Ísland U21
0
2
Svíþjóð U21
0-1
Isaac Kiese Thelin
'43
0-2
Malkolm Moenza
'82
05.06.2014 - 19:15
Norðurálsvöllurinn á Akranesi
Vinnáttuleikur
Aðstæður: Smá gola og skúrir.
Dómari: Michael Tykgaard
Norðurálsvöllurinn á Akranesi
Vinnáttuleikur
Aðstæður: Smá gola og skúrir.
Dómari: Michael Tykgaard
Byrjunarlið:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
('35)
2. Elís Rafn Björnsson
('46)
3. Sigurður Egill Lárusson
('65)
5. Ásgeir Eyþórsson
6. Böðvar Böðvarsson
('65)
8. Arnór Ingvi Traustason
('65)
13. Ólafur Karl Finsen
16. Árni Vilhjálmsson
17. Aron Heiðdal
Varamenn:
12. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
('35)
14. Sindri Snær Magnússon
('65)
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
15. Gunnar Þorsteinsson
('65)
16. Víðir Þorvarðarson
('65)
17. Arnþór Ari Atlason
('46)
18. Tómas Óli Garðarsson
('45)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('52)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir áhorfendur góðir. Eftir tæpa klukkustund hefst vináttulandsleikur U21 árs liða Íslands og Svíþjóðar. Byrjunarliðin voru að koma í hús og það íslenska má sjá hér til hliðar. Það sænska ætti að birtast von bráðar.
Fyrir leik
Bæði byrjunarliðin eru komin inn. Mér sýnist í fljótu bragði að átta byrjunarliðsmenn Íslands séu hér að leika sinn fyrsta landsleik. Aðeins Emil Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og Árni Vilhjálmsson eiga leik að baki. Árni hefur leikið tvo, Emil fjóra og Arnór sex og er að auki sá eini sem skorað hefur landsliðsmark.
Fyrir leik
Byrjunarlið Svíanna er öllu leikreyndara en aðeins einn nýliði byrjar hjá þeim. Það er leikmaður númer tíu, Isaac Kiese Thelin. Leikreyndastur þeirra er Oscar Lewicki en hann hefur leikið fjórtán U21 landsleiki.
Í byrjunarliðinu hjá þeim er, líkt og hjá Íslendingum, aðeins einn leikmaður sem skorað hefur U21 landsliðsmark en það er Nicklas Bärkröth en hann ætti að vera spilurum Football Manager leikjanna góðkunnur.
Í byrjunarliðinu hjá þeim er, líkt og hjá Íslendingum, aðeins einn leikmaður sem skorað hefur U21 landsliðsmark en það er Nicklas Bärkröth en hann ætti að vera spilurum Football Manager leikjanna góðkunnur.
Fyrir leik
Þrí leikmenn Svía leika ekki í heimalandinu en tveir þeirra byrja á bekknum. Kristoffer Olsson byrjar inn á en hann er leikmaður Arsenal á Englandi og kom inn á í einum leik í Deildabikarnum á liðnu tímabili.
Isak Ssewankambo er greinilega töluvert efni en hann er fæddur árið 1996 og er yngsti leikmaðurinn á skýrslu hér í dag. Sá er á mála hjá Lundúnaliðinu Chelsea. Liverpool menn eiga svo sinn fulltrúa í Kristoffer Peterson.
Isak Ssewankambo er greinilega töluvert efni en hann er fæddur árið 1996 og er yngsti leikmaðurinn á skýrslu hér í dag. Sá er á mála hjá Lundúnaliðinu Chelsea. Liverpool menn eiga svo sinn fulltrúa í Kristoffer Peterson.
Fyrir leik
Allir leikmenn Íslands, að Arnóri Ingva Traustasyni og Frederik Albrecht Schram undanskyldum, leika á Íslandi. Arnór Ingvi söðlaði um fyrir tímabilið og gekk til liðs við Norrköping sem er einmitt í Svíþjóð. Frederik Albrecht hefur hins vegar aldrei leikið á Íslandi nema með landsliðinu en hann hefur tvöfalt ríkisfang. Hann leikur með OB í Danmörku.
Fyrir leik
Yngsti leikmaðurinn sem byrjar inn á er áðurnefndur Kristoffer Olsson leikmaður Arsenal en hann er fæddur í júní 1995. Fredrik Albrecht er yngstur íslensku byrjunarliðsmannanna en hann fæddist í janúar 1995. Isak Ssewankambo er hins vegar yngstur á skýrslu líkt og áður sagði en hann er fæddur í febrúar 1996.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp. Tómas Ingi Tómasson stýrir reitabolta hjá íslensku strákunum.
Það var þónokkur rigning þegar ég mætti á völlinn en núna er búið að stytta upp og sólin er að bjóða leikmenn velkomna. Áhorfendur eru samt ekki farnir að láta sjá sig.
Það var þónokkur rigning þegar ég mætti á völlinn en núna er búið að stytta upp og sólin er að bjóða leikmenn velkomna. Áhorfendur eru samt ekki farnir að láta sjá sig.
Fyrir leik
Dómaratríóið sem sér um þennan leik kemur frá Danmörku. Michael Tygaard fer fyrir dómurunum en Henrik Larsen og Jakob Bille verða honum innan handar. Jakob Kehlet, sá sami og dæmdi leik Íslands og Eistlands í gær, er fjórði dómari. Eftirlitsmaður er Sigurður Hannesson.
Fyrir leik
Metallica og Mötley Crue hafa fengið að hljóma hér í upphituninni. Eitthvað virðist samt plötusnúðurinn hafa verið aðeins of fljótur á sér því hann kickstartaði ekki bara hjörtum heldur henti líka í sænska þjóðsönginn töluvert of snemma.
Fyrir leik
Það eru svona þrjátíu manns mættir á völlinn nú þegar tíu mínútur eru í leik. Það eru ekki mjög margir.
Fyrir leik
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, er mættur í stúkuna en liðið á fjóra fulltrúa í íslenska liðinu en þeir byrja allir á bekknum. Sigurður Jónsson er einnig mættur að fylgjast með. Áhorfendum er að fjölga.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn á eftir fyrirliðum sínum. Arnór Ingvi Traustason ber bandið hjá okkur mörlendingum en ég hef enn enga hugmynd um hver er fyrirliði Svía. Ég sé ekki númerið á honum og það er ekki merkt á handskrifuðu krot skýrsluna hver er fyrirliði. Hendi því inn á eftir.
Það má samt nefna það að hann nær afar stutt frá jörðinni og nær t.d. markverði Svía aðeins í öxl.
Það má samt nefna það að hann nær afar stutt frá jörðinni og nær t.d. markverði Svía aðeins í öxl.
Fyrir leik
Verið er að ljúka við að leika þjóðsöngva liðanna. Fyrst var það sá sænski og nú er sá íslenski. Heyrist einn áhorfandi vera að syngja með nokkuð hressilega og laglaust.
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson hendir í dramatíska innkomu akkúrat á þeim tímapunkti er smáblómið deyr.
2. mín
Ísland:
Elís - Bergsveinn - Ásgeir - Sigurður
Ólafur - Emil - Arnór - Aron Sig
Aron Elís - Árni
Elís - Bergsveinn - Ásgeir - Sigurður
Ólafur - Emil - Arnór - Aron Sig
Aron Elís - Árni
2. mín
Svíþjóð:
Krafth - Baffo - Holmen - Augustinsson
Bärkroth - Olsson - Lewicki - Tibbling
Thelin - Söderqvist
Krafth - Baffo - Holmen - Augustinsson
Bärkroth - Olsson - Lewicki - Tibbling
Thelin - Söderqvist
3. mín
Aron Sigurðarsson var að eiga fyrsta skot leiksins en hann klafsaði sig framhjá varnarmanninum og skaut rétt fyrir utan vítateiginn en í hliðarnetið.
9. mín
Fyrsta rangstaða leiksins komin. Isaac Thelin bar fyrir innan en Kristoffer Olsson reyndi að stinga boltanum á hann. Svíar verið sprækari hér í byrjun og fengið horn og aukaspyrnur en ekkert komið úr þeim.
13. mín
Íslendingar reyna að kalla á vítaspyrnu. Ólafur Karl átti sendingu fyrir og vildu menn meina að hún hefði farið í hendina á Sebastian Holmen. Dómarinn var á öðru máli.
14. mín
Fyrsta alvöru tilraun Svía í leiknum. Simon Tibbling nær af miklum dugnaði að þvæla sig í gegnum miðju Íslands og skýtur með vinstri fæti. Skotið stutt framhjá fjærstönginni.
18. mín
DAUÐAFÆRI! Þarna fór Nicklas Bärkroth illa að ráði sínu. Thelin var út við hornfána og sendi bolta á milli íslenskra varnarmanna á Krafth sem var á auðum sjó út í teig. Hann sendi boltann á Bärkroth á markteignum og skot hans í fyrsta reyndist slappt og framhjá markinu. Hefði átt að gera mun betur þarna.
26. mín
Barkroth reynir aftur en núna af lengra færi. Skaut beint á Frederik í markinu sem greip boltann.
27. mín
Kristoffer Olsson liggur og hefur fengið högg á höfuðið. Hefur fengið blóðnasir og fer út af vellinum í andartak.
28. mín
Það hefur bætt aðeins í vindinn en það er nú ekki hvasst. Annað liðið leikur svo með sólina beint í augun og í augnablikinu þá er það Ísland.
31. mín
Olsson með flotta stungusendingu innfyrir og Thelin er í séns. Bergsveinn nær að tækla fyrir skotið og það sem meira er þá fór boltinn í Thelin aftur svo Ísland á útspark.
33. mín
Ég skil nú eiginlega ekki hvernig þetta átti sér stað en Oscar Lewicki tókst að vinna skallaeinvígi við Sigurð Egil Lárusson eftir hornspyrnu. Lewicki er alls ekki hávaxinn.
Frederik Schram varði skallann út við stöng en virðist hafa meiðst á öxl við það. Sýnist hann vera að fara meiddur af velli.
Frederik Schram varði skallann út við stöng en virðist hafa meiðst á öxl við það. Sýnist hann vera að fara meiddur af velli.
35. mín
Inn:Guðjón Orri Sigurjónsson (Ísland U21)
Út:Frederik Albrecht Schram (Ísland U21)
Guðjón mætir beint í hornspyrnu númer sex hjá Svíunum.
36. mín
Hornspyrna Augustinsson ratar á Olsson en til allrar lukku þá mistókst honum að hitta boltann almennilega.
37. mín
Svíar eru að lifna við. Bärkroth og Thelin hafa verið líflegir og áttu núna flottan þríhyrning á miðjunni. Thelin ætlaði að skjóta en Arnór Ingvi var mættur til baka og tæklaði fyrir skotið.
Frákastið barst til Krafth en skot hans var lélegt og framhjá markinu.
Frákastið barst til Krafth en skot hans var lélegt og framhjá markinu.
43. mín
MARK!
Isaac Kiese Thelin (Svíþjóð U21)
Isaac Kiese Thelin skorar hér í sínum fyrsta U21 landsleik. Voða skrítið mark eitthvað.
Það kom fyrirgjöf frá hægri, held það hafi verið Tibbling sem átti hana en er ekki viss. Fyrirgjöfin var há og léleg og Guðjón virist ætla út í hana en samt ekki. Bergsveinn var kominn í boltann en Thelin hoppaði einfaldlega hærra en hann og náði skalla. Skallinn var laus en náði að svífa yfir Guðjón í markinu og í netið.
Það kom fyrirgjöf frá hægri, held það hafi verið Tibbling sem átti hana en er ekki viss. Fyrirgjöfin var há og léleg og Guðjón virist ætla út í hana en samt ekki. Bergsveinn var kominn í boltann en Thelin hoppaði einfaldlega hærra en hann og náði skalla. Skallinn var laus en náði að svífa yfir Guðjón í markinu og í netið.
45. mín
Aron Elís fær að dansa smá með boltann á miðjunni og skýtur að marki. Ekkert langt framhjá. Ísland hefur ekki átt færi hér í dag ennþá.
Ólafur Finsen og Aron Sig hafa síðan skipt um væng fyrir þá sem það vilja vita.
Ólafur Finsen og Aron Sig hafa síðan skipt um væng fyrir þá sem það vilja vita.
45. mín
Þessi leikur hefur nú ekki verið til útflutnings á nokkurn hátt. Fá færi, lítið um tilþrif og einfaldlega fátt sem gleður augað. Markið var þar að auki ótrúlega ljótt. Ég panta smá líf í síðari hálfleikinn.
45. mín
Frederik Albrecht yfirgaf svæðið í sjúkrabíl. Vonandi að þetta sé ekki alvarlegt og haldi honum ekki frá vellinum til langs tíma.
46. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Ísland U21)
Út:Elís Rafn Björnsson (Ísland U21)
Tómas Óli fer í hægri bakvörðinn og Arnþór Ari upp á topp. Síðari hálfleikur er hafinn.
46. mín
Byrjunarlið Svíjanna er óbreytt að öðru leiti en því að Linde markvörður er mættur með forláta derhúfu í markið.
51. mín
Sænsku bakverðirnir hafa geyst upp vængina og verið töluvert aktífari en íslenskir kollegar þeirra. Einnig hafa fyrirgjafir þeirra alls ekki verið svo slæmar. Flestar þeirra allavega.
51. mín
Danskur dómari leiksins var nú rétt í þessu að flauta brot númer sex eða sjö. Hefur verið prúður leikur.
52. mín
Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Ísland U21)
Varla búinn að sleppa orðinu og þá tekur Sigurður Barkroth niður. Aukaspyrna á stórhætttulegum stað.
53. mín
Augustinssen tók spyrnuna en hún fór beint í vegginn. Boltinn barst til Lewicki en skot hans var vita vonlaust.
55. mín
Enn á ný var Augustinsson mættur upp í horn að senda boltann fyrir. Boltinn fór yfir Sigurð Egil og til Barkröth á fjærstönginni. Skot hans var sæmilegt en beint á Guðjón sem sló það yfir. Hornspyrna sem ekkert varð úr.
57. mín
Árni Vilhjálmsson situr í miðhringnum og heldur um fótinn á sér. Önnur legghlífin farin af sýnist mér og virðist ekkert mjög líklegur til að halda leik áfram.
59. mín
Fyrsta snerting árna er stungusending inn fyrir á Arnþór. Arnþór lendir í kapphlaupi við sænskan varnarmann og vilja einhverjir áhorfendur meina að þarna hefði átt að flauta víti. Það var þó ekki gert.
61. mín
Barkroth tekur aukaspyrnu sem Holmen nær að skalla. Guðjón slæmir fingri í boltann og þaðan fer hann í stöngina. Lewicki náði svo að koma honum í netið en buið að flagga rangstöðu.
64. mín
Svíar voru í stórsókn núna síðustu mínúturnar. Fyrirgjafir og skot dundu á vörninni en hún stóð allt af sér nema stungusendingu Olsson á Barkroth. Barkroth lék á Sigurð Egil og átti svo skot af markteigshorninu. Skotið endaði í hliðarnetinu af stuttu færi.
65. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Ísland U21)
Út:Böðvar Böðvarsson (Ísland U21)
Bergsveinn Ólafsson tekur við fyrirliða bandinu frá Arnóri Ingva.
66. mín
Inn:Kristoffer Peterson (Svíþjóð U21)
Út:Mads Söderqvist (Svíþjóð U21)
Ég hef varla undan að skrá skiptingarnar.
68. mín
Svíar hafa breytt sínu kerfi aðeins með þessum skiptingum. Fremstu sex líta núna svona út.
Lewicki - Blomqvist
Peterson - Olsson - Tibbling
Thelin
Lewicki - Blomqvist
Peterson - Olsson - Tibbling
Thelin
73. mín
Varamaðurinn Peterson var að enda við að henda í rándýran sprett inn í teig. Náði að koma sér í góða stöðu en skotið fór í varnarmann og í horn.
Blomqvist tekur hornin frá hægri núna þegar Barkroth er farinn útaf og þau eru töluvert verri. Svíar náðu boltanum aftur eftir hornið og náði Holmen skoti en það fór framhjá.
Blomqvist tekur hornin frá hægri núna þegar Barkroth er farinn útaf og þau eru töluvert verri. Svíar náðu boltanum aftur eftir hornið og náði Holmen skoti en það fór framhjá.
76. mín
Íslenska liðið hefur bara dottið aftar og aftar eftir því sem líður á leikinn. Skapað voða fátt og Svíar fá að stilla sér upp og færa liðið ofar á sínu tempói.
78. mín
Hornspyrna númer tíu frá Svíunum skapar smá hættu. Sýndist það vera markaskorarinn Thelin sem náði að skalla boltann í átt að marki en þó ekki á rammann.
82. mín
MARK!
Malkolm Moenza (Svíþjóð U21)
Moenza var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Peterson fór á fleygiferð upp hægri kantinn og skaut að marki. Sýndist Guðjón ná hendi í boltann en hann fór svo til Moenza á fjærstönginni sem skoraði með sinni fyrstu snertingu.
90. mín
Blomqvist fékk frían skalla á fjærstönginni eftir að fyrirgjöf hafði lekið í gegnum allan teigin. Fór meira að segja í jörðina og skoppaði upp í hausinn á Blomqvist.
Byrjunarlið:
1. Andreas Linde (m)
2. Emil Krafth
('81)
3. Joseph Baffo
('86)
4. Sebastian Holmen
5. Ludwig Augustinsson
6. Nicklas Bärkroth
('66)
7. Kristoffer Olsson
8. Oscar Lewicki
10. Isaac Kiese Thelin
11. Mads Söderqvist
('66)
19. August Erlingmark
('81)
Varamenn:
12. Anton Cajtoft
13. Carl Johansson
('86)
14. Isak Ssewankambo
('81)
15. Andreas Blomqvist
('66)
16. Abdul Rahman Khalili
17. Malkolm Moenza
('81)
18. Kristoffer Peterson
('66)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: