Stjarnan
4
0
Bangor City
Ólafur Karl Finsen
'14
, víti
1-0
Veigar Páll Gunnarsson
'16
2-0
Ólafur Karl Finsen
'55
3-0
Arnar Már Björgvinsson
'70
4-0
Sam Hart
'77
03.07.2014 - 19:15
Samsung-völlurinn
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs (Lettland)
Samsung-völlurinn
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs (Lettland)
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson
('62)
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('76)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson
('62)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Niclas Vemmelund ('25)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Garðabær,
Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Bangor í Evrópudeildinin.
Bangor kemur frá Wales. Swansea, Cardiff og fleiri félög frá Wales taka þátt í deildarkeppninni á Englandi en af þeim félögum sem spila í Wales er Bangor eitt það sigursælasta.
Bangor endaði í 4. sæti á síðasta tímabili. Bangor tryggði sér síðan sæti í Evrópudeildinni með 2-0 sigri á Rhyl í umspili.
Stjarnan er að þreyta frumraun sína í Evrópukeppni í dag en Bangor er öllu reyndara félag þar. Bangor hefur meðal annars leikið gegn Napoli og Atletico Madrid í Evrópukeppni.
Bangor er hálf atvinnumanna félag en leikmenn eins og Michael Johnston, Sion Edwards, Chris Jones og Damien Allen hafa allir leikið í atvinnumennsku á Englandi.
Sigurliðið úr þessari viðureign mætir skoska félaginu Motherwell í annarri umferðinni.
Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Bangor í Evrópudeildinin.
Bangor kemur frá Wales. Swansea, Cardiff og fleiri félög frá Wales taka þátt í deildarkeppninni á Englandi en af þeim félögum sem spila í Wales er Bangor eitt það sigursælasta.
Bangor endaði í 4. sæti á síðasta tímabili. Bangor tryggði sér síðan sæti í Evrópudeildinni með 2-0 sigri á Rhyl í umspili.
Stjarnan er að þreyta frumraun sína í Evrópukeppni í dag en Bangor er öllu reyndara félag þar. Bangor hefur meðal annars leikið gegn Napoli og Atletico Madrid í Evrópukeppni.
Bangor er hálf atvinnumanna félag en leikmenn eins og Michael Johnston, Sion Edwards, Chris Jones og Damien Allen hafa allir leikið í atvinnumennsku á Englandi.
Sigurliðið úr þessari viðureign mætir skoska félaginu Motherwell í annarri umferðinni.
Fyrir leik
Skeiðin er mætt á All-In! Hólkunin er mikil! Hægt er að nálgast nýju Evróputreyjur hér hjá okkur! #skeidin pic.twitter.com/TfZUXEXnlZ
— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 3, 2014
Fyrir leik
Jeppe Hansen er ekki með Stjörnunni í dag en hann hefur samið við Frederica í Danmörku. Kveðjuleikur Jeppe var gegn Fram síðastliðinn föstudag þar sem hann kvaddi með tveimur mörkum.
Pablo Punyed kemur inn í liðið fyrir Jeppe en byrjunarlið Stjörnunnar má sjá hér til vinstri.
Pablo Punyed kemur inn í liðið fyrir Jeppe en byrjunarlið Stjörnunnar má sjá hér til vinstri.
Fyrir leik
Veðbankar reikna með sigri hjá Stjörnunni í kvöld en stuðullinn á Garðbæinga er 1,36. Stuðullinn á jafntefli er 4.50 og stuðullinn á Bangor er 7.
Fyrir leik
Tímabilið í Wales hefst ekki fyrr en 21. ágúst og það gæti hjálpað Stjörnunni að leikmenn Bangor eru ekki í góðri leikæfingu. Bangor hefur leikið tvo æfingaleiki fyrir leikina gegn Stjörnunni en þeir töpuðust báðir.
Vörn Bangor þykir vera sterk en þar eru margir hraðir leikmenn. Vörnin átti þó einn skelfilegan dag á síðasta tímabili þegar Bangor tapaði 9-1 gegn meisturunum í TNS.
Les Davies var markahæstur hjá Bangor á síðasta tímabili en Sion Edwards og Chris Jones skoruðu einnig mikilvæg mörk.
Vörn Bangor þykir vera sterk en þar eru margir hraðir leikmenn. Vörnin átti þó einn skelfilegan dag á síðasta tímabili þegar Bangor tapaði 9-1 gegn meisturunum í TNS.
Les Davies var markahæstur hjá Bangor á síðasta tímabili en Sion Edwards og Chris Jones skoruðu einnig mikilvæg mörk.
Fyrir leik
Silfurskeiðin verður væntanlega í miklu stuði í stúkunni í dag en menn þar hafa verið í góðri upphitun á All-in í Hafnarfirði.
Fótbolti.net:
Verið með okkur í textalýsingum frá Evrópuleikjum kvöldsins með kassamerkinu #fotboltinet
Verið með okkur í textalýsingum frá Evrópuleikjum kvöldsins með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Silfurskeiðin syngur söngva í stúkunni og áhorfendur eru að týnast á völlinn. Líklegt er að stúkan verði full í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan leikur í hvítum og bláum Evrópubúningum sínum í dag. Bangor er í rauðum búningum.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn! Stjörnumenn eru með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum.
Byrjunarlið Stjörnunnar í Evrópubúningunum #fotboltinet pic.twitter.com/fPPKIRR2k0
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) July 3, 2014
4. mín
Martin Rauschenberg fékk höfuðhögg snemma leiks og er nú mættur inn á með bleikt höfuðbindi.
10. mín
Hornspyrna sem Niclas Vemmelund skallar framhjá. Stjörnumenn eru líklegri í byrjun.
11. mín
Jóhann Laxdal, leikmaður Ull/Kisa, er í sumarfríi og hann er hress með Silfurskeiðinni í stúkunni.
13. mín
Stjarnan fær vítaspyrnu! Há hornspyrna á fjærstöngina sem virðist ekki hættuleg en varnarmaður Bangor brýtur á Vemmelund og Anufrijevs dæmir víti.
14. mín
Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Niclas Vemmelund
Stoðsending: Niclas Vemmelund
Ólafur skráir sig í sögubækurnar. Fyrsta mark Stjörnunnar í Evrópudeildinni.
14. mín
Strákarnir í Bangor eru ekki sáttir með vítaspyrnudóminn en Garðbæingum er alveg sama. 1-0 Stjarnan!
15. mín
Bangor hefur ekkert ógnað fyrsta korterið. Stjarnan þarf að ná öðru marki núna með vindinn í bakið.
16. mín
MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hörður Árnason
Stoðsending: Hörður Árnason
Evrópuævintýri Stjörnunnar byrjar af krafti! Veigar Páll Gunnarsson er einn og óvaldaður og skorar með fínum skalla eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni.
27. mín
Leikmaður Bangor með grófa tæklingu en fær ekki spjald. Stjörnumenn ósáttir og fjórði dómarinn þarf að róa Henrik Bödker niður.
35. mín
Veigar Páll fíflar þrjá varnarmenn Bangor á sama fermeterinum og klobbar þann fjórða áður en hann er síðan stöðvaður. Skemmtileg tilþrif engu að síður.
40. mín
Bangor sækir meira núna en eru fámennir til baka. Stjarnan hefur ekki nýtt sénsana nógu vel í skyndiupphlaupunum.
43. mín
Gult spjald: Michael Johnston (Bangor City)
Fer með sólann á undan sér í tæklingu á Ólaf Karl Finsen.
44. mín
Daníel Laxdal með skoti af 35 metrunum sem er ekki nálægt markinu og endar í Bónus auglýsingaskilti.
45. mín
Gult spjald: Anthony Miley (Bangor City)
Brýtur illa á Veigari. Walesverjarnir pirraðir.
46. mín
Hálfleikur Verðskulduð 2-0 forysta Stjörnunnar. Walesverjarnir fá vindinn í bakið í síðari hálfleik og spurning er hvort þeim gangi betur þá.
46. mín
Walesverji í fréttamannastúkunni fræðir fréttamenn um Bangor í hálfleik. Leikmenn þar eru í hálf atvinnumennsku og einn leikmaður Bangor er til að mynda slökkviliðsmaður.
Þá var Bangor að fá nýjan framherja en hann fékk ekki frí í vinnu og mætti því ekki með liðinu til landsins!
Þá var Bangor að fá nýjan framherja en hann fékk ekki frí í vinnu og mætti því ekki með liðinu til landsins!
47. mín
Bangor er með beina útsendingu frá leiknum sem er nokkrum mínútum á eftir. Smelltu hér til að sjá útsendinguna.
52. mín
Þarna munaði litlu! Veigar gjörsamlega fíflar tvo varnarmenn Bangor sem vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga stíga. Hann á síðan skot með vinstri í utanverða stöngina.
55. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Frábær sókn hjá Stjörnunni. Veigar Páll hoppar yfir boltann og Pablo Punyed stingur inn á Ólaf Karl Finsen sem skorar.
58. mín
918 á leiknum í dag. Fullt hús, fyrir utan örfá sæti sem Bangor stuðningsmenn fylltu ekki.
62. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar hefur verið frábær í dag. Skoraði annað markið og átti þátt í því þriðja.
66. mín
Silfurskeiðin er í hörkustuði í stúkunni. Það heyrist ekki orð frá stuðningsmönnum Bangor hins vegar.
70. mín
Atli Jóhannsson leikur á varnarmann og kemst í dauðafæri en Jack Cudworth ver í marki Bangor.
70. mín
MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Stjarnan er að ganga frá þessu einvígi. Upp úr hornspyrnu fær Arnar Már boltann og skorar með skoti á nærstöngina framhjá Cudoworth sem hefði átt að gera betur í markinu.
Rögnvaldur Már
Það er welskt hlaðborð á Samsung. Aðalréttur er markasúpa, og hún er matmikil. #fotbolti
Það er welskt hlaðborð á Samsung. Aðalréttur er markasúpa, og hún er matmikil. #fotbolti
77. mín
Rautt spjald: Sam Hart (Bangor City)
Gjörsamlega glórulaus tækling á Ólaf Karl! Verðskuldað rautt spjald á Hart.
80. mín
Heldur betur tíðindi hér í Garðabæ! Fyrsta alvöru tilraun Bangor. Sion Edwards með langskot sem Ingvar Jónsson er í smá vandræðum með.
Byrjunarlið:
1. Jack Cudworth (m)
2. Declan Walker
3. Chris Roberts
4. Michael Johnston
6. Anthony Miley
7. Chris Jones
9. Les Davies
11. Sion Edwards
('81)
17. Sam Hart
19. Damien Allen
20. Ryan Edwards
('90)
Varamenn:
13. Nick Bould (m)
5. James Brewerton
8. Robert Jones
('81)
14. Joe Culshaw
('90)
15. Jamie McDaid
16. Iolo Hughes
22. Corey Jones
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Declan Walker ('73)
Anthony Miley ('45)
Michael Johnston ('43)
Rauð spjöld:
Sam Hart ('77)