City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Swansea
0
1
Man Utd
0-1 Anthony Martial '11
19.11.2011  -  17:30
Liberty Stadium
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Dean
Byrjunarlið:
1. Michel Vorm (m)
3. Neil Taylor
6. Ashley Williams
7. Leon Britton
10. Danny Graham
12. Nathan Dyer
15. Wayne Routledge ('46)
16. Garry Monk
21. Dwight Tiendalli
22. Angel Rangel
27. Mark Gower ('79)

Varamenn:
14. Stephen Dobbie ('79)
18. Leroy Lita
19. Luke Moore
24. Ki Sung-Yueng ('46)
25. Gerhard Tremmel (m)
29. Ashley Richards
44. Vangelis Moras

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín
Leiknum er lokið. Þriðji 1-0 deildarsigur Manchester United í röð. Engar flugeldasýningar frá Rauðu djöflunum þessa dagana. Þeir eru enn fimm stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum.
90. mín
Mátti litlu muna þarna! Phil Jones með skot eftir góða sókn en Michel Vorn varði boltann í stöngina.
89. mín
Wayne Rooney í góðu færi en vippaði boltanum yfir markið. Tíminn að renna út fyrir heimamenn.
84. mín
Inn:Shinji Kagawa (Man Utd) Út:Anthony Martial (Man Utd)
Markaskorarinn farinn af velli. Hann skoraði þetta eina mark sem komið er en gerði fátt annað í leiknum.
79. mín
Inn:Stephen Dobbie (Swansea) Út:Mark Gower (Swansea)
76. mín
Inn:Timothy Fosu-Mensah (Man Utd) Út:Adnan Januzaj (Man Utd)
Wales út, Skotland inn.
75. mín
Voða rólegt á Twitter, menn lítið að tjá sig um þennan leik. Allir sofnaðir kannski?
74. mín
Hörkusókn hjá Swansea, mikill atgangur í teignum. Liðið átti tvö ágætis skot en vörn United hélt vel.
72. mín
Rooney með ágætis skottilraun en náði ekki nægilega miklum krafti í skotið og Vorm ekki í neinum vandræðum með þetta... í eðlilegum leik hefði ég ekki einu sinni fært þetta til bókar. Það er bara ekkert að frétta! Nánast allir leikmenn Man Utd eru fyrir aftan boltann, vilja halda þessari forystu.
68. mín
Svanirnir hafa fengið slatta af hornspyrnum í seinni hálfleiknum en ekki náð að ógna af neinu viti.
64. mín
Þessi leikur er enn ein sönnun þess að Manchester United þarf að bæta við sig sóknarsinnuðum miðjumanni í heimsklassa.... og það helst 1. janúar!
Már Ingólfur Másson:
Carrick með 51/54 sendingar í fyrri hálfl. og samt er hann tekinn af lífi á Twitter. #bjánar
53. mín
Bæði lið hafa fengið hálffæri hér í upphafi seinni hálfleiks. Það kom skemmtilegt skot áðan af varamannabekk Manchester United þar sem Sir Alex Ferguson var að gefa aðstoðarmanni sínum, Mike Phelan, tyggigúmmí.
52. mín
Inn:Zlatan Ibrahimovic (Man Utd) Út:Marcos Rojo (Man Utd)
Evra haltrar af velli og Fabio leysir hann af.
47. mín Gult spjald: Marcos Rojo (Man Utd)
Óþarfa brot á Nathan Dyer og fyrsta gula spjaldið komið á loft.
46. mín
Inn:Ki Sung-Yueng (Swansea) Út:Wayne Routledge (Swansea)
Seinni hálfleikur farinn af stað. Ein breyting í hálfleik. Joe Allen sem byrjaði á bekknum vegna lítilsháttar meiðsla á ökkla er kominn inn hjá Swansea.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum, sá seinni verður vonandi mun betri!
44. mín
Rétt hjá Stefáni. Þó Giggs hafi lagt upp eina markið til þessa hefur hann verið afskaplega dapur á heildina litið.
Stefán Árni Pálsson:
Giggs er að eiga sögulega lélegan leik #MUFC
41. mín
Þetta er allt saman óttalega bitlaust. Nani með vel misheppnað skot sem endaði í innkasti.
36. mín
Giggs með skot úr aukaspyrnu, ágætis tilraun en hitti ekki markið.
30. mín
Ósköp lítið að frétta í þessum leik. Bæði lið að ná að spila boltanum vel á milli sín en ekkert að skjóta á markið, lítið um markverð færi og ekki einu sinni boðið upp á tæklingar.
24. mín
Þetta var með hreinum ólíkindum! Scott Sinclair í dauðafæri, einn gegn opnu marki eftir frábæran undirbúning Nathan Dyer. Sinclair náði ekki valdi á knettinum, hvernig fór hann að þessu?
22. mín
Patrice Evra leiddist þófið og tók skot fyrir utan teig. Lítil ógn af því og Hollendingurinn Michel Vorm varði auðveldlega. Vorm verið hreint út sagt frábær með Swansea í upphafi tímabils.
20. mín
Swansea hefur átt lipra spretti en virðist vanta eitthvað smá bit þegar liðið kemur á síðasta þriðjung vallarins.
Michael Owen, á meiðslalistanum:
Hernandez er markavél.
11. mín MARK!
Anthony Martial (Man Utd)
Fyrsta markið! Hrikaleg mistök hjá Angel Rangel í vörn Swansea. Hann með misheppnaða sendingu sem fór á Ryan Giggs. Giggs sendi boltann fyrir á Mexíkóann Chicharito sem hefur brotið ísinn í þessum leik!
11. mín
Heimamenn ekkert hræddir við að vera með boltann gegn Englandsmeisturunum. Ekkert opið færi þó komið enn.
4. mín
Svanirnir með boltann hér í byrjun leiks. Mark Gower átti fyrsta skotið en það var misheppnað og fór örugglega framhjá.
2. mín
Leikurinn er farinn af stað. Við vonumst að sjálfsögðu eftir rafmagnaðri spennu. Það voru heimamenn sem byrjuðu með knöttinn.
Guðmundur Karl Guðmundsson, leikmaður Fjölnis:
Jæja þá er að vona að Michel Vorm hafi gleymt lásnum heima! #fotbolti #ManUtd
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl svo allt er að verða klárt. Mike Dean dæmir þennan leik. Manchester United teflir fram reynslumiklu liði í dag enda veit Sir Alex Ferguson að Swansea er ósigrað á heimavelli á leiktíðinni.
Fyrir leik
Joe Allen er meiddur á kálfa og spilar því ekki í dag. Wayne Routledge færist á miðjuna. Scott Sinclair kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Byrjunarlið Swansea: Vorm, Rangel, Williams, Monk, Taylor, Sinclair, Routledge, Gower, Britton, Dyer, Graham.
(Varamenn: Tremmel, Dobbie, Lita, Moore, Allen, Richards, Moras)
Fyrir leik
Swansea er eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem aldrei hefur tapað á heimavelli fyrir Manchester United. Það væri þó skynsamlegt að veðja á að það breytist í dag.
Fyrir leik
Þegar þessi orð eru skrifuð er öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 15 lokið. Man City átti ekki í teljandi erfiðleikum með Newcastle og þá skoraði Heiðar Helguson tvö fyrir QPR í 3-2 útisigri gegn Stoke. Það eru helstu tíðindin.
Már Ingólfur Másson:
í 19 leikjum er Utd búið að stilla upp 15 mismunandi varnarlínum #stöðugleiki
Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður:
Búinn að lesa Gary Neville. Það sem hann vill helst koma á framfæri er að Peter Schmeichel er ótrúlega leiðinlegur.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarlið Manchester United. Lítur út fyrir að Wayne Rooney sé í framlínunni að þessu sinni. Ryan Giggs í byrjunarliðinu í heimalandi sínu en Swansea leikur í Wales.
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð, hér verður bein textalýsing frá síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem er viðureign Swansea og Manchester United.

Swansea hefur komið mörgum á óvart á leiktíðinni en liðið þykir spila hörkuflottan fótbolta og er um miðja deild. Manchester United þarf á þremur stigum að halda til að sjá til þess að erkifjendurnir í City séu aðeins fimm stigum á undan.

Endilega komið með ykkar innlegg í gegnum Twitter með því að nota hashtagið #fotbolti með færslunum. Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
13. Anders Lindegaard (m)
4. Phil Jones
5. Marcos Rojo ('52)
7. Angel Di Maria
8. Juan Mata
10. Wayne Rooney
11. Adnan Januzaj ('76)
11. Anthony Martial ('84)
14. Jesse Lingaard
16. Michael Carrick

Varamenn:
20. Sergio Romero (m)
9. Zlatan Ibrahimovic ('52)
18. Ashley Young
22. Henrikh Mkhitaryan
24. Timothy Fosu-Mensah ('76)
26. Shinji Kagawa ('84)
36. Matteo Darmian

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Marcos Rojo ('47)

Rauð spjöld: