Keflavík
6
1
Hamar
Andri Fannar Freysson
'13
1-0
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'22
2-0
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'52
3-0
Einar Orri Einarsson
'70
4-0
4-1
Samúel Arnar Kjartansson
'76
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'85
5-1
Theodór Guðni Halldórsson
'93
6-1
19.06.2014 - 20:00
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
3. Andri Fannar Freysson
6. Einar Orri Einarsson
('84)
8. Ari Steinn Guðmundsson
('46)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
13. Unnar Már Unnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
('74)
Varamenn:
2. Anton Freyr Hauksson
22. Leonard Sigurðsson
('84)
25. Frans Elvarsson
('74)
29. Fannar Orri Sævarsson
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Daníel Gylfason ('88)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Sunny-Kef. Hér í kvöld eigast við Keflavík og Hamar í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Fyrir leik
Hamar undir stjórn Veðurguðsins, Ingólfs Þórarinssonar er klárlega spútnik lið bikarkeppninnar í ár, eina liðið í 16-liða úrslitum sem leikur í 3.deildinni.
ÍR var eina liðið í 2.deildinni í 16-liða úrslitunum og því eru ekki mörg lið sem koma til greina.
ÍR var eina liðið í 2.deildinni í 16-liða úrslitunum og því eru ekki mörg lið sem koma til greina.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildarkeppninni er frekar ólík. Keflavík er það eitt af þeim liðum sem hefur komið mest á óvart í Pepsi-deildinni. Sitja í 3.sæti deildarinnar með 13 stig og einungis tapað einum leik í sumar.
Hamar sem féll úr 2.deildinni niður í 3.deildina í fyrra eru hinsvegar ekki að ríða feitum hesti í 3.deildinni. Þar liggja þeir kylliflatir á botni deildarinnar með 0 stig eftir sex leiki.
Hamar sem féll úr 2.deildinni niður í 3.deildina í fyrra eru hinsvegar ekki að ríða feitum hesti í 3.deildinni. Þar liggja þeir kylliflatir á botni deildarinnar með 0 stig eftir sex leiki.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gerir nokkrar breytingar á sínu liði.
Til að mynda er Sindri Snær Magnússon ekki í leikmannahóp Keflavíkur en hann skoraði tvö mörk í jafnteflisleiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Markvörðurinn sænski Jonas Sandquist er einnig á bekknum og fær Sindri Kristinn Ólafsson ungur og efnilegur markmaður tækifærið í kvöld.
Til að mynda er Sindri Snær Magnússon ekki í leikmannahóp Keflavíkur en hann skoraði tvö mörk í jafnteflisleiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Markvörðurinn sænski Jonas Sandquist er einnig á bekknum og fær Sindri Kristinn Ólafsson ungur og efnilegur markmaður tækifærið í kvöld.
Fyrir leik
Ari Steinn er einnig í byrjunarliði Keflavíkur en hann hefur einungis leikið með Keflavík í einum leik í sumar og það var fyrsti leikur Keflavíkur í bikarnum.
Andri Fannar Freysson fær einnig tækifærið sem hefur verið á skornum skammti hjá honum í sumar.
Andri Fannar Freysson fær einnig tækifærið sem hefur verið á skornum skammti hjá honum í sumar.
Fyrir leik
Liðið hjá Hamar er nokkurnvegin eftir bókinni. Athyglisvert er þó að Gunnar Páll Pálsson og Sveinn Fannar Brynjarsson eru á bekknum.
Gunnar Páll hefur leikið alla leiki Hamars í sumar en Sveinn Fannar hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.
Gunnar Páll hefur leikið alla leiki Hamars í sumar en Sveinn Fannar hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.
Fyrir leik
Ingólfur Þórarinsson þjálfari Hamars er í byrjunarliði Hamars en Birkir Hlynsson mun stýra liðinu af hliðarlínunni. Birkir er ekki í leikmannahóp Hamars í sumar en hann hefur spilað með liðinu í sumar.
Fyrir leik
Sjálfur er ég staddur þessa stundina á matsölustaðnum, Langbest hér í Keflavík og pizzan var að koma til mín. Svo ég ætla að njóta matarins á meðan.
Fyrir leik
Ég er kominn út á völl. Pizzan var góð vonandi að leikurinn verði enn betri.
Völlurinn lítur vel út, grasið blautt og gott sem logn hér í Sunny-Kef. (Það er samt ekkert nálægt því að vera logn, ég er bara að reyna vera jákvæður)
Völlurinn lítur vel út, grasið blautt og gott sem logn hér í Sunny-Kef. (Það er samt ekkert nálægt því að vera logn, ég er bara að reyna vera jákvæður)
Fyrir leik
Ég er kominn út á völl. Pizzan var góð vonandi að leikurinn verði enn betri.
Völlurinn lítur vel út, grasið blautt og gott sem logn hér í Sunny-Kef. (Það er samt ekkert nálægt því að vera logn, ég er bara að reyna vera jákvæður)
Völlurinn lítur vel út, grasið blautt og gott sem logn hér í Sunny-Kef. (Það er samt ekkert nálægt því að vera logn, ég er bara að reyna vera jákvæður)
Fyrir leik
Það verður athyglisvert að sjá hvernig Hamarsmenn útfæra sinn leik í kvöld. Þeir hafa fengið á sig 19 mörk í sex leikjum í 3.deildinni og þurfa svo sannarlega að vera með fulla einbeitingu allan leikinn hér í kvöld, ef ekki á illa að fara.
Fyrir leik
Þetta er fjórði leikur Hamars í bikarkeppninni í ár og því ósanngjarnt að segja að þeir séu taplausir í sumar, því þeir hafa jú unnið þrjá bikarleiki
Bikarævintýrið hjá Hamar hófst með 6-1 sigri á Snæfelli á heimavelli. Næstu fórnarlömb Hamars var 3.deildarlið KFR og í 32ja-liða úrslitunum unnu þeir góðan sigur á 2.deildarliði KF á heimavelli 3-2.
Bikarævintýrið hjá Hamar hófst með 6-1 sigri á Snæfelli á heimavelli. Næstu fórnarlömb Hamars var 3.deildarlið KFR og í 32ja-liða úrslitunum unnu þeir góðan sigur á 2.deildarliði KF á heimavelli 3-2.
Fyrir leik
Keflavík komust auðveldlega áfram í 16-liða úrslitin. Þeir fóru í Kórinn og unnu þar Augnablik 5-0 en Augnablik leikur í 4.deildinni.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast, bæði lið farin inn í klefa.
Ég hef séð fleiri áhorfendur í stúkunni hér í Sunny-Kef. Það verður bara að segjast.
Ég hef séð fleiri áhorfendur í stúkunni hér í Sunny-Kef. Það verður bara að segjast.
Fyrir leik
Liðin hér ganga út á völl. Keflavík í dökkum búningum og hvítum stuttbuxum, Hamar í al-bláum búningum.
Dómarar leiksins í grænni treyju og dökk bláum stuttbuxum.
Dómarar leiksins í grænni treyju og dökk bláum stuttbuxum.
Fyrir leik
Hættulegasti leikmaður Hamars hlýtur að teljast vera leikmaður númer 1+7 eða 17, Samúel Arnar Kjartansson. Hann hefur skorað 10 mörk í sumar fyrir Hamar.
2. mín
Keflvíkingar fá fyrsta horn leiksins, taka það stutt og síðan kemur Haraldur Freyr með afleitlega skot tilraun með vinstri, yfir markið.
5. mín
Virkilega rólegt hérna í Keflavík, bæði á vellinum og í stúkunni. Bæði lið reyna halda boltanum niðri og gengur það ágætlega.
8. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brotið á Magnúsi Sverri . Magnús Þórir gerir sig kláran...
8. mín
Spyrnan frá Magnúsi Þóri á nærstöngina og Kristófer Ernir ver boltann út í teiginn og Hamarsmenn hreinsa frá.
11. mín
Theodór Guðni með skot að marki rétt fyrir utan teig en Kristófer Ernir vel á verði og ver boltann. Er samt í erfiðleikum með að halda boltanum.
13. mín
MARK!
Andri Fannar Freysson (Keflavík)
Sonur töframannsins, Andri Fannar kemur Keflavík yfir. Fær stungusendingu innfyrir vörnina og leggur boltann í fjærhornið framhjá markverði Hamars.
14. mín
Keflavík ekki langt frá því að bæta við. Magnús Sverrir með utanfótarskot rétt yfir þverslánna.
21. mín
Gestirnir halda boltanum ágætlega sín og milli og reyna spila upp völlinn með stuttum sendingum. Þegar þeir koma sér hinsvegar yfir miðlínuna missa þeir boltann full auðveldlega.
22. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Andri Fannar Freysson
Stoðsending: Andri Fannar Freysson
Keflavík komið í 2-0. Andri Fannar finnur Magnúsi Sverri í fætur inn í teig og hann leggur boltann framhjá Kristóferi í markinu. Alls ekki ólíkt fyrsta markinu.
27. mín
Leikurinn er mest megnis spilaður á vallarhelmingi Hamars og því verður vallarstjórinn líklega feginn þegar flautað verður til hálfleiks og vonar að hinn vallarhelmingurinn verði notaður í seinni.
30. mín
Einar Orri hefur átt betri daga í Keflavíkur búningnum. Sendingar hans hafa ekki ratað nægilega oft á liðsfélaga hans.
34. mín
Eftir horn Keflvíkinga var darraðadans í markteignum en á síðustu stundu náðu gestirnir að hreinsa frá. Haraldur Freyr gerði sig líklegan.
37. mín
Keflvíkingar hafa náð að opna vörn Hamars tvisvars sinnum í leiknum og í bæði skiptin hafa þeir skorað. Leikurinn hefur spilast eins nánast allan fyrri hálfleikinn.
40. mín
Bjartsýnis verðlaun kvöldsins hingað til fer til Ingþórs Björgvinssonar miðjumanns Hamars sem átti rétt í þessu mark tilraun frá miðjuboganum. Álíka hátt yfir og færið var langt frá.
45. mín
Vávává! Ingólfur Þórarinsson með stangarskot!
Hamarsmenn óheppnir að minnka ekki muninn þarna, rétt fyrir hálfleik.
Hamarsmenn óheppnir að minnka ekki muninn þarna, rétt fyrir hálfleik.
48. mín
Markahrókurinn, Sindri Snær Magnússon miðjumaður Keflavíkur situr í stúkunni í kvöld. Hann spáir 5-0 fyrir Keflavík.
48. mín
Theodór Guðni skorarar en dæmdur rangstæður.
Keflavík kemst í dauðafæri og hinn 17 ára varamaður, Fannar Orri Sævarsson renndi sér í boltann en boltinn var á leiðinni framhjá fjærstönginni þegar Theodór Guðni kom og sendi boltann í netið. Hann var þó líklega rangstæður og því réttur dómur.
Keflavík kemst í dauðafæri og hinn 17 ára varamaður, Fannar Orri Sævarsson renndi sér í boltann en boltinn var á leiðinni framhjá fjærstönginni þegar Theodór Guðni kom og sendi boltann í netið. Hann var þó líklega rangstæður og því réttur dómur.
51. mín
Daníel Gylfason fellur full auðveldlega í teignum eftir baráttu við Alex Birgi en Pétur Guðmundsson dómari lætur ekki plata sig og segir Daníeli að standa hreinlega á fætur.
Daníel á síðan stuttu síðar skot langt yfir markið.
Daníel á síðan stuttu síðar skot langt yfir markið.
52. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Daníel Gylfason
Stoðsending: Daníel Gylfason
Magnús Sverrir klárar færið vel og stýrir boltanum í þaknetið einn gegn Kristófer Erni í markinu. Daníel Gylfason átti góða sendingu á Magnús innfyrir vörnina.
54. mín
Theodór Guðni skorar aftur en dæmdur rangstæður. Andri Fannar valdi þarna vitlausan kost en Fannar Orri var réttstæður hægra megin á kantinum og var líklegri til að fá boltann.
58. mín
Góð sókn Keflvíkingar endar með skoti frá Magnúsi Sverri rétt framhjá nærstönginni. Þetta hefði orðið glimrandi mark hefði Magnús hitt á markið.
58. mín
Daaaaaaaauðafæri. Ingólfur Þórarinsson gefur Keflvíkingum dauðafæri á silfurfati en Theodór Guðni klikkar einn gegn Kristóferi. Hittir ekki á markið.
Það liggur mark í loftinu hjá Keflvíkingum. Hamarsmenn ná varla 2-3 sendingum á milli sín þessa stundina.
Það liggur mark í loftinu hjá Keflvíkingum. Hamarsmenn ná varla 2-3 sendingum á milli sín þessa stundina.
64. mín
Vel varið hjá Kristófer Erni, einn gegn sóknarmanni Keflvíkingar. Þetta var full auðvelt hjá Keflavík.
67. mín
Góð sókn frá gestunum, spiluðu sig upp völlinn í mörgum sendingum en að lokum missti Sölvi Víðisson boltann of langt frá sér og aftur fyrir endamörk.
70. mín
MARK!
Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Magnús Þórir með fyrirgjöf frá vinstri og þar er Einar Orri einn og óvaldaður í teignum. Einar lætur vaða í fyrsta og Kristófer ver boltann inn. Óheppinn í markinu.
72. mín
Fyrir fjórða markið voru gestirnir búnir að ná nokkrum fínum spilköflum og Sveinn Fannar hefur komið með ferskar lappir inní Hamarsliðið eftir að hann kom inná. Þetta fjórða mark var því mikið reiðarlsag fyrir Hvergerðinga.
75. mín
Gaman að segja frá því að báðir aðstoðardómarar leiksins eru sköllóttir. #TeamSköllóttir
76. mín
MARK!
Samúel Arnar Kjartansson (Hamar)
Þetta gátu Hvergerðingar! Spila sig inn í teig Keflvíkingar og þar klárar Samúel Arnar færið vel.
81. mín
Sveinn Fannar Brynjarsson með skot í fyrsta fyrir utan teig en Sindri ver nokkuð auðveldlega en heldur þó ekki boltanum. Laglegur undirbúningur hjá Samúeli.
84. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík)
Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri fer meiddur af velli / tæpur af velli.
85. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Fannar Orri Sævarsson
Stoðsending: Fannar Orri Sævarsson
Fannar Orri leggur boltann innfyrir á Magnús Sverrir sem vippar boltanum yfir Kristófer sem lagðist niður. Skemmtilega gert hjá Magnúsi.
93. mín
MARK!
Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)
Loksins náði Theodór að skora löglegt mark. Auðveldari verða ekki mörkin. Fyrirgjöf frá vinstri sem Kristófer Ernir skutlar sér til að reyna ná í, en nær ekki til boltans. Því fær Theodór boltann fyrir tómu marki.
Byrjunarlið:
1. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
3. Albert Freyr Eiríksson
4. Alex Birgir Gíslason
5. Kjartan Guðjónsson
6. Mark Alan Lavery
10. Sölvi Víðisson
('76)
14. Ingólfur Þórarinsson
17. Samúel Arnar Kjartansson
20. Ingþór Björgvinsson
22. Chistopher Harrington
('61)
23. Tómas Ingvi Hassing
('46)
Varamenn:
12. Matthías Ragnarsson (m)
7. Sveinn Fannar Brynjarsson
('61)
8. Gunnar Páll Pálsson
9. Mateusz Tomasz Lis
16. Ingimar Guðmundsson
('76)
21. Markús Andri Sigurðsson
Liðsstjórn:
Logi Geir Þorláksson
Gul spjöld:
Ingþór Björgvinsson ('50)
Tómas Ingvi Hassing ('41)
Chistopher Harrington ('31)
Rauð spjöld: