City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
5
0
Malta
Hólmfríður Magnúsdóttir '12 1-0
Elín Metta Jensen '20 2-0
Dóra María Lárusdóttir '39 3-0
Dagný Brynjarsdóttir '63 4-0
Elín Metta Jensen '84 5-0
19.06.2014  -  18:00
Laugardalsvöllur
A landslið kvenna - HM 2015
Aðstæður: Logn en grátt yfir og svolítill úði
Dómari: Severine Zinck
Áhorfendur: 579
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('73)
10. Dóra María Lárusdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen
18. Þórunn Helga Jónsdóttir ('60)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('85)

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir ('73)
22. Rakel Hönnudóttir ('85)
25. Guðný Björk Óðinsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Möltu í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2015.
Fyrir leik
Það eru heilmiklar breytingar á íslenska liðinu frá því í jafnteflisleiknum gegn Danmörku. Þær Elísa Viðarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir leysa Sif Atladóttur og Ólínu G. Viðarsdóttur af í varnarlínunni og Elín Metta Jensen bregður sér upp á topp fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur. Þá koma þær Þórunn Helga Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir einnig inn í liðið fyrir Rakel Hönnudóttur og fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er því Dóra María Lárusdóttir sem ber fyrirliðabandið í dag.
Fyrir leik
Hlutskipti Möltu og Íslands hefur verið ólíkt í undankeppninni. Eins og við þekkjum þá er Ísland í 2. sæti riðilsins með 10 stig eftir 6 umferðir á meðan Malta situr á botninum, án stiga eftir sjö umferðir. Markatala Maltverja er -36 og því kannski ekki óeðlilegt að ætlast til þess að okkar stórgóða landslið setji nokkur mörk hér í dag.
Fyrir leik
Ísland er sem fyrr segir í 2. sæti riðilsins en er ekki í sérlega góðri stöðu varðandi það að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Tölfræðilegur séns er til staðar þar sem þau þrjú lið sem ná bestum árangri í 2. sæti undanriðlanna komast í umspil. Það er hinsvegar því miður þannig að önnur lið eru í betri stöðu.
Fyrir leik
Nú styttist verulega í leik. Liðin hafa gengið til búningsherbergja þar sem þau munu leggja lokahönd á undirbúning sinn.
1. mín
Það er nokkuð ljóst að það verður engin metmæting á Laugardalsvöllinn í kvöld. Bikarkeppni karla, HM, sumarfrí og leiðinlegt áhorfendaveður eru ekkert að hjálpa til.. Á sjálfan 19. júní!
1. mín
Hin franska Severine Zinck hefur flautað til leiks. Ísland sækir í átt að Laugardalslaug en gestirnir í átt að gervigrasi Þróttar sem nú er hertekið af Secret Solstice undirbúningi.
4. mín
Ísland byrjar þetta mun betur og fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Hallbera sendir góðan bolta fyrir og Hólmfríður á skalla að marki eftir svolítið klafs. Demicoli grípur boltann hinsvegar örugglega.
6. mín
Dauðafæri. Demicoli ver frá Dagnýju sem slapp í gegn eftir frábæran samleik íslenska liðsins. Dagný á svo góðan skalla framhjá eftir hornspyrnu. Nú er bara að bíða eftir fyrsta íslenska markinu.
12. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Ísinn hefur verið brotinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallar hornspyrnu Hallberu í netið. Frábært. Vonandi er veislan bara rétt að byrja.
20. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
Elín Metta er að bæta við marki! Demicoli varði boltann út í teig þar sem Dagný gerði sig líklega til að skjóta áður en hún var felld af varnarmanni. Boltinn datt þá fyrir Elínu Mettu sem sýndi mikla yfirvegun og lagði boltann fyrir sig áður en hún kláraði laglega.
21. mín
Ísland brunar strax aftur í sókn sem endar á því að Fanndís og Demicoli markvörður lenda í samstuði. Sú síðarnefna fær þungt högg og þarf tíma til að jafna sig.
29. mín
Íslenska liðið einokar boltann og fær fullt af tíma og plássi. Dagný og Elísa hafa báðar látið vaða af löngu færi en án árangurs.
32. mín
Ja hérna hér. Dagný fær tvö skotfæri af markteig eftir fimmtu hornspyrnu íslenka liðsins. Gestirnir ná að koma sér fyrir boltann og bægja hættunni frá.
Jóhann Már Kristinss
Ísland á að vinna þetta lið með tveggja stafa tölu, átakanlega lélegt Möltu lið! #fotbolti
39. mín MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Fyrirliðinn er að koma Íslandi í 3-0. Elín Metta átti skot sem fór af varnarmanni og datt fyrir Dóru Maríu sem setti boltann þéttingsfast í netið.
43. mín
Aftur er Dagný að koma sér í færi en hún nær ekki nægilega kröftugu skoti eftir fyrirgjöf Fanndísar. Ég ætla að tippa á að hún komist á blað í seinni hálfleik.
45. mín
Jæja. Það er kominn hálfleikur hér í dalnum. Mörkin þrjú voru vissulega góð en mótspyrnan er afskaplega lítil og ég vil sjá aðeins meira frá íslenska liðinu. Það eru himinn og haf á milli fótboltagetu liðanna og vonandi fáum við fleiri mörk í seinni hálfleik.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju. Hvorugur þjálfaranna gerir breytingu á sínu liði. Koma svo Ísland!
47. mín
Flott færi strax í upphafi seinni hálfleiks. Laglegur samleikur Hólmfríðar og Hallberu vinstra megin endar með fyrirgjöf. Fanndís hittir ekki boltann en mér sýnist það vera Hólmfríður sem nær ágætu skoti að marki.
56. mín
Yfirburðir íslenska liðsins halda áfram en það gengur illa að koma boltanum í netið. Liðið gæti hæglega verið búið að skora helmingi fleiri mörk ef nýtingin væri betri.
60. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) Út:Þórunn Helga Jónsdóttir (Ísland)
Fyrsta breytingin á íslenska liðinu. Þórunn Helga búin að vera flott en Harpa Þorsteins kemur inn til að skerpa á sóknarleiknum.
63. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Dagný er að koma Íslandi í 4-0. Vissi að hún myndi setj'ann! Markið skoraði hún með skoti úr teignum eftir svokallaðan "darraðadans" í kjölfar hornspyrnu.
67. mín
Zinck dæmir löglegt mark af Íslandi. Demicoli lendir í samstuði við samherja og Hólmfríður setur boltann í netið. Zinck telur hinsvegar að Harpa hafi eitthvað verið að þvælast fyrir Demicoli og dæmir brot. Rangur dómur.
73. mín
Inn:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Sara Björk kemur inná fyrir Hólmfríði og tekur við fyrirliðabandinu af Dóru Maríu. Hún keyrir þetta vonandi upp í næsta gír hérna í lokin.
74. mín
Sara Björk er ekki lengi að stimpla sig inn. Á hörkuskot í hliðarnetið eftir hornspyrnu.
74. mín
Inn:Gabriella Zahra (Malta) Út:Antoinette Sammut (Malta)
Gestirnir að breyta.
76. mín
Inn:Brenda Borg (Malta) Út:Francesca Chirop (Malta)
78. mín
Demicoli hefur verið best í liði gestanna og bjargar þeim frá stærra tapi. Þóra Björg í íslenska markinu þarf hinsvegar líklega ekki einu sinni að fara í sturtu eftir leik. Hefur nákvæmlega EKKERT haft að gera nema halda á sér hita og garga aðeins á liðið sitt.. Og jú, auðvitað halda einbeitingu og það er hægara sagt en gert í svona leik.
84. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Sóknarþungi Íslands hefur verið mikill og fimmta markið er komið. Elín metta skorar það með fínu skoti úr þröngu færi.
85. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Rakel fær að spreyta sig í lokin.
90. mín
Zinck bætir fjórum mínútum við leiktímann. Sjáum hvort okkar konur nái að bæta við einu marki til viðbótar.
92. mín
Þóra snertir boltann! Maltverjar reyna metnaðarfulla stungu sem Þóra er eflaust glöð að hafa fengið að stoppa. Hinum megin á vellinum kemst Ísland í enn eitt færið en illa gengur að koma boltanum yfir línuna.
Leik lokið!
Þetta er búið. Lokatölur 5-0. Þægilegur sigur hjá Íslandi er staðreynd og þrjú góð stig í hús.

Viðtöl og umfjöllun birtast hér síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Keoney Demicoli (m)
3. Francesca Chirop ('76)
4. Natasha Pace
5. Rebecca D'Agostino
11. Antoinette Sammut ('74)
14. Shona Zammit
15. Stefania Farrugia
16. Charlene Zammit
18. Kimberly Parnis
20. Alishia Sultana
23. Jade Flask

Varamenn:
12. Maria-Assunta Farrugia (m)
2. Gabriella Zahra ('74)
7. Claudette Xuereb
9. Dionne Tonna
10. Brenda Borg ('76)
13. Alessia Caschetto
17. Martina Borg

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: