Víkingur R.
1
0
Fjölnir
Igor Taskovic
'89
1-0
21.07.2014 - 19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
('33)
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
('86)
22. Alan Lowing
Varamenn:
19. Stefán Bjarni Hjaltested
26. Ásgeir Frank Ásgeirsson
29. Agnar Darri Sverrisson
('33)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Pape Mamadou Faye ('87)
Darri Steinn Konráðsson ('61)
Dofri Snorrason ('33)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl!
Ég býð ykkur velkomin í beina textalýsingu héðan úr Víkinni þar sem heimamenn í Víkingi taka á móti Fjölni.
Um er að ræða nýliðaslag í 12. umferð Pepsi-deildarinnar.
Ég býð ykkur velkomin í beina textalýsingu héðan úr Víkinni þar sem heimamenn í Víkingi taka á móti Fjölni.
Um er að ræða nýliðaslag í 12. umferð Pepsi-deildarinnar.
Fyrir leik
Víkingar með Aron Elís Þrándarson fremstan í farabroddi hafa verið á blússandi siglingu í deildinni að undanförnu. Hafa þeir unnið fjóra af síðustu fimm leikjunum sínum, en inn á milli kom eitt tap gegn Íslandsmeisturum KR á útivelli.
Á sama tíma hefur lítið gengið hjá Fjölni, sem einungis hefur unnið einn sigur eftir að hafa lagt Víkinga að velli í 1. umferð. Hefur liðið tapað fjórum leikjum í síðustu fimm umferðum og er án sigurs síðan 8. maí.
Á sama tíma hefur lítið gengið hjá Fjölni, sem einungis hefur unnið einn sigur eftir að hafa lagt Víkinga að velli í 1. umferð. Hefur liðið tapað fjórum leikjum í síðustu fimm umferðum og er án sigurs síðan 8. maí.
Fyrir leik
Það styttist í leik og byrjunarliðin eru komin. Þjálfararnir gera báðir tvær breytingar á liðum sínum frá síðustu umferð.
Fyrir leik
Fjölnismenn þurfa að fara að ná í fleiri stig ef ekki á illa að fara. Liðið náði í tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum, en hefur ekki unnið leik síðan þá. Liðið hefur 11 stig úr 11 leikjum.
Staða Víkinga er á sama tíma öllu betri. Liðið hefur komið talsvert á óvart, hefur 19 stig og situr í 4. sæti
Staða Víkinga er á sama tíma öllu betri. Liðið hefur komið talsvert á óvart, hefur 19 stig og situr í 4. sæti
Fyrir leik
Það er gott veður í Reykjavík í dag og stefnir í að stúkan verði þétt setin.
Liðin eru að ganga inn á völl.
Liðin eru að ganga inn á völl.
3. mín
Víkingsmenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Varnarmenn Fjölnis ná að koma boltanum aftur fyrir endalínu eftir flotta skyndisókn.
6. mín
Ívar Örn í vandræðum undir pressu Guðmundar Karls. Boltinn berst á endanum til Ingvars Kale í marki Víkings og hættan líður hjá.
10. mín
Fjölnismaðurinn Guðmundur Karl með fína aukaspyrnu inn í teig Víkinga en Ingvar er vel á verði í markinu og grípur boltann auðveldlega.
22. mín
Kjartan Digne í fínu færi utarlega í teignum. Skot hans er hinsvegar nokkuð yfir markið.
23. mín
Og nú var það hinn bakvörður Víkinga, Ívar Örn Jónsson sem skýtur að marki. Aukaspyrna hans fer rétt framhjá.
28. mín
Ingvar Þór Kale ver frá Fjölnismönnum úr dauðafæri!! Þarna voru gestirnir ansi nálægt því að komast yfir. Atli Már náði einnig ekki til frákastsins fyrir opnu marki og Víkingum tekst að hreinsa
33. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Ívar Örn farinn af velli eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi.
40. mín
Christopher Tsonis í ágætis færi en heimamenn fjölmenna í kringum hann og tekst þeim að blokka skotið.
41. mín
Inn:Matthew Turner Ratajczak (Fjölnir)
Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
Önnur skipting í leiknum vegna meiðsla. Árni Kristinn neyðist til að fara að velli eftir að hafa meiðst í samstuði fyrir nokkrum mínútum.
45. mín
Kominn hálfleikur í afar daufum leik. Gæði hefur vantað fram á við hjá báðum liðum.
Við komum aftur eftir korter.
Við komum aftur eftir korter.
54. mín
Hlutirnir hafa ekki verð að ganga hjá Aroni Elís í kvöld. Rétt í þessu átti hann skot innan teigs sem engin hætta var af.
58. mín
Gunnar Valur dæmdur brotlegur á vallarhelmingi Víkinga. Bekkurinn hjá Fölni er ósáttur lætur vel í sér heyra!
60. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Víkingur R.)
Út:Michael Maynard Abnett (Víkingur R.)
61. mín
Gult spjald: Darri Steinn Konráðsson (Víkingur R.)
Fær spjald illkvitnislegt brot.
62. mín
Darri Steinn gerist brotlegur utarlega við teig Víkings. Fjölnismenn eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.
63. mín
Fín aukaspyrna lendir á pönnunni á Matthew Turner. Skalli hans úr fínu færi er hinsvegar beint á Ingvar Kale.
64. mín
Fjölnismenn að gera sig líklega. Kjartan Digne bjargaði nú á síðustu stundu í horn.
67. mín
Hætta við mark Fjölnis! Fyrirgjöf af vinstri kantinum berst til Pape sem bjóst greinilega ekki við því að boltinn kæmi til sín. Hann náði ekki stjórn á boltanum og eftir smá pressu endar sóknin með því að boltinn fer aftur fyrir endalínuna.
68. mín
Kristinn Jóhannes með ágætt skot sem siglir framhjá.
Leikir sumarsins hafa margir hverjir verið skemmtilegari en þessi. Þó er ennþá von, 20 mínútur eftir.
Leikir sumarsins hafa margir hverjir verið skemmtilegari en þessi. Þó er ennþá von, 20 mínútur eftir.
78. mín
Víkingar hafa verið mun meira með boltann síðustu 10-15 mínúturnar. Þeir ná þó ekki að komast í gegnum vörn gestanna sem hefur verið öflug í kvöld.
84. mín
Bergsveinn eitthvað ósáttur með Pape og vill meina að hann hafi notað olnbogann er þeir stukku saman upp í bolta. Þeir skiptast á einhverjum ágætlega völdum orðum.
86. mín
Inn:Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R.)
Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
87. mín
Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Þarna munaði litlu að allt færi í bál og brannd! Pape og Bergsveini lendir aftur saman. Bergsveinn stjakaði við Pape sem lenti á auglýsingaskilti. Leikmennirnir settu kassana saman og þurfti að stíga á milli þeirra. Báðir uppskera þeir gul spjöld.
89. mín
MARK!
Igor Taskovic (Víkingur R.)
MAAAARK!!!!! FYRIRLIÐINN IGOR TASKOVIC ÞRUMAR KNETTINUM Í BLÁHORNIÐ EFTIR DARRAÐADANS Í TEIG FJÖLNIS!
Fögnuður heimamanna sem fjölmenntu á leikinn er ósvikinn! Stefnir í fimmta sigur Víkings í sex leikjum.
Fögnuður heimamanna sem fjölmenntu á leikinn er ósvikinn! Stefnir í fimmta sigur Víkings í sex leikjum.
90. mín
Fjölnismen eiga aukaspyrnu fyrir utan teig. Föst spyrna Ragnars Leóssonar fer langt yfir!
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
10. Aron Sigurðarson
('81)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
9. Þórir Guðjónsson
('81)
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson
('63)
Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson
Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('87)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('55)
Gunnar Valur Gunnarsson ('52)
Rauð spjöld: