FH
2
0
Neman Grodno
Atli Guðnason
'42
1-0
Atli Viðar Björnsson
'80
2-0
24.07.2014 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Forkeppni Evrópudeildar (fyrri leikur fór 1-1)
Dómari: Nerijus Dunauskas (Litháen)
Kaplakrikavöllur
Forkeppni Evrópudeildar (fyrri leikur fór 1-1)
Dómari: Nerijus Dunauskas (Litháen)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
('76)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
('57)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
Varamenn:
2. Sean Michael Reynolds
3. Guðjón Árni Antoníusson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('76)
17. Atli Viðar Björnsson
('57)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Sigurður Gísli Snorrason
Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Hafnarfjörður! Framundan er síðari leikur FH og Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureignin ytra fór 1-1 svo FH er í góðri stöðu fyrir þennan seinni leik í Krikanum.
Fyrir leik
Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er ekki með FH í kvöld vegna leikbanns en hann fékk rautt spjald í fyrri leiknum sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Þá er sóknarmaðurinn Kristján Gauti Emilsson farinn frá FH til NEC Nijmegen en Kristján skoraði mark FH í Hvíta-Rússlandi úr glæsilegri aukaspyrnu.
Fyrir leik
Það verður vonandi svokallað þrumustuð á leiknum í kvöld en dagskráin hjá stuðningsmönnum FH er stíf. Upphitun hefur staðið yfir á enska barnum frá 16:00 en þeir allra hörðustu mættu fyrir þann tíma.
Fyrir leik
Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH:
,,Þetta er mjög gott lið. Við þurfum að hafa okkur alla við ef við ætlum okkur áfram. Þetta er lið sem spilar vel á milli sín boltanum og er sérstaklega gott í skyndisóknum. Því þurfum við að passa okkur að klára okkar sóknir og vera ekki að missa boltann á hættulegum stöðum."
,,Þetta er mjög gott lið. Við þurfum að hafa okkur alla við ef við ætlum okkur áfram. Þetta er lið sem spilar vel á milli sín boltanum og er sérstaklega gott í skyndisóknum. Því þurfum við að passa okkur að klára okkar sóknir og vera ekki að missa boltann á hættulegum stöðum."
Fyrir leik
Ég horfði á fyrri leik þessara liða með hjálp internetsins. FH er einfaldlega talsvert betra lið en Neman Grodno sem er í botnbaráttunni í Hvíta-Rússlandi. Það er bara skylda hjá Hafnarfjarðarliðinu og klára dæmið hér í kvöld. Ef FH fer áfram mætir liðið annað hvort Elfsborg frá Svíþjóð eða Inter Baku frá Aserbaidsjan. Staðan í því einvígi er 1-1 og framlenging í gangi í Aserbaidsjan.
Fyrir leik
Byrjunarlið FH má sjá til hliðar. Tvær breytingar frá fyrri leiknum.
Jonathan Hendrickx fékk rautt spjald í fyrri leiknum og kemur Böðvar Böðvarsson inn í byrjunarliðið. Kristján Gauti Emilsson er farinn til Hollands og er Emil Pálsson í fremstu víglínu. Atli Viðar Björnsson er því á bekknum.
Athygli vekur að Guðjón Árni Antoníusson er skráður á bekkinn en hann er væntanlega bara þarna til að fylla upp í skýrsluna enda á meiðslalistanum.
Jonathan Hendrickx fékk rautt spjald í fyrri leiknum og kemur Böðvar Böðvarsson inn í byrjunarliðið. Kristján Gauti Emilsson er farinn til Hollands og er Emil Pálsson í fremstu víglínu. Atli Viðar Björnsson er því á bekknum.
Athygli vekur að Guðjón Árni Antoníusson er skráður á bekkinn en hann er væntanlega bara þarna til að fylla upp í skýrsluna enda á meiðslalistanum.
I feel me so nervous to can t help my team mates ! Good luck guys! Afram FH! @fhingar @sir_reynolds_ @Boddi95 #EuropaLeague
— Jonathan Hendrickx (@jhendrickx26) July 24, 2014
Fyrir leik
Jæja komið að hinni hefðbundnu spá í fréttamannastúkunni.
Þorsteinn Haukur Harðarson, fyrrum blaðamaður á Séð og Heyrt:
2-1 sigur FH. Jón Ragnar og Atli Viðar með mörkin. Jón er kominn á bragðið eftir síðasta leik.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, mbl.is:
3-2. Lúxus leikur og mikið stuð.
Ingvi Þór Sæmundsson, Vísir.is:
1-0 FH. Atli Viðar Björnsson.
Þorsteinn Haukur Harðarson, fyrrum blaðamaður á Séð og Heyrt:
2-1 sigur FH. Jón Ragnar og Atli Viðar með mörkin. Jón er kominn á bragðið eftir síðasta leik.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, mbl.is:
3-2. Lúxus leikur og mikið stuð.
Ingvi Þór Sæmundsson, Vísir.is:
1-0 FH. Atli Viðar Björnsson.
Fyrir leik
Í fyrsta sinn í sögunni er boðið upp á plómur í fréttamannastúku #fhingar #fotboltinet pic.twitter.com/NzvYL57sjl
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 24, 2014
Fyrir leik
Ef FH fer áfram í kvöld (sem liðið á að gera) verður mótherjinn Elfsborg frá Svíþjóð. Elfsborg var að vinna strákana í Inter Baku í vítaspyrnukeppni. Rífandi fjör!
Kaplakrikinn í toppstandi #FH #Neman #Mafían pic.twitter.com/kfAIDR9Af7
— Ólafur Már Sigurðs (@OliMarSig) July 24, 2014
Endilega verið með okkur á Twitter í kvöld með því að nota kassamerkið #fotboltinet
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 24, 2014
Fyrir leik
Gaman að sjá annan aðstoðardómarann í upphitun. Hleypur meðfram línunni og æfir það að flagga rangstöðu með ímynduðu flaggi. Alvöru maður. Dómaratríóið er frá Litháen.
Fyrir leik
Friðrik Dór vallarþulur FH var að gefa þær innherjaupplýsingar að plómurnar sem eru í fréttamannastúkunni eru ræktaðar af Antoni Inga Leifssyni fjölmiðlafulltrúa FH. Frábært framtak það!
2. mín
Leikurinn átti að hefjast 19:15 en dómarinn er eitthvað að drífa sig og flautaði leikinn á 19:12.
7. mín
SVAKALEGUR SPRETTUR HJÁ SAM HEWSON!!! Hann fór svaðalega illa með vörn Neman-manna og kom sér í hörkufæri en á síðustu stundu björguðu gestirnir í horn! Þarna mátti litlu muna!
14. mín
Hættulegasti leikmaður Neman Grodno er kantmaðurinn Pavel Savitski númer 88 en hann er að búa til usla! Varnarlega er þetta lið mjög óöruggt og vonandi mun FH nýta sér það.
15. mín
Atli Guðnason öflugur og nær skoti á markið úr þröngu færi. Rapalis í marki gestaliðsins varði örugglega.
36. mín
Hinn afar geðþekki Aleksei Legchilin með skot af löngu færi en það var ömurlegt og langt framhjá. Tíðindalítill leikur það sem af er og fátt um fína drætti.
40. mín
Sam Hewson búinn að vera ógnandi og sýna góð tilþrif. "Ef það væri M-gjöf í Evrópukeppninni væri hann kominn með M," segir Þorkell Gunnar á Morgunblaðinu.
42. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
Stoðsending: Emil Pálsson
ÞVÍLÍK MARKMANNSMISTÖK!!! Sending sem Emil Pálsson átti og markvörður Neman kom út og hitti ekki knöttinn! Atli Guðnason fékk opið mark og tók sér góðan tíma áður en hann setti boltann í netið, vel gert!
45. mín
Hálfleikur - Staðan er 2-1 samtals fyrir FH og liðið í góðum málum þó ekkert sé í húsi enn.
45. mín
Markið hjá Atla minnti mig mikið á annað mark ÍBV gegn Fram á dögunum þar sem Hörður Fannar Björgvinsson í marki Fram fór í hræðilegt skógarhlaup.
45. mín
Þessi fyrri hálfleikur hefur alls ekki verið mikil skemmtun. En við sættum okkur við það fyrst staðan er þetta góð fyrir FH!
Þetta var alvöru handboltafinta hjá Atla Guðna á markvörðinn #velgert #logigeirs #fotboltinet #fh
— Jóhann Ingi Jónsson (@HeyJoe270) July 24, 2014
48. mín
Pavel Rybak með skot af löngu færi, lúmskt skot sem Róbert varði í horn. Gestirnir eru alls ekki af baki dottnir.
50. mín
Savitski með hörkuskot!! Róbert sló þennan bolta í horn. Neman Grodno ágengt hér í upphafi seinni hálfleiksins enda þarf liðið nauðsynlega á marki að halda.
51. mín
Emil Pálsson með fína fyrirgjöf og Atli Guðnason í baráttunni en dæmdur brotlegur. Fjörug byrjun á seinni hálfleiks.
61. mín
Óli Palli með aukaspyrnu á hættulegum stað en hitti boltann illa, nokkuð vel yfir markið.
69. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!! Stórhættulegt skot Dzmitry Rekish eftir góða sókn og Róbert Örn þurfti að hafa sig allan við til að verja þennan bolta í horn! FH-ingar geta andað léttar.
72. mín
Gestirnir mun meira með boltann. Gæti orðið aaaaaansiii langur lokakafli fyrir heimamenn með þessu áframhaldi.
80. mín
MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Hólmar Örn Rúnarsson
Stoðsending: Hólmar Örn Rúnarsson
ÞVÍLÍKT MARK!!! Stórglæsilegt mark sem Atli Viðar Björnsson skorar eftir aukaspyrnu Hólmars Arnar frá hægri. Tók á móti boltanum og þrumaði honum svo í netið. Stórglæsilega gert hjá markahróknum!
82. mín
Neman Grodno þarf nú tvö mörk í þessum leik! FH komið með annan fótinn og fjórar tær í næstu umferð þar sem sænska liðið Elfsborg bíður.
88. mín
Allur vindur úr gestunum. Virðist sem þeir hafi kastað inn handklæðinu hvíta eftir annað mark FH.
Byrjunarlið:
1. Marius Rapalis (m)
9. Ivan Dzenisevich
10. Dzmitry Rekish
13. Vladimir Veselinov
17. Yahor Zubovich
('64)
18. Pavel Rybak
23. Maksim Vitus
25. Ihar Yasinski
32. Igors Tarasovs
46. Aliaksei Lechylin
('64)
88. Pavel Savitski
Varamenn:
19. Aliaksandr Sulima (m)
4. Artsem Rakhamanau
5. Dzmitry Rauneika
8. Siarhei Liavitski
('64)
11. Dzmitry Kavalionak
('64)
14. Aliaksandr Aniukevich
15. Artsem Salavei
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ivan Dzenisevich ('41)
Rauð spjöld: