City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
0
1
Celtic
0-1 James Forrest '85
15.07.2014  -  19:00
KR-völlur
Meistaradeild Evrópu - Forkeppni
Dómari: Andreas Pappas - Grikkland
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('59)
7. Gary Martin ('80)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason ('87)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('80)
11. Almarr Ormarsson ('87)
23. Atli Sigurjónsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jónas Guðni Sævarsson ('89)
Emil Atlason ('67)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði heilir og sælir kæru lesendur.

Hér verður bein textalýsing frá stórleik KR og Celtic sem fram fer á KR velli.
Fyrir leik
Celtic er eitt stærsta liðið til að koma til landsins í langan tíma en það er stærsta lið Skotlands ásamt nágrönnunum í Rangers.

Celtic spilar heimaleiki sína á Celtic Park sem tekur 60,355 manns í sæti.
Fyrir leik
Glasgow Celtic hefur unnið lið eins og Barcelona á síðustu árum í keppninni og því má búast við gríðarlega erfiðum leik fyrir KR.

Tímabilið í Skotlandi er ekki byrjað en Celtic er á miðju undirbúningstímabili. Þeir léku nú síðast við tékkneska liðið Dukla Praha en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlin og eru byrjuð að hita upp.

Stuðningsmenn Celtic eru nú þegar byrjaðir að syngja.
Fyrir leik
Óskar Örn Hauksson er ekki með hjá KR í dag vegna meiðsla.

Scott Brown, fyrirliði Celtic er einnig meiddur og ekki með í dag.
Fyrir leik
Ronny Delia, þjálfari Celtic sagði fyrir leik að honum fannst heimskulegt að þurfa að spila þrjá leiki í undankeppninni til að komast í riðlakeppnina en honum finnst Celtic liðið of gott til þess.

Hann sagði einnig að liðið ætlaði að skora mörk á KR velli í dag.
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson viðurkenndi að það væri ólíklegt að KR gæti náð úrslitum í dag.

En það er auðvitað allt hægt í fótbolta.
Fyrir leik
Það er blaðamaður frá Skotlandi að spyrja íslensku blaðamennina við hvað leikmenn KR vinna.

Þeim finnst greinilega skondið að KR-ingarnir eru í vinnu með fótboltanum.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á BBC Scotland enda mikill áhugi fyrir leiknum ytra.

Fyrir leik
Nú eru um 20 mínútur í leikinn og er fólk byrjað að týnast inn á völlinn.

Eins og oft áður á íslenskum völlum er fólk ekkert að flýta sér of mikið.

Fyrir leik
Nú eru aðeins um 10 mínútur í að leikurinn hefjist og er stúkan farin að fyllast.
Fyrir leik
Nú eru liðin að ganga inn á völlin við "Heyr mína bæn" eins og venjan er á KR vellinum.
Fyrir leik
KR eru í hefbundnu svörtu og hvítu búningum sínum.

Celtic eru í varabúning sínum sem samanstendur af gulum treyjum, grænum buxum og gulum sokkum.
1. mín
Leikurinn er hafinn

Celtic byrjar með boltann og sækir í átt að KR heimilinu.
3. mín
Celtic meira með boltann fyrstu mínúturnar, eins og við mátti búast.

Engin færi ennþá þó.
5. mín
Nú eru allir á KR vellinum staðnir upp og syngja dátt. Frábær stemning.
7. mín
Saga leiksins hingað til er sú að Celtic er með boltann að reyna að spila sig í gegnum vörn KR.

Vörnin hefur staðið vel hingað til.
9. mín
Chris Commons með rosalegt skot í slánna!!

Boltinn datt vel fyrir hann og hann lét vaða á lofti.

Stefán Logi var ekki nálægt þessu. Rangstæða dæmd í kjölfarið og KR-ingar sleppa.
10. mín
Jónas Guðni nálægt því að finna Kjartan Henry í góðu hlaupi en sendingin aðeins of löng og Forster nær til boltans.
11. mín
Chris Commons með mjög fast skot sem fer beint á Stefán Loga en hann missir hann í horn. Stefán var ekki sannfærandi þarna.

14. mín
Mikið af spili Celtic fer í gegnum Chris Commons sem er mjög góður leikmaður. Stjórnar miðjunni þessa stundina.
16. mín
Gary Martin nálægt því að komast í gegn en Virgil van Dijk bjargar á síðustu stundu.
17. mín
Gary Martin er búinn að vera hvað sprækastur KR-inga.

Nú vann hann aukaspyrnu á fínum stað eftir góðan sprett.
20. mín
Það verður bara að segjast eins og er að stuðningsmenn KR hafa sungið töluvert meira en stuðningsmenn Celtic hingað til.

Heyrist lítið í Skotunum þessa stundina.
23. mín
Yfirburðir Celtic ekki jafn mikið og þeir voru fyrr í leiknum. Þeir eru ekki mikið að ógna KR vörninni eins og er.
24. mín
Gary Martin með fyrsta skot KR-inga í leiknum, rétt utan teigs en Forster ver örugglega í markinu. Ágætt skotfæri.
28. mín
KR-ingarnir byrjaðir að færa sig framar og eru að spila ágætlega.

Þurfa samt að passa sig þar sem Celtic gætu orðið stórhættulegir ef þeir sækja í bakið á þeim.
29. mín
Síðustu fimm mínútur eða svo hafa verið mjög góðar hjá KR, eru mikið með boltann og að ná upp ágætis spili.

Forster hefur hins vegar ekki haft mikið að gera í marki gestanna.
35. mín
Nokkuð jafn leikur þessa stundina og lítið um færi.

KR-ingar eru að spila leikinn vel.
41. mín
Enn er staðan markalaus og lítið um færi.

KR-ingar virðast hafa meiri trú á verkefninu en í byrjun leiks.
45. mín
Hálfleikur

Vel gert hjá KR-ingum að halda hreinu í fyrri hálfleik.

Staðan markalaus í hálfleik. Ágætis fótboltaleikur hingað til.
45. mín
Síðari hálfleikurinn kominn af stað.

KR byrjar með boltann og sækir í átt að KR heimilinu.
46. mín
KR-ingar byrja seinni hálfleikinn vel og fá hornspyrnu eftir aðeins nokkrar sekúndur.
46. mín
Van Dijk skallar í burtu en fær högg í leiðinni og leikurinn er stöðvaður.

Það sést langar leiðir að Dijk er virkilega góður leikmaður.
48. mín
Chris Commons með skot utan teigs sem fer hárfínt yfir.

Commons búinn að vera með betri mönnum vallarins.
50. mín
Leigh Griffiths í fínu færi en skotið fer yfir og framhjá.
52. mín
Chris Commons með enn eitt skotið.

Besta færið hans hingað til en skotið hans fer yfir. Þarna sluppu KR-ingar vel.
55. mín
Chris Commons í mjög góðu færi eftir sókn upp hægri vænginn en Stefán Logi varði vel.

Celtic að nálgast fyrsta markið.
58. mín
Anthony Stokes með aukaspyrnu af um 25 metra færi sem fer rétt yfir markið.
59. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Tógómaðurinn kemur inná.

Balbi hefur ekki gert mikið í þessum leik.
60. mín
Leigh Griffiths með takta á hægri kantinum sem endar með þvílíku skoti sem fer í slánna.

Stefán Logi var ekki nálægt þessum.
66. mín
Leigh Griffiths með sprett fram völlinn sem endar með skoti framhjá markinu.

Var kominn í fínt skotfæri.
67. mín Gult spjald: Emil Atlason (KR)
Dæmd hendi á Emil, er ekki viss hvort þetta var fyrir hendina eða viðbrögðin við dómnum en Emil er kominn í bókina.
69. mín
Celtic liðið liggur svolítið á íslandsmeisturunum eins og er.

KR-ingarnir byrjaðir að færa sig aftar á völlinn.
73. mín
Inn:Stuart Armstrong (Celtic) Út:Leigh Griffiths (Celtic)
73. mín
Inn:Nacir Ciftci (Celtic) Út:Anthony Stokes (Celtic)
76. mín
VÁ! Þrjú góð færi í sömu sókn, Chris Commons á fyrsta skotið sem Stefán Logi ver vel, hann tekur síðan frákastið frá McGregor áður en að Pukki á skot í stöngina.
77. mín
Hálf fáranlegt að Celtic hafi ekki skorað þarna.

KR-ingar gera mjög vel ef þeir ná að halda þetta út.
80. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Gary búinn að hlaupa og berjast allan leikinn og er greinilega þreyttur.

Ferskir fætur í Þorsteini.
82. mín
Þorsteinn Már strax kominn í færi, Kjartann átti sendingu fyrir markið en Þorsteinn er ekki næginlega fljótur að átta sig á hlutunum og fær boltann í sig og þaðan fer hann til Forster í markinu.
84. mín
Derek Boerrigter með rosalegt skot sem Stefán ver vel í horn.

Pukki fær færi í kjölfar hornspyrnunar en aftur ver Stefán mjög vel.

85. mín MARK!
James Forrest (Celtic)
McGregor fór illa með Emil Atlason og Guðmund Reyni áður en hann á skot sem fer í Farid Zato og þaðan í markið.

Ekki hægt að segja annað en að þetta sé sanngjarnt.
87. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
89. mín Gult spjald: Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Seinn í tæklingu og fær réttilega gult spjald.
Leik lokið!
Celtic vinnur eins marks sigur á KR.

Sanngjarn sigur sem hefði getað verið stærri. KR-ingar gáfu allt sitt en það dugði ekki í kvöld.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni. Takk fyrir mig.
Byrjunarlið:
26. Logan Bailly (m)
3. Emilio Izaguirre
4. Efe Ambrose
5. Virgil van Dijk
9. Leigh Griffiths ('73)
10. Anthony Stokes ('73)
16. Gary Mackay-Steven
20. Dedryck Boyata
23. Mikael Lustig
25. Stefan Johansen
49. James Forrest

Varamenn:
1. Craig Gordon (m)
6. Nir Biton
7. Nacir Ciftci ('73)
8. Scott Brown
14. Stuart Armstrong ('73)
18. Tom Rogic
33. Beram Kayal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: