Stjarnan
2
1
KR
0-1
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
'20
Ólafur Karl Finsen
'38
1-1
Jeppe Hansen
'42
2-1
Kjartan Henry Finnbogason
'86
11.06.2014 - 20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Afar fínar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1313
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Afar fínar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1313
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('84)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen
('84)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
('84)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
('84)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Atli Jóhannsson ('23)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn. Eftir rétt rúma klukkustund hefst leikur Stjörnunar og KR í Pepsi-deild karla hér á Teppinu í Garðabæ. Fótbolti.net verður að sjálfsögðu á svæðinu og segir frá gangi mála.
Fyrir leik
Stjörnustelpur í meistaraflokki kvenna fá enga hvíld. Í gær lagði liðið Valsstúlkur með sjö mörkum gegn tveimur og eru nú að æfa á öðrum vallarhelmingnum. Þriðjungnum er sennilega nær lagi þar sem vatnsúðari er á miðjum vellinum að vökva gervigrasið.
Fyrir leik
Þeir bakkabræður Atli Sigurjónsson og Gary Martin eru mættir manna fyrstir út á gervigrasið og spjalla með kaffi í hönd.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt á staðinn og gera gestirnir tvær breytingar meðan Stjarnan gerir einni meir.
Atli Jóhannsson, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason koma allir inn í Stjörnuliðið í stað Veigars Páls, Þorra Geirs Rúnarssonar og Atla Freys Ottesen Pálssonar.
Hjá KR þá taka Gary Martin og Ivar Furu sæti á bekknum en Guðmundur Reynir Guðmundsson snýr til baka eftir meiðsli. Einnig byrjar Almarr Ormarsson.
Atli Jóhannsson, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason koma allir inn í Stjörnuliðið í stað Veigars Páls, Þorra Geirs Rúnarssonar og Atla Freys Ottesen Pálssonar.
Hjá KR þá taka Gary Martin og Ivar Furu sæti á bekknum en Guðmundur Reynir Guðmundsson snýr til baka eftir meiðsli. Einnig byrjar Almarr Ormarsson.
Fyrir leik
Frá árinu 2009 hafa liðin tvö mæst alls fimmtán sinnum í hinum ýmsu keppnum. Af þessum fimmtán leikjum hafa heimamenn unnið þrjá, sex hafa endan með jafntefli og KR-ingar hafa unnið sex. Markatalan er Vesturbæingum í hag, 30 mörk gegn 22.
Fyrir leik
Liðin mættust þrisvar síðasta sumar, þar af tvisvar hér á Samsung vellinum. Allir leikir unnust á heimavelli og í öllum leikjum skoruðu bæði liðin.
Í Frostaskjólinu kom Brynjar Björn Gunnarsson KR-ingum yfir snemma leiks en hann er núna í þjálfarateymi Stjörnunnar. Halldór Orri Björnsson jafnaði leikinn en sjálfsmark varð Stjörnumönnum að falli.
Í síðari leik liðanna í deildinni komu Kennie Chophart, Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson Garðbæingum í þrjú núll áður en Baldur Sigurðsson minnkaði muninn undir lok leiksins.
Liðin mættust svo að lokum í Borgunarbikarnum en þar kom Halldór Orri Stjörnunni yfir seint í leiknum en Gary Martin jafnaði í uppbótartíma. Í framlengingu reyndust Stjörnumenn sterkari og skoraði Garðar Jóhannsson sigurmarkið.
Í Frostaskjólinu kom Brynjar Björn Gunnarsson KR-ingum yfir snemma leiks en hann er núna í þjálfarateymi Stjörnunnar. Halldór Orri Björnsson jafnaði leikinn en sjálfsmark varð Stjörnumönnum að falli.
Í síðari leik liðanna í deildinni komu Kennie Chophart, Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson Garðbæingum í þrjú núll áður en Baldur Sigurðsson minnkaði muninn undir lok leiksins.
Liðin mættust svo að lokum í Borgunarbikarnum en þar kom Halldór Orri Stjörnunni yfir seint í leiknum en Gary Martin jafnaði í uppbótartíma. Í framlengingu reyndust Stjörnumenn sterkari og skoraði Garðar Jóhannsson sigurmarkið.
Stefán Snær Stefánsson, Silfurskeið
Það verður ekki boðið upp á neitt feedtheBov annað kvöld á Stjörnuvelli. Stjarnan tekur þennan leik.
Það verður ekki boðið upp á neitt feedtheBov annað kvöld á Stjörnuvelli. Stjarnan tekur þennan leik.
Fyrir leik
Enginn annar en Alexander Scholz er mættur í stúkuna í dag. Hann lék með Stjörnunni sumarið 2012 og fór þaðan til Lokeren þar sem hann er að gera gott mót. Talað er um áhuga frá liðum í Seria A á honum.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson er meiddur en gömul nárameiðsl tóku sig upp á æfingu í gær. Hann hvílir til öryggis.
Fyrir leik
Vallarklukkan er loksins komin í gang. Hér mætti maður og lagaði hana og kvaddi með orðunum "það þurfti FH-ing til að laga þetta."
Fyrir leik
Dómaratríó leiksins samanstendur af Gunnari Jarli Jónssyni og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Haukur Erlingsson. Pétur Guðmundsson verður til taks sem varamaður og Ragnar Örn Pétursson verður eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp í óðaönn vellinum. Leikurinn er lokaleikur 7. umferðar en hún hófst á mánudag. Það styttist í að þessi veisla hefjist.
Fyrir leik
Annar fyrrum leikmaður Stjörnunnar er mættur í stúkuna. Það skín greinilega töluvert meiri sól í Svíþjóð heldur en í Garðabænum en það má sjá á Halldóri Orra Björnssyni sem hefur náð sér í töluvert tan.
Fyrir leik
Það er kominn tími á leikinn og hann ætti að vera hafinn en liðin eru fyrst að mæta inn á völlinn núna. Baldur Sigurðsson og Michael Præst eru fyrirliðar í dag.
3. mín
Kjartan Henry var að setja boltann í netið eftir sendingu Óskars Arnar en Kjartan var flaggaður rangur.
8. mín
Jeppe Hansen svoooo tæpur þarna! Niclas Vemmelund sendi fyrir úr horninu hægra megin og Hansen var mættur á nær en náði ekki að stýra boltanum nema í Stefán.
10. mín
Djöfull er Silfurskeiðin með ruglaða stemningu hérna. Þetta er yfirburðar og til algerrar fyrirmyndar.
15. mín
Jeppe Hansen aftur í séns. Aftur sending frá hægri en skalli Jeppe laus og beint á Stefán.
Stefán er fljótur að koma boltanum í leik á Hauk Heiðar sem geysist upp og kemur boltanum fyrir markið. Baldur Sig var bara ekki nógu stór fyrir boltann. Þetta vakti stuðningsmenn liðsins til lífs en þeir voru þaggaðir niður af Silfurskeiðinni strax.
Stefán er fljótur að koma boltanum í leik á Hauk Heiðar sem geysist upp og kemur boltanum fyrir markið. Baldur Sig var bara ekki nógu stór fyrir boltann. Þetta vakti stuðningsmenn liðsins til lífs en þeir voru þaggaðir niður af Silfurskeiðinni strax.
17. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Út:Egill Jónsson (KR)
Egill meiddur að öllum líkum.
20. mín
MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
Fyrsta markið er dottið í hús! Hornspyrna frá hægri fór yfir allan pakkan og endaði hjá Hauki Heiðari á fjærstönginni. Hann var yfirvegaður og og lagði boltann út í vítabogann en þar var Grétar Sigfinnur enn yfirvegaðri og lagði boltann í markið líkt og sannur striker.
22. mín
Arnar Már Björgvinsson var að spóla sig í gegnum vinstri væng KR en tók extra snertingu í ágætri stöðu og það rann út í sandinn.
23. mín
Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli féll á miðjum vellinum og Gunnari fannst hann vera að dýfa sér og spjaldaði hann. Það er mat manna hér í blaðamannabúrinu að þetta hefði átt að vera aukaspyrna.
25. mín
Þetta stórvel gert hjá Þorsteini en samt ekki nógu. Fór á milli tveggja og sendi fyrir markið. Præst komst í milli en Þorsteinn fékk boltann aftur. Reyndi að fara framhjá manninum en náði því ekki. Hefði vel gerað tekið skotið.
30. mín
Enn á ný er Haukur Heiðar að skapa hættu. Brunaði upp vænginn og sendi boltann fyrir á kollinn á Baldri Sig en skalli hans lélegur og yfir.
34. mín
Það er nú lágmark að hitta boltann Jeppe. Enn á ný upp hægri og á nærstöng en hann hitti ekki boltann.
Tók skot síðan sem Stefán varði í horn eftir að KR hafði hreinsað smá frá.
Tók skot síðan sem Stefán varði í horn eftir að KR hafði hreinsað smá frá.
36. mín
Stjörnumenn verið flottir síðustu mínútur. Vemmelund náði skalla eftir hrikalega fasta fyrirgjöf frá Præst að mér sýndist.
38. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Paplo Punyed tók horn sem var skallað frá og til baka á hann. Pablo sendi hann aftur fyrir þar sem Ólafur Karl náði að koma líkamshluta í hann og í netið.
41. mín
Stjarnan er með yfirhöndina á öllum vígstöðvum núna, bæði í stúkunnii og á velllinum. Arnar Már var í fínum séns núna rétt í þessu.
42. mín
MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Þetta mark á Jeppe skuldlaust! Vann boltann af Grétari Sigfinn sýndist mér og þeir voru fjórir á tvo. Jeppe var með menn allt í kringum sig en ákvað að taka skotið. Lagði hann í hornið laglega. Spurning hvort Stefán hefði átt að taka þetta.
45. mín
Hálfleikurinn kominn. KR átti völlinn í upphafi en undir lok hans hefur Stjarnan ráðið lögum og lofum. KR-ingar hafa meira að segja verið í brasi með auðveldustu hluti. Margar feilsendingar og slíkt.
45. mín
Liðin mætt og seinni er að fara í gang núna aftur. Verður gaman að sjá hvernig hann fer. Ég ætla að lofa marki öðru hvoru megin.
48. mín
Pablo Punyed að hita vinstri fótinn. Tekur hann á lofti af miðjum vallarhelmingnum og rétt yfir.
49. mín
JEEEEEPPPPPEEE! Þú bara verður að klára þetta! Pablo átti bull sendingu inn fyrir og Jeppe var aaaaleinn. Það voru ljósár í næsta mann. Fékk allan tímann sem hann þurfti til að afgreiða en afgreiðslan ekki merkileg. Stefán varði næsta léttilega.
52. mín
Haukur Heiðar með séns úr D-boganum eftir horn frá Óskari Erni. Skotið laust og rúllaði eftir jörðinni beint á Ingvar.
53. mín
Það er ennþá Stjarnan sem á völlinn. Arnar Már fékk boltann á fínum stað og ákvað að skjóta frekar en að senda. Færið var þröngt og boltinn fór réttt framhjá. Hefði ekki þruft nema smá snertingu til að fá þennan í netið.
58. mín
Stefán Logi er hrikalega tæpur. Var að dóla með boltann og Arnar Már náði nærrum því að stela boltanum af honum inn í markteig. Ég man ekki eftir því að hafa séð KR liðið svona dapurt.
59. mín
Inn:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR)
Farid búinn að vera algerlega týndur og tröllum gefinn í leiknum.
61. mín
KR-ingar voru þrír á tvo í skyndisókn og augljóslega brotið á Hauki Heiðari. Ekki dæmt neitt. Haukur hraunaði yfir línuvörðinn fyrir að flagga ekki. Margt að fara í taugarnar á Vesturbæingum núna.
62. mín
Ég vona þetta hafi náðst á teip. Rándýr hælspyrna frá Jeppe inn fyrir. Skelfing að það hafi ekki tekist að nýta þetta betur.
63. mín
Óskar Örn var að taka hornspyrnu sem enginn fór í. Fór í gegnum allan pakkann en vantaði snertinguna.
65. mín
Inn:Gary Martin (KR)
Út:Almarr Ormarsson (KR)
Seinasta skipting KR og Stjarnan ekki enn gert skiptingu.
68. mín
Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Féll innan teigs og Jarlinn telur hann hafa dýft sér. Bæði spjöldin fyrir dýfu.
68. mín
Sóknarleikur KR að lifna aðeins við með Gary. Fékk sendingu frá Óskari Erni, fór framhjá manninum sínum en náði ekki að slútta. Ingvar var vel á verði.
75. mín
Baldur Sig með enn einn nærrum því skallann í þetta sinn eftir aukaspyrnu frá Óskari Erni.
76. mín
KR er að færa sig upp á skaftið. Stjarnan hefur dottið niður og það gefur færi á sér. Gary Martin var rétt í þessu að eiga skot frá vítapunktinum sem fór í varnarmann og útaf.
79. mín
Gary er búinn að vera jafnbesti maður KR síðan hann kom inn á. Fékk þarna sendingu og sneri stórglæsilega. Náði skoti sem Ingvar varði út í teiginn og ef Þorsteinn hefði ekki runnið þá hefði hann náð boltanum í netið.
80. mín
INGVAR JÓNSSON ER AÐ HALDA FORYSTUNNI FYRIR STJÖRNUNA!! Haukur Heiðar með fyrirgjöf sem Gary skallar niður fyrir Kjartan Henry sem er í dauðafæri. Ingvar stökk til eins og köttur og henti þessu í horn.
Eftir hornið náði Grétar Sigfinnur skoti sem fór ekki langt fram hjá.
Eftir hornið náði Grétar Sigfinnur skoti sem fór ekki langt fram hjá.
83. mín
PAAAAAAAABLOOOO!! Þetta var versta afgreiðsla sem ég hef séð. Komst inn í sendingu frá Aroni Bjarka og var einn gegn Stefáni. Stefán fór út á móti og Pablo reyndi að lyfta yfir hann og skaut langt langt langt yfir.
85. mín
Það má nefna að hér í stúkunni er Reggie Lee sem lék m.a. í Pirates of the Carabian og The Dark Knight.
86. mín
Rautt spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Þetta er svo heimskulegt hjá Kjartani. Elti Martin Rauschenberg og togaði hann niður. Augljóst gult spjald og hans síðara gula og þar með rautt.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Stjarnan hefur dottið niður og KR-ingar reyna hvað þeir geta.
90. mín
Óskar Örn og Þorsteinn Már skalla smá saman. Stjarnan virðist ætla að halda þessu sýnist mér.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
('17)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Almarr Ormarsson
('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
('59)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
('65)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('17)
8. Jónas Guðni Sævarsson
('59)
23. Atli Sigurjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('68)
Rauð spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('86)