City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
2
4
FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson '10
Árni Vilhjálmsson '11 1-1
1-2 Atli Viðar Björnsson '30
1-3 Kassim Doumbia '39
Kassim Doumbia '40
Arnór Sveinn Aðalsteinsson '44 2-3
2-4 Jón Ragnar Jónsson '90
21.07.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1187
Maður leiksins: Róbert Örn Óskarsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('84)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('66)
18. Finnur Orri Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('78)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
15. Davíð Kristján Ólafsson ('84)
22. Ellert Hreinsson ('66)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Gísli Páll Helgason ('64)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu Fótbolta.net frá Kópavogsvelli. Hér eigast við Breiðablik og FH eftir rúma klukkustund.
Fyrir leik
Blikar hafa rifið sig eilítið í gang eftir slæma byrjun og unnið tvo síðustu leiki sína eftir að hafa ekki sigrað leik í fyrstu níu umferðunum. Með sigri getur liðið vippað sér upp í efri hluta deildarinnar.

FH-ingum hefur gengið öllu betur og eru í öðru sæti deildarinnar. Þrjú stig eru niður í KR en aðeins eitt stig í toppsætið og ljóst að sigur færir þeim efsta sætið á nýjan leik.
Fyrir leik
Lítum aðeins á leiki liðanna undanfarin ár. Frá 2009 hafa liðin att kappi saman nítján sinnum og aðeins einu sinni hafa Blikar unnið. Fimm leikir hafa endað með jafntefli en restin hefur verið eign FH. Markatalan er 39-15 Hafnfirðingum í vil.

Fyrri leikur liðanna á þessu tímabili átti að fara fram á Kópavogsvelli en var færður í Kaplakrika sökum ástands vallarins. Honum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hólmar Örn Rúnarsson jafnaði fyrir FH eftir að Tómas Óli Garðarsson hafði komið Breiðabliki yfir.
Fyrir leik
Guðmundur Benediktsson teflir fram óbreyttu liði frá síðasta deildarleik á meðan Heimir Guðjónsson gerir fimm breytingar.

Pétur Viðarsson tekur út leikbann í dag og Davíð Þór Viðarsson, Böðvar Böðvarsson og Ólafur Páll Snorrason setjast á varamannabekkinn. Kristján Gauti Emilsson er ekki í hóp en hann hefur verið í viðræðum við NEC Nijmegen í Hollandi.

Þeirra stöður taka þeir Sean Reynolds, Ingimundur Níels Óskarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Emil Pálsson og Jonathan Hendrickx.
Fyrir leik
Leikurinn hér í dag er í sextugasta skipti sem þessi lið eigast við frá upphafi. FH hefur unnið 29 leiki, Breiðablik nítján og ellefu hafa endað með jafntefli.

Fyrsti leikurinn fór fram í bikarkeppninni árið 1964 á Hvaleyrarholtsvelli en þá vann Breiðablik 4-2 heimasigur.

Fyrir leik
Blikar eru mættir á grasið og byrjaðir að hita sig upp. FH-ingar eru hins vegar nokkuð fámennir enn sem komið er. Tel báða markverðina auk tveggja annara leikmanna.
#fotboltinet

Sértu í stúkunni eða að fylgjast með leiknum á einhvern annan hátt þá geturðu tekið þátt í umræðu um hann með því að nota hashtagið hér að ofan.
Fyrir leik
Flautan verður í munni Þorvaldar Árnasonar í þessum leik og honum til halds og trausts verða Sigurður Óli Þórleifsson og Birkir Sigurðsson. Vonum að þessi leikur gangi nokkuð snuðrulaust fyrir sig og þeir þurfi að flauta sem minnst á meðan honum stendur.
Fyrir leik
Ég er að velta fyrir mér hvaða völlur státar af verstu tónlistinni. Baráttan er hörð milli Fjölnisvallar og Kópavogsvallar. Undarlegustu lög sem fá að hljóma á þeim völlum. Ég meina, hver spilar Dolphin's Cry tvisvar á hálftíma?
Fyrir leik
Aðstæðurnar hérna í kvöld eru ágætar. Smá blástur sem ætti ekki að trufla leikmenn að neinu viti.
Fyrir leik
Liðin eru að rölta til búningsherbergja. Tíu mínútur í að leikurinn verði flautaður á.

Fyrir leik
Á tweetinu hér að neðan er hægt að sjá mætinguna (óglöggt) í stúkunni. Fólk er að koma hérna smám saman. Vonandi verður ágæt stemning hérna.
Fyrir leik
Allt er tilbúið hér á vellinum nema á völlinn vantar liðin. Styttist í að leikurinn fari í gang.
Fyrir leik
Liðin mætt. Fyrirliðar í dag eru Finnur Orri Margeirsson hjá heimamönnum og Atli Viðar Björnsson ber bandið hjá gestunum.
1. mín
Þorvaldur Árnason hefur flautað leikinn á og um leið byrjar sólin að skína á völlinn.
2. mín
Breiðablik:
Gísli - Elfar Freyr - Finnur - Arnór
Höskuldur - Andri - Guðjón - Elvar
Elfar Árni - Árni

FH:
Jón - Reynolds - Doumbia - Hendrickx
Hólmar - Hewson
Atli Guðna - Emil - Ingimundur
Atli Viðar

8. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI HJÁ BLIKUM!!! Annaðhvort Guðjón Pétur eða Elvar Páll þræddi þvílíkan draumabolta í gegnu FH-vörnina þar sem Andri Yeoman var á flottum stað. Róbert kom út og Andri renndi boltanum til hliðar í stað þess að fara sjálfur. Árni átti svo skot sem varnarmaður komst fyrir.
10. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
Bókstaflega strax í næstu sókn fá heimamenn mark í grímuna. Atli Viðar vann boltann á miðjum vallarhelmingi og fann samherja í Emil Pálssyni. Hann renndi boltanum út í teiginn frá hægri og Ingimundur Níels var mættur á vítapunktinn og setti boltann í netið framhjá Gunnleifi.
11. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
Grænklæddir svara strax í kjölfarið! Elvar Páll sendi boltann fyrir þar sem Árni átti flottan, hálfgerðan flugskalla, að marki. Róbert Örn var vel á verði og sýndi skjót viðbrögð með að verja boltann. Boltinn datt niður í teiginn og Árni náði að skríða að boltanum og skalla hann yfir línuna.

Sannkallaðar martraðarmínútur beinu textalýsinganna.
15. mín
Mikið fjör hérna fyrsta korterið. Liðin sækja bæði fram og til baka og leikmenn eru að finna glufur út um allt til að keyra á.
20. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Togaði í Árna Vill sem hefði verið í áskjósanlegri stöðu hefði hann ekki verið stoppar. Látbragðið eftir að línuvörðurinn laggaði var síðan náttúrulega spjald útaf fyrir sig.
22. mín
Hólmar Örn tók aukaspyrnu sem sveif yfir pakkann og endaði á fjærstönginni. Sýndist það vera Emil Páls sem náði skallanum en hann var laus og framhjá markinu.
25. mín
Hendrickx með fínan sprett upp vinstri og sendir fyrir þar sem fyrirliðinn Atli Viðar kemst í boltann. Elfar Freyr tæklaði fyrir skotið og í hornspyrnu.
30. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
Það er komið tvö eitt í þennan leik. Eftir að leikurinn hafði róast pínulítið átti FH fína sókn. Ingimundur Níels sendi flottan bolta fyrir sem Emil Pálsson skallaði fast á Gunnleif. Hann varði boltann en út í teiginn og Atli Viðar var, líkt og svo oft áður, réttur maður á réttum stað og kláraði færið.
36. mín
Á þetta ekki að vera víti? Eftir ágætt uppspil Blika var Árni Vill með ágætis tilraun til hælsendingar fyrir markið. Elvar Páll náði boltanum og Róbert Örn mætti út og klippi Elvar niður.

Öskureiðir heimamenn heimtuðu vítaspyrnu en fengu ekki. Gummi Ben reif meira að segja upp plast drasl sem er við hlaupabrautina og grýtti því í jörðina.
38. mín
Emil Pálsson og Ingimundur Níels með ágætis samspil sem endar með skoti þess síðarnefnda. Arnór Sveinn kemst fyrir skotið og tæklar það í hornspyrnu.
39. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Hólmar Örn Rúnarsson
Beint eftir hornspyrnuna bara. Hólmar með flotta spyrnu sem hittir á dreddana á Kassim "The Dream" Doumbia og boltin bombar í markið undir Gunnleif.
39. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
40. mín Rautt spjald: Kassim Doumbia (FH)
Doumbia fær sitt annað gula spjald strax eftir miðjuna. Stekkur upp og slæmir hendi í boltann nokkuð fyrir utan teig.
40. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Eftir spjaldið upphófst smá reikistefna og menn ýttu aðeins í hvorn annan. Menn vildu meina að ýtt hefði verið við Doumbia og því hefði hann slegið boltann Hefði ekki veirð viljandi. Jón Ragnar fær gult spjald fyrir sinn þátt í mótmælunum.
43. mín Gult spjald: Atli Guðnason (FH)
Straujar Höskuld Gunnlaugsson harkalega niður við hliðarlínuna. Fyrirliðinn Atli Viðar reynir að malda í móinn.
44. mín MARK!
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Það er bókstaflega allt að gerast í þessum leik. Af hverju var þetta ekki sjónvarpsleikur?

Aukaspyrnan eftir brotið á Höskuldi er tekin stutt og boltinn berst aftur til Guðjóns Péturs sem sendir fyrir með vinstri. Sýndist Arnór Sveinn skalla þetta úr D-boganum í stöngina og inn. Laglegt mark.
45. mín
Í uppbótartíma fyrri háfleliks á stingur Gísli Páll varnarmanninn sinn af og sendir út á Elfar Árna. Hann á fast skot í varnarmann sem nær ekki að marki.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks í leik sem hefur bókstaflega allt. Hraða, færi, spjöld og mörk. Vonandi heldur sá síðari áfram þar sem sá fyrri hætti.

45. mín
Það er baulað á Þorvald dómara þegar hann gengur af velli. Sýndist hann ekki heyra neitt af því enda í hrókasamræðum við Atla Viðar sem hefur greinilega athugasemd eða tvær.

45. mín
Það er staðfest. Doumbia tók sig til og reif í hendina á Þorvaldi um leið og hann lyfti rauða spjaldinu. Spurning hvaða áhrif það mun hafa.

46. mín
Inn:Davíð Þór Viðarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Síðari hálfleikurinn hafinn. Giska á að FH-ingar detti töluvert neðar á völlinn núna.
49. mín
Gísli Páll er með stórhættuleg innköst. Þessi flaug inn í pakkann og skapaði usla. Fór framhjá einum eða tveimur Blikum áður en Jón Ragnar hreinsaði aftur fyrir í horn.

Eftir hornið nær Elfar Freyr skalla sem er nú ekki merkilegur.
53. mín
Heimir Guðjónsson svara áhorfanda upp í stúku fullum hálsi. Grjóthaltu kjafti! svarar hann gjammara.
56. mín
Breiðablik er að þyngja sóknina! Elfar Árni með fast skot sem Róbert Örn varði fimlega. Mikill darraðadans í teignum í aðdraganda þess.

63. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
FH-ingar í spjaldasöfnun. Ingimundur fór bara beint í Arnór Svein þarna og var aldrei að spá í boltann.
64. mín Gult spjald: Gísli Páll Helgason (Breiðablik)
Elfar Freyr Helgason kemur boltanum í netið en Þorvaldur dæmir markið af! Vildi meina að einhver hefði prílað upp á einhvern. Sá allavega eitthvað sem ég missti alveg af.

Gísli Páll fékk gult spjald fyrir að mótmæla dómnum.
65. mín
Rosalega er Finnur Orri góður í fótbolta. Atli Viðar og Ingimundur pressuðu báðir á hann og hann var svo yfirvegaður, sneri bara á þá eins og þeir væru ekki þarna.
66. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Einum færri Elvar/Elfar til að ruglast á. Elvar hefur skilað mjög góðu dagsverki í dag og verið mjög líflegur úti á vinstri vængnum.

70. mín
Dæmd aukaspyrna á Sean Reynolds og Heimir og Willum öskra hressilega á hvorn annan. Þingmaðurinn bakkar á undan. Fá báðir tiltal frá Sigurði aðstoðardómara.
72. mín
Inn:Ólafur Páll Snorrason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Ólafur tekur við bandinu þegar hann kemur inn á.

75. mín
Ingimundur Níels og Atli Guðnason leika saman og Atli nær skoti. Gunnleifur ver boltann en missir hann. Nær honum í annari tilraun.
76. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Ljót tækling á Árna Vilhjálmsson, beint í löppina á honum. Margir vildu annan lit á þetta spjald.

Grjóthaldu kjafti! er öskrað úr stúkunni og Heimir Guðjóns gefur thumbs up.
77. mín
Andri Yeoman haltrar útaf og heldur um lærið. Skipting í vændum.
78. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
79. mín
Olgeir kynnir sig með góðu langskoti. Róbert Örn þurfti að kasta sér vel til hliðar til að verja þetta.
80. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Ingimundur uppsker mikið lófaklapp frá FH-ingum í stúkunni. Allavega annað hvort hann eða Brynjar. Síðasta skipting FH í þessum leik.
83. mín
FH-ingar hættu sér fram, Hewson sendi út á Jón Ragnar sem var með haug af plássi og lagði boltann fyrir markið. Boltinn fór hárfínt fyrir aftan Hewson og FH fékk ekkert úr þessu færi.
84. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Skiptingarnar búnar.
85. mín
Aftur fá gestirnir tækifæri á að gera út um þennan leik. Atli Guðnason hélt boltanum vel, lagði hann til hliðar á Ólaf Pál en skot hans himinhátt yfir markið úr kjörstöðu.
89. mín
Gunnleifur sýndi sambatakta og lék á Atla Guðna eftir að hafa fengið sendingu til bara frá Finn Orra. FH hluti stúkunnar öskraði á hann að taka boltann með höndum.
90. mín
Uppbótartími mættur. Ég tippa á þrjár mínútur.
90. mín
Hornspyrna og Gunnleifur fer fram en samt ekki inn í teig. Neuerar bara í við miðhringinn.
90. mín MARK!
Jón Ragnar Jónsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
JÓN RAGNAR JÓNSSON KLÁRAR ÞENNAN LEIK!!!

Atli Guðnason fékk boltann og Gunnleifur var ekki í markinu. Atli leit við sá Gunnleif, áttaði sig á aðstæðum og gaf í. Gunnleifur elti hann á fullu gasi. Það var bara ekki nóg. Í stað þess að reyna skot af löngu færi renndi Atli boltanum til hliðar á Jón Ragnar sem renndi sér á boltann og kláraði þennan leik!

ÞVÍLÍK SKEMMTUN!!!
Leik lokið!
Rándýrir punktar hér hjá FH.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Emil Pálsson ('46)
2. Sean Michael Reynolds
6. Sam Hewson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('80)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('72)
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('80)
24. Ási Þórhallsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Hólmar Örn Rúnarsson ('76)
Ingimundur Níels Óskarsson ('63)
Atli Guðnason ('43)
Jón Ragnar Jónsson ('40)
Kassim Doumbia ('39)
Kassim Doumbia ('20)

Rauð spjöld:
Kassim Doumbia ('40)