Fjölnir
1
4
Fram
0-1
Tryggvi Sveinn Bjarnason
'19
0-2
Ásgeir Marteinsson
'28
Aron Sigurðarson
'65
1-2
1-3
Arnþór Ari Atlason
'81
1-4
Aron Þórður Albertsson
'87
15.06.2014 - 19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
('82)
15. Haukur Lárusson
('46)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
('46)
7. Viðar Ari Jónsson
10. Aron Sigurðarson
('56)
Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('58)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Fram.
Fyrir leik
Byrjunarliðin voru að koma í hús. Heimamenn gera alls þrjár breytingar frá síðasta leik. Árni Kristinn Gunnarsson, Gunnar Valur Gunnarsson og Júlíus Orri Óskarsson byrja ekki í dag. Þeirra stöður taka Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Einar Karl Ingvarsson og Matthew Ratajczak.
Framarar gera tvær breytingar. Haukur Baldvinsson og Halldór Arnarsson koma inn en Ingiberg Ólafur Jónsson fer út enda í leikbanni og Viktor Bjarki Arnarsson meiddist í síðasta leik liðsins.
Framarar gera tvær breytingar. Haukur Baldvinsson og Halldór Arnarsson koma inn en Ingiberg Ólafur Jónsson fer út enda í leikbanni og Viktor Bjarki Arnarsson meiddist í síðasta leik liðsins.
Fyrir leik
Síðustu fimm ár hafa heimamenn ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Fram en í sex leikjum hafa Safamýrardrengir unnið alla leikina. Markatalan er 13-4 gestunum í vil.
Fyrir leik
Það þarf að fara allt aftur til 24. ágúst 2006 til að finna sigurleik hjá Fjölni gegn Fram. Þá léku liðin í 1. deild karla og Fjölnir hafði 2-1 sigur á útivelli. Ómar Hákonarson kom gulum yfir strax á annari mínútu en Helgi Sigurðsson jafnaði með marki úr víti fimm mínútum síðar. Sigmundur Pétur Ástþórsson skoraði svo sigurmark Fjölnis í upphafi síðari hálfleiks.
Hafi einhver eitthvað til málanna að leggja þá er hægt að leggja orð í belg gegnum Twitter. Endilega merkið færslur ykkar með hashtaginu #FJOFRA til að taka þátt.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru svo sem sæmilegar. Smá gola og hálfhaustlegt eitthvað hérna. Ég ætla að tippa á að það gæti ringt aðeins í síðari hálfleik en spár mínar rætast svosum sjaldnast.
Fyrir leik
Hvernig stendur því að tónlistin á Fjölnisvelli er nær undantekningarlaust of hátt spiluð og er þar að auki uppsafn af lögum sem fóru beint í spilun á Léttbylgjunni? Ekki hægt að ræðast við hérna nema að kalla á milli manna.
Fyrir leik
Liðin eru í óðaönn að hita upp úti á velli. Venju samkvæmt er nánast enginn áhorfandi mættur en ætli þeir birtist ekki þegar fimm mínútur eru liðnar af leiknum.
Fyrir leik
Fjögur stig skilja liðin að fyrir umferðina. Fjölnismenn töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð er liðið mætti FH og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig.
Fram hefur unnið einn leik en gert þrjú jafntefli og er með sex stig í níunda sætinu. Í síðustu umferð gerði liðið eitt eitt jafntefli gegn Keflavík.
Fram hefur unnið einn leik en gert þrjú jafntefli og er með sex stig í níunda sætinu. Í síðustu umferð gerði liðið eitt eitt jafntefli gegn Keflavík.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fer fyrir dómaratríói leiksins og Áskell Þór Gíslason og Haukur Erlingsson verða honum innan handar. Björn Guðbjörnsson er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.
Fyrir leik
Það hefur aðeins bætt í blásturinn hérna en sólin er einnig að gægjast í gegnum skýin. Fyrir verður perverta þá ætla ég að giska á að það blási úr einhverskonar sunnanátt. Ég hef samt ekki hugmynd um það. Áttavilltur að venju og enginn veðurfræðingur að auki.
#FJOFRA
Nú er aðeins tæpur stundarfjórðungur í að leikurinn hefjist og ég ætla að minna lesendur á að þeir geta sagt sína skoðun á málunum með hashtaginu hér að ofan á samskiptavefnum Twitter.
Nú er aðeins tæpur stundarfjórðungur í að leikurinn hefjist og ég ætla að minna lesendur á að þeir geta sagt sína skoðun á málunum með hashtaginu hér að ofan á samskiptavefnum Twitter.
Fyrir leik
Tónlistin að skána. Fyrst hent í Nýdanska og The Knack strax í kjölfarið. Boltinn byrjar að rúlla eftir tæpar tíu mínútur.
Fyrir leik
Liðin gangar hér inn á völlinn í halarófu á eftir dómurum og fyrirliðum að venju. Fyrirliðar í dag eru Bergsveinn Ólafsson í liði heimamanna og Ögmundur Kristinsson í liði Fram.
Ungir og upprennandi knattspyrnuiðkendur úr Fjölni leiða liðin inn á völlinn í dag.
Ungir og upprennandi knattspyrnuiðkendur úr Fjölni leiða liðin inn á völlinn í dag.
Fyrir leik
Vallarþulurinn rangfeðrarði Guðmund Stein Hafsteinsson og sagði hann Guðmundsson. Ágætt að ég er ekki einn um að klúðra nöfnum Framara.
1. mín
Leikurinn hafinn. Framarar byrja með boltann. Minni enn á ný á hashtagið #FJOFRA fyrir Twitter notendur.
2. mín
Fjölnir:
Guðmundur Böðvar - Haukur - Bergsveinn - Ratajczak
Illugi - Gunnar Már
Ragnar - Einar - Guðmundur Karl
Tsonis
Fram:
Halldór - Tryggvi - Einar Bjarni - Ósvald
Hafsteinn - Jóhannes
Ásgeir - Haukur - Arnþór
Björgólfur
Guðmundur Böðvar - Haukur - Bergsveinn - Ratajczak
Illugi - Gunnar Már
Ragnar - Einar - Guðmundur Karl
Tsonis
Fram:
Halldór - Tryggvi - Einar Bjarni - Ósvald
Hafsteinn - Jóhannes
Ásgeir - Haukur - Arnþór
Björgólfur
7. mín
Markvert fyrstu mínúturnar: Gunnar Már Guðmundsson spilar í bleikum skó á hægri fæti en bláum á þeim vinstri.
9. mín
Fyrsta tilraun leiksins lítur dagsins ljós. Bergsveinn hirti boltann af Björgólfi en losaði hann beint á markahæsta mann Fram, Hafstein Briem. Hann skaut af dágóðu færi en skotið fór svona meter yfir markið.
Andri Gíslason
2 kynþokkafyllstu menn í Pepsi að berjast um miðjuna í grafarvoginum, Einar Karl Ingvarsson vs. Arnþór Ari Atlason !
2 kynþokkafyllstu menn í Pepsi að berjast um miðjuna í grafarvoginum, Einar Karl Ingvarsson vs. Arnþór Ari Atlason !
15. mín
Gestirnir biðja um aukaspyrnu eða víti. Halldór Arnarsson fór niður rétt við vítateiginn eftir samstuð við Ratajczak sýndist mér. Rétt að dæma ekkert.
19. mín
MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
Ekkert búið að gerast fram að þessu og þá datt markið inn. Ásgeir Marteinsson vann hornspyrnu sem Ósvald tók. Spyrnan var léleg, lyftist varla og var hreinsuð frá af fyrsta varnarmanni. Boltinn barst aftur til Ósa sem sendi fyrir með hægri og hitti kollinn á Tryggva. Eitt núll fyrir Fram.
21. mín
Fyrsta tilraun Fjölnis. Einar Karl sendi fyrir frá vinstri yfir alla vörn Fram þar sem Ragnar Leós náði skalla. Hann var samt aldrei að fara að valda Ögmundi nokkrum vanda.
23. mín
ÖGMUNDUR BJARGAR Á ÖGURSTUNDU! Aukaspyrna Fjölnis frá hægri var á leiðinni beint á hausinn á Rauða turninum Hauki Lárussyni. Ögmundur náði að blaka boltanum frá áður en Haukur náði að tengja.
28. mín
MARK!
Ásgeir Marteinsson (Fram)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Alvöru liðsmark hjá Fram hérna. Björgólfur fékk að taka boltann niður og snúa og gera það sem hann vildi. Sendi út til vinstri á Ósvald Jarl sem gaf fyrir markið. Arnþór Ari tók á móti boltanum og framlengdi hann á Ásgeir á fjærstönginni. Skot hans var á markið og það var nóg til að setja hann framhjá Þórði.
30. mín
Flautað á Tryggva Svein sem er ekki sáttur og hreytir fúkyrðum í Vilhjálm Alvar. Hafsentinn hávaxni slapp með tiltal.
32. mín
Gunnar Már með bestu tilraun Fjölnis hingað til en framhjá markinu. Ögmundur var ekki sáttur með vörnina og kallaði á varnarmennina eitthvað. Smá rökræður sem enda með að Vilhjálmur biður Ögmund að drífa sig að taka spyrnuna.
33. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu í miðhringnum sýndist mér og hún er tekin stutt á Guðmund Böðvar. Hann er hvergi banginn og lætur vaða af löngu færi. Fast skot hárfínt framhjá.
34. mín
Guðmundur Böðvar er mættur á miðjuna en hann byrjaði í bakverðinum hægra megin. Illugi Þór leysir bakvarðarstöðuna núna. Gunnar Már er jafnframt kominn upp á topp við hlið Tsonis. Fjölnismenn komnir í 4-4-2.
38. mín
Fjölnismenn eiga í stökustu vandræðum með að afgreiða sendingar á samherja, bæði langar og stuttar.
39. mín
Guðmundur Karl með fyrirgjöf frá vinstri sem var nálægt bæði Tsonis og Gunnari Má. Tsonis var bara of stuttur og Gunnar ekki nógu graður.
40. mín
Guðmundur Böðvar með lélega sendingu á nafna sinn Karl. Bölva svo báðir hvor öðrum fram og til baka.
42. mín
Lárusson og Baldvinsson fóru saman upp í skallabolta sem lauk með því að Lárusson lenti ill á bakinu. Hefur löngum átt við meiðsli að stríða og haltrar ógurlega út af leikvellinum.
44. mín
Rauði turninn mættur aftur inn á en fer hægt yfir og virðist ekki ganga heill til skógar eftir fallið áðan. Var að enda við að fá dæmt á sig sóknarbrot í fyrstu hornspyrnu Fjölnis.
45. mín
"Villi, Villi. Þetta er enginn helvítis körfubolti," öskrar Tryggvi Sveinn á dómarann eftir hornspyrnu. Veit ekki alveg hvað hann átti við en þetta var skemmtilegt komment.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks. Framarar verið sterkari í leiknum og leiða verðskuldað. Vinstri vængurinn verið helsta ógn Fjölnis en samt sem áður ekki gefið mikið af sér.
45. mín
Plötusnúðurinn hér á Fjölnisvelli hefur tekið sig ærlega á sem er vel. Hálfleikstónlistin til fyrirmyndar.
46. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir)
Út:Haukur Lárusson (Fjölnir)
Síðari hálfleikuri farinn af stað. Haukur slasaði sig undir lok fyrri hálfleiks og fór útaf.
53. mín
Ásgeir Marteinsson fer niður innan teigs í skyndisókn en Vilhjálmur sér ekki ástæðu til að flauta vítaspyrnu.
54. mín
Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Fyrsta gula spjald leiksins. Fær það fyrir peysutog á miðjum vellinum.
55. mín
Varamaðurinn Atli Már tók langa aukaspyrnu frá eigin vallarhelmingi sem Ögmundur ætlaði út í. Boltinn var aðeins lengri en hann gerði ráð fyrir og fór nærrum því yfir hann og í netið. Ögmundur náði að bakka í tæka tíð og slá knöttinn í horn.
56. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Út:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
Aron á að fríska upp á sóknarleik heimamanna.
58. mín
Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Rífur í Ásgeir Marteinsson sem hefði verið í stórhættulegri stöðu hefði Beggi ekki stöðvað hann.
59. mín
Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Fram)
Smá harka að færast í leikinn. Haukur klippir Aron niður er Fjölnismenn voru að komast í skyndisókn.
60. mín
Alexander Már flaggaður rangur eftir stungusendingu. Tæpt var það. Enn halda Fjölnismenn áfram að senda ömurlegar sendingar fram og til baka.
62. mín
Halldór Arnarsson og Aron Sig skalla saman og liggja báðir í grasinu. Sjúkraþjálfararnir kallaðir beint inn á um leið.
64. mín
Aron og Halldór báðir staðnir upp og koma inn á völlinn von bráðar. Fjölnismenn heimta að þetta hafi verið aukaspyrna þegar Halldór fór í Aron en Vilhjálmur metur það svo að Framarar eigi að sparka boltanum til heimamanna.
65. mín
MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
NÚ HLÝTUR AÐ KOMA SMÁ LÍF Í ÞENNAN LEIK. Aron Sig búinn að skora eftir tíu mínútur inn á vellinum. Guðmundur Karl fékk boltann niðri í hægra horninu og sendi fastan jarðarbolta fyrir markið. Þar mætti Aron á ferðinni og setti knöttinn í netið.
68. mín
Tilraun hjá Fram. Haukur Baldvins átti sprett upp hægra megin og gaf fyrir. Aron Þórður kom tánni í boltann en það var ekki nóg. Fór aðeins í átt að marki en ekki meir en það.
70. mín
Heimamenn að ógna áfram í kjölfar marksins. Hornspyrna frá Einari Karli ratar á kollinn á Bergsveini fyrirliða. Hann þurfti að teygja sig aftur og náði ekki góðum skalla á markið.
73. mín
Ratajczak með innkast sem Gunnar már nær að skalla. Ögmundur slær boltann í horn. Fimmta horn Fjölnis telst mér.
Hornið hreinsað frá en Aron nær fyrirgjöf inn aftur eftir hreinsunina. Bergsveinn nær tá á boltann en Ögmundur var vel á verði og greip boltann.
Hornið hreinsað frá en Aron nær fyrirgjöf inn aftur eftir hreinsunina. Bergsveinn nær tá á boltann en Ögmundur var vel á verði og greip boltann.
76. mín
Ögmundur og Guðmundur Karl fara saman upp og skella saman. Hrynja báðir í jörðina og eru aumir. Standa samt báðir upp og halda leik áfram.
77. mín
Vá hvað Atli Már fór mikið undir Alexander í skallaeinvígi þarna. Stórhættulegt og fáránlegt að ekki hafi verið flautað á þetta.
78. mín
Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
Tók niður leikmann Fjölnis í snöggri sókn. Hagnaður en þegar sóknin rann út í sandinn fór spjaldið á loft.
79. mín
Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Fram)
Framarar í spjaldasöfnun. "Villi, þú hlýtur að vera að grínast. Það bíða allir eftir því að þú segir djók" kallar Bjarni Guðjóns inn á völlinn.
81. mín
MARK!
Arnþór Ari Atlason (Fram)
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
Þetta var mark af dýrari gerðinni. Haukur tók á rás í átt að marki, sneri snöggt og sendi út á Arnþór. Arnþór tók fast skot í fyrsta fyrir utan teig og boltinn söng í netinu.
82. mín
Inn:Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir)
Út:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis í leiknum.
84. mín
Ég held að Halldór Arnarsson eigi eftir að dreyma Aron Sig í nótt. Hefur átt í bölvuðum vandræðum með hann eftir að hann kom inn á. Aron var að enda sig við að spóla framhjá honum við endalínu en náði ekki að koma boltanum á samherja.
85. mín
Ásgeir Marteins finnur Arnþór Ara í teignum sem nær skoti áður en hann er klipptur niður. Gestirnir vilja víti en fá ekki.
86. mín
Enn á ný er Aron að leika listir sínar. Sendir fastan fyrir sem fer í Tryggva og nánast inn á nærstönginni.
Ragnar Leósson átti svo skot af löngiu færi sem Ögmundur blakaði yfir.
Ragnar Leósson átti svo skot af löngiu færi sem Ögmundur blakaði yfir.
87. mín
MARK!
Aron Þórður Albertsson (Fram)
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
Þetta er komið! Ögmundur greip hornið og kom boltanum hratt í leik. Framarar voru mun fleiri og á fleygiferð. Haukur gat valið um tvo eða þrjá til að senda á en sendi boltann á Aron sem skoraði á nærstöngina.
88. mín
Halldór Arnarsson eitthvað ringlaður og lagðist niður áður en miðjan var tekin og þurfti að fara út af vellinum. Veit ekki hvað var að angra hann.
90. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram)
Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
Haukur átt mjög fínan dag hér í dag.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
('90)
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
('46)
11. Ásgeir Marteinsson
13. Ósvald Jarl Traustason
14. Halldór Arnarsson
30. Björgólfur Hideaki Takefusa
('46)
Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
('46)
16. Aron Bjarnason
('90)
21. Einar Már Þórisson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
33. Alexander Már Þorláksson
('46)
Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('79)
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('78)
Haukur Baldvinsson ('59)
Aron Þórður Albertsson ('54)
Rauð spjöld: