ÍBV
2
0
Fram
Víðir Þorvarðarson
'5
1-0
Jonathan Glenn
'92
2-0
20.07.2014 - 17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Rok
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 441
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Rok
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 441
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
('82)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
5. Jón Ingason
('82)
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('12)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Vestmannaeyjar! Hér í Vestmannaeyjum er fyrirtaks veður og allt tilbúið fyrir leik ÍBV og Fram. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem berjast við falldrauginn. Eitt stig skilur liðin að í tíunda og ellefta sæti. Já góðir hálsar við erum á leiðinni í bullandi fallbaráttuslag!
Fyrir leik
Í sumar hefur áhorfendafjöldinn í Eyjum nánast hrunið miðað við árið í fyrra. Þá komu 981 áhorfandi að meðaltali á hvern leik en í sumar eru þeir 570, sem er mesta áhorfendaminnkun allra liðanna í efstu deild þetta sumarið.
Fyrir leik
Það er sjónvarpsstjarnan Þóroddur Hjaltalín sem sér um flautuleik hér í Vestmannaeyjum í dag.
Fyrir leik
Fram og ÍBV hafa mæst 78 sinnum í efstu deild karla. ÍBV hefur unnið 29 sinnum, Fram hefur unnið 30 sinnum á meðan 19 leikir hafa endað með jafntefli. Markatalan er 112-108 Fram í hag.
Fyrir leik
Bæði liðin tóku þátt í fyrsta Íslandsmótinu sem fram fór árið 1912. Hinsvegar áttust þessi lið aldrei við á því móti þar sem Eyjamenn gátu ekki stillt upp fullmönnuðu liði eftir harðan leik við KR.
Fyrir leik
Fyrsti leikur þessara liða átti sér því ekki stað fyrr en árið 1926 þar sem en þar fór Fram með sigur af hólmi 2-1.
Fyrir leik
ÍBV er á blússandi siglingu en þeir hafa unnið fjóra leiki í röð og 5 af síðustu 6 leikjum.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða fór 1-1 þar sem Arnþór Ari Atlason skoraði mark Fram en Bjarni Gunnarsson mark Eyjamanna.
Fyrir leik
Ég er staddur í Herjólfi sem er á leið til Eyja. Mikið stuð. Keypti mér karamellu Shake og er hann að virka vel. Þar sem heimasíða KSÍ er biluð þá gæti verið einhver bið eftir byrjunarliðunum.
Fyrir leik
Anton Ingi Leifsson frá Fréttablaðinu og Vísi er hress hér um borð. Undirritaður er að halda smá kynningu á helstu lögum Smashing Pumpkins til að stytta mönnum stundir í bátsferðinni.
Fyrir leik
Laug því áðan að það væri fyrirtaks veður. Það er nokkur vindur á annað markið.
Fyrir leik
Þórarinn Ingi Valdimarsson er ekki í leikmannahópi ÍBV í dag og ekki heldur sænski framherjinn Isak Nylén sem gekk í raðir félagsins á dögunum.
Fyrir leik
Fimbulfamb í vítateig Framara en Hörður markvörður náði á síðustu stundu að klófesta knöttinn.
3. mín
Tryggvi Sveinn Bjarnason er í hjarta varnarinnar í dag en hann lék sem sóknarmaður gegn Fylki í síðustu umferð. Hann og Ingiberg Ólafur eru miðverðir.
5. mín
MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
MAAAARK!!! Víðir Þorvarðarson skorar úr aukaspyrnu af ansi löngu færi! Lét vaða enda Eyjamenn að sækja með vindinum. Boltinn breytti af stefnu af varnarmanni og ruglaði það Hörð Fannar!
9. mín
Eyjamenn ráða lögum og lofum þessar fyrstu mínútur. Dean Martin með hörkuskot sem var varið í horn.
11. mín
Framarar vilja víti. Boltinn fór í hendi leikmanns ÍBV virtist vera en það hefði verið strangt að dæma á þetta. Bolti í hönd.
12. mín
Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Hörkutækling. Alexander Már lá eftir en er staðinn upp og heldur leik áfram.
15. mín
Þórarinn Ingi er ekki með í dag þar sem ekki náðist að krækja í keppnisleyfi í tæka tíð.
19. mín
Fyrsta alvöru marktilraun Fram. Mistök í vörn ÍBV og Arnþór Ari skaut yfir af löngu færi.
26. mín
Enn og aftur hætta við mark Fram. Erfitt fyrir Hörð að reikna út stefnu boltans í þessum vindi sem hér er.
27. mín
HÖRKUFÆRI!!! Víðir Þorvarðarson fékk frábært skotfæri en hitti ekki markið! Þarna hefði hann getað tvöfaldað forystuna.
29. mín
Tryggvi stálheppinn þarna! Missti boltann yfir sig og Eyjamenn voru komnir tveir gegn einum en fóru illa með þessa sókn!
37. mín
Framarar hafa verið meira með knöttinn síðustu mínútur. Það er að lifna aðeins yfir gestunum virðist vera.
39. mín
"Viltu ekki fá fundarborð svo menn geti fengið sér sæti?" öskrar áhorfandi á Þórodd Hjaltalín dómara. Þóroddur mikið fyrir að ræða málin og búinn að taka sér góðan tíma í að spjalla við flesta leikmenn vallarins.
40. mín
Hafsteinn Briem er utan vallar að fá aðhlynningu. Þokkalegar tafir hafa verið í þessum fyrri hálfleik.
41. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram)
Út:Hafsteinn Briem (Fram)
Hafsteinn farinn meiddur af velli.
45. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Brynjar Gauti fékk boltann í teignum eftir hornspyrnu og skot hans naumlega framhjá.
45. mín
HÁLFLEIKUR - Það getur ýmislegt gerst í þessum leik. Eins og fram hefur komið þá mun fram leika með vindi í seinni hálfleik. Ég giska á að Jói Kalli muni taka nokkur skotin.
46. mín
Hálfleikur á Hásteinsvelli pic.twitter.com/TDTf1S6xIr
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 20, 2014
48. mín
Maður komst heldur betur í þjóðhátíðarfílinginn í hálfleik þegar spilað var þjóðhátíðarlag Jóns Jónssonar. Þjóðhátíðin handan við hornið.
58. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (Fram)
Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
Fróðlegt að sjá hvort Ásgeir komi með betri hugmyndir í sóknaraðgerðum Fram.
65. mín
Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
Braut illa á Jonathan Glenn. Einhverjir Eyjamenn í stúkunni vildu sjá rauðan lit.
67. mín
Aron Þórður var að koma sér í dauðafæri þegar hann lenti í árekstri við Dean Martin en ekkert var dæmt. Aron mjög ósáttur.
70. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!! Eftir skyndisókn ÍBV renndi Brynjar Gauti boltanum á Víði Þorvarðarson sem var einn á auðum sjó en Hörður í markinu varði vel.
73. mín
Fram fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Jói Kalli átti fast skot en beint á Abel sem gerði vel í að handsama knöttinn og halda honum.
92. mín
MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
ÞVÍLÍK MISTÖK HJÁ MARKVERÐI FRAM! Hörður fór í skógarhlaup langt út úr teignum og missti af boltanum. Þá mætti sjálfur Glenn og kom boltanum auðveldlega í tómt markið! Sigur ÍBV innsiglaður.
Byrjunarlið:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
('41)
6. Arnþór Ari Atlason
9. Haukur Baldvinsson
('71)
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
33. Alexander Már Þorláksson
('58)
Varamenn:
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson
8. Aron Þórður Albertsson
8. Einar Bjarni Ómarsson
11. Ásgeir Marteinsson
('58)
14. Halldór Arnarsson
16. Aron Bjarnason
('71)
('41)
Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Gul spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('89)
Arnþór Ari Atlason ('86)
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('65)
Rauð spjöld: