City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
4
2
Fjölnir
Grétar Sigfinnur Sigurðarson '34 1-0
1-1 Þórir Guðjónsson '39
Gary Martin '41 2-1
2-2 Gunnar Már Guðmundsson '56
Gary Martin '60 3-2
Gonzalo Balbi Lorenzo '76 4-2
19.06.2014  -  20:00
KR-völlur
Borgunarbikar karla
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('79)
8. Baldur Sigurðsson ('45)
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('64)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('79)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason
11. Almarr Ormarsson ('64)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
KR leikur við Fjölni í kvöld í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn verður á KR-velli og hefst kl. 20. KR vann FH 1-0 í 32-liða úrslitum en Fjölnir vann Dalvík/Reyni 1-0.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þórður Ingason markvörður Fjölnis er eini núverandi leikmaðurinn sem hefur spilað með báðum félögum en Þórður var í KR árið 2010 og spilaði þá tvo leiki.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru nú úti á velli að hita upp.

Spurning hversu vel verður mætt í rigningunni. England - Úrúgvæ gæti einnig haft áhrif á mætinguna.
Fyrir leik
Alls eru þrír Guðmundar í liði Fjölnis eins og sjá má á liðinu hér til hliðar, gaman að því.
Fyrir leik
KR-ingar eru sem stendur í fjórða sæti Pepsi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.

Fjölnir eru í sjöunda sæti, þremur stigum á eftir.

Liðin mættust í Grafarvogi í síðasta mánuði og skildu þá jöfn, 1-1.
1. mín
Leikurinn er hafinn og fólk aðeins byrjað að mæta í stúkuna. Oftast fleiri hér í Frostaskjólinu.
5. mín
Atli Sigurjónsson við það að sleppa í gegn eftir flottann sprett en nafni hans Þorbergsson gerði vel í vörninni hjá gestunum.
8. mín
Atli aftur við það að sleppa í gegn en núna var Árni Kristinn Gunnarsson vel á verði.

Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega.
11. mín
Fjölnismenn hafa verið sprækir fyrstu rúmu 10 mínúturnar og hafa náð fínum spilaköflum.

Þeir hafa hins vegar ekki náð að láta reyna á Stefán Loga ennþá.
14. mín
Besta færi leiksins hingað til, Guðmundur Reynir á fyrirgjöf beint á kollinn á Gary Martin sem skallar yfir.
15. mín
Jónas Guðni með sprett fram völlinn og síðan skot en Þórður nær að verja.

KR-ingar að gera sig líklega þessar mínútur.
22. mín
KR-ingar eru meira með boltann þessa stundina án þess þó að skapa sér mjög mikið af færum.

Baldur og Jónas Guðni að ná stjórn á miðsvæðinu.
28. mín
Ragnar Leóson með skot af löngu færi sem fer hátt yfir. Rólegt yfir þessu eins og er.
31. mín
Gary Martin með sendingu á Atla Sigurjónsson sem er í fínu færi rétt utan teigs en skotið hátt yfir.

Virðist hafa farið í varnarmann þar sem Þóroddur dæmir horn.
34. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Grétar skorar eftir hornspyrnu frá Atla Sigurjónssyni. Þórður fór upp í boltann en missti hann afar klaufalega og Grétar skorar í autt markið.

Þetta verður að skrifast á Þórð Ingason.
39. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Viðar Ari Jónsson
Viðar Ari með aukaspyrnu beint á Þóri sem skorar framhjá Stefáni á nærstöngina.

KR-ingar voru aðeins yfir í fimm mínútur.
41. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn á fallega sendingu á Gary Martin sem getur ekki annað en skorað á fjærstönginni.

Allt að gerast í Vesturbænum.
45. mín
Þrjú mörk á átta mínútum hérna í Frostaskjóli.

Hver þarf HM þegar svona leikir eru í gangi?
45. mín
Hálfleikur

Staðan er 2-1 KR-ingum í vil.

Leikurinn lifnaði svo sannarlega við undir lok hálfleiksins og komu þrjú mörk á stuttum tíma.

Jafn og skemmtilegur leikur.
45. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað.

Rigningin heldur áfram sem aldrei fyrr.
45. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Rúnar gerir breytingu í hálfleik.
47. mín
Fjölnismenn byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þórir Guðjónsson kemur af vinstri kantinum og á stórhættulegt skor sem fer ofan á slánna.
56. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
Ragnar Leósson með hornspyrnu beint á kollin á Gunnari Má sem skoraði þrátt fyrir að Jónas Guðni hafi verið á línunni.

Æsispennandi leikur.
57. mín
Klaufalegt hjá KR-ingum í vörninni, Gunnar Már er með hæðstu mönnum á vellinum og var hann aleinn, nánast inná markteig.
60. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Gonzalo Balbi Lorenzo
Það rignir inn mörkunum í Frostaskjóli, Gary Martin klárar frábærlega yfir Þórð Ingason í markinu eftir flotta sendingu Balbi.
61. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
62. mín
Haukur Heiðar á frábæra sendingu inn í teig Fjölnis en Bergsveinn bjargar frábærlega.
63. mín
Menn eru að nýta færin sín rosalega vel í þessum leik en það hafa ekki verið mörg færi en þrátt fyrir það hafa komið fimm mörk.
64. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
67. mín
Óskar Örn og Gary Martin spila vel á milli sín og á sá síðarnefndi skot sem Þórður ver.
69. mín
Þórir Guðjónsson í DAUÐAFÆRI, vægast sagt.

Fer framhjá Stefáni í markinu og á bara eftir að setja boltann inn en þá kemur Grétar Sigfinnur á ferðinni og bjargar á línu.
73. mín
Gary Martin í fínu færi, fer framhjá Þórði í markinu en færið er þröngt og gefur hann því á Óskar Örn en Bergsveinn kemur með tæklingu á síðustu stundu og bjargar.
76. mín MARK!
Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
VÁÁÁÁ!!

Af um 35 metra færi eða svo á Balbi vippu sem fer alla leið yfir Þórð í markinu og inn.

Hann ætlaði sér þetta allan tímann. Þvílíkt mark!!
77. mín Gult spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
79. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Gary kominn með tvö í kvöld og búinn að vera góður.
82. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
82. mín
Inn:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
83. mín
Árni Kristinn ætlar að skalla til baka á Þórð í markinu en skallinn er full fastur og þarf Þórður að hafa sig allan við til að verja hann.
88. mín
Balbi með fallega sendingu inn í teiginn en Þorsteinn Már rétt missir af honum og boltinn siglir framhjá.

Fjölnissmenn hafa ekki verið líklegir eftir að KR komst í 4 - 2.
Leik lokið!
Leiknum lýkur með 4 - 2 sigri KR.

Sex mörk og fín skemmtun.

Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson ('82)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('82)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('61)

Varamenn:

Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Guðmundur Þór Júlíusson ('77)

Rauð spjöld: