FH
2
1
Valur
Atli Guðnason
'22
1-0
Kassim Doumbia
'58
, sjálfsmark
1-1
Atli Guðnason
'92
, víti
2-1
27.06.2014 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Eins og best verður á kosið! Völlurinn flottur og sólin skín.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1476
Maður leiksins: Atli Guðnason
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Eins og best verður á kosið! Völlurinn flottur og sólin skín.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1476
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
('83)
Davíð Þór Viðarsson
('75)
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson
('83)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('83)
24. Ási Þórhallsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('75)
28. Sigurður Gísli Snorrason
Liðsstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Vals. Það er frí á HM og þá verður bara Pepsi-veisla í staðinn. Margir eru samt í sterkari útgáfu af Pepsi enda föstudagur og stuðningsmenn FH byrjuðu að hita upp fyrir lifandis löngu! Kveikt var upp í grillinu klukkan 17:30 og vonandi verður hörkumæting!
Fyrir leik
Upphitun hafin :) #fotbolti pic.twitter.com/P5jtBjsqpl
— Jonas Ymir Jonasson (@NFLDraftPost) June 27, 2014
Fyrir leik
Eins og flestir vita trónir FH á toppnum í Pepsi-deildinni með 21 stig. Valsmenn sitja í sjötta sæti deildarinnar með fimmtán stig. Leikurinn hefur verið hefur verið valinn LUV-leikurinn þetta árið, en LUV-sjóðurinn er minningarsjóður um Hermann Valgarðsson, mikinn FH-ing, sem lést langt um aldur fram.
Fyrir leik
Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég ekki FH-ingur heldur að sjálfsögðu hlutlaus íþróttafréttamaður! Það þvældist með í færslu áðan "okkar menn í FH" en það var tekið af heimasíðu FH. Kann reyndar alveg mjög vel við Fimleikafélagið!
Fram - Stjarnan og FH - Valur! Hvernig heldur þú að leikir kvöldsins fari?? Endilega hentu inn spá merkt #fotboltinet á Twitter ef þú þorir!
Fyrir leik
Dómararnir eru mættir út á völl að ná sér í lit. Kjötiðnaðarmaður að dæma og kjötiðnaðarmaður á línunni. Kristinn Jakobsson sér um að flauta en Jóhann Gunnar Guðmundsson flaggar ásamt Áskeli Gíslasyni.
Fyrir leik
Arnar Freyr er búinn að skila inn sinni spá fyrir leiki kvöldsins á Twitter. Hann spáir 2-1 sigri Fram og að FH tapi 1-3 hér í Krikanum! #fotboltinet
Fyrir leik
Ólöf Ragnars heldur með ÍBV en hennar menn eru reyndar ekki í eldlínunni í kvöld. Hún spáir því að Stjarnan vinni 3-1 úrisigri gegn Fram og að leikurinn hér í Hafnarfirði endi með 2-2. #fotboltinet
Fyrir leik
Maggi Gylfa tekur sér smá göngutúr um völlinn og hugsar út einhverjar leyniaðferðir gegn FH-ingum í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur gegn Þór í síðustu umferð en FH-ingar unnu 4-0 sigur gegn Fram þar sem Kristján Gauti Emilsson var á eldi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. FH-ingar tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá 4-0 sigrinum gegn Fram í síðustu umferð. James Hurst er í leikbanni og er ekki með Val. Gunnar Gunnarsson kemur inn í byrjunarlið Vals frá sigrinum gegn Þór á Akureyri.
Fyrir leik
Skellti mér á einn FH-grillborgara. Þetta er 6,5. Ágætis borgari svosem en það verður að segjast eins og er að FH-borgarinn er talsvert á eftir Stjörnu-borgaranum eða Leiknis-borgaranum!
Fyrir leik
Það kom fram í Fréttablaðinu í dag að vörn FH hefur náð sögulegum árangri með því að fá aðeins þrjú mörk á sig í fyrstu níu deildarleikjum tímabilsins. Það þarf að leita aftur til ársins 1988 til að finna betri byrjun.
Fyrir leik
Ívar Benediktsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heiðrar menn með nærveru sinni hér í fréttamannastúkunni. Hann væri samt frekar til í að vera í Mosfellsbæ þar sem hans menn í Aftureldingu eru að fara að mæta Njarðvík í 2. deildinni.
Fyrir leik
Þorsteinn Haukur Harðarson á Séð og Heyrt er FH-ingur mikill og mætir hér í fréttamannastúkuna til að fá frítt kaffi. Hann spáir 3-1 sigri sinna manna. Þorsteinn vanur að kenna dómurunum um ef illa gengur hjá hans mönnum.
Fyrir leik
Gaman að sjá að Hákon Atli Hallfreðsson er mættur á skýrslu hjá FH. Hann er meðal varamanna. Hákon hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekki spilað leik síðan undir lok tímabilsins 2011 þegar hann fór útaf vegna meiðsla á 63. mínútu í leik gegn ÍBV.
Fyrir leik
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Kristjáns Gauta Emilssonar, er mættur í stúkuna með einhvern erlendan mann með sér. Ekki ólíklegt að þetta sé njósnari frá einhverju góðu félagi. Vel fylgst með þessum unga leikmanni.
Fyrir leik
Ást í loftinu þegar lið ganga inn á völlinn. Liðin og dómarar allir í "LUV" bolum til minningar um Hermann Fannar.
1. mín
LEIKUR HAFINN - Kristinn Jakobsson hefur flautað til leiks. FH-ingar byrjuðu með knöttinn og sækja í átt að Keflavík.
3. mín
Gunnar Gunnarsson, leikmaður Vals, með fyrsta skot leiksins en það hættulítið. Kom eftir hornspyrnu og auðveldlega gripið hjá Róberti.
9. mín
Tíðindalitlar upphafsmínútur. FH að spila sama kerfi og gegn Fram, Atli Viðar og Kristján Gauti saman frammi í 4-4-2.
14. mín
Ögn meira líf í gestunum ef eitthvað er hérna í upphafi. Hvorugt liðið náð að skapa sér eitthvað af viti en Valur fengið nokkrar hornspyrnur sem ekkert hefur komið úr.
16. mín
Ólafur Páll Snorrason að byrja þennan leik illa. Fyrirgjafir hans alls ekki til útflutnings.
19. mín
Liðin eru ekki mikið að ná fram spili á vallarhelmingi andstæðingana. Valsmenn áttu þó þokkalega sókn rétt í þessu sem endaði með fyrirgjöf sem Róbert Örn greip auðveldlega.
20. mín
Jón Ragnar Jónsson með ágætis sprett, renndi boltanum á Kristján Gauta sem var í teignum og skaut en boltinn í varnarmann. Hálffæri.
22. mín
Darraðadans við markið hjá FH! Iain Williamson átti skalla en hitti ekki markið. Hættulegasta sókn leiksins hingað til, samt ekkert rosa hættuleg.
22. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
ÍSINN BROTINN!!! Heimamenn komast yfir með sínu fyrsta skoti á rammann í þessum leik! Atli Viðar Björnsson fékk boltann fyrir utan teig og renndi á nafna sinn sem tók frábært hlaup, komst einn gegn Fjalari Þorgeirssyni og kom knettinum milli fóta hans.
25. mín
"Það er aðeins einn Heimir Guðjóns!" syngja stuðningsmenn FH. Láta mun betur í sér heyra í kvöld en þeir hafa gert áður í sumar. Söngvatnið að hjálpa.
29. mín
Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur fyrstur í bókina, braut á Ólafi Páli sem komst framhjá honum við vítateigsendann.
35. mín
Miðað við hvernig leikurinn spilast virðist ansi líklegt að þetta verði enn einn leikurinn þar sem vörn FH heldur hreinu. Valsmenn lítið sem ekkert að skapa. Kristinn Ingi er einn frammi og hleypur um allt en það hefur litlu skilað.
36. mín
Fín sókn hjá FH. Kristján Gauti sendi fyrir á Ólaf Pál sem tók boltann í fyrsta og skaut yfir.
38. mín
Stjarnan er manni undir og marki undir gegn Fram í hinum leik kvöldsins. Hér er textalýsing úr þeim leik. Jóhann Óli Eiðsson er okkar maður í Laugardal.
41. mín
Hornspyrnuútfærsla af æfingasvæðinu hjá FH. Ólafur Páll með stuttan á Atla Viðar sem lagði viðstöðulaust upp fyrir skot hjá Bödda löpp. Löppin hitti ekki markið.
44. mín
Harkalegur árekstur. Kristinn Ingi og Kassim The Dream lentu saman. Kristinn er blóðgaður en báðir liggja eftir og þurfa aðhlynningu.
45. mín
Komið í uppbótartíma. Líklegt að hann verði 2-3 mínútur vegna meiðsla leikmanna. Kassim er kominn inn aftur en Kristinn Ingi er utan vallar að fá aðhlynningu svo Valsmenn leika tíu í smástund.
45. mín
Hálfleikur - Endilega segið ykkar skoðun varðandi leikinn á Twitter með því að nota #fotboltinet
56. mín
Kassim The Dream í dauðafæri en náði ekki að stýra boltanum, boltinn af honum og á markið. Fjalar varði.
58. mín
SJÁLFSMARK!
Kassim Doumbia (FH)
Sigurður Egill Lárusson með fyrirgjöf frá hægri og Draumurinn varð að martröð! Hvað var Kassim að gera þarna, til hvers var hann að skalla boltann? Sjálfsmark hjá miðverðinum.
64. mín
Ekki mörg færi í þessum leik fyrir utan mörkin tvö. Varnir beggja liða að standa sig ágætlega.
67. mín
Hætta upp við mark Vals! Miðvörðurinn Pétur Viðarsson var þarna ágengur, gerði vel og kom lúmsku skoti á markið. Fjalar vel á verði.
69. mín
STANGARSKOT!!! Vel útfærð aukaspyrna Vals og FH-ingar vissu ekki hvað var í gangi! Williamson vippaði boltanum á Bjarna Ólaf sem tók gott hlaup í teiginn og átti skot í stöngina! FH-ingar heppnir að lenda ekki undir.
70. mín
Haukur Páll hjá Val á síðasta séns! Er á gulu spjaldi og hefði getað fengið annað fyrir hendi. Líklegt að Maggi Gylfa fari að taka hann af velli bráðlega.
74. mín
Ólafur Páll Snorrason sem hefur verið dapur í leiknum loksins með flottan sprett og góða fyrirgjöf eftir skyndisókn. Fjalar kom á hárréttum tíma út úr marki Vals og bjargaði.
80. mín
Stjarnan er komin yfir gegn Fram. Ef leikirnir enda svona eru liðin orðin jöfn á toppi deildarinnar.
81. mín
Kristinn Ingi náði að snúa af sér Bödda löpp en skot hans svo himinhátt yfir. Engin hætta þarna á ferðinni.
82. mín
Haukur Páll að brjóta af sér enn og aftur en sleppur. Brotið á Atla Guðnasyni og FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Ólafur Páll tekur spyrnuna en hún arfaslök og yfir markið.
83. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Kristján oft leikið betur.
88. mín
Ekki ánægja meðal stuðningsmanna FH þegar tilkynnt er í hátalarakerfinu að Stjarnan sé að vinna. Naumur tími til stefnu hérna!
90. mín
MUNAÐI MJÓU!! Sam Hewson með skot eftir að Atli Guðnason skallaði knöttinnn naumlega fyrir fætur hans. Skotið hjá Hewson naumlega framhjá.
92. mín
Mark úr víti!
Atli Guðnason (FH)
MAAARK!!! Atli Guðnason að tryggja FH sigurinn!! Sendi Fjalar í rangt horn og skoraði af öryggi. Verður að teljast sanngjörn staða miðað við gang leiksins.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
('83)
3. Iain James Williamson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
('46)
11. Sigurður Egill Lárusson
('75)
14. Gunnar Gunnarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
13. Arnar Sveinn Geirsson
('75)
23. Andri Fannar Stefánsson
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Mads Lennart Nielsen ('92)
Haukur Páll Sigurðsson ('29)
Rauð spjöld: