City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
0
1
Valur
0-1 Haukur Páll Sigurðsson '15
22.06.2014  -  17:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: 12° hiti og sól. Frábært fótboltaveður
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 580
Maður leiksins: Magnús Már Lúðvíksson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson ('70)
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('61)
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
5. Atli Jens Albertsson
12. Þórður Birgisson ('61)
17. Halldór Orri Hjaltason ('70)
21. Bergvin Jóhannsson
23. Chukwudi Chijindu
30. Bjarki Þór Jónasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('60)
Ármann Pétur Ævarsson ('54)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Vals í 9. umferð Pepsi deildar karla.
Fyrir leik
Páll Viðar gerir eina breytingu á liði sínu frá því í bikarleiknum gegn Breiðabliki. Kristinn Þór Björnsson kemur inn fyrir Atla Jens Albertsson
Fyrir leik
Magnús Gylfason gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá því í bikarleiknum gegn ÍBV. Sigurður Egill Lárusson kemur inn fyrir Indriða Áka Þorláksson.
Fyrir leik
Spurning hvort einhver þreyta sé í Þórsliðinu en þeir spiluðu í 120 mínútur gegn Blikum í bikarnum.
Fyrir leik
Bæði liðin duttu úr leik í Borgunarbikarnum í 16 liða úrslitunum. Eins og áður kom fram spiluðu Þór við Breiðablik en sá leikur fór 3-1 eftir framlengingu. Valsmenn töpuðu svo 3-0 fyrir ÍBV.
Fyrir leik
Aðstæður á Akureyri eru eins og best verður á kosið. 12 stiga hiti og smá norðangola.
Fyrir leik
Mjölnismenn eru mættir. Þeir eru strax farnir að vera með læti í stúkunni núna klukkutíma fyrir leik og þeir eru einnig með upphitun í Hamri þar sem þeir eru að grilla pylsur og fleira.
Fyrir leik
Fyrir leikinn situr Þórsliðið í 11. sæti. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti. Bæði lið munu því líklega gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná í stigin 3.
Fyrir leik
Chuck er ekki enn orðinn klár. Hann er hinsvegar í hóp í dag og fær sér sæti á varamannabekknum.
Fyrir leik
Eins og vanalega eru áhorfendur ekkert alltof duglegir að mæta snemma í stúkuna. Búast má við að fólk láti sjá sig u.þ.b. 5-10 mínútum fyrir leik.
Fyrir leik
Vindurinn hefur aðeins aukist, ekki þannig að það muni samt hafa einhver rosaleg áhrif á leikinn.
Fyrir leik
Nú þegar 5 mínútur eru í leik ætti Maístjarnan að fara að hefjast. Eins og búist var við er fólk farið að mæta í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Guðmundur Ársæll fer þar fremstur.
1. mín
Leikurinn er hafinn
5. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað, lítið í gangi.
10. mín
Mjölnismenn sem hafa vakið gríðarlega athygli í síðustu leikjum eru svo sannarlega mættir í dag. Þeir eru það lang líflegasta við þennan leik hingað til.
15. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Valsmenn eru komnir yfir! Aukaspyrna utan af væng sem Hlynur Atli skallar í bakið á næsta manni. Boltinn barst svo til Hauks sem setti boltann auðveldlega í netið.
22. mín
Ekkert fjör hefur færst í leikinn eftir markið. Hann er ennþá jafn rólegur og leiðinlegur.
23. mín
Iain Williamson var nálægt því að koma sér í færi. Hann hnoðaði sér í gegnum vörn Þórsara en Hlynur Atli bjargaði
31. mín
Þarna kom loksins alvöru færi! Sigurður Marinó á mjög góða fyrirgjöf á Jóhann Helga sem skallar framhjá úr fínu færi.
36. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Kom allt of seint inn í tæklingu á Jónasi.
38. mín Gult spjald: Iain James Williamson (Valur)
Fyrir að henda sér niður í teignum.
44. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Sparkaði aftan í Sigurð Marinó sem var kominn á ferðina.
45. mín
Guðmundur Ársæll flautar hér til hálfleiks.
45. mín
Liðin eru komin inn á völlinn. Engar breytingar hafa verið gerðar.
45. mín
Leikurinn er kominn af stað.
50. mín
Haukur Páll liggur eftir á vellinum eftir samstuð við Jóhann Helga.
54. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Fyrir að nöldra í dómaranum.
60. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Einnig fyrir nöldur.
60. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur greinilega ekki alveg heill eftir samstuðið áðan.
61. mín
Inn:Þórður Birgisson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
62. mín
Kolbeinn Kárason komst í mjög gott færi eftir sendingu Kristni Frey. Hlynur Atli bjargaði á síðustu stundu.
70. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
74. mín
Doddi Birgis setti Ármann Pétur í fína stöðu en Mads Nielsen bjargaði í horn.
84. mín
Kolbeinn Kárason í fínu færi, nær ágætis skoti en Sandor ver vel.
86. mín
Doddi Birgis mjög nálægt því að jafna metin. Skalli rétt yfir markið eftir sendingu frá Sveini Elíasi.
87. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
90. mín
Shawn Nicklaw með rosalega tilraun!!!! tók boltann á lofti af 25 metra færi og setti hann í þverslánna. Þórsarar mun líklegri þessa stundina
90. mín
Inn:Matarr Jobe (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
92. mín
Doddi Birgis með skalla yfir markið eftir sendingu frá Shawn Nicklaw.
94. mín
Jónas með stórhættulegt skot sem fór af varnarmanni. Fjalar í vandræðum en kemur boltanum frá.
Leik lokið!
Valsmenn taka stigin 3. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson ('60)
3. Iain James Williamson ('87)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('90)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
14. Gunnar Gunnarsson ('87)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('44)
Iain James Williamson ('38)
Sigurður Egill Lárusson ('36)

Rauð spjöld: