City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
2
2
Stjarnan
Sindri Snær Magnússon '50 1-0
1-1 Jeppe Hansen '61
1-2 Ólafur Karl Finsen '67 , víti
Sindri Snær Magnússon '68 2-2
15.06.2014  -  20:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn ekki sá besti, smá úði.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('69)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Andri Fannar Freysson
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('69)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('81)
Jóhann Birnir Guðmundsson ('69)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('66)
Jonas Fredrik Sandqvist ('58)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Byrjunarlið liðanna eru væntanleg innan skamms.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár! Stjarnan gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum á KR en Veigar Páll Gunnarsson sem var meiddur þá, kemur inn fyrir Pablo Punyed sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Keflvíkingar gera hins vegar fjórar breytingar á sínu liði frá 1-1 jafntefli liðsins gegn Frömurum á þriðjudaginn. Jonas Sandqvist kemur í markið en hann þurfti að sinna persónulegum erindum erlendis og missti því af leiknum gegn Fram.

Aðrar breytingar á liði Keflavíkur eru þær að Einar Orri Einarsson, Halldór Kristinn Halldórsson og Frans Elvarsson koma inn fyrir þá Bojan Stefán Ljubicic, Paul McShane og Unnar Má Unnarsson.
Fyrir leik
Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar en þrjú stig aðskilja þau. Keflavík getur því jafnað taplausa Stjörnumenn að stigum með sigri í kvöld.

Að sama skapi geta Stjörnumenn náð sex stiga forskoti á Keflavíkur-menn og þeir í versta falli dottið niður í 7. sæti séu úrslit þeim óhagstæð.
Fyrir leik
Þá eru leikmenn farnir að tínast út á völl í upphitun.
Fyrir leik
Eftir að hafa sigrað fyrstu þrjá leiki sína, hafa Keflvíkingar ekki unnið í síðustu fjórum. Það er ljóst að þeir vilja snúa því við í dag og jafna Stjörnumenn að stigum og taka af þeim 2. sætið.
Guðjón Steinþórsson:
Sunnudagur í Keflavík með fallegu @Silfurskeidin #skeidin #fotbolti pic.twitter.com/yafFmbdsN5
Fyrir leik
Stjörnumenn virðast hafa tekið tískuráðum frá Arsene Wenger en varamenn liðsins eru allir í úlpum í svefnpokastíl.
Fyrir leik
Nú eru tíu mínútur í leik og leikmenn halda til búningsherbergja þar sem þjálfarar geta komið að lokaorðum fyrir leik.
Fyrir leik
Silfurskeiðarmenn láta strax vel í sér heyra og senda tóninn fyrir leikinn. Ef ég þekki þá rétt munu þeir eiga stúkuna í dag.
Fyrir leik
Þá koma leikmenn liðanna inn á völlinn leidd af Garðari Erni Hinrikssyni, dómara í dag.
1. mín
Stjörnumenn hefja leik og sækja í átt að íþróttahúsinu.
1. mín
Jeppe Hansen á hörkuskot úr fínu færi hér strax á fyrstu mínútu en Sandqvist ver.
6. mín
Leikurinn er ágætlega af stað og það virðist sem liðin ætli ekki að verja fenginn hlut heldur ætli að sækja til sigurs.
9. mín
Niclas Vemmelund fékk boltann í ágætis stöðu í teig Keflavíkur en kingsaði boltann allsvakalega, fínasta færi.
13. mín
Stjörnumenn byrja betur ef eitthvað er, það skortir hins vegar gæði í sóknaraðgerðir beggja liða.
15. mín
Jóhann Birnir á skot af um 25 metra færi í skyndisókn Keflavíkur en skotið yfir markið.
16. mín
Aftur á Jóhann Birnir skot, Elías Már átti góða fyrirgjöf frá hægri sem barst til Jóhanns á fjærstönginni en Stjörnumaður nær að skalla skot hans yfir. Hann bjargaði líklega marki þarna.
21. mín
Enn er það Jóhann Birnir sem ógnar marki Stjörnumanna en vinstri fótar skot hans fer rétt framhjá marki Stjörnunnar.
22. mín
Magnús Þórir á þá langskot sem fer beint í lúkurnar á Ingvari Jónssyni.
26. mín
Hætta við mark Keflvíkinga, Atli Jó átti in-swing sendingu fyrir markið frá hægri og boltinn datt niður í teignum. Minnstu munaði að Vemmelund næði að pota boltanum inn en hann braut þes í stað á Sandqvist og aukaspyrna dæmd.
30. mín
Úff, Hörður Sveinsson nálægt því að koma Keflavík yfir en skalli hans fer rétt framhjá eftir fyrirgjöf Brenne frá hægri.
33. mín
Keflvíkingar komnir í hættulega stöðu inná teig Stjörnumanna þegar Magnús Þórir er flaggaður rangstæður.
34. mín
Keflavík eru með yfirhöndina í þessum leik en bæði lið eru þétt fyrir og gera hinum erfitt fyrir að skapa sér virkileg marktækifæri.
42. mín
Það er fátt lítið að gerast þessa stundina. Stjörnumenn hafa e.t.v. aðeins sótt í sig veðrið en komast hins vegar ekkert áleiðis með sóknum sínum. Keflvíkingar mjög þéttir fyrir.
45. mín
Hálfleikur - Bæði lið hefur skort gæði í síðasta þriðjungi. Keflvíkingar litið betur út en færin láta bíða eftir sér. Sjáumst eftir korter.
46. mín
Þá hefja Keflavíkurmenn síðari hálfleikinn. Liðin eru óbreytt.
50. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Rauschenberg gerir sig sekan um skelfileg mistök í vörn Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Jóhanns Birnis frá hægri sem Sindri nýtir sér og skorar af stuttu færi.
54. mín
Jóhann Birnir í dauðafæri eftir sendingu Elíasar fyrir markið en varnarmaður Stjörnunnar kemst inn í og boltinn aftur fyrir markið.
58. mín Gult spjald: Jonas Fredrik Sandqvist (Keflavík)
Fyrir tafir, tók gríðartíma í að taka markspyrnu. Ekki í fyrsta skipti sem hann fær svona spjald í sumar.
59. mín
Inn:Pablo Punyed (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli hefur sannarlega átt betri daga.
61. mín MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll gerir virkilega vel, snýr af sér varnarmann og sendir inn fyrir á Jeppe sem er á auðum sjó, fer framhjá markmanninum og skorar.
62. mín
Magnús Þórir verður að taka sökina á þessu marki en hann var alltof djúpur og gerði Jeppe réttstæðan.
65. mín
Víti! Haraldur Freyr rífur Jeppe Hansen niður í teignum. Virtist hárréttur dómur. Réttur dómur.
66. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Hann fær gult spjald fyrir brotið.
67. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Jeppe Hansen
Aldrei spurning, leggur boltann niðrí vinstra hornið.
68. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
Keflvíkingar eru ekki lengi að jafna! Sindri skorar sitt annað mark, boltinn lagður út á hann og hann neglir boltanum í vinstra hornið frá vítateigslínu.
69. mín Gult spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
69. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jóhann endar leik sinn á að fara fast í Vemmelund, Magnús Sverrir inn í hans stað. Jóhann búinn að vera góður í dag.
73. mín
Jeppe Hansen á fínt skot utan teigs, rétt framhjá markinu.
78. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Nær Garðar að koma inn marki fyrir Stjörnuna?
81. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bara tímaspursmál hvenær hann fengi spjald.
84. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Fyrsta spjald Stjörnumanna.
86. mín
Dauðafæri! Veigar Páll er í dauðafæri eftir fyrirgjöf Pablo Punyed frá vinstri en hann hittir ekki boltann!
89. mín
Allt brjálað í stúkunni þessa stundina, bæði lið freista þess að ná sigurmarki.
90. mín
Pablo Punyed átti skot úr aukaspyrnu á hættulegum stað en skotið fór langt yfir markið.
Leik lokið!
2-2 niðurstaðan, fjórða jafntefli Keflvíkinga í röð. Liðin halda stöðu sinni í 2. og 3. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg innan skamms.
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson ('59)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen ('78)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
27. Garðar Jóhannsson ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('84)

Rauð spjöld: