vinstri. Athyglisvert.
2. mín
Shawn Nicklaw virðist geta allt. Hann á hér langt innkast inn á markteig sem skapar smá hættu. Jóhann Helgi vildi vítaspyrnu en fékk ekki.
12. mín
Mjölnismenn eru mjög líflegir hérna fyrstu mínúturnar. Ungu strákarnir að gera vel.
12. mín
Þórsarar fengu horn. Boltinn barst á Jóhann Helga sem skallaði í varnarmann. Stuttu seinna fá Þórsarar aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
14. mín
Jóhann Þórhallson þrumaði boltanum á markið úr spyrnunni, Abel varði beint út í teiginn en Þórsarar náðu ekki að nýta það.
18. mín
Abel í ruglinu. Hár bolti sem kemur inn á teiginn og hann mætir með takkana á undan í Jóhann Helga sem liggur eftir, ekkert dæmt.
21. mín
Þórsarar tæpir. Ármann Pétur ætlaði að skalla boltann til baka á Sandor Matus en Jonathan Glenn komst á milli og stal boltanum. Sandor náði þó að hirða boltann af honum til baka.
Jason Orri Geirsson, Þórsari
Hvenær ætlar þetta hjá Palla að hafa Dodda Birgis í starter að enda? Búinn að vera slakur í öllum leikjunum
Hvenær ætlar þetta hjá Palla að hafa Dodda Birgis í starter að enda? Búinn að vera slakur í öllum leikjunum
30. mín
Doddi Birgis með fínt skot, tók boltann í fyrsta á lofti en nokkuð beint á Abel í marki Eyjamanna.
31. mín
Arnar Bragi með flottustu taktana í leiknum hingað til. Tók skemmtilegt flikk áður en hann henti boltanum langt inn úr innkasti.
32. mín
Víðir Þorvarðar fór af fullum krafti inn í Hlyn Atla sem var að hreinsa. Ekkert spjald.
34. mín
Hlynur Atli með frábæra aukaspyrnu frá miðlínu, beint á hausinn á Jóhanni Helga sem átti lausan skalla á Abel.
38. mín
MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Bragi Bergsson
Stoðsending: Arnar Bragi Bergsson
Eyjamenn komnir yfir, Brynjar Gauti skorar með skalla eftir fyrirgjöf Arnars Braga. Sandor í vandræðum.
41. mín
Sandor fór í úthlaup en missti af boltanum, náði þó að bjarga sér með markvörslu eftir skot frá Gunnari Þorsteinssyni.
43. mín
Jonathan Glenn slapp í gegn eftir að hafa slátrað miðvarðapari Þórs á sprettinum. Sandor varði þó frá honum.
45. mín
Rautt spjald: Dean Martin (ÍBV)
Eins og skrifað í skýin, Deano fær rautt fyrir olnbogaskotið. Áhorfendum leiðist þetta ekki.
45. mín
Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Fékk gult fyrir sinn þátt í þessum hamagangi.
45. mín
Jónas Sigurbergs fagnaði víst í andlitið á Deano þegar hann fékk rauða spjaldið. Þeir voru búnir að vera að rífast allan leikinn.
56. mín
Furðulegt atvik. Jonathan Glenn beið í mínútu eftir að komast inná eftir að hafa fengið blóðnasir. Erlendur var ekkert að drífa sig að hleypa honum inná.
60. mín
Doddi Birgis í góðu færi. Fékk nokkuð frítt skot innan teigs en slæsaði boltann hátt yfir markið.
64. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Jói hefur ekki sést í leiknum.
65. mín
Sveinn Elías og Kristinn Þór eru orðnir bakverðir hjá Þór. Shawn Niklaw fer á hægri kantinn og Ármann Pétur á miðjuna.
72. mín
Ármann Pétur í mjög góðu færi. Fékk boltann á lofti við vítateigslínu en setti hann framhjá markinu.
78. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
Hlynur Atli niður í miðvörðinn
81. mín
Frábær bolti frá Sigurði Marinó sem fór beint á kollinn á Jóhanni Helga sem átti fínan skalla. Abel varði frábærlega.
83. mín
Abel liggur eftir og leikurinn er stoppaður, tók þó frekar langan tíma fyrir Erlend að stoppa leikinn. Virðist samt vera í lagi með Abel.
88. mín
Eitthvað skrýtið í gangi, Abel liggur, leikurinn stopp og ÍBV bíða eftir að geta skipt, þó ekki um markmann.
89. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV)
Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Þar kemur loks skiptingin.
92. mín
MARK!
Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Stoðsending: Sigurður Marinó Kristjánsson
Stoðsending: Sigurður Marinó Kristjánsson
Kristinn Þór var aleinn á teignum og skallaði inn hornspyrnu Sigga Marinós. Gríðarlega mikilvægt mark.
95. mín
Jónas með laust skot sem Abel ver auðveldlega. Enn og aftur liggja svo Eyjamenn. Nú er það Jökull Elísarbetarson.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
21. Dominic Khori Adams
('70)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
17. Bjarni Gunnarsson
('70)
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
('93)
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
Yngvi Magnús Borgþórsson
Gul spjöld:
Víðir Þorvarðarson ('44)
Rauð spjöld:
Dean Martin ('45)