KR
3
2
Fram
Baldur Sigurðsson
'15
1-0
1-1
Ásgeir Marteinsson
'27
1-2
Viktor Bjarki Arnarsson
'58
Þorsteinn Már Ragnarsson
'76
2-2
Kjartan Henry Finnbogason
'81
3-2
02.06.2014 - 19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1.441
Maður leiksins: Viktor Bjarki (Fram)
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1.441
Maður leiksins: Viktor Bjarki (Fram)
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
7. Gary Martin
('46)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
('77)
28. Ivar Furu
('53)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('46)
8. Jónas Guðni Sævarsson
('77)
11. Almarr Ormarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
('53)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Abdel-Farid Zato-Arouna ('55)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('35)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Það er komið að beinni textalýsingu frá leik KR og Fram í Pepsi-deild karla. Leikið er á KR-vellinum. Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram er á ansi kunnuglegum slóðum en hann lyfti Íslandsbikarnum með KR síðasta sumar eins og allir vita.
Fyrir leik
Af stuðningsmannasíðu KR:
Staða okkar í deildinni núna og töpuð sig í upphafsumferðunum þýða að ekkert annað en sigur kemur til greina í þessum leik ef KR-liðið ætlar að fara að skjóta sig upp í alvöru toppbaráttu á næstunni. Ef liðið berst af sama krafti og gegn FH í bikarleiknum um daginn er sigurinn vís - ef vanmat og kæruleysi gera vart við sig er hins vegar voðinn vís.
Staða okkar í deildinni núna og töpuð sig í upphafsumferðunum þýða að ekkert annað en sigur kemur til greina í þessum leik ef KR-liðið ætlar að fara að skjóta sig upp í alvöru toppbaráttu á næstunni. Ef liðið berst af sama krafti og gegn FH í bikarleiknum um daginn er sigurinn vís - ef vanmat og kæruleysi gera vart við sig er hins vegar voðinn vís.
Fyrir leik
Það er fínasta fótboltaveður. 10 gráðu hiti, létt rigning en logn. KR-völlurinn hefur oft verið betri en þetta er annar leikur sumarsins sem leikinn er á vellinum.
Fyrir leik
Völlurinn er langt frá sínu besta. Palli vallarþulur spáir því að völlurinn verði ónýtur eftir leikinn... vonandi mun sú spá ekki rætast. Fjölmiðlamenn eru búnir að koma sér fyrir og Benedikt Bóas á mbl.is var að klára salatskálina sína.
Fyrir leik
Spámennirnir:
Páll Sævar vallarþulur:
4-0 fyrir KR. Gary Martin 2, Baldur og Grétar Sigfinnur með mörkin.
Benedikt Bóas Hinriksson, mbl.is:
4-1 fyrir KR.
Andri Valur Ívarsson, vísi.is:
3-0
Ég:
1-1
Páll Sævar vallarþulur:
4-0 fyrir KR. Gary Martin 2, Baldur og Grétar Sigfinnur með mörkin.
Benedikt Bóas Hinriksson, mbl.is:
4-1 fyrir KR.
Andri Valur Ívarsson, vísi.is:
3-0
Ég:
1-1
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason er dómari leiksins en hann hefur lent í hinum ýmsu uppákomum á þessum velli í gegnum tíðina. Það eru þó flestir sammála mér í því að þar fer hiklaust einn allra færasti dómari landsins. Jóhann Gunnar Guðmundsson og Adolf Þorberg Andersen eru með fána.
Fyrir leik
Rikki Daða sjálfur mættur á völlinn. Er að spjalla við Tómas Inga Tómasson. Ekki vitleysan töluð þar.
Fyrir leik
Fyrir leikinn fær Bjarni Guðjónsson viðurkenningu frá KR. Hann lék 209 leiki fyrir KR, skoraði 23 mörk. Hann var fyrirliði í 149 leikjum en hann gekk til liðs við KR sumarið 2008. Hann varð tvisvar Íslandsmeistari og þrisvar Íslandsmeistari með KR.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Gary Martin byrjar leikinn en í upphitun virtust einhver meiðsli aftan í læri vera að hrjá hann. Hann tekur slaginn en fróðlegt verður að sjá hvort hann nái 90 mínútum.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Framarar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að félagsheimili KR.
5. mín
Atgangur upp við mark Fram! Ekki sannfærandi varnarleikur hjá gestunum og Haukur Heiðar var nálægt því að koma sér í dauafæri en var stöðvaður af síðustu hindrun.
8. mín
KR-ingar láta finna fyrir sér! Hættuleg fyrirgjöf frá Furu sem endaði hjá Kjartini Henry, Kjartan með skot af nokkuð þröngu færi en fast var það og Ögmundur varði í horn.
13. mín
RANGSTÖÐUMARK! Kjartan Henry Finnbogason skallaði boltann í netið eftir þunga sókn en flaggaður rangstæður. Mjög líklega hárréttur dómur.
14. mín
Björgólfur Takefusa með hörkuskalla sem Stefán náði að verja! Jói Kalli tók svo skot sem fór í varnarmann. Fyrsta hættan upp við mark KR.
15. mín
MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Smalinn skorar!!! Baldur Sigurðsson skoraði af mjög stuttu færi eftir fasta fyrirgjöf frá vinstri. Óskar Örn Hauksson með stoðsendinguna. verðskuldað. KR-ingar verið bitmiklir í byrjun leiks.
18. mín
Stuðningsmenn KR eru staðnir upp. Fínasta stemning hér á KR-vellinum og söngvar kyrjaðir.
21. mín
Ósvald Jarl Traustason lenti í árekstri og þurfti aðhlynningu. Hann er mættur aftur inn á völlinn.
27. mín
MARK!
Ásgeir Marteinsson (Fram)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
FRAMARAR HAFA JAFNAÐ! Eftir frábæra sókn Fram vann Farid Zato boltann en náði ekki að hreinsa! Heimamenn vildu fá aukaspyrnu á Framara. Arnþór Ari renndi knettinum til hliðar á Ásgeir Marteinsson sem lét vaða og skaut í varnarmann og inn!
30. mín
Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
Pirringur í Viktori sem fer í bókina. Viktor og Farid búnir að vera að kljást á miðjunni og verið áhugavert að fylgjast með baráttunni þeirra á milli.
35. mín
Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Það eru komin fín læti í þetta. Menn eru farnir að spá rauðu spjaldi í þennan leik.
38. mín
ÞVÍLÍKT SKOT!! STÖNGIN! Ásgeir Marteinsson með rosalegt skot. Þarna voru KR-ingar stálheppnir! Ásgeir skaut í stöngina og boltinn rúllaði eftir línunni! Björgólfur Takefusa var aðeins of seinn þegar hann reyndi að renna sér í boltann. Munaði sekúndubrotum!
44. mín
Það er rosaleg skemmtun í gangi á KR-vellinum. Mikil barátta og völlurinn farinn að tætast upp. KR hefur fengið fleiri færi en Framarar eru baráttuglaðir.
46. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Út:Gary Martin (KR)
Gary Martin gekk ekki heill til skógar og hefur yfirgefið völlinn.
50. mín
Mikið líf í Frömurum núna! Fyrst áttu þeir þrumuskot úr aukaspyrnu naumlega framhjá. Skömmu seinna átti Viktor Bjarki skot naumlega framhjá. Varnarleikur KR ekki sannfærandi þessa stundina.
56. mín
Framarar hafa byrjað þennan seinni hálfleik mun betur. Eru að ná að halda boltanum vel á milli sín.
58. mín
MARK!
Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Hörmungarbyrjun á seinni hálfleik en Framarar eru í stuði! Viktor Bjarki Arnarson með skot í bláhornið eftir að Ásgeir Marteinsson lagði boltann á hann.
59. mín
Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
Þvílíkur hiti og barátta í þessum leik. Spjöldin verða örugglega fleiri.
60. mín
Aðeins meira líf í KR núna eftir að liðið byrjaði seinni hálfleikinn afskaplega illa.
70. mín
Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
Stöðvaði hraða sókn KR-inga og ekki annað hægt en að lyfta spjaldinu upp.
71. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram)
Út:Ásgeir Marteinsson (Fram)
Ásgeir skilaði frábæru verki.
74. mín
Björgólfur Takefusa í dauðafæri!! Stórhættuleg sókn Framara! Haukur Baldvinsson renndu knettinum á Björgólf en Stefán Logi kom út á móti og lokaði.
76. mín
MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
KR jafnar!!! Varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fasta sendingu fyrir markið, gat tekið á móti boltanum og klárað!
77. mín
Inn:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR)
Jónas Guðni fær góðar móttökur í sínum fyrsta leik í sumar.
81. mín
MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
KR-ingar hafa endurheimt forystu sína eftir vítaspyrnu! Umdeildur dómur. Ögmundur Kristinsson dæmdur brotlegur þegar Þorsteinn Már fellur í teignum. Menn ekki sammála í fréttamannastúkunni um hvort þetta hafi verið réttur dómur... ég hugsaði sjálfur strax að þetta væri víti. Kjartan fór á punktinn, Ögmundur varði en boltinn upp í loftið og Kjartan náði að skalla knöttinn inn!
85. mín
ÞVÍLÍKUR FÓTBOLTALEIKUR! Fullt af færum og lúxus stuð. Framarar eru ekki dauðir úr öllum æðum og það er gríðarlega mikið í gangi.
89. mín
Hornspyrna. Mikill darraðadans við mark KR en Stefán Logi Magnússon fékk aukaspyrnu. Brotið á honum.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Einar Bjarni Ómarsson
10. Orri Gunnarsson
('61)
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
11. Ásgeir Marteinsson
('71)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
30. Björgólfur Hideaki Takefusa
('78)
Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Haukur Baldvinsson
('71)
14. Halldór Arnarsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
('61)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
('78)
33. Alexander Már Þorláksson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('70)
Hafsteinn Briem ('59)
Viktor Bjarki Arnarsson ('30)
Rauð spjöld: