ÍA
2
0
HK
Arnar Már Guðjónsson
'37
1-0
Þórður Þorsteinn Þórðarson
'76
2-0
06.06.2014 - 19:15
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
('61)
10. Jón Vilhelm Ákason
('75)
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
('75)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('18)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar áttu nokkrar flottar sóknir í lokin en fundu ekki leiðina í markið. Þeir gerðu meðal annars tilkall til vítaspyrnu.
80. mín
Þetta mark hefur gert út um leikinn. Skagamenn með öll völd og HK-ingar virðast hafa lagt árar í bát.
76. mín
MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Sonur Þórðar Þórðarsonar nær að skora með fyrstu snertingu sinni í leiknum! Boltanum var flikkað innfyrir eftir aukaspyrnu og Þórður kláraði vel undir Stefán Ara.
74. mín
Glæsileg sókn með flottu samspili milli Eggerts Kára og Darren Lough. Eggert átti skot sem Stefán varði vel en búið að flagga rangstöðu.
61. mín
Inn:Hjörtur Júlíus Hjartarson (ÍA)
Út:Hallur Flosason (ÍA)
Marka-Hjössi mættur og fær lófaklapp í brekkunni, að sjálfsögðu.
60. mín
HK fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Viktor Unnar náði skoti á markið en það var beint í fangið á Árna.
52. mín
HK-ingar nokkuð líflegir hér í upphafi hálfleiksins. Smá fimbulfamb í vítateig Skagamanna en HK náði ekki skoti á rammann. Spennandi að sjá hvort HK muni ná að fylgja þessum fína kafla eftir.
45. mín
Hálfleikur - Eftir markið gerðist ekkert markvert, hálfleikurinn bara fjaraði út. Nú fer fólk að gæða sér á pylsum.
37. mín
MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Darren Lough
Stoðsending: Darren Lough
Arnar náði að skalla knöttinn yfir Stefán Ara sem fór út af línunni og í einskismannslandið fræga. Darren Lough með stoðsendinguna úr aukaspyrnu.
36. mín
Gult spjald: Andri Geir Alexandersson (HK)
Andri farinn að láta finna fyrir sér á kunnuglegum slóðum. Hann hefur ávallt leikið með ÍA, bæði í úrvals- og 1. deild á undanförnum árum, en gekk svo til liðs við HK í síðasta mánuði.
33. mín
Jón Gunnar Eysteinsson fékk fínt pláss fyrir utan teiginn og lét vaða, skotið beint á Árna. Menn eru mikið fyrir að skjóta beint á markverðina það sem af er.
27. mín
Vó, þarna var Viktor Unnar að leika sér að eldinum. Alltof seinn í tæklingu en ekkert var dæmt. Leikmaður ÍA var búinn að sparka boltanum frá. Maður hefur oft séð gult spjald fyrir svona og Viktor er á spjaldi. Stálheppinn.
26. mín
Fyrsta skot HK á markið. Við punktum það niður. Viktor Unnar af löngu færi. Engin hætta á ferðum.
25. mín
HÖRKUFÆRI! Hallur Flosason í mjög góðu færi í teignum, skaut en beint á Stefán. Þarna átti Hallur að gera betur.
17. mín
Hallur Flosason með fyrirgjöf frá hægri, flottur bolti. Garðar Gunnlaugsson skallaði að marki en framhjá fór boltinn. Skagamenn mun líklegri.
12. mín
DAUÐAFÆRI! Garðar Gunnlaugsson í dauðafæri en náði ekki nægilega góðu skoti á markið. Auðvelt viðureignar fyrir Stefán Ara.
11. mín
VEL VARIÐ! Strákurinn ungi í marki HK varði vel aukaspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar sem tekin var á stórhættulegum stað.
10. mín
Mikla athygli vekur að Viktor Unnar Illugason, sóknarmaður HK, er með hanska hérna í 19 stiga hita. Þá eru allir útileikmenn HK í stutterma treyjum nema Viktor.
8. mín
Skagamenn byrja betur og fyrstu mínútur leiksins fara allar fram á vallarhelmingi HK. Þó enn ekki komin marktilraun.
4. mín
Beitir Ólafsson, fyrirliði og markvörður HK, er ekki í markinu í kvöld en mbl.is greinir frá því að hann er meiddur. Ungur nýliði stendur í markinu, Stefán Ari Björnsson, spilar sinn fyrsta meistaraflokksleik en hann er fæddur 1995.
Fyrir leik
Af heimasíðu HK:
Þorvaldur Örlygsson þjálfaði Skagamenn á síðasta ári en hann tók við þeim í júní og stýrði þeim út tímabilið. Síðan tók Gunnlaugur Jónsson við liði Skagamanna í vetur en hann var einmitt þjálfari HK á síðasta ári þegar liðið vann 2. deildina. Þorvaldur og Gunnlaugur höfðu því einfaldlega skipti á liðum og mæta því báðir fyrrum lærisveinum í kvöld!
Þorvaldur Örlygsson þjálfaði Skagamenn á síðasta ári en hann tók við þeim í júní og stýrði þeim út tímabilið. Síðan tók Gunnlaugur Jónsson við liði Skagamanna í vetur en hann var einmitt þjálfari HK á síðasta ári þegar liðið vann 2. deildina. Þorvaldur og Gunnlaugur höfðu því einfaldlega skipti á liðum og mæta því báðir fyrrum lærisveinum í kvöld!
Fyrir leik
Dómari í kvöld er Sigurður Óli Þórleifsson sem er þekktari sem aðstoðardómari. Línuverðir kvöldsins eru Adolf Þorberg Andersen og Ingi Björn Ágústsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Haukur Ingi Jónsson og mun hann punkta hjá sér ef kveikt verður á blysum.
Fyrir leik
HK-ingar hafa verið afskaplega þéttir og flottir í upphafi tímabils, það getur ekkert lið bókað neitt gegn Kópavogsliðinu. HK hefur náð að krækja í átta stig. ÍA er með sex stig en liðið vann Þrótt í síðasta leik á meðan HK gerði jafntefli gegn Selfossi.
Byrjunarlið:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Alexander Lúðvíksson
('76)
8. Atli Valsson
('88)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason
20. Hörður Magnússon
21. Andri Geir Alexandersson
Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Axel Lárusson
('76)
4. Leifur Andri Leifsson
6. Birgir Magnússon
16. Steindór Snær Ólason
('88)
23. Elmar Bragi Einarsson
Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Gul spjöld:
Viktor Unnar Illugason ('22)
Andri Geir Alexandersson ('36)
Rauð spjöld: