Víkingur Ó.
1
0
Tindastóll
Toni Espinosa
'75
, víti
1-0
21.06.2014 - 16:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Gola og skýjað, fínt veður og völlurinn lítur bara vel út. Fínar aðstæður fyrir góðan fótboltaleik.
Dómari: Jani Laaksonen
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Gola og skýjað, fínt veður og völlurinn lítur bara vel út. Fínar aðstæður fyrir góðan fótboltaleik.
Dómari: Jani Laaksonen
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez
5. Björn Pálsson
8. Kemal Cesa
('66)
10. Steinar Már Ragnarsson
('88)
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
25. Denny Herzig
27. Toni Espinosa
('93)
Varamenn:
17. Kristófer Jacobson Reyes
17. Alejandro Abarca Lopez
21. Fannar Hilmarsson
('66)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason
('93)
Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson
Gul spjöld:
Toni Espinosa ('90)
Brynjar Kristmundsson ('71)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem heimamenn taka á móti Sauðkrækingum.
Örlítið sein til með lýsingu, tæknin aðeins að vakna í Víkinni.
Örlítið sein til með lýsingu, tæknin aðeins að vakna í Víkinni.
Fyrir leik
Liðin eru fyrir leik í þriðja og tólfta sæti deildarinnar, með sigrinum geta heimamenn lyft sér í efsta sætið, a.m.k. tímabundið.
Fyrir leik
Bæði lið koma inní þennan í kjölfar tapleiks.
Víkingar töpuðu 4-2 fyrir HK í miklum hasarleik í Kórnum en Stólar steinlágu heima fyrir Skagamönnum. Ljóst að bæði lið vilja á sigurbraut í kjölfar þeirra leikja.
Víkingar töpuðu 4-2 fyrir HK í miklum hasarleik í Kórnum en Stólar steinlágu heima fyrir Skagamönnum. Ljóst að bæði lið vilja á sigurbraut í kjölfar þeirra leikja.
Fyrir leik
Heimamenn þurfa að breyta liðinu frá því í síðasta leik. Þeir Eyþór Helgi Birgisson og Tomasz Luba eru í leikbanni en auk þess hefur hann Alejandro Lopez sest á bekkinn.
Í þeirra stað koma Kemal Cesa, Steinar Már Ragnarsson og Denny Herzig. Það eru fyrstu mínútur Þjóðverjans Herzig fyrir Víkinga í sumar.
Í þeirra stað koma Kemal Cesa, Steinar Már Ragnarsson og Denny Herzig. Það eru fyrstu mínútur Þjóðverjans Herzig fyrir Víkinga í sumar.
Fyrir leik
Stólar breyta líka töluvert.
Úr liðinu detta þeir Ívar Guðlaugur Ívarsson, Konráð Freyr Sigurðsson, Ingvi Hrannar Ómarsson, Jose Figura og Bjarni Smári Gíslason
Í þeirra stað koma inn Loftur Páll Eiríksson, Fannar Örn Kolbeinsson, Óskar Smári Haraldsson, Arnar Skúli Atlason og Kári Eiríksson.
Alls fimm skiptingar, spilandi þjálfarinn Bjarki Már vill greinilega hrista upp í hlutunum eftir 0-5 skellinn.
Úr liðinu detta þeir Ívar Guðlaugur Ívarsson, Konráð Freyr Sigurðsson, Ingvi Hrannar Ómarsson, Jose Figura og Bjarni Smári Gíslason
Í þeirra stað koma inn Loftur Páll Eiríksson, Fannar Örn Kolbeinsson, Óskar Smári Haraldsson, Arnar Skúli Atlason og Kári Eiríksson.
Alls fimm skiptingar, spilandi þjálfarinn Bjarki Már vill greinilega hrista upp í hlutunum eftir 0-5 skellinn.
Fyrir leik
Athygli vekur að Figura er ekki í hóp...förum í að finna út úr því hva þar er á ferð.
Fyrir leik
Skandinavískt dómaratró er í rauðum dómarabúningum frá Patrick...veit ekki alveg með lookið.
Dómarinn Laaksonen og AD1 hann Läppenen eru Finnar og AD2 var valinn hann Jan Eric Jessen, örugglega af því það lookar flott.
En hann er auðvitað þræl-Akureyskur strákurinn!
Dómarinn Laaksonen og AD1 hann Läppenen eru Finnar og AD2 var valinn hann Jan Eric Jessen, örugglega af því það lookar flott.
En hann er auðvitað þræl-Akureyskur strákurinn!
1. mín
Erum lögð af stað í Ólafvík. Heimamenn sækja í átt að sundlauginni, albláir gegn alhvítum gestunum...
3. mín
Að venju spila Víkingar með nýjasta Adidas - boltann.
Brasilía hvað...við erum í stælnum hér á Snæfellsnesinu. Glæsilegt að sjá hann rúlla á sléttum vellinum.
Brasilía hvað...við erum í stælnum hér á Snæfellsnesinu. Glæsilegt að sjá hann rúlla á sléttum vellinum.
5. mín
Víkingar spila 4-4-2 hér í dag.
Brynjar, Herzig, Dokara og Hernandez eru í vörninni.
Masic og Björn á miðjunnii, Alfreð og Mossi á köntunum. Steinar Már og Cesa á toppnum.
Brynjar, Herzig, Dokara og Hernandez eru í vörninni.
Masic og Björn á miðjunnii, Alfreð og Mossi á köntunum. Steinar Már og Cesa á toppnum.
7. mín
Fyrsta skot að marki, eftir Ejub-stæl hornspyrnu eftir jörðinni og klobba fyri skotmann á teig. Varnarmaður kemst fyrir skot Masic og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
9. mín
Fínt færi heimamanna, Steinar Már snýr af sér varnarmenn á vítapunkti en laust skot hans með vinstri er örugglega varið af Antoni Ara.
11. mín
Stólar spila 4-2-3-1 og liggja djúpt.
Arnar er hægri bak, Bjarki og Loftur í miðri vörn með Kára í vinstri bak.
Fannar Örn og Kristinn eru djúpir miðjumenn. Benjamín hægri kantur, Fannar Freyr fölsk nía og Óskar vinstri kantur.
Magee er aleinn uppi á toppi.
Arnar er hægri bak, Bjarki og Loftur í miðri vörn með Kára í vinstri bak.
Fannar Örn og Kristinn eru djúpir miðjumenn. Benjamín hægri kantur, Fannar Freyr fölsk nía og Óskar vinstri kantur.
Magee er aleinn uppi á toppi.
15. mín
Heimamenn farnir að stjórna ferðinni alfarið.
En gestirnir enn þéttir og hlaupa mikið.
En gestirnir enn þéttir og hlaupa mikið.
17. mín
Stólar komast í skotfæri, Fannar eftir vel útfært innkast en skotið er langt framhjá.
18. mín
Skemmtileg mótorhjólalest hérna niður Ennisbrautina, vissulega upplífgandi alltaf að sjá hjólatöffara þeytast um í Víkinni fögru!
23. mín
Ejub er brjálaður á hliðarlínunni út í sína menn. Vill hærra tempó og meira flæði á boltann.
Skil hann vel og er alveg sammála, baráttuglaðir Stólar eru enn að ráða við allt sem heimamenn setja á þá.
Skil hann vel og er alveg sammála, baráttuglaðir Stólar eru enn að ráða við allt sem heimamenn setja á þá.
24. mín
Dauðafæri!
Þá kom loksins deddarinn. Hernandez skýtur yfir af markteig eftir aukaspyrnu Mossi. Aleinn og óvaldaður og átti þarna að koma heimamönnum yfir!
Þá kom loksins deddarinn. Hernandez skýtur yfir af markteig eftir aukaspyrnu Mossi. Aleinn og óvaldaður og átti þarna að koma heimamönnum yfir!
26. mín
Stólar fá sína fyrstu hornspyrnu...hvað nú?
Ekkert, heimamenn hreinsa þessa létt frá.
Ekkert, heimamenn hreinsa þessa létt frá.
29. mín
Enn er leikurinn í sama farinu. Heimamenn fá að vera með boltann en ná lítið að skapa sér í opnum leik.
34. mín
Stólar reyna að sækja hratt, en þær sóknir eru máttlitlar. Þó hefur Magee náð að pirra aðeins varnarmenn heimamanna en það er klárt að ef þeir ætla að skora þurfa þeir að sækja á fleiri mönnum.
37. mín
Gult spjald: Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll)
Stoppaði Dokara á miðjum vellinum þegar sá virtist á greiðri leið að marki.
38. mín
Dauðafæri!
Mistök í vörn Stóla og Cesa fer einn í gegn en Anton Ari ver vel með fætinum, boltinn hrekkur til Cesa aftur en hann er í ójafnvægi og sparkar boltanum framhjá.
Langbesta færi leiksins hingað ti.
Mistök í vörn Stóla og Cesa fer einn í gegn en Anton Ari ver vel með fætinum, boltinn hrekkur til Cesa aftur en hann er í ójafnvægi og sparkar boltanum framhjá.
Langbesta færi leiksins hingað ti.
43. mín
Færi.
Enn Cesa, nú á Hernandez frábæra sendingu eftir flott hlaup upp allan völlinn en Cesa hittir ekki boltann í upplögðu færi.
Enn Cesa, nú á Hernandez frábæra sendingu eftir flott hlaup upp allan völlinn en Cesa hittir ekki boltann í upplögðu færi.
44. mín
Kannski ekki úr vegi að minnast á það að einum leik er lokið á Snæfellsnesi í dag, Grundfirðingar unnu KFR 2-1 í 3.deildinni.
45. mín
Stólar vildu hér aukaspyrnu en Finninn fljúgandi sagði nei við því...við lítinn fögnuð.
Og blés svo fyrri hálfleik af.
Heimmenn eiga að vera búnir að skora en hafa alls ekki náð upp stanslausri pressu. Það var ekki fyrr en hér í lokin sem þeir komu pressunni í gang og fengu þá strax færi sem þeir náðu ekki að nýta.
0-0 í hálfleik, væntanlega gleði hjá Stólum með það!
Og blés svo fyrri hálfleik af.
Heimmenn eiga að vera búnir að skora en hafa alls ekki náð upp stanslausri pressu. Það var ekki fyrr en hér í lokin sem þeir komu pressunni í gang og fengu þá strax færi sem þeir náðu ekki að nýta.
0-0 í hálfleik, væntanlega gleði hjá Stólum með það!
48. mín
Fyrsta færi seinni hálfleiks endar á kolli Steinars Más, en hann nær ekki að skalla boltann almennilega, laus skallinn endar hjá Antoni.
50. mín
Boltarnir frá heimamönnum koma hér inn í teig en það vantar uppá ákveðni til að menn nái þar að gera eitthvað úr þeim...
52. mín
Inn:Bjarni Smári Gíslason (Tindastóll)
Út:Arnar Skúli Atlason (Tindastóll)
Arnar meiddist á baki hér í fyrri hálfleik og gat ekki meir.
53. mín
Dauðafæri!
Steinar Már aleinn inni í markteignum og fær góða sendingu frá Mossi en hann hittir einfaldlega ekki boltann sem fer langt framhjá á fjær.
Steinar Már aleinn inni í markteignum og fær góða sendingu frá Mossi en hann hittir einfaldlega ekki boltann sem fer langt framhjá á fjær.
54. mín
Skot í þverslá!
Pressa Víkinga svakaleg þessa stundina, Steinar Már slítur af sér varnarmenn og á gott skot utan úr teignum. Anton átti ekki séns í þennan en sláin bjargar gestunum.
Nú hlýtur að fara að koma mark!
Pressa Víkinga svakaleg þessa stundina, Steinar Már slítur af sér varnarmenn og á gott skot utan úr teignum. Anton átti ekki séns í þennan en sláin bjargar gestunum.
Nú hlýtur að fara að koma mark!
59. mín
Gestirnir ná að brjóta af sér pressuna og komast í góða skyndisíkn sem heimamenn bjarga í horn.
60. mín
Fannar Örn liggur hér eftir viðskipti við Arnar Darra. Uppúr horninu kom löng sending inn á teiginn og Arnar kom hressilega í þann bolta.
Fyrirliðinn er þó að standa hér upp sýnist mér.
Fyrirliðinn er þó að standa hér upp sýnist mér.
62. mín
Magee dæmdur brotlegur í skyndisókn Stóla við litla gleði þeirra.
Sá slapp í gegn og vildi meina að gamla "öxl-í-öxl" væri í gangi.
Ekki Saunu-séns á því.
Já, veit...sorry!
Sá slapp í gegn og vildi meina að gamla "öxl-í-öxl" væri í gangi.
Ekki Saunu-séns á því.
Já, veit...sorry!
65. mín
Leikurinn klárlega að opnast. Pressa heimamanna að aukast en skyndisóknir gestanna eru að verða markvissari, virðast vera að fá meira sjálfstraust.
66. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Út:Kemal Cesa (Víkingur Ó.)
Hrein skipting.
Fannar upp á topp í stað Cesa. Nú er að sjá hvort þetta dugar, Cesa átti að skora í þessum leik.
Fannar upp á topp í stað Cesa. Nú er að sjá hvort þetta dugar, Cesa átti að skora í þessum leik.
68. mín
Inn:Guðni Þór Einarsson (Tindastóll)
Út:Fannar Freyr Gíslason (Tindastóll)
Fannar Örn virðist fara í fölsku níuna en Guðni á kantinn.
71. mín
Gult spjald: Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Stoppaði skyndisókn. Réttur dómur.
72. mín
Inn:Björn Anton Guðmundsson (Tindastóll)
Út:Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll)
Fyrirliðinn fer útaf. Töluverð uppstokkun sýnist mér í uppstillingu.
73. mín
Björn Anton fer í hafsentinn og Loftur Páll tekur fyrirliðaband og fer í hægri bakvörð.
75. mín
Mark úr víti!
Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Svalt víti, chippa í mitt markið eftir að Anton var farinn í hornið.
76. mín
Stólar mótmæltu þessum dómi en ekki séns að sjá hvað gekk á þarna. Dómarinn var vel staðsettur og ekki í vafa.
Þungu fargi létt af stúkunni hér í Ólafsvík og væntanlega hjá leikmönnum líka.
Nú er að sjá hvort að Stólar koma framar á völlinn.
Þungu fargi létt af stúkunni hér í Ólafsvík og væntanlega hjá leikmönnum líka.
Nú er að sjá hvort að Stólar koma framar á völlinn.
77. mín
Gult spjald: Mark Charles Magee (Tindastóll)
Mótmælti innkastsdómi hraustlega.
Meiri Múmín-Álfurinn...
Meiri Múmín-Álfurinn...
78. mín
Bjarni fær boltann utan teigs eftir að Dokara skallar boltann úr höndum Arnars Darra sem var í úthlaupi.
En skotið er langt yfir. Besta færi Stóla í leiknum.
En skotið er langt yfir. Besta færi Stóla í leiknum.
80. mín
Stólar klárlega komnir framar á völlinn hér, nærri sloppnir í gegn en flaggið fór á loft.
83. mín
Fannar kemst inn í teiginn af harðfylgi en sendir frekar en að skjóta og varnarmenn Stóla komast á milli.
86. mín
Dauðafæri!
Þarna gat Fannar klárað leikinn fyrir heimamenn, losaði sig við varnarmann og komst einn í gegn eftir sendingu Mossi en laust skot hans beint í fang Antons.
Þarna gat Fannar klárað leikinn fyrir heimamenn, losaði sig við varnarmann og komst einn í gegn eftir sendingu Mossi en laust skot hans beint í fang Antons.
88. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Út:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Sennilega 4-2-3-1 núna þar sem Kristinn fer í falska níu.
89. mín
Já...
Hér var kallað eftir víti hjá gestunum. Vandræðagangur í vörn heimamanna og Herzog skallaði boltann í hönd Björns og þaðan útaf í horn. En höndin lá þétt við líkamann og Finnanum var ekki haggað.
Hér stoppuðu nokkur hjörtu!
Hér var kallað eftir víti hjá gestunum. Vandræðagangur í vörn heimamanna og Herzog skallaði boltann í hönd Björns og þaðan útaf í horn. En höndin lá þétt við líkamann og Finnanum var ekki haggað.
Hér stoppuðu nokkur hjörtu!
91. mín
Gestirnir farnir að pressa.
Aukaspyrna þeirra er skölluð í horn þar sem allir leikmenn utan spyrnumannsins voru inni í teignum.
Björn Páls liggur eftir og leikurinn er stopp...Horn og allir Stólar frammi.
Aukaspyrna þeirra er skölluð í horn þar sem allir leikmenn utan spyrnumannsins voru inni í teignum.
Björn Páls liggur eftir og leikurinn er stopp...Horn og allir Stólar frammi.
92. mín
Aftur kallað eftir víti hjá gestunum, vilja meina að Benjamín hafi verið tæklaður niður en þarna var nú boltinn fyrst.
93. mín
Inn:Anton Jónas Illugason (Víkingur Ó.)
Út:Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Anton fer í bakvörð og varnarlínan er fimm manna.
95. mín
Víkingar búnir að halda boltanum uppi í horni nú í 2 mínútur.
HM tafir með HM bolta!
HM tafir með HM bolta!
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
Óskar Smári Haraldsson
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Bjarki Már Árnason
6. Fannar Örn Kolbeinsson
('72)
8. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
9. Fannar Freyr Gíslason
('68)
9. Mark Charles Magee
15. Arnar Skúli Atlason
('52)
20. Kristinn Justiniano Snjólfsson
23. Kári Eiríksson
Varamenn:
12. Stefán Árnason (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
6. Björn Anton Guðmundsson
('72)
11. Ívar Guðlaugur Ívarsson
25. Ágúst Friðjónsson
25. Bjarni Smári Gíslason
('52)
Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Gul spjöld:
Mark Charles Magee ('77)
Fannar Örn Kolbeinsson ('37)
Rauð spjöld: