City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fulham
1
3
Tottenham
0-1 Gareth Bale '10
0-2 Aaron Lennon '45
1-2 Yones Kaboul '57 , sjálfsmark
1-3 Jermain Defoe '94
06.11.2011  -  16:00
Craven Cottage
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Peter Walton
Byrjunarlið:
1. Mark Schwarzer (m)
3. John Arne Riise
4. Steve Sidwell
5. Brede Hangeland
6. Chris Baird
13. Danny Murphy ('77)
16. Damien Duff ('71)
23. Clint Dempsey
25. Bobby Zamora
26. Zdenek Grygera ('46)
30. Moussa Dembele

Varamenn:
2. Stephen Kelly ('46)
10. Mladen Petric
11. Bryan Ruiz ('71)
20. Hugo Rodallega ('77)
21. Kerim Frei
28. Matthew Briggs
38. Neil Etheridge (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Jóhann Skúli Jónsson:
Alveg magnað. Úrslitin á Craven Cottage eru skilgreiningin á ósanngjörnum úrslitum í fótbolta #adeassist
95. mín
Leik lokið! Með lífsins ólíkindum að Fulham hafi ekki fengið neitt út úr þessum leik! Maður leiksins klárlega Brad Friedel. Maður getur ekki annað en vorkennt Martin Jol og lærisveinum hans!
94. mín MARK!
Jermain Defoe (Tottenham)
Þetta er grimm íþrótt! Varamaðurinn Jermain Defoe nær að skora! Staðan gefur nákvæmlega enga mynd af því hvernig leikurinn hefur verið!
92. mín
ÓTRÚLEGT að Fulham hafi ekki náð að jafna. Þvílíkur darraðadans í teignum en enn og aftur nær Brad Friedel að bjarga. Kyle Walker handlék knöttinn í teignum og Fulham átti að fá víti!
87. mín
Tíminn er að hlaupa frá Fulham...
80. mín
Marktilraunir: Fulham 20-7 Tottenham.

Sönnun þess að Fulham á ekki skilið að vera að tapa þessum leik!
78. mín
Inn:Sandro (Tottenham) Út:Aaron Lennon (Tottenham)
77. mín
Inn:Hugo Rodallega (Fulham) Út:Danny Murphy (Fulham)
Murphy skilað góðu starfi í dag en ekki meira á tanknum hjá honum.
75. mín
Tottenham stálheppið að vera enn yfir! Ledley King með góða vörn og kom í veg fyrir að Dempsey myndi skora. Varamaðurinn Bryan Ruiz átti svo hættulegt skot.
71. mín
Inn:Bryan Ruiz (Fulham) Út:Damien Duff (Fulham)
70. mín
Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnu en enn og aftur nær Friedel að verja!
69. mín Gult spjald: Yones Kaboul (Tottenham)
Boltinn í hendina á Kaboul rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd. Kaboul ekki sáttur og grýtti boltanum í burtu. Það er gult spjald.
67. mín
Inn:Jermain Defoe (Tottenham) Út:Rafael van der Vaart (Tottenham)
Fyrsta skipting Tottenham.
Asmir Begovic, markvörður Stoke:
Biðst afsökunar á frammistöðunni í dag...
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks:
Djöfull er Friedel sprækur ennþá þrátt fyrir fimmtugsaldurinn, og 200+ leikir i röð EPL #traustur #meiðistaldrei
Jóhann Skúli Jónsson:
Vona að þetta sé ákveðið spark í rassinn fyrir Spursarana og nú fari þeir að gefa í #Ade #VDV #fantasy
62. mín
Við hvetjum fólk til að setja á Sunnudagsmessuna á Stöð 2 Sport 2 strax eftir þennan leik! Gestur er fulltrúi Fótbolta.net, ritstjórinn Magnús Már Einarssson.
61. mín
Fulham ræður ferðinni og jöfnunarmark liggur í loftinu! Dembele fékk hörkufæri rétt áðan en Friedel varði.
57. mín SJÁLFSMARK!
Yones Kaboul (Tottenham)
Fulham hefur fengið hverja hornspyrnuna á fætur annarri hér í seinni hálfleik og hefur verðskuldað náð að skora. Heppnisstimpill á markinu en Ledley King skallaði í bakið á Yones Kaboul og inn!
53. mín
Norðmaðurinn Brede Hangeland átti hörkuskalla að marki en Brad Friedel varði í horn. Fulham byrjar seinni hálfleikinn af krafti.
46. mín
Inn:Stephen Kelly (Fulham) Út:Zdenek Grygera (Fulham)
Skipting hjá Fulham í hálfleik. Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín MARK!
Aaron Lennon (Tottenham)
Aaron Lennon hefur komið Tottenham tveimur mörkum yfir! Fékk boltann frá Bale og átti frábæran sprett, lék á Chris Baird áður en hann kláraði. Hrikalegur varnarleikur hjá Baird en vel gert hjá Lennon.
43. mín
Ivan Klasnic var að skora sitt annað mark í leik Bolton og Stoke. Staðan þar 5-0!
40. mín
Það verður að segjast eins og er að Fulham hefur verið betra liðið það sem af er þessum leik. Hefur verið að spila fínasta fótbolta.
37. mín
Hættuleg sókn Fulham en boltinn endar í höndum Brad Friedel.

Bolton er komið í 4-0 gegn Stoke! Chris Eagles með sitt annað mark.
24. mín
Cint Dempsey í dauðafæri! Vörn Tottenham opnaðist upp á gátt en skotið hjá Dempsey ekki nægilega gott og Friedel varði.
22. mín
Scott Parker fékk högg á nefið svo það fossblæðir. Þessi frábæri miðjumaður er að fá aðhlynningu.
20. mín
Klasnic var að koma Bolton í 3-0 gegn Stoke.
19. mín
Martin Jol keypti Bale til Tottenham á sínum tíma og þarna þakkaði hann fyrir sig. Fulham getur vel jafnað þennan leik. Hefur átt nokkrar álitlegar sóknir.
10. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
Tottenham er komið yfir! Kyle Walker með frábæran sprett, fór illa með John Arne Riise. Á endanum barst boltinn á Gareth Bale sem þrumaði knettinum í Chris Baird og inn. Verður líklega skráð sjálfsmark en við leyfum Bale að fá þetta skráð á sig í bili.
2. mín
Steve Sidwell með skalla eftir horn en Brad Friedel varði vel. Byrjar fjörlega.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað. Tottenham leikur í fjólubláum varabúningi sínum í dag.
Fyrir leik
Martin Jol, stjóri Fulham, er auðvitað fyrrum stjóri Tottenham en hann var rekinn frá félaginu 2007.
Jón Björgvin:
Modric að spila sinn 100 deildarleik fyrir TottenHam erum við að fara tala um flugeldasýningu í dag? #fotbolti
Fyrir leik
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er enn frá eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Ekki er búist við því að hann snúi aftur á hliðarlínuna fyrr en eftir fimm vikur.
Fyrir leik
Bæði þessi lið voru að leika í Evrópudeildinni í nýliðinni viku. Fulham vann sannfærandi sigur á Wisla Krakow en Tottenham tapaði 1-0 fyrir Rubin Kazan.
Fyrir leik
Við munum einnig fylgjast með gangi mála í leik Bolton og Stoke þar sem er kominn hálfleikur. Bolton að vinna 2-0. Kevin Davies og Chris Eagles með mörkin.

Hvetjum ykkur til að skrifa færslur um Fulham - Tottenham á Twitter og nota hashtagið #fótbolti
Fyrir leik
Byrjunarlið Fulham: Schwarzer, Grygera, Baird, Hangeland, Riise, Duff Murphy, Sidwell, Dempsey, Dembele, Zamora.

Byrjunarlið Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto, Lennon, Parker, Modric, Bale, Van der Vaart, Adebayor.
Fyrir leik
Það er búið að gefa út stuðla fyrir leikinn á veðmáladeild Sky. Sigur Fulham 11/5, Sigur Tottenham 5/4 og jafntefli 23/10.
Guðmundur Benediktsson, íþróttalýsandi á Stöð 2 Sport:
Eitthvað sem segir mér að við fáum ein ÁTTA mörk í viðureign Fulham & Spurs á eftir. #Messan #funnyfeeling
Fyrir leik
Komið þið sæl. Hér verður bein textalýsing frá leik Fulham og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni sem hefst klukkan 16.

Andy Johnson er meiddur og því ekki með Fulham í dag. Damien Duff kemur inn í liðið í hans stað. Tottenham er með óbreytt lið frá 3-1 sigrinum gegn QPR.

Tottenham er með 19 stig í fimmta sæti en Fulham er með tíu og er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon ('78)
8. Scott Parker
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart ('67)
14. Luka Modric
24. Brad Friedel (m)
26. Ledley King
28. Kyle Walker
32. Benoit Assou-Ekotto

Varamenn:
18. Jermain Defoe ('67)
19. Sebastien Bassong
22. Vedran Corluka
23. Carlo Cudicini (m)
29. Jake Livermore
30. Sandro ('78)
40. Steven Pienaar

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Yones Kaboul ('69)

Rauð spjöld: