City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
1
Þór/KA
Mist Edvardsdóttir '29
0-0 Kayla June Grimsley '30 , misnotað víti
Elín Metta Jensen '64 1-0
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir '92
20.07.2014  -  16:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Rakel Logadóttir ('46)
7. Hildur Antonsdóttir ('66)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
20. Gígja Valgerður Harðardóttir ('71)
22. Dóra María Lárusdóttir

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
8. Laufey Björnsdóttir ('46)
16. Katla Rún Arnórsdóttir ('71)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
24. Agnes Þóra Árnadóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Mist Edvardsdóttir ('29)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og Þórs/KA í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Leikið er á Vodafonevellinum á Hlíðarenda í fallegu veðri, 17 stiga hita, nánast logni, úrkomulaust og sólin gægist fram úr skýunum.

Þegar mótið er hálfnað er Valur í 6. sæti deildarinnar með 14 stig og Þór/KA i 3. sæti með 17 stig.
Fyrir leik
Síðasti leikur Vals var heima gegn Selfossi á þriðjudaginn. Selfoss vann leikinn 1-3 og Þór Hinriksson þjálfari gerir þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik.

Ólína G. Viðarsdóttir tekur út leikbann og þær Laufey Björnsdóttir og Katrín Gylfadóttir setjast á bekkinn. Í þeirra stað koma inn þær Rakel Logadóttir, Gígja Valgerður Harðardóttir og Hugrún Arna Jónsdóttir.

Vegna bilana í gagnagrunni KSÍ hefur Þór/KA ekki náð að skila upplýsingum um sitt lið ennþá en við vonum að það skili sér þegar nær dregur leiknum.
Fyrir leik
Svolítið gamaldags en handskrifuð skýrsla með nöfnum leikmanna var að detta í hús, redding því gagnagrunnur KSÍ er bilaður.

Lið Þórs/KA er því komið klárt hérna hægra megin við textann og þar má sjá að Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari gerir enga breytingu á liðinu frá 0-1 sigrinum á FH síðasta sunnudag.
Fyrir leik
Það er metnaður hjá KSÍ í dómaramálum í dag því Garðar Örn Hinriksson, einn af allra bestu dómurum landsins, er dómari leiksins í dag.
Fyrir leik
Það er byrjað að týnast fólk í stúkuna og menn eins og Zoran Moiljkovic sem vann ófáa Íslandsmeistaratitlana hér á landi sem leikmaður og þjálfaði Þrótt á síðasta ára og Þorgrímur Þráinsson eru mættir.
Fyrir leik
Rakel Logadóttir fær blómvönd og viðurkenningaskjöld frá Berki Edvardssyni formanni Vals fyrir að spila sinn 200. leik í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Valur byrjar með boltann og leikur í átt að Öskjuhlíðinni.
10. mín
Það er voðalega rólegt yfir þessu enn sem komið er og engin alvöru færi að líta dagsins ljós.
12. mín
Thanai Annis með fast skot í teignum en beint á Þórdísi í markinu.
25. mín
Svava Rós var að komast í gott færi í teignum en Roxanne Barker markvörður Þórs/KA sá við henni og var fljót út í teiginn og tók boltann.
28. mín
Þórdís María handlék boltann eftir sendingu til baka. Þór/KA fær óbeina aukaspyrnu rétt innan teigs til hliðar.
29. mín Rautt spjald: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Ég veit ekki hvað gerðist en Garðar Örn dæmir vítaspyrnu í kjölfar aukaspyrnunnar og Mist fær að líta rauða spjaldið. Ég hreinlega sá ekki hvað gerðist.
30. mín Misnotað víti!
Kayla June Grimsley (Þór/KA)
Þórdís María Aikman varði vel tekna vítaspyrnu Kaylu út við hornið glæsilega og því enn markalaust.
32. mín
Helena Rós með skot í þverslá og niður.
33. mín
Dóra María Lárusdóttir fær nýtt hlutverk í kjölfar þess að Mist fékk rauða spjaldið því hún bakkar niður í miðvarðarstöðuna. Vörnin samanstendur því af Dóru Maríu og Rebekku í miðvörðum og Gígju og Hugrúnu í bakvörðum.
39. mín
Lillý Rut með skot langt utan af velli en framhjá Valsmarkinu.
40. mín
Rakel slapp í gegnum vörn Þórs/KA og reyndi að setj boltann yfir Roxanne sem varði frá henni.
43. mín
Heiða Ragney með skot hátt yfir mark Vals.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Vodafonevellinum, ekkert mark verið skorað en rautt spjald og misnotað víti.
46. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (Valur) Út:Rakel Logadóttir (Valur)
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
55. mín
Kayla lék á tvo varnarmenn og sendi innfyrir á Thanai Annis en Þórdís María sá við henni og hirti boltann.
62. mín
Inn:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Út:Lillý Rut Hlynsdóttir (Þór/KA)
64. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hugrún Arna Jónsdóttir
Frábært mark hjá Val, Hugrún Arna sendi mjög góða sendingu af vinstri kantinum inn í teig, beint á kollinn á Elínu Mettu Jensen sem skallaði í markið. Manni f ærri er Valur komið með forystuna.
65. mín
Munaði engu að Þór/KA jafnaði strax, Arna Sif skallaði í þverslánna á marki Vals.
66. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Hildur Antonsdóttir (Valur)
67. mín
Svava Rós skaut góðu skoti rétt framhjá marki Þórs/KA.
68. mín
Inn:Freydís Anna Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
71. mín
Inn:Katla Rún Arnórsdóttir (Valur) Út:Gígja Valgerður Harðardóttir (Valur)
77. mín
Freydís Anna næstum búin að fá boltann á hættulegum stað í teignum en Þórdís var fljót að átta sig og tók hann af henni.
84. mín
Elín Metta skallar framhjá marki Þórs/KA eftir sendingu Hallberu.
85. mín
Inn:Oddný Karólína Hafsteinsdóttir (Þór/KA) Út:Hafrún Olgeirsdóttir (Þór/KA)
90. mín
Venjulegum leiktíma að ljúka og Valur er liðið sem er að sækja meira. Taka þær sigur hérna manni færri?
92. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist með skot fyrir utan teig í bláhornið. Þór/KA að landa mikilvægu stigi hérna í lokin.
93. mín
Oddný Karolína setti boltann í hliðarnetið eftir undirbúning Kaylu og Thanai.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Viðtöl koma á eftir.
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Lára Einarsdóttir
4. Karen Nóadóttir
5. Thanai Lauren Annis
6. Kayla June Grimsley
9. Hafrún Olgeirsdóttir ('85)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('68)

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Freydís Anna Jónsdóttir ('68)
16. Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('85)
22. Ragnhildur Inga Baldursdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: