Ísland
1
0
Eistland
Kolbeinn Sigþórsson
'54
, víti
1-0
04.06.2014 - 19:15
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Völlurinn oftast verið betri. Blautt.
Dómari: Jakob Kehlet (Danmörk)
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Völlurinn oftast verið betri. Blautt.
Dómari: Jakob Kehlet (Danmörk)
Byrjunarlið:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
('46)
3. Hallgrímur Jónasson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
('84)
17. Aron Einar Gunnarsson
('46)
23. Ari Freyr Skúlason
Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
('46)
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
7. Halldór Orri Björnsson
('67)
14. Kári Árnason
18. Guðjón Baldvinsson
('67)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ari Freyr Skúlason ('85)
Rauð spjöld:
85. mín
Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Ari Freyr fær gult fyrir að brjóta á eistneskum tvífara sínum.
84. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Guðlaugur Victor kemur inn í sínum fyrsta landsleik!
77. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!! Hallgrímur nánast fyrir opnu marki en hittir boltann illa og hann fer yfir!! Kom eftir aukaspyrnu frá Ara Frey.
Jóhann Laxdal:
Þvilík Stjörnuskipting @Gauib og @HalldorOrri að fara svínast í eistunum #skeidin #meðröri
Þvilík Stjörnuskipting @Gauib og @HalldorOrri að fara svínast í eistunum #skeidin #meðröri
62. mín
ÞARNA MUNAÐI ENGU!! Sölvi Geir með skalla eftir hornspyrnu frá Gylfa, rétt framhjá!
56. mín
Ágætis sókn, Rúrik leggur boltann á Ara Frey sem kemur með fyrirgjöfina! Hallgrímur nær skallanum en hann fer yfir.
54. mín
Mark úr víti!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
MAAAAAAAAARK!!!! KOLBEINN SETUR BOLTANN Í VINSTRA HORNIÐ!!! PAREIKO VELUR RÉTT HORN EN ÓVERJANDI VÍTI!! TÓLFAN KVEIKIR Á BLYSUM!
53. mín
VÍTI!!! BROTIÐ Á RÚRIK Í TEIGNUM!!! KAROL METS TOGAÐI HANN NIÐUR!! Kolbeinn á punktinn!!
49. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ EISTUM!! Ögmundur byrjar á glæsilegri vörslu frá Kallaste og svo bjargar Hallgrímur á línu! Þarna munaði litlu.
46. mín
Inn:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
Út:Gunnleifur Gunnleifsson (Ísland)
Skipting í hálfleik. Ögmundur spilar sinn fyrsta landsleik!
45. mín
Fróðleiksmoli í hálfleik. Í efstu deild á Íslandi eru að meðaltali undir 100 áhorfendur á leik.
45. mín
Döprum fyrri hálfleik lokið. Eistland fékk mjög gott færi en Ísland líka. Annars mjög lítið í gangi. Dapur leikur hjá Íslandi.
42. mín
Besta færi í heimi hjá Eistlandi!!! Taijo Teniste einn á móti Gulla en er of lengi og Gulli ver í horn!
39. mín
Gult spjald: Ken Kallaste (Eistland)
Tólf stig frá Danmörku!! Frændi okkar Jakob Kehlet gefur Ken Kallaste gult spjald.
32. mín
SLÁARSKOT HJÁ EISTUM!!! Þrumuskot hjá Enar Jaager en sá bolti syngur í þverslánni!! Þarna sluppum við.
28. mín
BESTA FÆRI LEIKSINS!! Aron Einar í dauðafæri en skýtur rétt yfir!! En hvað var Birkir Bjarnason að gera?? Hann þvælist bara fyrir honum eins og varnarmaður Eistlands!!! Fáránlegt.
15. mín
Lítið um færi til þessa en manni finnst íslenska liðið þó vera með yfirburði. Sköpuðum smá hættu í teignum hjá þeim áðan en Eistar björguðu.
5. mín
Maður fyrstu fimm mínútnanna er Rúrik Gíslason. Þessi skilaboð koma frá Brynjari Inga Erlusyni sem sér um einkunnagjöfina.
Fyrir leik
,,Við erum að fara að spila við lið sem er af svipuðum styrkleika og Lettar og Kasakstan og við viljum þessa leiki. Ætlum fram með liðið og pressa á þá, og erum með lausnir fyrirfram ef þeir bakka. Við búumst við því að þeir bakki á okkur og erum með ákveðnar lausnir sem við ætlum að reyna að vinna í þessum leik."
- Heimir Hallgrímson við Stöð 2 Sport
- Heimir Hallgrímson við Stöð 2 Sport
Fyrir leik
Eistar skelltu sér víst í Bláa Lónið í gær. Góður undirbúningur fyrir leikinn.
Fyrir leik
Hallgrímur Jónasson byrjar leik dagsins í miðverðinum, athyglisverð tilraun það. Gulli Gull byrjar í markinu en góðar líkur eru á því að skipt verði í hálfleik ef marka má orð Heimis Hallgrímssonar á blaðamannafundi í fyrradag.
Fyrir leik
Það styttist í leikinn, rúmur hálftími í að þetta hefjist. Leikmenn eru í góðum gír að hita upp.
Fyrir leik
Konstantin Vassiljev spilar með Amkar Perm í Rússlandi og er markahæstur í eistneska hópnum. Hann er með 17 mörk í 70 landsleikjum.
Fyrir leik
Ragnar Klavan er fyrirliði eistneska landsliðsins og skærasta stjarna liðsins. Hann spilar með Augsburg í Bundesligunni, en liðið stóð sig mikið framan vonum og Klavan var þar fastamaður í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Enar Jääger er ekki bara hálfnafni eins besta drykks í heiminum, heldur er hann líka leikreyndasti maður Eistlands með yfir 100 landsleiki, nánar tiltekið 103. Hann spilar með Lierse í Belgíu.
Fyrir leik
Þið kannist kannski ekki við mörg nöfn úr liði Eistlands, en til þess erum við! Við ætlum að hjálpa ykkur.
Fyrir leik
Laugardalsvöllur hefur sjaldan verið í eins slæmu ástandi á þessum tíma árs. Hann er alveg þokkalega fjarska fallegur en er mjög laus í sér. Ekkert var æft á vellinum í aðdraganda leiksins og fóru liðin meðal annars í Garðinn og í Þorlákshöfn.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig mætingin verður á völlinn. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu í dag hefur verið ansi kaflaskipt, hellirignt og svo kom éljagangur. Vont veður hefur oftast slæm áhrif á mætinguna.
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af 1-1 leiknum gegn Austurríki á föstudag vegna meiðsla. Alls eru fimm breytingar á byrjunarliðinu frá Austurríkisleiknum.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson byrjar í markinu. Líkt og í vináttuleiknum gegn Wales fyrr á þessu ári verður Theodór Elmar Bjarnason í hægri bakverði. Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE, fær tækifæri í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Ísland tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Landsliðsþjálfararnir, Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson, hafa tilkynnt byrjunarliðið í kvöld og má sjá það hér á vinstri hlið.
Þetta er í fjórða skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar haft tvisvar sinnum betur en Eistlendingar einu sinni.
Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.
Þetta er í fjórða skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar haft tvisvar sinnum betur en Eistlendingar einu sinni.
Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.
Byrjunarlið:
1. Sergei Pareiko (m)
4. Karol Mets
5. Ken Kallaste
6. Ilja Antonov
('88)
11. Henrik Ojamaa
('73)
14. Konstantin Vassiljev
15. Ragnar Klavan
17. Enar Jääger
20. Kaimar Saag
21. Artjom Artjunin
23. Taijo Teniste
Varamenn:
12. Marko Meerits (m)
2. Alo Bärengrub
3. Igor Morozov
8. Hannes Anier
('88)
13. Martin Vunk
18. Frank Liivak
19. Siim Luts
('73)
22. Artur Pikk
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ken Kallaste ('39)
Enar Jääger ('60)
Rauð spjöld: