City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man Utd
1
1
Newcastle
Anthony Martial '49 1-0
1-1 Demba Ba '64 , víti
Jonas Gutierrez '78
25.11.2011  -  15:00
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Jones
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
5. Marcos Rojo ('87)
7. Angel Di Maria
8. Juan Mata
9. Zlatan Ibrahimovic ('94)
10. Wayne Rooney
11. Adnan Januzaj
11. Anthony Martial
14. Jesse Lingaard
16. Michael Carrick
18. Ashley Young

Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
12. Chris Smalling ('94)
22. Henrikh Mkhitaryan
26. Shinji Kagawa
27. Federico Macheda ('87)
28. Alexander Büttner
36. Matteo Darmian

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Zlatan Ibrahimovic ('54)

Rauð spjöld:
95. mín
Leiknum er lokið. 1-1 jafntefli á Old Trafford og þvílíkur síðari hálfleikur.
94. mín
Inn:Chris Smalling (Man Utd) Út:Zlatan Ibrahimovic (Man Utd)
94. mín
Hernandez skorar en það er dæmd rangstæða. Hann fékk sendingu inn fyrir frá Giggs en af upptökum að dæma þá var þetta rétt ákvörðun.
89. mín
Federico Macheda með skalla rétt framhjá markinu eftir fyrirgjöf frá Giggs. Þá eru fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
87. mín
Inn:Federico Macheda (Man Utd) Út:Marcos Rojo (Man Utd)
87. mín
Danny Simpson bjargar á línu!! Fabio með fyrirgjöf á Hernandez sem skallar hann í átt að markinu. Það héldu allir að boltinn væri að fara inn en Simpson var réttur maður á réttum stað og bjargaði frábærlega.
86. mín
Young með skot í stöng! Hann var óheppinn þarna eftir glæsta fyrirgjöf
85. mín
Leikmenn Man Utd eru búnir að skjóta 16 sinnum á markið í dag en Newcastle 9 sinnum.
84. mín
Evra með gott skot fyrir utan teig en Krul ver meistaralega frá honum. Þetta verða rosalegar lokamínútur!
80. mín
Inn:Peter Lovenkrands (Newcastle) Út:Hatem Ban Arfa (Newcastle)
80. mín
Það er einstefna þessa stundina. Man Utd er að sækja mikið á Newcastle og eru að leita að sigurmarkinu á meðan gestirnir eru að reyna að fá stig út úr viðureigninni í dag.
78. mín Rautt spjald: Jonas Gutierrez (Newcastle)
Jonas Gutierrez fær að líta sitt annað gula spjald fyrir hættulega tæklingu á Nani.
77. mín
Nani með frábæran sprett upp hægri vænginn, kemst upp að endamörkum áður en hann sendir boltann fyrir á Young sem skýtur boltanum framhjá. Hann vildi þó fá vítaspyrnu en fékk ekki.
74. mín
Inn:James Perch (Newcastle) Út:Danny Guthrie (Newcastle)
69. mín
Rooney með ágætis þríhyrningsspil með Nani áður en sá enski skaut en það var hátt yfir markið.
Guðmundur Egill:
Það getur ekki verið að Mike Jones fái fleiri leiki í #EPL #usuck
65. mín
Inn:Sammy Ameobi (Newcastle) Út:Gabriel Obertan (Newcastle)
65. mín Gult spjald: Jonas Gutierrez (Newcastle)
Fær gult spjald fyrir brot á Michael Carrick.
64. mín Mark úr víti!
Demba Ba (Newcastle)
Demba Ba sendir boltann örugglega framhjá De Gea.
62. mín
VÍTI!! Rio Ferdinand fær dæmt á sig víti eftir brot á Hatem Ben Arfa samkvæmt aðstoðardómaranum. Upptökur sýna að hann fer beint í boltann og Man Utd æfir yfir niðurstöðunni.
60. mín
Þvílík markvarsla frá De Gea!! Coloccini með stórhættulegt skot en De Gea ver boltann í horn.
56. mín
Patrice Evra á frábært hlaup upp vinstri vænginn áður en hann sendi á Ashley Young sem var inni í teig en hann skaut boltanum rétt framhjá markinu.
54. mín Gult spjald: Zlatan Ibrahimovic (Man Utd)
Fékk spjald fyrir fljúgandi tæklingu á Gutierrez.
53. mín
Man Utd sækir stíft að marki Newcastle eftir markið hjá Hernandez og eru líklegir til að bæta við öðru marki.
52. mín Gult spjald: Yohan Cabaye (Newcastle)
49. mín
Wayne Rooney skaut aukaspyrnunni í vegginn en fékk boltann aftur og lét vaða á markið. Steven Taylor reyndi að hreinsa en skaut í Hernandez og inn.
49. mín MARK!
Anthony Martial (Man Utd)
48. mín
Hernandez fiskar aukaspyrnu á hættulegum stað. Steven Taylor braut á honum rétt fyrir utan teig.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Það er kominn hálfleikur og Gabriel Obertan endar fyrri hálfleikinn með glæsilegri Rabona sendingu rétt áður en Mike Jones flautar af.
42. mín
Það vantar mark í þennan leik. Liðin eru að fá ágætis færi. Cabaye var rétt í þessu að eiga ágætis færi á markið en De Gea á ekki í vandræðum með það.
31. mín
Þarna var Giggs nálægt því að koma Man Utd yfir! Fabio með glæsilega fyrirgjöf og Giggs notaði hælinn í afgreiðsluna en Tim Krul kom Newcastle til bjargar með góðri markvörslu.
30. mín
Hernandez í fínu færi. Nani á sendingu inn fyrir á Hernandez sem skýtur rétt yfir markið.
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks
Arfa er arfavitlaus #skilekki
26. mín Gult spjald: Hatem Ban Arfa (Newcastle)
Ben Arfa fær óþarfa spjald hérna fyrir að veitast að Rooney. Rooney og Coloccini voru að berjast um boltann þar sem Rooney sparkaði að mér sýndist óvart í lappir argentíska varnarmannsins og Ben Arfa tók ekkert alltof vel í það.
Hólmbert Briem Friðjónsson, leikmaður Fram
Rosalega finnst mér Jonás Gutiérrez dapur #taparalltafboltanum #þungur
21. mín
Lítið að gerast þessa stundina en Newcastle er að færa sig framar á völlinn og eru að ógna Man Utd aðeins þessa stundina.
11. mín
Hatem Ben Arfa fær boltann á miðjunni og á frábæra vippusendingu inn fyrir á Demba Ba sem nær skotinu en David De Gea tekst að handsama boltann.
7. mín
Hernandez með annað færi fyrir utan teig núna. Þetta var fast skot en Krul sér við því aftur. Man Utd sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar.
5. mín
Fyrsta færi leiksins. Rooney á sendingu inn fyrir á Hernandez sem skýtur á markið en skotið er laust og auðvelt fyrir Tim Krul í marki Newcastle.
2. mín
Nani með frábæran sprett hægra megin sem endar með fyrirgjöf en boltinn fór í leikmann Newcastle og í horn.
1. mín
Leikurinn er hafinn á Old Trafford.
Fyrir leik
Það fer að styttast í að leikurinn hefjist en ég held að það verði boðið upp á markaveislu í dag!
Fyrir leik
Phil Jones er hvíldur í dag og þá er Dimitar Berbatov frá vegna meiðsla. Það var skyndilega breytt um dómara í þessari viðureign en það er Mike Jones sem dæmir leikinn í dag þar sem Phil Dowd er veikur.
Fyrir leik
Hjá Manchester United eru nokkrar breytingar frá því úr leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni í vikunni. Ryan Giggs, Javier Hernandez, Wayne Rooney og Nemanja Vidic koma inn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar. Ein breyting er hjá Newcastle en það er Sammy Ameobi sem fer á bekkinn og inn kemur fyrrum leikmaður Manchester United, Gabriel Obertan.
Fyrir leik
Alan Pardew stjóri Newcastle hefur gert frábæra hluti með liðið á þessu tímabili, en liðið hefur einungis tapað einum leik og var það í síðustu umferð gegn Manchester City 3-1. Þá hefur liðið einnig fengið á sig fæst mörk ásamt Liverpool og Man City eða 11 talsins.
Fyrir leik
Newcastle vann Man Utd á Old Trafford í deildarleik síðast árið 1972.
Fyrir leik
Það verður hörkuleikur á Old Trafford í dag. Newcastle hefur komið á óvart á tímabilinu þrátt fyrir sölur á lykilmönnum og situr í 4. sæti með 25 stig á meðan Englandsmeistarar Manchester United sitja í 2. sæti með 29 stig.
Fyrir leik
Ég hvet þá alla þá sem tjá sig um leikinn á Twitter að nota hashtaggið #fotbolti en vel valdnar færslur verða birtar hérna í lýsingunni.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu af einum af leik helgarinnar Manchester United - Newcastle sem hefst núna á slaginu 15:00.
Byrjunarlið:
1. Tim Krul (m)
2. Fabricio Coloccini
4. Yohan Cabaye
5. Danny Simpson
8. Danny Guthrie ('74)
10. Hatem Ban Arfa ('80)
16. Ryan Taylor
18. Jonas Gutierrez
19. Demba Ba
25. Gabriel Obertan ('65)
27. Steven Taylor

Varamenn:
3. Davide Santon
11. Peter Lovenkrands ('80)
14. James Perch ('74)
15. Dan Gosling
23. Sammy Ameobi ('65)
23. Shola Ameobi
35. Rob Elliot (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hatem Ban Arfa ('26)
Yohan Cabaye ('52)
Jonas Gutierrez ('65)

Rauð spjöld:
Jonas Gutierrez ('78)