City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Napoli
2
1
Man City
Edinson Cavani '17 1-0
1-1 Frank Lampard '33
Edinson Cavani '49 2-1
22.11.2011  -  19:45
Stadio San Paolo
Meistaradeild Evrópu - A riðill
Dómari: Damir Skomina (Slóvenía)
Byrjunarlið:
1. Morgan De Sanctis (m)
6. Salvatore Aronica
7. Edinson Cavani ('83)
8. Andrea Dossena ('89)
11. Christian Maggio
14. Hugo Campagnore
17. Marek Hamsik
22. Esequiel Lavezzi
23. Walter Cargano
28. Paolo Cannavaro
88. Gökhan Inler ('58)

Varamenn:
2. Gianluca Grava
9. Giuseppe Mascara
19. Mario Santana
20. Blerim Dzemaili ('58)
21. Federico Fernandez ('89)
29. Goran Pandev ('83)
83. Antonio Rosati (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín
Þetta er búið! Það hefur verið flautað til leiksloka! Örlögin eru í höndum Napoli, þeir geta tryggt sér áfram með sigri gegn Villarreal í lokaumferðinni og skilið þá Manchester City eftir. City í stórhættu á að sitja eftir en liðið mæti FC Bayern í lokaumferðinni!
89. mín
Inn:Federico Fernandez (Napoli) Út:Andrea Dossena (Napoli)
Napoli verið í algjörri nauðvörn síðustu mínútur.
87. mín Gult spjald: Aleksandar Kolarov (Man City)
Stöðvar skyndisókn með mjög grófri tæklingu. Appelsínugult!
86. mín
Inn:Stefan Jovetic (Man City) Út:Aleksandar Kolarov (Man City)
Aguero átti hörkuskot sem De Sanctis varði vel í horn. Stíf sókn hjá City núna.
86. mín
Mikil hætta! Enn og aftur Balotelli að ógna. Átti skot sem De Sanctis átti í vandræðum með, hélt ekki boltanum en náði að klófesta hann aftur.
83. mín
Inn:Goran Pandev (Napoli) Út:Edinson Cavani (Napoli)
82. mín
Inn:Sergio Aguero (Man City) Út:Edin Dzeko (Man City)
Aguero fær sirka tíu mínútur á vellinum þar sem tengdapabbi hans, Diego Maradona, gerði garðinn frægan.

Mario Balotelli fékk annað hörkufæri til að skora en skallaði yfir!
79. mín
Balotelli fékk hörkufæri en gott úthlaup hjá De Sanctis sem náði að verja. Strax í næstu sókn fékk Christian Maggio dauðafæri hinumegin en þar varði Joe Hart! Allt galopið!
78. mín
Nú geta menn velt því fyrir sér af hverju Roberto Mancini var með Richards, Aguero, Nasri og Clichy fyrir utan byrjunarliðið í kvöld.
77. mín Gult spjald: Vincent Kompany (Man City)
77. mín
Stöngin! Marek Hamsik átti hörkuskot sem fór í stöngina. Þarna hefði hann getað klárað þetta fyrir Napoli!
73. mín
Ljóst er að ef Manchester City nær ekki að jafna þá eru þeir ekki með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferð riðilsins. Sigur Napoli gegn Villarreal myndi þýða að Manchester City endar í þriðja sæti og fer aðeins í Evrópudeildina.
71. mín
Inn:Samir Nasri (Man City) Út:Nigel De Jong (Man City)
Mancini vill blása meira til sóknar. Augljóst á þessari skiptingu.
70. mín
Lavezzi, sem hefur átt mjög góðan leik fyrir Napoli, átti stórhættulegt skot sem Joe Hart náði að verja. Napoli nálægt því að bæta við marki þarna.
69. mín
Þjóðverjarnir að klára Villarreal.

FC Bayern 3 - 1 Villarreal
3-1 Franck Ribery ('69)
63. mín
Það er aðeins að færast meira líf í Manchester City eftir ömurlega byrjun liðsins á seinni hálfleiknum.
62. mín Gult spjald: David Silva (Man City)
Áminning fyrir mótmæli.
58. mín
Inn:Blerim Dzemaili (Napoli) Út:Gökhan Inler (Napoli)
Svisslendingur af velli og Svisslendingur kemur inn hjá Napoli.
Guðni Þ. Guðjónsson:
djöfull er Cavani góður my god.. næstum því jafn góður og Persie, Napoli 2-1 City
55. mín Gult spjald: Frank Lampard (Man City)
54. mín
Heimamenn í Napoli hafa spilað mjög vel í þessum leik. Átt margar stórgóðar sóknir og stemningin á vellinum í hæstu hæðum. Roberto Mancini er búinn að senda varamenn sína að hita upp en bit hefur vantað í enska toppliðið.
52. mín
Þeir gulu og glöðu búnir að minnka muninn í hinum leik riðilsins.

FC Bayern 2 - 1 Villarreal
2-1 Jonathan De Guzman ('50)
49. mín MARK!
Edinson Cavani (Napoli)
Cavani er kominn með fjögur mörk í fimm leikjum! Vel spilað upp vinstri kantinn hjá City. Dossena með fyrirgjöfina þar sem Cavani kemur á ferðinni og setur boltann í netið með viðstöðulausu skoti!
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað í leik þessara tveggja flottu fótboltaliða. Napoli spilar öflugan varnarleik og er stórhættulegt í skyndisóknum sínum

Þess má geta að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er meðal áhorfenda en hann fær ekki að sjá Micah Richards sem er ekki í hóp í kvöld. James Milner er þó í fullu fjöri og hefur spilað mjög vel.
Four Four Tom:
HT: Napoli 1-1 City - Utd 1-1 Benfica - Real 4-0 Zagreb - Bayern 2-0 Villarreal - Lyon 0-0 Ajax - Trabzonspor 1-1 Inter - Galati 0-3 Basel.
45. mín
Það borgar sig að horfa á Meistaramörkin í kvöld. Hálfleikur í leikjunum og 18 mörk komin! Hefur heldur betur verið fjörugt kvöld.
45. mín
Það hefur verið flautað til hálfleiks í þessum flotta fótboltaleik. Höfum fengið nokkrar ansi góðar sóknir. Staðan 1-1.
43. mín
Manchester City í hörkufæri en Morgan De Sanctis náði að verja. Hefur verið líf og fjör á Ítalíu í kvöld.
33. mín MARK!
Frank Lampard (Man City)
Hefði átt að hrósa varnarleik Napoli meira! Ferlegur varnarleikur hjá þeim í þessu tilfelli, Aronica átti feilsendingu á David Silva sem renndi boltanum á vandræðapésann Mario Balotelli sem átti ekki í vandræðum með að skora. Staðan orðin jöfn!
31. mín
Napoli á hrós skilið fyrir vel skipulagðan og góðan varnarleik það sem af er í þessum leik. Gestirnir eru ekki að ná að komast nálægt marki heimamanna og einu ógnir þeirra koma með skotum fyrir utan teig.
29. mín
Auðvelt hjá FC Bayern... svo er Real Madrid komið í 4-0 gegn Dynamo Zagreb!

FC Bayern 2 - 0 Villarreal
2-0 Mario Gomez ('24)
Hörður Magnússon, Stöð 2 Sport:
Meistaradeildin rosalega leiðinleg.#einmitt12mörkeftir20mín
17. mín MARK!
Edinson Cavani (Napoli)
Napoli hefur komist yfir! Þetta mark lá aðeins í loftinu. Cavani náði að skora með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Föst sending á nærstöngina og þar var Cavani. Joe Hart brjálaður yfir dekkningunni í vörninni. Skömmu síðar átti Cavani annað hörkuskot en boltinn í hliðarnetið!
17. mín
Magnað langskot frá Svisslendingnum Gökhan Inler! Joe Hart tók enga áhættu og sló boltann yfir.
16. mín
Lavezzi í hörkufæri en hitti ekki boltann. Napoli búið að eiga mun hættulegri færi hér í byrjun. Stemningin er gríðarleg að vanda á Stadio San Paolo enda eru stuðningsmenn Napoli granítharðir!
Magnús Már Einarsson, ristjóri Fótbolta.net:
Real er að fara að setja eitthvað met gegn Dinamo Zagreb. 3-0 eftir 9 mín!
12. mín
Önnur frábær sókn hjá Napoli sem endar með hörkuskoti rétt framhjá. Þokkalegt líf í þessu hér í byrjun.

Guli kafbáturinn ekki að ríða feitum hesti frá þessu tímabili hingað til. FC Bayern er komið yfir gegn Villarreal en sá leikur hófst á sama tíma og þessi.

FC Bayern 1 - 0 Villarreal
1-0 Arjen Robbein ('3)
10. mín
Góð sókn hjá heimamönnum í Napoli. Marek Hamsik náði skalla á markið eftir fyrirgjöf en boltinn örugglega í fangið á Joe Hart.

Manchester City er í varabúningnum sínum í kvöld, svartar og rauðar treyjur.
8. mín
Manchester City fer betur af stað og hefur stjórnað leiknum þessar fyrstu mínútur. Yaya Toure átti misheppnað skot áðan og svo átti Mario Balotelli skottilraun en boltinn framhjá.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað. Það var Napoli sem byrjaði með knöttinn.
Fyrir leik
Leikurinn er að sjálfsögðu á Ítalíu en ekki í Manchester eins og fyrst var sagt hér.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni varð niðurstaðan 1-1 jafntefli á Englandi. Edinson Cavani kom Napoli yfir í þeim leik en Aleksandar Kolarov bjargaði stigi fyrir City með marki úr aukaspyrnu. Napoli er þétt baka til og þetta verður væntanlega hörkuleikur.
Guðmundur Guðjónsson:
Man City á ekki séns í kvöld. Dossena byrjar hjá Napoli. #legend #eðaekki
Fyrir leik
Manchester City getur tryggt sér í 16-liða úrslitin með sigri í kvöld. Í hinum leik kvöldsins í riðlinum mætast FC Bayern og Villarreal í Þýskalandi. Við munum einnig fylgjast með gangi mála í þeim leik.

Staðan í riðlinum fyrir leiki kvöldsins:
1 FC Bayern - 10 stig
2 Man City - 7 stig
3 Napoli - 5 stig
4 Villarreal - 0 stig
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin í kvöld. Aguero er geymdur á bekknum hjá City en Dzeko er á toppnum.
Fyrir leik
Hér munum við fylgjast með leik Manchester City og Napoli í Meistaradeildinni í beinni textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
7. James Milner
10. Edin Dzeko ('82)
13. Aleksandar Kolarov ('86)
18. Frank Lampard
21. David Silva
34. Nigel De Jong ('71)
42. Yaya Toure

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
8. Samir Nasri ('71)
10. Sergio Aguero ('82)
15. Jesús Navas
15. Stefan Savic
22. Gael Clichy
35. Stefan Jovetic ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Frank Lampard ('55)
David Silva ('62)
Vincent Kompany ('77)
Aleksandar Kolarov ('87)

Rauð spjöld: