Keflavík
1
2
ÍBV
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'45
1-0
1-1
Víðir Þorvarðarson
'85
, víti
1-2
Atli Fannar Jónsson
'90
02.07.2014 - 18:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
6. Einar Orri Einarsson
('89)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Daníel Gylfason
('54)
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('54)
20. Magnús Þórir Matthíasson
Varamenn:
13. Unnar Már Unnarsson
25. Frans Elvarsson
('54)
Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið svo hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Sunny Kef (sem er reyndar ekkert svo sunny í dag) frá leik heimamanna í Keflavík og Eyjapeyjanna í ÍBV.
Leikurinn hefst eftir rúmar 40 mínútur eða klukkan 18 og verð ég hér fram að því, vonandi hress og skemmtilegur.
Leikurinn hefst eftir rúmar 40 mínútur eða klukkan 18 og verð ég hér fram að því, vonandi hress og skemmtilegur.
Fyrir leik
Keflvíkingar hafa verið að koma á óvart í sumar en þeir sitja í í 3. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti. Það voru flestir á því að Keflvíkingarnir myndu eiga í erfiðleikum í sumar en annað er að koma á daginn.
Eyjamenn eru hinsvegar enn án sigurs og sitja á botni deildarinnar með aðeins 4 stig, einu minna en Þór og tveimur minna en Breiðablik.
Eyjamenn eru hinsvegar enn án sigurs og sitja á botni deildarinnar með aðeins 4 stig, einu minna en Þór og tveimur minna en Breiðablik.
Fyrir leik
Það vekur athygli þess sem þetta ritar að Sindri Kristinn Ólafsson sem er einungis 17 ára gamall stendur í marki Keflvíkinga í dag. Ástæðan er sú að Jonas Sandqvist sem hefur staðið vaktina í sumar er meiddur og því þessum unga og þeir sem til þekkja segja, virkilega efnilega leikmanni treyst í dag til þess að verja markið.
Fyrir leik
Markmannabreytinging hjá Keflavík er ekki sú eina. Kristján þjálfari gerir eina breytingu til viðbótar en Einar Orri er kominn aftur eftir leikbann og Frans Elvarsson sest á bekkinn.
Eyjamenn gera tvær breytingar á sínu liði. Matt Garner kemur inn í liðið á ný í stað Jóns Ingasonar og Síðan fer Atli Fannar á bekkinn í stað Bjarna Gunnarsson. Jón sest einnig á bekkinn með Atla.
Eyjamenn gera tvær breytingar á sínu liði. Matt Garner kemur inn í liðið á ný í stað Jóns Ingasonar og Síðan fer Atli Fannar á bekkinn í stað Bjarna Gunnarsson. Jón sest einnig á bekkinn með Atla.
Fyrir leik
Þrátt fyrir að sólin sé ekki að láta sjá sig að þá er nú þokkalegt veður, smávegis vindur en það er ekkert sem trufla ef fólk klæðir sig rétt. Síðan er það nú þannig að tónlistin líkt og vanalega hér í Keflavík er í toppgæðum.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson stendur vaktina með flautuna í munninum í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Óli Njáll Ingólfsson og Björn Valdimarsson. Jón Þór Ágústsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Í fyrra mættust þessi lið í miklum markaleik sem heimamenn unnu 4 - 2. Það er óskandi að við fáum slíkan markaleik í kvöld.
Fyrir leik
Meistari Rúnar Júl hljómar nú í hljóðkerfi Nettóvallarins og lagið er ,,Það þarf fólk eins og þig" og þá veit maður að leikurinn er að hefjast og að maður er í Keflavík. Þvílík snilld!
Fyrir leik
Liðin og dómarar eru komnir á völlinn. Takast í hendur eins og vera ber og þetta er að hefjast. Það eru örfáar hræður mættar í stúkuna. Vonandi að fólk mæti og styðji lið sitt.
3. mín
Bjarni Gunnarsson í ágætis færi en skot hans ekki nógu fast og beint á Sindra í markinu.
8. mín
Virkilega flott og vel útfærð sókn hjá Eyjamönnum og aftur var Bjarni Gunnarsson á ferðinni en hann fékk flotta sendingingu inn í teiginn og var einn á móti Sindra í markinu sem gerði gríðarlega vel og kom á móti Bjarna og varði gríðarvel.
18. mín
Eyjmenn hafa byrjað leikinn miklu mun betur og eru beinskeittir í sínum aðgerðum á meðan Keflvíkingar virðast ekki vera mættir til leiks.
21. mín
Hinn granítharði 42 ára leikmaður Dean Martin lá hér óvígur í skamma stund eftir að skollið saman við Daníel Gylfason. Dean stóð þó fljótlega á fætur en var óhress og kallaði eitthvað til Daníels.
24. mín
Eyjamenn fengu hornspyrnu og eftir nokkra skallabolta í loftinu fór boltinn til Jonathan Glenn sem skallaði í átt að marki en Sindri verði vel og varði í horn.
26. mín
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Eyjamenn muni setja mark í fyrri hálfleik og væri það fyllilega sanngjarnt.
Guðmundur Guðbergsson @mummigud
Dean Martin á leið í 3ja leikja bann fyrir að hóta Daníel. #fotbolti #réttlæti
Dean Martin á leið í 3ja leikja bann fyrir að hóta Daníel. #fotbolti #réttlæti
39. mín
Það hefur aðeins róast yfir leiknum, ekki svo að skilja að gríðarlegt fjör hafi verið en ágætis skemmtun engu að síður.
45. mín
Það eru komnar 45 mínútur komnar á klukkuna en það gæti verið tveim til þrem mínútum bætt við.
45. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
MAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRKKKKKKKKKKK!!!!!!!!!!!!!
Magnús Sverrir Þorsteinsson skorar stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu. Fyrsta færi sem heitið getur hjá Keflvíkingum og fyrsta alvöru skot þeirra á rammann og það endar í markinu.
Magnús Sverrir Þorsteinsson skorar stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu. Fyrsta færi sem heitið getur hjá Keflvíkingum og fyrsta alvöru skot þeirra á rammann og það endar í markinu.
45. mín
Það var flautað aftur til leiks eftir miðjuna hjá Eyjamönnum og stuttu seinna var blásið til leikhlés. Þetta mark Keflvíkinga kemur eins og blaut tuska í andlit Eyjamanna og verður að segjast eins og er frá hlutlausum blaðamanni að þessi staða er ekki sanngjörn en það er ekki spurt að því.
52. mín
Leikurinn byrjar fjörlega eftir hléið og það mun eitthvað stórkostlegt gerast á næstu 40 mínútum.
54. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
55. mín
Kristján Guðmunds ekki sáttur að því virðist með leik sinna manna og gerir því tvöfalda skiptingu.
61. mín
Elías Már í góðu færi á móti Abel en Abel varði vel í tvígang. Þarna mátti Elías gera betur.
68. mín
Inn:Dominic Khori Adams (ÍBV)
Út:Dean Martin (ÍBV)
Deano er skipt af velli og stuðningsmenn Keflvíkinga fagna því. Eru ekki sáttir við framgöngu hans í kvöld.
72. mín
Ég sagði hér áðan í textalýsingunni að eitthvað stórkostlegt myndi gerast í seinni hálfleik. Miðað við það sem hefur gerst síðan það var að þá ætti ég að snúa mér að einhverju öðru en spádómum. Ég er engin Sigga Kling
74. mín
Dominic Khori liggur hér niðri eftir að hafa lent saman við Endre Brenne og er hann borinn af velli. Mennirnir sem sátu á bekknum hjá ÍBV stóðu allir upp og þegar atvikið átti sér stað og þetta leit ekki vel út segja kollegar mínir hér í blaðamannastúkunni en ég sá þetta ekki nógu vel hvað gerðist.
76. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV)
Út:Dominic Khori Adams (ÍBV)
Dominic sem kom inn á fyrir c.a. 5 mínútum er farinn af velli meiddur og Jón Ingason kemur í hans stað.
81. mín
Ian Jeffs með lúmst skot að marki Keflvíkinga. Hann tók boltann í loftinu og náði skoti sem fór rétt framhjá markinu.
85. mín
Mark úr víti!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
MAAAARRRKKKKKK!
Víðir Þorvarðarson tók spyrnuna og skoraði örugglega framhjá Sindra í markinu. Aðdraganginn að markinu var sá að Atli Fannar komst inn fyrir vörn Keflvíkinga, Sindri kom á móti en missti af boltanum og Atli rakst saman við Sindra og fékk dæmda vítaspyrnu réttilega.
Víðir Þorvarðarson tók spyrnuna og skoraði örugglega framhjá Sindra í markinu. Aðdraganginn að markinu var sá að Atli Fannar komst inn fyrir vörn Keflvíkinga, Sindri kom á móti en missti af boltanum og Atli rakst saman við Sindra og fékk dæmda vítaspyrnu réttilega.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn en líklegast er 3 mínútum bætt við. Það mættu 600 áhorfendur á nettóvöllinn í kvöld.
90. mín
MARK!
Atli Fannar Jónsson (ÍBV)
MAAAARRRRRRRRRRRKKKKKKKKK!!!!!!!!!!!!
Það er ekki verið að spurja að því! Eyjamenn komust í sókn, Jonathan Glenn átti skot sem Sindri varði en boltinn barst út í teiginn þar sem Atli Fannar var mættur og setti boltann auðveldlega í markið!
Það er ekki verið að spurja að því! Eyjamenn komust í sókn, Jonathan Glenn átti skot sem Sindri varði en boltinn barst út í teiginn þar sem Atli Fannar var mættur og setti boltann auðveldlega í markið!
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
17. Bjarni Gunnarsson
('63)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
5. Jón Ingason
('76)
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
21. Dominic Khori Adams
('76)
('68)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('76)
Dean Martin ('65)
Gunnar Þorsteinsson ('17)
Rauð spjöld: