City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
2
2
FH
0-0 Ana Victoria Cate '66 , misnotað víti
0-1 Guðrún Björg Eggertsdóttir '75
Dagný Brynjarsdóttir '83 1-1
Guðmunda Brynja Óladóttir '89 , víti 2-1
2-2 Elva Björk Ástþórsdóttir '92
08.07.2014  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Kalt, dimmt yfir, rigningin farin að láta sjá sig og örlítil sunnangjóla.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Byrjunarlið:
24. Alexa Gaul (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('72)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir ('91)
14. Karitas Tómasdóttir ('63)
16. Arna Ómarsdóttir
21. Celeste Boureille
30. Blake Ashley Stockton

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('91)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('63)
29. Katrín Rúnarsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('56)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli.
Hafliði Breiðfjörð
92. mín MARK!
Elva Björk Ástþórsdóttir (FH)
MARK!! Elva Björk skorar annað mark gestana! Það er allt í járnum.
91. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Eva Lind kemur inná fyrir Guðmundu.
89. mín Mark úr víti!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Fyrirliðinn sjálfur sjálfur stígur á punktinn og skorar annað mark heimamanna.
88. mín
Guðmunda á frábært upphlaup og endar með því að fiska víti fyrir Selfoss.
84. mín
Það er töluvert fjör í leiknum akkurat núna. Bæði lið vilja stigin þrjú.
83. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
MARK! Selfoss skoraði úr horninu. Mér sýndist Dagný Brynjars hafa skorað en ég þori ekki að fullyrða. Þetta var allavega skallamark og þar er Dagný líklegust.
81. mín
FH heldur áfram að sækja töluvert. Selfoss er að vinna með langar sendingar fram en lítið að ganga. Selfoss á horn.
78. mín
Inn:Elva Björk Ástþórsdóttir (FH) Út:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
FH gerir skiptingu
75. mín MARK!
Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH)
MAAARK! Guðrún Björk Einarsdóttir SKORAR FÍNT MARK, RENNIR BOLTANUM Í STÖNGINA og inn framhjá Alexu Gaul.
72. mín
Inn:Katrín Rúnarsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Selfoss gerir aðra skiptingu.
71. mín
Virtist vera rifið í hárið á Gummu þegar hún var að sleppa inn. Dómari sá það ekki en Gunnar Borgþórs virtist sjá það vel. Gunnar fær tiltal frá dómara eftir að Gunnar er búinn að ausa yfir hann einhverjum vel völdum orðum.
70. mín
FH er bara töluvert líklegra. En er staðan þó 0-0.
68. mín
Því miður sá ég ekki brotið almennilega en miðað við öskrin frá þeim FHingum sem í stúkunni eru þá virðist þetta haf verið klárt víti. Bæði lið eru búin að vera að sækja fram og til baka. Maður heldur varla við.
66. mín Misnotað víti!
Ana Victoria Cate (FH)
FH fá víti! Alexa Gaul VER frábærlega. Þvílíkur klettur!
63. mín
Inn:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) Út:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Selfoss gerir skiptingu. FH er líklegra til að skora að mér finnst þessa stundina.
61. mín
Bæði lið eiga í erfiðleikum með að koma boltanum inn í teig. Selfoss er að undirbúa skiptingu.
59. mín Gult spjald: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Katrín Ýr uppsker gult spjald fyrir slæma tæklingu.
57. mín
Gumma á frábært hlaup upp völlinn. Kemur skot í átt að marka en boltinn fer í slánna og yfir.
56. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Karítas Tómasdóttir uppsker gult spjald eftir grófa tæklingu. Hún hefur verið dugleg að láta til sín taka á miðjunni.
55. mín
Miðjuklafs. Einhver hrollur í báðum liðum enda hitinn hérna rétt rúmlega frostmark sennilega.
53. mín
Anna María gríðar nálægt því að skora eftir góða aukaspyrnu Ernu Guðjóns. Nær ekki nægilega góðu skoti og boltinn rennur útaf.
49. mín
Vörn FH virðist aðeins vera að opnast örlítið. Vörnin var mjög öflug í fyrri hálfleik. Það er tímaspursmál hvenær fyrsta markið kemur. Það gæti svo sem verið báðu megin samt.
47. mín
VÁVÁVÁ. Selfoss á horn sem endar með nokkrum skotum á mark og meðal annars á Gumma skot á mark sem er varið af varnarmanni FH á LÍNU.
46. mín
Selfoss hefur leikinn að nýju.
45. mín
Inn:Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH) Út:Ásgerður Arna Pálsdóttir (FH)
45. mín
Áhorfendur á JÁVERK vellinum eru 128. Leikur er að hefjast aftur.
45. mín
Þrefalt húrra fyrir netinu á Selfossi. Datt út, löngu kominn hálfleikur. Þruma áfram í lýsingu strax og leikur hefst að nýju.
41. mín
Bæði lið búin að eiga frábær færi. FH fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem Alexa Gaul varði vel.
40. mín
Netguðirnir svo sannarlega ekki að vinna með manni hérna á JÁVERK velli. Dettur út í tíma og ótíma.
35. mín
Ásgerður arna fór sárþjáð útaf velli eftir eitthvert samstuð Verð að viðurkenna að ég sá þetta bara alls ekki nógu og vel. Hún ætlar að reyna að harka þetta af sér sýnist mér.
29. mín
Erna Guðjóns á aukaspyrnu á góðum stað. Kemur boltanum á Önnu Maríu sem er óvölduð inni í teig sem á lausann skalla sem reyndar endar á Gummu. Hafdís Erla er hins vegar eins og eldibrandur komin á móti og tekur boltann til sín.
28. mín
Eigum við ekki að fara að þruma eins og einu vel völdu marki inn öðru hvoru megin?
21. mín
HALLÓ! Selfoss á aukaspyrnu á hættulegum stað, Erna Guðjóns endir háann bolta inn í teig þar sem Dagný Brynjars skallar hann en boltinn fer í slá og út. Gumma nær svo ekki vel til boltans og boltinn fer aftur út á völl.
20. mín
Usss.. Dagný Brynjars að sýna góða takta hérna. Vinnur boltann af leikmanni FH, kemst framhjá henni og stingur hana af. Annar varnarmaður kemur á ferðinni og kemur boltanum útaf.
17. mín
Selfoss reynir að koma hverjum boltanum á fætur öðrum á Gummu á toppnum en sendingarnar fæstar nægilega hnitmiðaðar.
16. mín
Hafdís Erla á langa sendingu upp völlinn á Jóhönnu Steinþóru sem tekur hlaupið. Reynir skot af þónokkru færi en smellur í hliðarnetinu.
16. mín
Gumma kemst í gott færi fyrir Selfoss en fær dæmda rangstöðu á sig.
15. mín
Þetta hefur verið aðallega eitthvert klafs inni á miðju og í vörn Selfoss. FH pressa hátt.
10. mín
FH á horn. Vindurinn leikur gestina líka grátt enda fór boltinn beint í hliðarnetið úr horninu.
9. mín
Mótvindurinn að leika heimastúlkur grátt. Þetta er ekki mikill vindur en þær eru ekki að ná að hreins nægilega vel.
8. mín
Já okei. Gumma reynir álitlegt hlaup en á SKOTstundu eru 5 leikmenn FH mættir.
6. mín
Alltaf heitt á kaffikönnunni hjá JÁVERK vellinum. Einn rjúkandi heitur beint frá Brasilíu mættur. Þetta verður góður leikur.
5. mín
Erna Guðjóns á aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Reynir skot en bæði með mótvind og hittir boltann ekki nægilega vel og Hafdís ver.
4. mín
Gumma með fínt skot í góðu færi. Hafdís ver boltann hins vegar vel. Þessi leikur fer vel af stað.
3. mín
Halló Hafnarfjörður! FH með frábært færi, Erna Guðrún lekur boltanum á Heiðu Dröfn inni í teig en Alexa Gaul gerir vel að verja. Þetta hefði hæglega geta orðið mark.
2. mín
Eva Lind Elíasdóttir reynir skot af löngu færi sem fer í varnarmann. Hafdís Erla í markinu nær ekki að grípa boltann en Gumma ekki nógu og snögg að ná boltanum og boltinn kominn aftur í leik.
1. mín
Það er mjög góð mæting á völlinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Það verður því gaman að fylgjast með henni spreyta sig á stóra sviðinu á JÁVERK vellinum á Selfossi.
Fyrir leik
Hafdís Erla Gunnarsdóttir spilar, að ég held, sinn fyrsta leik í Pepsideildinni. Hún stendur vörðin í markinu í ljósi þess að Guðrún Anna Atladóttir er puttabrotin.
Fyrir leik
Nú hljóta byrjunarliðin að fara að láta að sjá sig hérna sitt hvoru megin við lýsinguna.
Fyrir leik
FH er sem stendur í 8. sæti deildarinnar á meðan Selfoss er 2 sætum ofar í 6. sæti með 5 stig á FH.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar fyrir leik eru á engan hátt spennandi. Kalt, dropar og smá gjóla. Þungt yfir. Við reynum samt að halda uppi stuðinu á meðan leik stendur.
Fyrir leik
Velkomin á beina textalýsingu frá leik Selfoss og FH í Pepsi deildinni. Leikurinn fer fram á JÁVERK-Vellinum.
Byrjunarlið:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('78)
2. Hugrún Elvarsdóttir
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir ('45)
24. Hildur Egilsdóttir

Varamenn:
1. Guðrún Anna Atladóttir (m)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Guðrún Höskuldsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('45)
17. Alda Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Elva Björk Ástþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: