City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
2
2
FH
0-1 Atli Viðar Björnsson '24
Arnar Már Björgvinsson '34 1-1
Martin Rauschenberg '67 , sjálfsmark 1-2
Pétur Viðarsson '67
Veigar Páll Gunnarsson '82 2-2
13.07.2014  -  16:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Flottar
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('73)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('73)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal ('89)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('84)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá toppslag Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild karla.

Bæði þessi lið eru taplaus að loknum tíu umferðum og sigurvegarinn í leiknum í dag verður á toppnum eftir fyrri umferðina.

Staðan í deildinni:
1. FH 24 stig
2. Stjarnan 22 stig
3. KR 19 stig (eftir 11 leiki)
4. Keflavík 16 stig
5. Víkingur R. 16 stig

Bæði Stjarnan og FH komu aftur til Íslands á föstudag eftir Evrópuleiki ytra á fimmtudag. Stjarnan vann Bangor frá Wales 4-0 og samanlagt 8-0 á meðan FH-ingar unnu Glenavon 3-2 í Norður-Írlandi og samanlagt 6-2.

Rúmar tvær vikur eru síðan liðin spiluðu síðast í Pepsi-deildinni. FH sigraði þá Val 2-1 á heimavelli þar sem Atli Guðnason skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin.

Stjarnan sigraði Fram 2-1 í Laugardalnum þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel. Danski framherjinn Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar þar en hann er farinn heim og verður ekki meira með Garðbæingum í sumar.

Fyrir leik
Takið endilega þátt í umræðunni um leikinn á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Atli Jóhannsson er í leikbanni hjá Stjörnunni og hinn 19 ára gamli Þorri Geir Rúnarsson tekur stöðu hans á miðjunni.

Garðar Jóhannsson er einnig fjarverandi vegna meiðsla en hann er ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í dag.

FH-ingar eru með sama byrjunarlið og í síðasta deildarleik gegn Val.
Fyrir leik
Varamannabekkur Stjörnunnar er afar ungur. Allir á bekknum er á 2. flokks aldri nema Snorri Páll Blöndal sem gekk upp úr 2. flokki síðastliðið haust.

Þess má geta að Stjarnan er í þessum skrifuðu orðum að spila við Val í 2. flokki og því vantar marga í liðið hjá Garðbæingum í þeim leik.
Fyrir leik
Edda Sif Pálsdóttir spáir í 11. umferðina á Fótbolta.net og hún spáir Stjörnusigri.

Stjarnan 3 - 2 FH
Stórleikur umferðarinnar verður fjörugur og Garðbæingar skora þrjú mörk þrátt fyrir að Jeppa Hansen sé farinn. Þeir leyfa nágrönnum sínum úr Hafnarfirði ekki að komast upp með enn einn eins marks sigurinn heldur keyra leikinn í gang og FH fær að bragða af eigin meðali.
Fyrir leik
Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson er með flautuna í dag. Sigurður Óli Þorleifsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson eru honum til aðstoðar. Gunnar Sverrir Gunnarsson er fjórði dómari.

Fyrir leik
Aðstæður í Garðabæ er fínar. Smá gola en ekkert sem á að trufla leikmenn.
Fyrir leik
Verið er að gæsa Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, fyrrum ungfrú heim, en hún á að leiða einn leikmann FH inn á völlinn í Stjörnubúning. Hvaða leikmaður verður fyrir valinu?

Fyrir leik
Spá fjölmiðlamanna fyrir leikinn er klár. Skiptar skoðanir!

Hörður Snævar Jónsson, 433.is
Stjarnan 1 - 2 FH

Kristján Jónsson, Morgunblaðið
Stjarnan 1 - 1 FH

Ingvi Þór Sæmundsson, Fréttablaðið
Stjarnan 2 - 1 FH
Fyrir leik
Silfurskeiðin er að mæta til leiks og FH Mafían virðist einnig hafa vaknað úr dvala. Vonandi verður fjör í stúkunni!
Fyrir leik
Takið endilega þátt í umræðunni um leikinn á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Stjörnumenn leika með sorgarbönd í dag til minningar um Kristínu Bernharnðsdóttur og Hilmar Gunnarsson sem létust í vikunni eftir langa baráttu við veikindi.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. Davíð Þór Viðarsson leiðir Unni Birnu Vilhjálmsdóttur sem er í Stjörnubúning. Eins og áður kom fram er verið að gæsa hana í dag.
Fyrir leik
Daníel Laxdal spilaði sinn 200. leik með Stjörnunni gegn Fram. Af því tilefni fær hann blómvönd frá Almari Guðmundssyni formanni knattpspyrnudeildar Stjörnunnar fyrir leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn, góða skemmtun!

4. mín
Fyrsta marktilraunin. Jón Ragnar með fyrirgjöf frá hægri en skot Kristjáns Gauta fer framhjá.
5. mín
Svona er liðsuppstillingin í dag.

Ingvar
Vemmelund - Rauschenberg - Daníel - Hörður
Þorri - Præst
Arnar Már - Pablo - Ólafur Karl
Veigar Páll

Róbert
Jón - Pétur - Kassim - Böðvar
Sam - Davíð
Ólafur Páll - Kristján Gauti - Atli G
Atli Viðar
8. mín
Arnar Már með hættulega fyrirgjöf sem Veigar Páll rétt missir af.
13. mín
Kassim ,,the dream" Doumbia með skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu FH.

14. mín
Veigar Páll með hörkuskot úr vítateigsboganum sem Róbert Örn ver í horn.
15. mín
Atli Viðar í færi en skotið beint á Ingvar í markinu.
21. mín
Böðvar Böðvarsson brýtur á Pablo Punyed og Stjörnumenn heimta gult spjald. Garðar Örn sleppir Böðvari með tiltal.
22. mín Gult spjald: Atli Viðar Björnsson (FH)
Fer aftan í Daníel Laxdal.
24. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Ólafur Páll Snorrason á hornspyrnu sem Stjörnumaður skallar áfram í átt að eigin marki. Atli Viðar Björnsson er einn og óvaldaður í markteignum og skorar með skalla.



31. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Róbert Örn Óskarsson fer í skógarhlaup í markinu og Veigar Páll nær boltanum út við hornfána. Veigar er að reyna að komast í skotfæri þegar Pétur Viðarsson tæklar hann harkalega niður og fær verðskuldað spjald.
34. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Arnar Már fær boltann á hægri kantinum, leikur inn á miðjuna og skorar með flottu skoti í fjærhornið frá vítateigslínu. Vel gert hjá Arnari en spurning með varnarleikinn hjá Böðvari Böðvarssyni sem var á móti honum.

44. mín
Mjög rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar.
45. mín
Sam Hewson með þrumuskot úr vítateigsboganum sem Ingvar slær burt. Sam fer boltann aftur en Ingvar grípur síðara skot hans.
45. mín
Hálfleikur - Staðan 1-1 sem verður að teljast sanngjarnt. Atli Viðar Björnsson skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu áður en Arnar Már Björgvinsson jafnaði með fínu skoti.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
50. mín
Fín aukaspyrna hjá Pablo Punyed sem Róbert ver í horn.
54. mín
Veigar Páll með skot fyrir utan teig sem Róbert er í litlum vandræðum með. Stjarnan byrjar síðari hálfleikinn betur.
59. mín
Ólafur Páll Snorrason í dauðafæri á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ólafur Páll er ekki í nógu góðu jafnvægi þegar hann lætur skoðið ríða af og boltinn fer í hliðarnetið.
63. mín
Atli Viðar Björnsson sleppur einn í gegn þegar rangstöðugildra Stjörnunnar klikkar. Atli Viðar á lélega snertingu og Ingvar nær að bjarga með góðu úthlaupi. Atli Viðar liggur meiddur eftir en hann datt úr öðrum skónum í öllum látunum.
65. mín
Veigar Páll áfram ágengur en skot hans fer framhjá.
67. mín SJÁLFSMARK!
Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
FH-ingar skora úr skyndisókn. Eftir gott spil upp hægri kantinn kemst Ólafur Páll Snorrason inn á teiginn og fyrirgjöf hans fer af Rauschenberg og í netið.

Stjörnumenn eru brjálaðir þar sem Pétur Viðarsson braut á Veigari Páli Gunnarssyni þegar boltinn var víðsfjarri í sókninni á undan. Arnar Már Björgvinsson átti síðan slakt skot sem Róbert Örn varði og FH-ingar fóru upp í sókn og skoruðu.
67. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
67. mín Rautt spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Eftir markið fær Pétur annað gult spjald og þar með rautt fyrir að brjóta á Veigari þegar boltinn var víðsfjarri.
68. mín
Inn:Sean Michael Reynolds (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Reynolds kemur inn í vörnina fyrir Pétur.
73. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
78. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)


82. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Arnar Már Björgvinsson
Veigar Páll er búinn að vera ágengur og uppsker loksins mark. Emil Pálsson gerir skelfileg mistök þegar hann reynir að hreinsa boltann í innkast í stað þess að sparka fram. Emil sparkar í Arnar Má sem vinnur boltann og gefur fyrir á Veigar sem skorar með skondnu skoti. Sean Reynolds reynir að bjarga á línu en Sigurður Óli aðstoðardómari flaggar til merkis um það að boltinn hafi farið inn.
84. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)

87. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
89. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
90. mín
Viðbótartími
Leik lokið!
Jafntefli í flottum leik í Garðabæ. FH-ingar eru því tveimur stigum á undan Stjörnunni eftir fyrri umferðina en bæði lið eru áfram taplaus. Spennandi toppbarátta framundan.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('87)
11. Atli Guðnason ('78)
13. Kristján Gauti Emilsson
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('68)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson

Varamenn:
2. Sean Michael Reynolds ('68)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
14. Albert Brynjar Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('87)

Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('67)
Pétur Viðarsson ('31)
Atli Viðar Björnsson ('22)

Rauð spjöld:
Pétur Viðarsson ('67)