City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur Ó.
3
1
Haukar
Steinar Már Ragnarsson '63 1-0
Eyþór Helgi Birgisson '70 2-0
2-1 Andri Steinn Birgisson '86 , víti
Kemal Cesa '91 3-1
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson '95
15.07.2014  -  20:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Logn, skýjað og fimmtán stiga hiti. Rennisléttur völlur, frábærar fótboltaaðstæður.
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez ('93)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. Kemal Cesa ('94)
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson ('77)
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic

Varamenn:
17. Kristófer Jacobson Reyes ('94)
17. Alejandro Abarca Lopez
21. Fannar Hilmarsson ('77)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason ('93)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Brynjar Kristmundsson ('64)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem heimamenn í Víkingsliðinu taka á móti Haukum úr Hafnarfirði.
Fyrir leik
Leikurinn skiptir feykimiklu fyrir bæði lið.

Þau sitja í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, Víkingar einu stigi á undan. Með sigri og hagstæðum úrslitum annars staðar gætu þau þó bæði setið í þriðja sæti 1.deildar.
Fyrir leik
Heimamenn eru staðráðnir í því að hrista af sér tapleikjaslenið, þeir hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni, síðast 2-3 fyrir KV á Laugardalsvellinum.
Fyrir leik
Haukar töpuðu líka síðasta leik sínum í mótinu, 1-3 gegn Skagamönnum á sínum heimavelli.

Það má því telja líklegt að blóð sé á tönnum beggja liða við upphaf hans, en líka mögulega skortur á sjálfstrausti.
Fyrir leik
Dómari dagsins er Vestmanneyingurinn geðþekki Leiknir Ágústsson, Skagapilturinn Björn Valdimarsson er AD1 og síðan er það dómarastjórinn í Krikanum, Steinar Stephensen sem hleypur brekkumegin hlutverk AD2.

Eftirlit með þeim er í höndum Ólafs Inga Guðmundssonar.
Fyrir leik
Bæði lið gera eina breytingu á liði sínu.

Hjá heimamönnum kemur Kemal Cesa inn í byrjunarliðið fyrir Þjóðverjann Denny Herzog. Sá er ekki í hóp í dag og mun yfirgefa Víking á næstu dögum. Það staðfesti Jónas Gestur formaður knattspyrnudeildar við tíðindaflytjara áðan.
Fyrir leik
Hjá Haukum er sú breyting að fyrirliðinn Hilmar Geir kemur inn í liðið en á bekkinn sest aðstoðarþjálfari liðsins, hinn geðþekki og yfirvegaði Matthías Guðmundsson.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins verður einnar mínútu klapp til að minnast eins þekktasta leikmanns Víkinga hér áður fyrr.

Sá hét Hilmar Gunnarsson en gekk alltaf undir nafninu Hilli Dæju á meðal Ólsara. Hann lést síðastliðinn föstudag á 59.aldursári.

Hilmar lék með Víkingi milli áranna 1972 og 1986, alls 127 leiki og 34 mörk, skallakóngur af því tagi að enn er rætt um.

Eftir að ferli hans sem leikmanns lauk þá var hann tíður gestur á leikjum Víkinga sem harður stuðningsmaður.

Sonur hans, Hilmar Þór Hilmarsson lék svo með Víkingi fyrir nokkrum árum.

Tíðindaflytjandi sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir leik
Sólin er að brjótast fram í Ólafsvík, það liggja allir fánar steinhljóðir eins og oft vill verða á fallegum breiðfirskum kvöldum.

Algerlega eðalaðstæður fyrir fótboltaleik!
Fyrir leik
Haukar unnu hlutkestið og ætla að sækja í átt að eystra markinu.
1. mín
Við erum komin af stað.
4. mín
Víkingar eiga fyrstu hættuna, sending Eyþórs frá vinstri kanti er nálægt því að fara yfir Sigmar í markinu en hann nær þó að grípa að lokum.
5. mín
Eyþór Helgi sleppur í gegn en skýtur langt framhjá úr ágætu færi.
7. mín
Heimamenn stilla upp sinni blöndu af 4231 og 442.

Alfreð er hægri bakvörður, Luba og Dokara hafsentar og Brynjar Kristmunds vinstri bak.

Masic og Björn sitja á miðjunni, Samuel Hernandez er á hægri kanti og Eyþór helgi vinstra megin. Steinar Már er fölsk nía og Cesa uppi á topp.
10. mín
Haukar eru að spila útfærslu af 433.

Ásgeir er hægri bak, Hafþór og Gunnlaugur hafsentar og Kristján vinstri bak.

Á miðjunni er Andri djúpur og Gísli og Aron fyrir framan hann.

Fremsta tríóið, þeir Hilmar Geir, Hilmar Rafn og Brynjar skipta nú þegar oft um stöður til vinstri, hægri og upp á topp.
12. mín
Bæði lið eru að þreifa fyrir sér.

Klassískt að kalla þetta miðjuþóf held ég.
15. mín
Fyrsta hætta Haukanna.

Koma í skyndisókn en sending Brynjars er aðeins of há fyrir Aron sem var í flottu færi.
18. mín
Fyrsta skot Hauka að marki.

Hilmar Geir á fast skot úr teignum eftir langa sendingu Gunnlaugs en beint í fang Arnars.
22. mín
Bæði lið virðast varkár og það er lítið um samleikskafla.

Löngu boltarnir vinsælli en þeir stuttu.
23. mín
Gestirnir reyna mun oftar að fara upp hægri vænginn en þann vinstri og hafa komist á bak við bakvörðinn en svo átt daprar sendingar inn í teig.
26. mín
Haukarnir virðast vera að ná tökum á þessum leik, eru mun meira með boltann en ná ekki að skapa sér opin færi.
28. mín
Haukarnir aðgangsharðir upp úr horni og aukaspyrnu en heimamenn ná að hreinsa frá.
29. mín
Misskilningur milli markmanns og hafsents Hauka og Steinar Már er skyndilega einn á einn gegn Sigmari sem lokar fljótt á hann með góðu úthlaupi.
33. mín
Víkingar hafa hrundið pressu Haukanna í bili, Arnar Darri þurfti þó að grípa hér inní sendingu frá vinstri og í því úthlaupi virðist Gísli hafa meitt sig, er í aðhlynningu.
38. mín
Heimamenn sterkari en lokasendingin að klikka eins og hjá Haukum áður
43. mín
Hér er farið að tækla og berjast á báða bóga, en það var ansi dauflegt í þeim efnunum eins og í sóknarleiknum hér lengstum.
45. mín
Býsna stórkarlalegur fótbolti síðustu mínúturnar.
45. mín
Víkingar pressa hér mikið í uppbótartímanum, Haukamaður bjargar naumlega í horn.
45. mín
Kominn hálfleikur.

Staðan er nákvæmlega í anda leiksins, 0-0 og ekki komið spjald.

Dauft hingað til.
46. mín
Komin af stað í Ólafsvík.
46. mín
Inn:Helgi Valur Pálsson (Haukar) Út:Gísli Eyjólfsson (Haukar)
Helgi fer í hægri bakvörð og Ásgeir Ingólfs á miðjuna.
47. mín
Haukar fá fína sókn en Hilmar Rafn skýtur framhjá úr markteignum.
50. mín
Kemal Cesa sleppur í gegn en skot hans beint á Sigmar í markinu.
53. mín
Steinar aðstoðardómari biður Ejub Víkingsþjálfara að fara í dökkan jakka utanyfir bláu treyjuna sína.

Good call that!
55. mín
Eyþór að sleppa í gegn en Hafþór bjargar með frábærri tæklingu.
59. mín
Haukarnir verða æfir, heimta hendi og þá víti en tríóið ekki sammála því, Bjössi Hreiðars þurfti sérstaka tilsögn frá AD1, sem var stutt frá viðkomandi atviki.
61. mín
Haukarnir eru að taka yfirhöndina þessar mínúturnar.
61. mín
Haukar í dauðafæri!

Frábær sending inn í teig frá hægri en Hilmar Rafn setur boltann framhjá!

Langbesta færi leiksins hingað til.
63. mín MARK!
Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Samuel Jimenez Hernandez
Langt horn yfir allt Haukaliðið, Samuel á misheppnað skot sem Steinar stýrir í markið.

Á langbesta kafla Hauka í leiknum skora heimamenn úr föstu leikatriði. Nú treystum við á meira líf í leiknum.
64. mín Gult spjald: Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Fer í harða tæklingu á Hilmar Rafni úti á kanti.
66. mín
Eyþór vinnur sig í fínt færi utarlega í teignum en skot hans er rétt framhjá.
67. mín
Mikill pirringur í Haukaliðinu út í dómarann þessa stundina.
70. mín MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Eyþór fer einn og sér og sjálfur í gegnum vörn Haukanna, á skot í varnarmann en fær sjálfur frákastið og skorar úr nærri ómögulegu færi.
72. mín
Haukarnir þurfa að koma framar á völlinn og það ætti að skapa heimamönnum færi á skyndisóknum.
74. mín Gult spjald: Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Tækling aftan frá. Hárrétt.
76. mín
Allt heimamenn núna, loftið virðist úr Haukablöðrunni.
77. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
77. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
77. mín
Inn:Andri Gíslason (Haukar) Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
80. mín
Haukar ætla sér greinilega að pressa ofar hér síðustu 10 mínúturnar.
81. mín
Hilmar Geir með skot langt framhjá.
83. mín
Alfreð þarf hér að bjarga á línu eftir fyrirgjöf frá hægri.
85. mín
Víkingar eru þéttir fyrir og berjast nú eins og ljón, nokkuð sem stuðningsmenn þeirra hafa verið að kalla eftir og hljóta að vera sáttir við. Enda er stuðningurinn að kikka inn
86. mín
Víti - Haukar!

Skot frá Ásgeiri að marki, Luba kastar sér fyrir skotið og ver boltann með hendi, óviljandi og sleppur við spjald.

Alltaf víti.
86. mín Mark úr víti!
Andri Steinn Birgisson (Haukar)
Sendir Arnar Darra í vitlaust horn.

Nú fáum við fjör.
88. mín
Kemal Cesa kemst einn inn í markteiginn en ákveður að skjóta í stað þess að gefa á Samuel aleinan fyrir opnu marki og Haukar bjarga burt.
89. mín
Víkingar setja boltann í markið, Samuel en flaggið var komið á loft.

Allt á fullri ferð hér!!!
91. mín MARK!
Kemal Cesa (Víkingur Ó.)
Kemal klárar leikinn!

Fámenn varnarlína Haukanna ræður ekki við Kemal sem rífur sig lausan inn í teiginn og neglir boltanum í markið.
93. mín
Inn:Anton Jónas Illugason (Víkingur Ó.) Út:Samuel Jimenez Hernandez (Víkingur Ó.)
94. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Víkingur Ó.) Út:Kemal Cesa (Víkingur Ó.)
95. mín Rautt spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Tveggja fóta tækling á Steinar Má á miðjum vellinum, Leiknir metur þessa hafa verið hættulega og rekur Gunnlaug af velli.
Leik lokið!
Mikilvægur sigur heimamanna sem hleypir þeim mögulega aftur í gang.

Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Rafn Emilsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
19. Brynjar Benediktsson ('77)
21. Gísli Eyjólfsson ('46)
22. Aron Jóhannsson (f) ('77)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
Zlatko Krickic
2. Helgi Valur Pálsson ('46)
11. Matthías Guðmundsson ('77)
18. Andri Gíslason ('77)
22. Alexander Freyr Sindrason
23. Ómar Karl Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hilmar Rafn Emilsson ('74)

Rauð spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('95)