City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Haukar
4
1
HK
Hilmar Geir Eiðsson '43 1-0
Ásgeir Þór Ingólfsson '49 2-0
Brynjar Benediktsson '53 3-0
3-1 Andri Geir Alexandersson '62
Andri Steinn Birgisson '79
Andri Gíslason '92 4-1
24.07.2014  -  20:00
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
Zlatko Krickic ('59)
2. Helgi Valur Pálsson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('88)
19. Brynjar Benediktsson ('78)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
6. Úlfar Hrafn Pálsson
11. Matthías Guðmundsson
18. Andri Gíslason ('78)
21. Gísli Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson ('59)
28. Haukur Björnsson ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Steinn Birgisson ('62)

Rauð spjöld:
Andri Steinn Birgisson ('79)
Leik lokið!
Haukar vinna ótrúlegan 4-1 sigur gegn HK í sveiflukenndum leik. Fullt af mörkum, rautt spjald, misnotuð vítaspyrna og mikil læti.
92. mín MARK!
Andri Gíslason (Haukar)
Slapp einn innfyrir og skorar auðvelt mark. Vörnin galopin hjá HK-ingum.
90. mín
Gullfóturinn á Viktori Unnari sendi boltann í stöngina! Þvílíkt skot og þvílík óheppni.
88. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
87. mín
Inn:Axel Lárusson (HK) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
84. mín Gult spjald: Andri Geir Alexandersson (HK)
82. mín
HK-ingar fá aukaspyrnu og Sigurbjörn Hreiðars. er allt annað en sáttur með! Hann er trylltur á línunni og Jón Hjörtur Emilsson liðstjóri Hauka dansar stríðsdans á hliðarlínunni.

Aðstoðardómari eitt segir Bjössa að hætta þessu og segir að hann sé á síðasta séns.

Bjössi segir varamönnunum að þegja og slaka á. Hér er læti!
81. mín
Sigmar Ingi GREIP spyrnuna! Já, spyrnan var ekki beint á hann en hún var þrátt fyrir það ekki góð. Sigmar Ingi fór í rétt horn og hélt boltanum.

Virkilega mikilvæg varsla en með marki hefðu HK-ingar getað gert síðustu 10 mínúturnar að svakalegum mínútum!
80. mín
Víti!

Viktor Unnar tekur aukaspyrnu sem virðist fara í hendina á Hilmar Trausta sem stóð fyrir aftan varnarvegginn. Guðmundur Atli fer á punktinn.
79. mín Rautt spjald: Andri Steinn Birgisson (Haukar)
Fær sitt annað gula spjald. Réttur dómur hjá Vilhjálmi Alvari.
78. mín
Inn:Andri Gíslason (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
75. mín
Ásgeir Ingólfs. með skalla sem Beitir ver vel í horn. Fínn skalli og góð markvarsla.
71. mín
Ásgeir Þór Ingólfsson í dauðafæri! Frábær sending frá Helga Val frá hægri yfir til vinstri og Ásgeir með skot í nærstöngina!
70. mín
Haukar með annað stangarskot á tveimur mínútum, í þetta skiptið var það Brynjar Ben.
69. mín
Gestirnir skora en dæmdir rangstæðir. Réttur dómur, sennilega.
65. mín Gult spjald: Árni Arnarson (HK)
Hilmar Geir brýtur á varamanninum.
65. mín
Vó! Sigmar með frábæra markvörslu eftir skalla frá Guðmundi Atla. Endar síðan með skoti í hliðarnetið.
63. mín
Inn:Árni Arnarson (HK) Út:Atli Valsson (HK)
62. mín Gult spjald: Andri Steinn Birgisson (Haukar)
62. mín MARK!
Andri Geir Alexandersson (HK)
Stoðsending: Elmar Bragi Einarsson
Lagleg fyrirgjöf frá varamanninum og Andri Geir skallar hann í fjærhornið. Það er líf í gestunum.
59. mín
Inn:Elmar Bragi Einarsson (HK) Út:Hörður Magnússon (HK)
59. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
56. mín
HK-ingar verja á línu! Haukar eru á eldi hérna í seinni hálfleik.
53. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
Stoðsending: Hilmar Geir Eiðsson
Hilmar Geir lagði boltann inn í teig á Brynjar Ben. sem gerir vel, leikur á varnarmann HK og leggur boltann í nærhornið.

Þetta er ótrúlegt, þrjú færi Hauka í leiknum og þrjú mörk.
49. mín MARK!
Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Haukar tvöfalda forystu sína í leiknum. Ásgeir Þór tekur gott hlaup inn í vítateig HK án mikilla vandræða og sendir síðan boltann undir Beiti í markinu. Frekar auðvelt mark hjá Ásgeiri.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Sömu leikmenn og hófu leikinn.
45. mín
Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem Haukar eru óverðskuldað yfir í sumar og spurning hvort þetta verði þeirra kvöld í kvöld. Ekki hafa þau verið mörg í sumar Haukakvöldin.
45. mín
Haukar eru óverðskuldað yfir ef svo mætti segja.

Í lokin björguðu Haukar á línu eftir horn frá HK. Stuttu áður varði Sigmar Ingi með fótunum eftir skot frá Herði Magnússyni. HK-ingar hljóta að vera ósáttir með að vera undir miðað við gang leiksins.
45. mín
Hálfleikur. Haukar eru 1-0 yfir.
43. mín MARK!
Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
Stoðsending: Brynjar Benediktsson
Hilmar Geir tók laglega við boltanum við vítateigslínuna, snéri á Axel Vigni og skaut í snúningnum í nærhornið. Beitir í markinu stóð kjurr og boltinn í nærhornið. Laglegt mark.
36. mín
Brynjar Ben. með skot tilraun sem fer í varnarmann HK og rétt framhjá fjærstönginni. Haukar fá horn.
34. mín
Guðmundur Magnússon með hörku skot fyrir utan teig sem Sigmar slær í horn.
30. mín
Haukar og þá sérstaklega Sigmar Ingi í markinu stál heppnir!!!

Slakt skot að marki beint á Sigmar sem hann missir, beint til Harðar Magnússonar sem stóð fyrir framan Sigmar og potar í autt markið. Hann er hinsvegar dæmdur rangstæður og er allt annað en sáttur. Líklega réttur dómur þó erfitt að segja til um.
27. mín
Í Haukaliðið vantar helsta markaskorara liðsins Hilmar Rafn Emilsson og það sést vel á leik liðsins. Sóknarleikurinn lítill sem enginn hérna fyrsta hálftímann.
25. mín
Vá! Viktor Unnar með skot fyrir utan teig í þverslánna. C. Ronaldo style á boltanum á leiðinni í slánna. Sigmar Ingi stóð stjarfur á línunni.
24. mín
HK-ingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Viktor Unnar reið á vaðið en skotið ekki nógu gott og vel framhjá. Þetta var stórhættulegt færi.
21. mín
Guðmundur Atli með skot í hliðarnetið úr þröngu færi.
17. mín
Nákvæmlega ekkert að gerast.
11. mín
Jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar eitthvað að kítla sér aftan í læri spurning hvort hann sé eitthvað tæpur þar.
2. mín
HK-ingar stilla upp fimm manna vörn. Þriggja manna miðju og tvo frammi. Með Guðmundana tvö í fremstu víglinu.
1. mín
Leikurinn er byrjaður.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru farnir inn í klefa.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygs. gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafntefli gegn KV.

Guðmundur Magnússon og Viktor Unnar koma inn í byrjunarliðið, en Viktor Unnar svaf yfir sig í síðasta leik og missti þar með sæti sitt í liðinu. Hann hefur greinilega ekki sofið yfir sig í kvöld.
Fyrir leik
Sigurbjörn Hreiðars. gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 1-0 tapi gegn Þrótti í síðustu umferð.

Fyrirliði Hauka, Hilmar Trausti kemur inn eftir meiðsli síðustu vikur, Brynjar Benediktsson kemur inn í liðið auk Gunnlaugs Fannars sem var í banni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni gerðu þau 1-1 jafntefli í Kórnum.

Það munar sjö stigum á liðunum. Haukar eru með 14 stig en HK 21 stig.
Fyrir leik
Í kvöld kemur HK í heimsókn úr Kópavoginum og mætir rauða heimaliðinu í Haukum.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá DB Schenkervellinum, heimavelli Hauka í 1.deild karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
8. Atli Valsson ('63)
9. Davíð Magnússon
10. Guðmundur Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('87)
19. Viktor Unnar Illugason
20. Hörður Magnússon ('59)
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson ('87)
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
4. Leifur Andri Leifsson
6. Birgir Magnússon
20. Árni Arnarson ('63)
23. Elmar Bragi Einarsson ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Árni Arnarson ('65)
Andri Geir Alexandersson ('84)

Rauð spjöld: