City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
1
1
Stjarnan
0-1 Niclas Vemmelund '19
Elvar Páll Sigurðsson '74 1-1
Árni Vilhjálmsson '77
02.06.2014  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Olgeir Sigurgeirsson ('46)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Jordan Leonard Halsman ('58)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('75)
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('58)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
22. Ellert Hreinsson ('75)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Árni Vilhjálmsson ('50)
Stefán Gíslason ('47)
Jordan Leonard Halsman ('45)

Rauð spjöld:
Árni Vilhjálmsson ('77)
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld markar ákveðin tímamót fyrir heimamenn í Blikum. Þetta er síðasti leikur Ólafs Kristjánssonar með liðið, en hann heldur svo út til Danmerkur þar sem hann tekur við liði Nordsjælland. Fótbolti.net óskar honum að sjálfsögðu mikillar velgengni í því starfi.
Fyrir leik
Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið æsispennandi og má búast við slíku í kvöld þó svo að staða liðanna í deildinni sé svo sannarlega ólík.

Eftir fimm leiki er Breiðablik í 11. sætinu með einungis þrjú stig, en Stjarnan er í 3. sætinu með 11 stig og getur jafnað topplið FH að stigum í kvöld með sigri.
Fyrir leik
Dómari okkar í kvöld er svo sannarlega ekki af verri endanum. Hann heitir Kristinn Jakobsson.
Fyrir leik
Magnús Valur Böðvarsson, aka Maggi Bö, aka svo margt annað, er að slá grasið á fullu áður en menn fara að hita upp. Bö-vélin er greinilega búin að gera frábæra hluti undanfarið, því Kópavogsvöllur lítur frábærlega út. Mun betur heldur en þegar undirritaður mætti á Breiðablik - Fjölni í síðasta mánuði.
Fyrir leik
DJ-inn er mættur á svæðið! Það er opnað með sænska Eurovision laginu "Euphoria" sem gerði frábæra hluti fyrir hvað.. tveimur árum? Þremur?
Fyrir leik
Ég veit greinilega ekkert um vallarmál!! Hélt að Maggi Bö væri að slá grasið, en auðvitað er hann að mála línur á völlinn! Teigurinn og miðjuhringurinn verða skjannahvítir þegar Kiddi Jak flautar til leiks.
Fyrir leik
Viðrar vel til knattspyrnuiðkunnar hér í Kópavoginum. Blikar mæta væntanlega samheldnir til leiks, nýbúið að kjósa og menn sem aðhyllast mismunandi flokkum geta slíðrað sverðin. Grasið er grænt hérna í Sjálfstæðisbænum.
Þorkell Máni Pétursson:
Mun standa upp og klappa fyrir Ola Kristjans eftir leik sama hvernig fer i kvöld. Hefur skilað ömurlegasta klubb i heimi 2 titlum.#meistari
Hrafnkell Freyr Ágústsson, leikmaður Augnabliks og þjálfari hjá Blikum:
@Manipeturs Ég elska hvernig þú getur skyndilega breytt munninum á þér í rassgat á sekúndubroti og talað með því #mánigottalent
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér til hliðar.
Fyrir leik
Stjarnan treystir á unga leikmenn í bland við þá eldri, en þeir Atli Freyr Ottesen Pálsson og Þorri Geir Rúnarsson eru báðir í byrjunarliðinu. Báðir stóðu sig vel í stórsigrinum gegn Selfossi í bikarnum á dögunum, sérstaklega Atli Freyr sem skoraði og lagði upp.

Stefán Gíslason kemur aftur inn í byrjunarlið Breiðabliks, en hann hefur verið meiddur. Þá er Höskuldur Gunnlaugsson einnig kominn í byrjunarliðið, sem og Olgeir Sigurgeirsson og Tómas Óli Garðarsson.
Fyrir leik
Baldvin Sturluson, sem skoraði tvö gegn Selfossi í bikarnum, er settur á bekkinn og hinn danski Niclas Vemmelund er kominn í liðið.
Fyrir leik
Fyrir leik verður einnar mínútu þögn til minningar um Jóhann Baldurs, sem hefur verið dyggur félagsmaður Breiðabliks. Hægt að lesa meira um málið hér:

http://www.blikar.is/frettir/johann_baldurs_kvedja_fra_breidabliki/
Fyrir leik
Landsliðsmaðurinn Siggi Dúlla fær frí til að vera Stjörnunni innan handar í kvöld. Hann er núna að halda á lofti með varamönnunum. Rétt í þessu lenti hann í selbitunum.
Fyrir leik
Stjarnan hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á Kópavogsvelli frá árinu 2009, þegar liðið komst aftur upp í efstu deild. Blikar hafa einmitt oftar en einu sinni eyðilagt Evrópudrauma Stjörnunnar á þessum velli undir lok móts.
Fyrir leik
Korter í leik. Þetta fer senn að hefjast. Leikmennirnir fá að sprikla aðeins meira og svo hlýða þeir á fyrirmæli þjálfaranna.
Fyrir leik
Krakkarnir með fánana eru komnir inn á völlinn. Þá veit maður að það er stutt í leik! (döh)
Fyrir leik
Leikmenn koma inn á völlinn. Nú hefst mínútu þögn líkt og áður kom fram. Undirritaður ætlar að rísa úr sæti og heiðra góðan mann.
Fyrir leik
Jæja, þá fer leikur að hefjast. Sjáum hérna "Takk Óli" borða í gömlu stúkunni.
1. mín
Leikur hafinn og hvítklæddir Stjörnumenn byrja með boltann. Hætta strax í upphafi! Ingvar Jónsson fær boltann en þrumar beint í Blika, en boltinn fer framhjá!
4. mín
Jeppe Hansen nálægt því að skora! Hættulegur bolti inn í teiginn og Jeppe nær að koma við boltann en ekki nógu fast. Gulli grípur boltann.
11. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ STJÖRNUNNI!! Frábær aukaspyrna hjá Veigari Páli og Præst með dauðafrían skalla í teignum,en hittir boltann ekki nógu vel og beint á Gulla.
12. mín
Önnur hættuleg sókn hjá Stjörnunni. Leika vel á Blika og geysast upp í skyndisókn en heimamenn ná að bægja hættunni frá.
16. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu en Veigar Páll þrumar í vegginn. Nær þó boltanum aftur og Stjarnan endar á að uppskera horn, sitt þriðja í leiknum.
19. mín MARK!
Niclas Vemmelund (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
ÞVÍLÍKT MARK!!!!!!!! NICLAS VEMMELUND ÞRUMAR BOLTANUM Í NETIÐ AF LÖNGU FÆRI TIL HLIÐAR VIÐ TEIGINN EFTIR FRÁBÆRAN UNDIRBÚNING FRÁ VEIGARI PÁLI!! GERSAMLEGA ÓVERJANDI FYRIR GUNNLEIF, BOLTINN NÁNAST REIF NETIÐ!!
20. mín
Svakalegt mark hjá Dananum Vemmelund. Veigar Páll á samt frábært hrós skilið fyrir undirbúninginn. Boltinn var sem límdur við lappirnar á honum og hann fíflaði hvern Blikann á fætur öðrum. Enginn bjóst þó við því að Vemmelund myndi bara láta boltann söngla í samúel!
27. mín
Nokkuð rólegt eftir markið. Blikar hafa verið meira með boltann en eru ekki að skapa neitt.
28. mín
Stórhættuleg aukaspyrna frá Blikum! Elvar Páll með frábæran bolta en einhvern veginn nær enginn til hans!
30. mín
Jeppe Hansen gerir vel og sprettir upp kantinn og inn í teig og lætur vaða úr þröngu færi! Gunnleifur ver í horn.
32. mín
Blikar vilja fá víti. Léleg sending til baka og Höskuldur virðist ná boltanum en fellur í teignum. Líklega ekkert á þetta.
33. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ BLIKUM!! Elvar Páll í ákjósanlegu færi eftir sendingu frá Tómasi Óla en skýtur í varnarmann og framhjá.
39. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Danni Laxdal fær fyrsta gula spjald leiksins. Árni Vilhjálms á hörkuspretti og Danni keyrir hann niður. Réttur dómur.
39. mín
Þarna munaði litlu!!! Olgeir með þrumuskot utan teigs og Tómas Óli fær boltann í sig og nær að beina honum í átt að marki, en rétt framhjá!
43. mín
Höskuldur gerir frábærlega og leikur á varnarmenn í teignum, en skot hans í annan varnarmann. Fyrsti meistaraflokksleikur hans síðan 2011 og hann er búinn að vera mjög öflugur!! Virkilega beinskeittur, fullur sjálfstrausts og bara flottur! Sprækasti maður Blika by far!
45. mín
Martin Rauschenberg með þrumuskot af löngu færi en yfir! Hann sá hvað samlandi sinn Vemmelund gerði fyrr í leiknum og vildi endurtaka leikinn.
45. mín Gult spjald: Jordan Leonard Halsman (Breiðablik)
Jordan Halsman tætir Atla Frey niður og fær réttilega gult.
45. mín
Pablo Punyed lætur vaða úr aukaspyrnunni en Gulli fer!! Í kjölfarið flautað til leikhlés! Ég ætla út að fá mér ferskt loft, sé ykkur aftur eftir korter.
46. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Blikar gera breytingu í hálfleik. Andri Rafn Yeoman inn fyrir Olgeir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
47. mín Gult spjald: Stefán Gíslason (Breiðablik)
Stebbi Gísla fær gult fyrir að bomba niður Atla Frey.
50. mín Gult spjald: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Aftur er Atli allt of fljótur fyrir Blika! Í þetta skiptið klippir Árni Vill hann niður!
52. mín Gult spjald: Niclas Vemmelund (Stjarnan)
Spjöldin fljúga á loft! Vemmelund allt of seinn í tæklingu og uppsker gult!
Jóhann Laxdal, fyrrum leikmaður Stjörnunnar:
Allir svo leiðinlegir við Pepsi King @atliottesen11 , tæklaður niður í hvert skipti
58. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Jordan Leonard Halsman (Breiðablik)
Önnur skipting Blika. Arnór Sveinn inn fyrir Jordan Halsman.
58. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stjarnan gerir einnig skiptingu. Atli Jó inn fyrir Jeppann.
59. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!! Ætli Veigar Páll taki þetta ekki?
60. mín
Spyrnuna tekur jú Veigar og fer hún framhjá! Hefði átt að hitta á rammann!
63. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ BLIKUM!!! Hættuleg hornspyrna og boltinn dettur niður í teignum. Okkur sýndist Árni Vill ná skoti úr markteignum en Ingvar með frábær viðbrögð!
70. mín
Þarna munaði litlu!! Ólafur Karl Finsen í dauðafæri eftir sendingu frá Veigari Páli en Gunnleifur ver! Varnarmaður Blika bjargar svo í horn! Ólafur hefði mátt gefa á Atla Frey sem var einn fyrir opnu marki.
74. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Tómas Óli Garðarsson
MAAAAAAARK!! ELVAR PÁLL JAFNAR METIN FYRIR BLIKA!!! ARNÓR SVEINN MEÐ FLOTTA SKIPTINGU YFIR Á HÆGRI TIL TÓMASAR ÓLA, SEM KEMUR MEÐ FRÁBÆRAN BOLTA INN Í TEIG ÞAR SEM ELVAR PÁLL ER MÆTTUR TIL AÐ SKORA!!! JAFNT Í KÓPAVOGI!
75. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Blikar ætla að sækja til sigurs. Ellert Hreinsson inn fyrir Höskuld.
77. mín Rautt spjald: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
ÁRNI VILL FÆR RAUTT!! STEKKUR ÚT Í TÆKLINGUNA Á ATLA FREY OG FÆR AÐ LÍTA SITT ANNAÐ GULA SPJALD OG ÞAR MEÐ RAUTT! Virtist vera réttur dómur!
Jóhann Skúli Jónsson
Sá fantasy captain #takkÁrni Ef þetta er samt ekki uppsafnað verð ég að segja að mér finnst þetta frekar soft...
82. mín
Brotið á Veigari á hættulegum stað. Frábær spyrna frá Punyed en Gunnleifur ver meistaralega!
84. mín
Tíu Blikar hársbreidd frá því að komast yfir!! Tómas Óli með þrumuskot utan teigs eftir fína fyrirgjöf en Ingvar ver vel!
90. mín
Erum komin í uppbótartíma. Örfáar mínútur eftir af þjálfaraferli Óla Kristjáns hjá Blikum.
90. mín
Atli Freyr Ottesen með góðan sprett og gefur svo á Vemmelund, sem skýtur framhjá úr góðu færi.
Leik lokið!
Leik lokið með 1-1 jafntefli!
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
9. Daníel Laxdal
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen ('58)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
7. Atli Jóhannsson ('58)
18. Jón Arnar Barðdal
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Niclas Vemmelund ('52)
Daníel Laxdal ('39)

Rauð spjöld: