ÍBV
6
0
FH
Shaneka Jodian Gordon
'8
1-0
Kristín Erna Sigurlásdóttir
'10
2-0
Kristín Erna Sigurlásdóttir
'42
3-0
Kristín Erna Sigurlásdóttir
'70
4-0
Nadia Patricia Lawrence
'79
5-0
Ármey Valdimarsdóttir
'80
6-0
25.06.2014 - 18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Hvass vindur og þoka
Dómari: Karel Fannar Sveinbjörnsson
Áhorfendur: 52
Maður leiksins: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Hvass vindur og þoka
Dómari: Karel Fannar Sveinbjörnsson
Áhorfendur: 52
Maður leiksins: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
('78)
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Ármey Valdimarsdóttir
6. Sara Rós Einarsdóttir
7. Vesna Smiljkovic
('46)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon
24. Saga Huld Helgadóttir
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
('72)
Varamenn:
10. Nadia Patricia Lawrence
('46)
14. Svava Tara Ólafsdóttir
('72)
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir
16. María Davis
18. Tanja Rut Jónsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir
('78)
Liðsstjórn:
Bjartey Helgadóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér sitthvorum megin við textann.
Liðin eru jöfn að stigum, með 6 stig þegar þau hafa bæði leikið fimm umferðir.
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér sitthvorum megin við textann.
Liðin eru jöfn að stigum, með 6 stig þegar þau hafa bæði leikið fimm umferðir.
6. mín
Shaneka Gordon komst ein á móti markmanni en Guðrún Anna er fljót út og nær að loka vel. Ekkert verður úr hornspyrnunni sem fylgir.
7. mín
Stórsókn hjá ÍBV sem endar með því að Guðrún Anna ver í tvígang. Þarna hefðu Eyjakonur átt að gera betur.
8. mín
MARK!
Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna Sigurlásdóttir kemur með sendingu á milli bakvarðar og miðvarðar, Shaneka sá við rangstöðugildrunni og potaði svo boltanum með tánni undir markmann FH-inga. Staðan 1-0!
10. mín
MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Vesna Smiljkovic
Stoðsending: Vesna Smiljkovic
Vesna með góða sendingu inn fyrir vörn FH og þar er Kristín Erna mætt og klárar vel í fjærhornið. Staðan 2-0!
13. mín
Heiða Dröfn Antonsdóttir var komin ein í gegn en rangstaða dæmd og Bryndís Lára varði reyndar líka skotið.
17. mín
Sigmundína nær frákasti eftir hornspyrnu og lætur vaða á markið úr löngu færi en skotið beint á Bryndísi Láru í markinu.
19. mín
Guðrún Björg Eggertsdóttir renir skot í þetta sinn en Bryndís Lára á ekki í neinum vandræðum með það.
21. mín
Enn eitt langskotið hjá FH, aftur frá Guðrúnu Björg en i þetta sinn hittir hún ekki á markið.
22. mín
Sóley reynir að skalla frá en boltinn berst út á Sveinbjörgu en skot hennar er varið.
23. mín
Shaneka kemst upp kantinn og sendir út í teiginn þar sem Vesna fær boltann en hún skýtur framhjá.
24. mín
Misskilningur í vörn FH. Markvörðurinn og varnarmaður ætluðu báðir í lausan bolta og sóknarmaður ÍBV komst á milli og var ein fyrir opnu marki en varnarmaður kemst fyrir skotið.
28. mín
FH heldur áfram að reyna fyrir sér með skotum fyrir utan teig, í þeirri von að vindurinn muni hjálpa til, en þau bera lítinn árangur.
29. mín
Dauðafæri! Enn aftur kemst Shaneka ein í gegn eftir frábæra sendingu Sigríðar Láru en markvörður FH ver frábærlega með fótunum.
31. mín
Boltinn fer beint í Sigríði Láru sem fann sko fyrir þessu! Frákastið hirðir Bryndís Lára svo.
34. mín
Fyrirgjöf frá Eyjakonum endar hjá Guðrúni Önnu sem kastar boltanum beint út á leikmann ÍBV sem missir síðan boltann. Þarna slapp FH með skrekkinn.
39. mín
Misheppnað útspark hjá Bryndísi Láru sem endar hjá leikmanni FH en skotið vel framhjá.
42. mín
MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Vesna Smiljkovic
Stoðsending: Vesna Smiljkovic
Þriðja mark ÍBV kemur hér rétt fyrir hálfleik en Kristín Erna skorar sitt annað mark eftir sendingu frá Vesnu en hún klárar færið sitt mjög vel.
45. mín
Dauðafæri! Sigmundína lætur fyrirgjöf ÍBV fara en vissi ekki af Shaneku Gordon fyrir aftan sig en hún nær boltanum og kemur honum fyrir en enginn leikmaður nær til boltans.
45. mín
FH fer strax í sókn hinum megin þar sem svipuð mistök eiga sér stað en Bryndís Lára er fljótt að átta sig, kemur út úr markinu og ver mjög vel.
45. mín
Dómarinn flautar hér til hálfleiks í fjörugum leik þar sem nóg er um mörk og marktækifæri.
46. mín
Inn:Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
Út:Vesna Smiljkovic (ÍBV)
ÍBV gerir eina breytingu á liði sínu í hálfleik.
53. mín
Lítið að gerast í upphafi síðarai hálfleiks, mikil barátta, sérstaklega á miðsvæðinu en hvorugt liðanna er mikið að ógna markinu.
56. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á góðum stað en Sigríður Lára skýtur hátt yfir markið og virðist boltinn hreinlega vera á leiðinni niður í dal.
62. mín
Þvílíkt færi! Bryndís Hrönn geysist upp hægri kantinn og kemur með frábæra sendingu á Shaneku á hinum kantinum en hún skýtur beint á markmanninn.
66. mín
Bryndís Hrönn með góða fyrirgjöf en enginn leikmaður ÍBV er inni í teig til að taka á móti henni.
70. mín
MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
MAAARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir með þrennu! Löng sending fram hjá ÍBV og Shaneka Gordon setur í fimmta gír og nær boltanum á undan varnarmanni FH, kom boltanum út í teig á Kristínu Ernu sem setti boltann í slánna og inn af stuttu færi. 4-0 er staðan!
79. mín
MARK!
Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
Fimmta mark ÍBV í þessum leik! Shaneka fer miklum í þessum leik en enn og aftur kemst hún upp kantinn og sendir lága sendingu á Nadiu Lawrence sem setur boltann í fjærhornið.
80. mín
MARK!
Ármey Valdimarsdóttir (ÍBV)
Þvílík mistök í marki FH! Ármey Valdimarsdóttir skorar með skoti frá um 30 metrum. FH reyndi þetta svo oft í fyrri hálfleik án árangurs en ÍBV reynir eitt langskot og það fer inn! Guðrún Anna lítur ekki vel út í marki FH en boltinn stefndi beint á hana og reynir hún að grípa boltann en missr hann inn í markið! 6-0!
90. mín
FH kemst nálægt því að jafna. Fyrigjöf kemur frá hægri og skotið sem er á vítapunktinum fer hátt yfir.
Byrjunarlið:
1. Guðrún Anna Atladóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
('55)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir
('59)
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir
24. Hildur Egilsdóttir
Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir
('59)
3. Nótt Jónsdóttir
3. Lilja Gunnarsdóttir
('55)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir
Liðsstjórn:
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: