City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
1
1
Þór
Kristján Gauti Emilsson '13 1-0
1-1 Jóhann Helgi Hannesson '56
15.06.2014  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 644
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
2. Sean Michael Reynolds
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('78)
11. Atli Guðnason ('66)
13. Kristján Gauti Emilsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('66)

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('66)
16. Jón Ragnar Jónsson ('66)
17. Atli Viðar Björnsson ('78)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Kassim Doumbia ('9)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan íþróttadag! Halló Hafnarfjörður! Framundan er heil umferð í Pepsi-deildinni og fyrst verður flautað til leiks í Kópavoginum og hér í Kaplakrika þar sem Þórsarar heimsækja FH-inga.
Fyrir leik
Ég er svo peppaður eftir að hafa horft á Kosta Ríka vinna í gær að ég ætla að spá óvæntum úrslitum hér í dag! Ég ætla að spá því að Þórsararnir sæki öll stigin þrjú. Já þið megið alveg kalla mig brjálaðan!
Fyrir leik
FH-ingar hafa sérhæft sig í 1-0 sigrum á þessu tímabili. Vörnin hefur verið eins og veggur. Það sama má ekki segja um Þórsarana. Enn og aftur er varnarleikur þeirra búinn að vera í bullinu og var hálf vandræðalegur í tapi gegn Víkingi í síðustu umferð.
Fyrir leik
Valgeir Valgeirsson Skagamaður sér um að dæma þennan leik. Það er oft líf og fjör þegar hann er með flautuna. Sigurður Óli Þórleifsson og Steinar Berg Sævarsson eru aðstoðardómarar dagsins.
Fyrir leik
24 ár síðan Þór vann hér
Félögin hafa mæst alls 22 sinnum frá árinu 1985 í efstu deild karla. FH-ingar hafa haft vinninginn, en þeir hafa fagnað 12 sinnum sigri, Þórsarar 6 sinnum en fjórum sinnum hafa liðin gert jafntefli. Kapakrikavöllur hefur verið afar gjöfull fyrir FH-inga gegn Þór en það eru 24 ár síðan að Þórsarar fögnuðu sigri hérna.
Fyrir leik
Jóhann Laxdal spáir 3-0 fyrir FH:
"Reikna með erfiðum leik fyrir Þórsara, eru í smá erfiðleikum og að fara í Kaplakrika hjálpar þeim svo sannarlega ekki. Róbert heldur búrinu hreinu en býst við 1 klaufalegu marki hinumegin, Atli Guðna setur eitt af fjærhorninu og svo skorar tanaðisti íslendingurinn Emil Páls með skoti rétt fyrir utan af teig þannig lokatölur verða 3-0 og Jónas Ýmir verður glaður eftir þennan leik."
Fyrir leik
Atli Viðar Björnsson er kominn aftur á bekkinn hjá FH en Kristján Gauti Emilsson kemur inn í byrjunarliðið frá 1-0 sigrinum gegn Fjölni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Hjá Þór er Jónas Björgvin Sigurbergsson kominn í byrjunarliðið en Chukwudi Chijindu er meðal varamanna.
Fyrir leik
FH-ingar eru efstir með 17 stig en Þórsarar eru næst neðstir með 4 stig. Ég stend samt við spána mína um að Þór vinni í dag!
Fyrir leik
FH-ingar eru byrjaðir að hita upp fyrir nokkrum mínútum og Þórsarar eru að mæta út. Orri Hjaltalín mætir fyrstur.
Jón Páll Pálmason, fótboltaþjálfari:
KGE13 með þrennu og Atli pepsi með 1 í dag. Easy 4-0. Sokk upp í @elvargeir :)
Fyrir leik
Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson hefur verið frábær hjá FH-ingum í sumar og hann getur hellt í sig Pepsi yfir HM því Stöð 2 Sport var að færa honum kassa fyrir að vera leikmaður síðustu umferðar hjá þeim.
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, spáir því að FH vinni 3-0 sigur og Kristján Gauti Emilsson setji fyrstu þrennu sumarsins.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik og það er átakanlega léleg mæting það sem af er. Alveg átakanlega. Fólk bara heima að grilla og horfa á HM? Maður spyr sig.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn og Friðrik Dór búinn að kynna menn til leiks.
1. mín
Leikurinn hafinn - FH-ingar byrja með boltann og sækja í átt að Keflavík.
5. mín
Kristinn Þór Björnsson með fyrsta skot leiksins fyrir Þór. Kom í kjölfarið á aukaspyrnu. Framhjá.
9. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Draumurinn sjálfur, Kassim "The Dream" fær fyrsta gula spjaldið. Reif í Þórsara og aðstoðardómarinn lét spjalda þennan öfluga miðvörð. Slæmt fyrir FH-inga að hafa hann á gulu.
11. mín
HÖRKUSKALLI! Kristján Gauti Emilsson skallaði að marki Þórsara eftir góða fyrirgjöf Óla Palla. Sandor við öllu búinn í markinu og varði þetta.
12. mín
Emil Pálsson vippaði boltanum inn á Kristján Gauta sem var í hörkufæri en skaut yfir! Heldur betur að lifna yfir FH-ingum núna.
13. mín MARK!
Kristján Gauti Emilsson (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER! Þriðja færi Kristjáns Gauta á stuttum tíma endar í markinu! Ólafur Páll Snorrason með snilldartilþrif, fór illa með Ármann Pétur Ævarsson og átti frábæra fyrirgjöf. Kristján Gauti á fjærstöng skallar í netið. Léleg dekkning hjá Þór.
15. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann er vanur því að láta finna fyrir sér. 1-1 í spjöldum.
16. mín
Þrátt fyrir yfirburði FH hingað til og markið góða þá neyðist ég til að standa með spá minni!
18. mín
Frábærar fréttir fyrir Draumaliðsdeildarliðið mitt. Ekki nóg að ég sé með Kristján Gauta í því þá er Árni Vilhjálms þar einnig og hann er búinn að koma Breiðabliki yfir gegn ÍBV.
19. mín
Mjölnismenn flottir í stúkunni! Eru um 20 saman að syngja. Styðja sína menn í gegnum sætt og súrt... eða eiginlega bara súrt. Þessi hópur er ágætis hluti af heildarfjölda áhorfenda.
20. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Ólafur Páll Snorrason með aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Bara eitt lið á vellinum.
24. mín
Sam Hewson með skot hátt yfir markið. FH-ingar eiga þennan leik með húð og hári.
26. mín
Skynsamlegt hjá Mjölnismönnum að flýja Akureyri og skella sér í Kaplakrikann. Bíladagar í fullum gangi fyrir norðan. Þeir eru búnir að eigna sér stúkuna.
28. mín
Eins og oft áður í sumar eru FH-ingar í vandræðum með að breyta yfirburðum sínum í fleiri mörk. Hafa lítið verið að skora.
29. mín
NAUMLEGA FRAMHJÁ! Kristján Gauti Emilsson fékk góða sendingu og náði hættulegum skalla sem sveif rétt framhjá samskeytunum. Kristján gæti hæglega verið kominn með þrennu!
33. mín
Mjölnismenn syngja til Palla Gísla. Standa með sínum manni þrátt fyrir slappt gengi.
42. mín
Ögn jákvæðari teikn á lofti í spilamennsku Þórs. Eru að ná fleiri sendingum milli manna.
44. mín
Kristján Gauti enn og aftur að ógna en Sandor Matus náði að verja.
45. mín
Shawn Nicklaw er að stela metrum í öllum föstum leikatriðum og er að gera stuðningsmenn FH alveg tryllta. Þrátt fyrir að það sé fámennt í stúkunni þá er stuð!
45. mín
Hálfleikur - FH verið mun betra liðið og Þórsarar ekkert ógnað en munurinn er bara eitt mark svo allt getur gerst!
45. mín
"Þetta er eitt lélegasta lið sem ég hef séð í Kaplakrika," sagði einn stuðningsmaður FH við mig í hálfleik. Full stór orð miðað við að staðan er bara 1-0... vissulega ætti munurinn að vera meiri.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Það þarf mikið að breytast til að Þór vinni leikinn en ég verð að standa með spánni minni!
49. mín
Þórsarar fengu hornspyrnu en Jónas Björgvin átti mjög slaka spyrnu. Akureyringar verða að nýta föstu leikatriðin sín miklu betur en þetta ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leiknum.
51. mín
HÖRKUFÆRI! Davíð Þór með skalla sem Sandor Matus varði naumlega.
54. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
56. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
ÞVÍLÍK MISTÖK!!! Sam Hewson með hrikaleg mistök, hörmuleg sending! Jóhann Helgi hirti knöttinn og var skyndilega kominn einn í gegn! Jóhann fór framhjá Róberti og skoraði í autt markið! Eins mikið gegn gangi leiksins og hægt er!
59. mín
Ég á ekki orð! Á ekki orð. Þetta kallar maður að refsa. Jóhann Helgi er á eldi um þessar mundir. Nú er rétt að nota tækifærið og ítreka að ég spáði Þór sigri.
61. mín
Stórhættuleg sókn FH! Atli Guðnason fékk mikinn tíma og pláss, óð að markinu en Sandor Matus varði í horn.
63. mín
Sandor Matus búinn að eiga virkilega góðan leik í marki Þórs. Spái því að Stebbi sæti á Mogganum muni gefa honum 2 M.
66. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
66. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
68. mín
Mjölnismenn syngja um Jónas Björgvin. Það er útfærsla á laginu um Línu langsokk. Mjög hressandi.
70. mín
Hörkufæri sem Þórsarar fengu en Jónas Björgvin missti boltann of langt frá sér. Náði að teygja sig í knöttinn en Róbert Örn varði.
71. mín
FH-INGAR ERU Í TÓMU TJÓNI Í VÖRNINNI! Sveinn Elías í hörkufæri en Róbert Örn náði að bjarga í horn.
74. mín
FH-ingum var greinilega brugðið við þetta mark og eru ekki eins hættulegir og þeir voru fyrr í leiknum.
76. mín
Inn:Þórður Birgisson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
78. mín
FH-ingar virka rosalega kæruleysislegir á köflum.
78. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
FH-ingar í stúkunni rísa úr sætum. Markavélin Atli Viðar er mættur. Hans hlutverk er skýrt: Skora sigurmarkið.
80. mín
ÞÓRSARAR BJARGA Á LÍNU! Atli Viðar ekki lengi að láta til sín taka. Með fyrstu snertingunni sinni var hann nálægt því að koma FH yfir en Orri náði að hreinsa á línunni.
82. mín
644 áhorfendur á leiknum. Og meðan ég skrifaði þetta var FH hársbreiddinni frá því að skora! Kristján Gauti með skot naumlega framhjá! Líf og fjör!
85. mín
Nicklaw heldur áfram að reyna að stela metrum í föstum leikatriðum. Spurning hvort Þórir Hákonarson og félagar þurfi ekki að fara að innleiða sprey fyrir dómarana.
90. mín
FH-ingar pressa í lokin... eru að fá sína þriðju hornspyrnu í röð... skallað frá.
90. mín
Ólafur Páll með stórhættulega fyrirgjöf og Kristján Gauti nálægt því að pota tánni í boltann!
92. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
94. mín
DAUÐAFÆRI!!!! SVEINN ELÍAS HEFÐI GETAÐ STOLIÐ SIGRINUM FYRIR ÞÓR! Vandræðagangur í vörn FH og Sveinn Elías skaut naumlega framhjá!
Leik lokið!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!! FH-ingar naga sig í handarbökin.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson ('92)
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('76)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
11. Kristinn Þór Björnsson ('54)
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('54)
12. Þórður Birgisson ('76)
15. Arnþór Hermannsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('92)
20. Jóhann Þórhallsson
23. Chukwudi Chijindu

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('15)

Rauð spjöld: