Breiðablik
3
1
Þór
Guðjón Pétur Lýðsson
'63
1-0
1-1
Jóhann Helgi Hannesson
'71
Elfar Freyr Helgason
'99
2-1
Árni Vilhjálmsson
'120
3-1
19.06.2014 - 20:00
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('79)
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
('79)
18. Finnur Orri Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('114)
Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
('79)
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson
('79)
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('75)
Damir Muminovic ('73)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðablik og Þórs í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður vonandi fjör í honum. Það ágætis veður úti, blautt en hlýtt. Hvet ég aðdáendur liðana til þess að haska sér á völlinn.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er afskaplega svipuð og hafa Blikar verið að valda vonbrigðum það sem af er sumri en Þórsarar eru kannski á þeim stað sem flestir spáðu.
Blikar sitja í 10 sæti Pepsídeildarinnar en Þórsarar eru í sætinu fyrir neðan þá eða því 11.
Blikar sitja í 10 sæti Pepsídeildarinnar en Þórsarar eru í sætinu fyrir neðan þá eða því 11.
Fyrir leik
Eitt skemmtilegasta stuðningsmannalið landsins eða Mjölnismenn eru mættir í stúkuna. Er með trommur og læti eins og þeirra er von og vísa.
Fyrir leik
Leið liðanna í 16 liða úrslitin er ekki flókin.
Þau komu inn í 32 liða úrslitin þar sem Þórsarar völtuðu yfir ÍH 5-1 á meðan Blikar lentu í smá vandræðum með nágranna sína í HK en unnu þá 2-1.
Þau komu inn í 32 liða úrslitin þar sem Þórsarar völtuðu yfir ÍH 5-1 á meðan Blikar lentu í smá vandræðum með nágranna sína í HK en unnu þá 2-1.
Fyrir leik
Dómari í dag er Fylkismaðurinn, Þorvaldur Árnason. Honum til aðstoðar eru Gunnar Sverrir Gunnarsson og Bryngeir Valdimarsson.
Fyrir leik
Gummi Ben gerir tvær breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik. Elfar Árni Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman koma inn í liðið, en Arnór Sveinn Aðalsteinsson er ekki í hópnum og Tómas Óli Garðarsson er á bekknum.
Fyrir leik
Hjá Þórsurum gerir Palli Gísla eina breytingu sem er þannig að Evrópu-Siggi, Sigurður Marinó Kristjánsson kemur inn í liðið og Kristinn Þór Björnsson sest á tréverkið.
Fyrir leik
Fyrir ykkur þau sem að eruð ekki að fylgjast með HM að þá get ég upplýst ykkur um það að England er 0 - 1 undir gegn Úrúgvæ
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlin, fyrirliðarnir búnir að heilsa dómurunum og hverjum öðrum. Blikar spila í átt að Garðabæ á meðan Þórsarar spila í átt að Sporthúsinu.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Völlurinn er blautur og býður upp á hraðan bolta þar af leiðandi. Vonandi að við fáum einhver mörk í dag.
3. mín
Þórsarar hafa fengið tvær hornspyrnur hér á fyrstu mínútunum. En því miður fyrir þá hefur ekkert komið úr því.
5. mín
Það er því miður hægt að segja að það sé ekki góð mæting á Kópavogsvöllinn í kvöld. Ekki nema vel á annað hundrað manns mætt til að styðja sín lið. Mjölnismenn enda syngja hér fullum hálsi ,,Hverjir eru á heimavelli"
13. mín
Það hefur ekki mikið gerst í leiknum. Þetta er hálfgerð barátta á vellinum en Blikar eru ívið sterkari.
19. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu við rétt fyrir utan vítateig vinstra meginn. Jónas Björgvin tók spyrnuna, sending inn i teiginn sem ekkert varð úr.
24. mín
Þetta er eins og að horfa á málningu þorna skemmtanagildið í þessum leik. Bæði lið eru rög við að sækja og eru ekki að skapa sér nein færi. Þórsarar hafa þó verið á meiri hreyfingu og eru að nýta sér hraðann á vellinum.
30. mín
Ef þið kæru lesendur hafið eitthvað skemmtilegt að segja sem gæti aukið gleði mína að þá mæli ég með að þið hunskist á twitter og notið hashtaggið #Fótbolti
33. mín
Hvernig gat þetta gerst! Guðjón Pétur var einn fyrir framan markið en náði á undraverðan hátt að skjóta þannig að Sandor náði að verja hann yfir! Það verður að hrósa Sandor fyrir þetta.
37. mín
Það var mikið að eitthvað líf kom í þennan leik segi ég nú bara og mér sýnist Blikar vera að sækja í sig veðrið. Enda var þetta orðið þannig að áhorfendur voru farnir að standa upp til þess að horfa á sjónvarpið í gegnum glerið á betri stúkunni.
Sindri Snær @rostungur
Það skásta við að vera á UBK-Þór er að ég missti af fyrsta korterinu. #fotbolti
Það skásta við að vera á UBK-Þór er að ég missti af fyrsta korterinu. #fotbolti
43. mín
Shawn Nicklaw og Finnur Orri runnu saman og lágu óvígir eftir á vellinum en eru sem betur fer báðir staðnir upp.
45. mín
Það er komin hálfleikur. Blikar fara inn í klefa og fá sér Herbalife, Þórsarar fara einnig inn í klefa og fá sér Brynjuís, ég ætla hins vegar að fá mér kaffi og kleinuhring og mæti ferskur eftir 10 mínútur.
46. mín
Jæja gott fólk. Seinni hálfleikurinn er að hefjast. Það er óskandi að hann verði hressari en sá fyrri.
54. mín
Það er beint framhald af fyrri hálfleiknum má í raun segja það sem af er. Blikar eru þó aðeins ferkari og eru að spila fallega á milli sín.
63. mín
MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
MAAAARRRRKKKKKKKKKKKK!!!!!!!!!!!!
Loksins loksins loksins gerðist eitthvað í þessum leik og mikið sem það var vel útfærð sókn hjá Blikum sem skilaði þeim marki. Elvar Páll átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Guðjón Pétur var einn á auðum sjó og setti boltann auðveldlega í netið framhjá Sandor.
Loksins loksins loksins gerðist eitthvað í þessum leik og mikið sem það var vel útfærð sókn hjá Blikum sem skilaði þeim marki. Elvar Páll átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Guðjón Pétur var einn á auðum sjó og setti boltann auðveldlega í netið framhjá Sandor.
71. mín
MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Þórður Birgisson
Stoðsending: Þórður Birgisson
MAAAARRRRKKKKKKKKKKKKKK!
Þórður Birgisson ekki lengi að koma við sögu í þessum leik. Hann átti frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Jóhann Helgi tók laglega boltann og setti í netið. Vel gert. Nú erum við leik í höndunum!
Þórður Birgisson ekki lengi að koma við sögu í þessum leik. Hann átti frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Jóhann Helgi tók laglega boltann og setti í netið. Vel gert. Nú erum við leik í höndunum!
78. mín
Liðin eru ansi jöfn og baráttan hefur aukist til muna. Enda ekki nema 12 mínútur eftir og óskandi að þetta endi ekki í framlengingu eða hvað þá vídó!
79. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
87. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Þórsarar gera breytingu. Evrópu-Siggi fer af velli og Kristinn Þór kemur í hans stað.
89. mín
Ármann Pétur nærri því að skora sjálfsmark! Davíð Kristján að ég held sendi boltann fyrir markið þar sem Ármann Pétur ætlaði að skalla boltann í horn en boltinn fór í stöngina og mátti afskaplega litlu muna.
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið og því verður framlengt um 30 mínútur í það minnsta.
96. mín
Þórsarar með hornspyrnu, leikmaður Þórs náði að skalla boltann í átt að markinu en Gulli náði að blaka boltanum einhvernveginn í burtu. Mátti litlu muna þar.
99. mín
MARK!
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
MAAAARRRKKKKKKKKKK!!!!!!!!!!!!
Elfar Freyr að sjá til þess að Blikar komist í 8 liða úrslit?! Hann fékk boltann fyrir utan teig eftir að Blikar höfðu átt hornspyrnu og boltinn fór úr teignum til Elfars sem skaut að marki laglegu skoti og í netið.
Elfar Freyr að sjá til þess að Blikar komist í 8 liða úrslit?! Hann fékk boltann fyrir utan teig eftir að Blikar höfðu átt hornspyrnu og boltinn fór úr teignum til Elfars sem skaut að marki laglegu skoti og í netið.
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingar lokið. Nú fá leikmenn sér að drekka en svo er haldið beint áfram.
108. mín
Mér sýnist á öllu að Blikar ætli að ná að sigla þessu heim í höfn. Þórsarar eru þó að sækja grimmt þessar mínúturnar.
111. mín
Gulli með klassa markvörslu. Þórður Birgis með gott skot að marki Blika innan úr teignum sem Gulli varði vel.
120. mín
MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
MAAAARRRRKKKKKKKKKKK!!!!!
Árni Vilhjálmsson að klára leikinn fyrir Blika með laglegu marki og Blikar því næsta öruggir áfram í 8 liða úrslit nema kraftaverkin gerist á næstu 4 mínútum fyrir Þórsara
Árni Vilhjálmsson að klára leikinn fyrir Blika með laglegu marki og Blikar því næsta öruggir áfram í 8 liða úrslit nema kraftaverkin gerist á næstu 4 mínútum fyrir Þórsara
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
('65)
Orri Sigurjónsson
('90)
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('87)
14. Hlynur Atli Magnússon
Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
11. Kristinn Þór Björnsson
('87)
12. Þórður Birgisson
('65)
15. Arnþór Hermannsson
17. Halldór Orri Hjaltason
('90)
23. Chukwudi Chijindu
30. Bjarki Þór Jónasson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('110)
Þórður Birgisson ('100)
Orri Sigurjónsson ('90)
Rauð spjöld: