City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
3
2
Motherwell
0-1 Steven Hammell '11
Ólafur Karl Finsen '37 , víti 1-1
1-2 Lionel Ainsworth '66
Rolf Toft '85 2-2
Atli Jóhannsson '113 3-2
24.07.2014  -  19:15
Samsung-völlurinn
Evrópudeild UEFA (fyrri leikur fór 2-2)
Aðstæður: Grátt og blæs í átt að Ásgarði
Dómari: Athanasios Giachos (Grikkland)
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('25)
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('105)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('107)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('105)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rolf Toft ('70)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu Fótbolti.net frá Samsung vellinum eða Samsung Stadium líkt og hann heitir í dag.

Hér á eftir tekur Stjarnan á móti Motherwell í síðari leik liðanna í annari umferð Evrópudeildar UEFA.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru komin á sinn stað. Mér sýnist á öllu að Rúnar Páll geri tvær breytingar á sínu liði frá leik liðsins gegn Fylki í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Rolf Toft og Atli Ottesen fara á bekkinn en Veigar Páll Gunnarsson og Ólafur Karl Finsen koma inn í staðinn.

Fyrir leik
Motherwell öðlaðist þátttökurétt í þessari keppni með því að enda í öðru sæti skosku deildarinnar á síðasta tímabili, 29 stigum á eftir Glasgow Celtics en tveimur stigum á undan Aberdeen.

Bikaraskápur félagsins verður seint kallaður kúffullur. Síðasti bikar sem liðið vann var skoski bikarinn árið 1991 en liðið lenti í öðru sæti árið 2011. Eini sigur félagsins í skosku úrvaldsdeildinni kom á millistríðsárunum.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í Skotlandi endaði með 2-2 jafntefli eftir að heimamenn höfðu komist í 2-0. Bæði mörk þeirra voru í boði Josh Law.

Ólafur Karl Finsen jafnaði hins vegar með tveimur mörkum úr vítaspyrnum. Hið fyrra kom þegar hálftími var liðinn af fyrri hálfleik en hið síðara undir lok leiksins.
Fyrir leik
Nái Stjarnan að landa sigri í þessari viðureign býður þeirra ferðalag til Eistlands eða Póllands. Staðan í leik Lech Poznan og Nomme Kalju er 2-0 fyrir heimamönnum í Lech og því samanlagt 2-1. Eistnesku Fram-banarnir þurfa því ekki nema mark til að komast áfram. Um tuttugu mínútur eru eftir af þeim leik.
Fyrir leik
Í skosku deildinni á síðasta tímabili fór John Sutton fyrir Motherwell en hann var næstmarkahæsti maður deildarinnar ásamt Kris Boyd hjá Kilmanrock með 22 mörk. Markahæstur var hins vegar Kris Commons hjá Celtic með 27 mörk. Lionel Ainsworth var einnig iðinn við kolann en hann skoraði ellefu mörk auk þess að hann lagði upp tíu önnur.

Fyrir leik
Fyrir leik
Áhugasamir geta horft á helstu atvik fyrri leiksins hér í færslunni fyrir neðan.
Fyrir leik
Dómaratríó þessa leiks er grískt. Athanasios Giachos fer fyrir því og ég ætla að vona að hann sleppi öllum umdeildum ákvörðunum því það er ömurlegt að stafa þetta nafn. Aðstoðardómararnir heita síðan Michail Karsiotis og Dimitrios Tatsis.
Fyrir leik
Það eru fáir áhorfendur mættir í stúkuna og þeir sem eru mættir eru flestir Skota megin í henni. Hátt í fjögurhundruð manns eltu liðið til landsins og rúmlega helmingur þeirra fékk ekki miða og verður að láta sér lynda að fylgjast með leiknum á einhverju öldurhúsi bæjarins.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er staðfest að sigurvegari þessarar viðureignar mun ferðast til Póllands. Lech Poznan sigraði Nomme Kalju með þremur mörkum gegn engu og samanlagt þrjú eitt.

Einnig má nefna að Víkingur Færeyjum náði að leggja norska liðið Tromsö eftir 2-1 útisigur. Elfsborg van síðan Inter Baku eftir vítaspyrnukeppni og gæti mætt FH ef FH sigrar sinn leik nú á eftir.

Fyrir leik
Varamarkvörður Skotanna er færeyskur og móðir hans, ef mig misminnir ekki, er íslensk. Hann var um skeið markvörður Man City er Joe Hart meiddist. Um skeið táknar í þetta sinn heilan einn leik.
Fyrir leik
Liðin eru að yfirgefa völlinn eftir upphitun. Það er aðeins tæpur stundarfjórðungur í að dómari leiksins flauti hann á!
Fyrir leik
Siggi dúlla ákvað að dressa sig upp í tilefni dagsins enda ekki jólin á hverjum degi. Hefur verið að spígspora um spariklæddur.
Fyrir leik
Allir leikmenn Motherwell að þremur undanskildum eru enskir eða skoskir. Báðir markverðirnir eru annars staðar frá en Twardzik er frá Tékklandi og Gunnar er færeyskur. Varamaðurinn Zaine Francis-Angol er svo frá Antigua og Barbuda.

Fyrir leik
Stúkan er að fyllast hægt og örugglega. Enn sem komið er heyrist lítið í áhorfendum þó fáeinir Skotar séu byrjaðir að syngja og tralla.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn og verið að kynna þau til leiks. Stúkan tók aldeilis við sér um leið og leikmennirnir mættu á staðinn. Fyrirliðar hér í dag eru Michael Præst hjá heimamönnum og Keith Lasley hjá gestunum.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Motherwell byrja með boltann.
2. mín
Stjarnan (4-2-3-1)
Vemmelund - Rauschenberg - Laxdal - Hörður
Atli - Præst
Arnar - Punyed - Finsen
Veigar

Motherwell (4-4-1-1)
Reid - Ramsden - McManus - Hammell
Ainsworth - Carswell - Lasley - Vigurs
Law
Sutton
8. mín
Fyrsta tilraun leiksins. Pablo Punyed reynir skot af löngu færi rétt framhjá.

Leikurinn byrjað af krafti en verið laus við öll markfæri og sénsa. Bæði lið eru að þreyfa fyrir sér.
11. mín MARK!
Steven Hammell (Motherwell)
Stoðsending: Lionel Ainsworth
Rosalega var þetta bjánalega einfalt. Motherwell hafa fengið fáeinar hornspyrnur hérna í uphafi og hafa alltaf stillt sér upp tveir til að taka þær. Lionel Ainsworth tók þessa og enginn ákvað að dekka vinstri bakvörðinn Steven Hammell. Hann kom á ferðinni inn í teiginn, fékk allan tíma heimsins til að athafna sig og skallaði af vítapunktinum beint í netið.
14. mín
Harka að færast í leikinn. Hressilegar tæklingar á báða bóga. Gríski dómarinn er þó á þeirri línu að vera ekkert að stoppa leikinn að óþörfu.
17. mín
Rosalega er alltaf léleg stemning í Garðabænum. Sagði enginn. Nokkurn tímann.
22. mín
Flott sending frá Vigurs innfyrir á Sutton sem reyndi að taka boltann með sér. Daníel Laxdal náði að hreinsa í horn.

Hornið var sent út á fyrirliðann Keith Lasley sem hamraði að marki en framhjá. Föst leikatriði gestanna eru hættuleg.
24. mín Gult spjald: Stephen McManus (Motherwell)
Fyrrum fyrirliði Celtic og leikmaður Middlesborough fær gult spjald fyrir að dúndra Atla Jóhannsson niður.
25. mín
Stjarnan undirbýr skiptingu. Rolf Toft er að koma inn á að mér sýnist og svo virðist sem Veigar Páll sé að fara út af. Var tæpur fyrir leikinn og virðist vera alveg búinn á því.
25. mín
Inn:Rolf Toft (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Slæm tíðindi fyrir Stjörnumenn.
27. mín
Hálf séns hjá heimamönnum. Pablo Punyed var með pláss á miðjum vellinum og hefði getað hent í skot en ákvað að stinga boltanum inn fyrir á varamanninn Toft. Skot hans endaði í varnarmanni og markvörðurinn greip hann.
31. mín
Einn stuðningsmanna Motherwell er búinn að vera ber að ofan allan leikinn. Rosalega held ég að honum verði kalt þegar rennur af honum.
33. mín
DAUÐAFÆRI!! Ólafur Finsen átti flottan sprett upp vinstri og gaf fyrir. Ramdsen misreiknaði boltann og boltinn datt fyrir Toft sem náði ekki völdum á honum. Arnar Már fékk hann næstur og náði skoti sem Stephen McManus komst fyrir og bjargaði þar með málunum.
36. mín
John Sutton í fínu færi en Martin Rauschenberg náði að tækla fyrir boltann.
36. mín
VÍTAPSYRNA FYRIR HEIMAMENN!!!!! Atli Jóhannsson klipptur niður innan teigs af fyrirliðanum Lasley.
37. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Ólafi Karli bregst ekki bogalistin frekar en í fyrr í þessu einvígi! Komin með þrjú og öll úr vítum.


43. mín Gult spjald: Stuart Carswell (Motherwell)
Mótmælir dómi, eða skorti á dómi, og fær fyrir vikið gult spjald.
45. mín
Úúúffffffffff. Stjarnan að sleppa með skrekkinn. Hornspyrnur gestanna eru ekki að fara vel með þá. Fyrst átti Simon Ramsden skot í varnarman og aftur fyrir úr kjörstöðu.

Úr horninu sem fylgdi fékk Keith Lasley fínan séns fyrir utan teigin en hitti ekki á markið. Verða að passa sig ef þetta á ekki að fara illa.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks.

45. mín
Það hefur ekki verið mikið um færi í dag. Það hefur hins vegar verið barátta og nóg af henni. Heimamenn hafa ekki ógnað mikið og gestirnir aðallega verið skeinuhættir í hornspyrnum en þá hafa þeir líka ógnað af alvöru.
46. mín
Boltinn er byrjaður að rúlla á nýjan leik! Stjanan með vindinn í bakið núna og vonandi ná þeir að sigla þessu heim í örugga höfn.
52. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! MUNAÐI SVOOO LITLU!!! Pablo Punyed vann boltann af McManus og sendi sendingu sem leit í fyrstu hálf kjánalega út en svo kom í ljós að þetta var gullbolti inn fyrir á Arnar Má. Twardzik var mættur út á móti og sá við honum.
59. mín
Það ákvað bara enginn að dekka Craig Reid og hann fékk flugbraut upp hægri kantinn. Sendi fyrir markið og þar kom Daníel Laxdal og þrumaði boltanum í stöngina á eigin marki. Þetta var afar tæpt en ef þið spyrjið hann þá var hann pottþétt að reyna þetta.
61. mín
Lionel Ainsworth með fyrirgjöf sem John Sutton missir af og Martin Rauschenberg kemur aftur fyrir. Skotinn vill meina að hann hafi nýtt hendina til þess og ég gat ekki betur séð en að hann hafi haft eitthvað til síns máls.
64. mín
Stjarnan hefur legið aftarlega núna en þegar þeir fá boltann þá fá þeir sénsa! Atli Jó stakk inn fyrir á Óla Kalla eftir langa uppbyggingu en hann þurfti að teygja sig í boltann og náði ekki almennilegu poti framhjá Twardzik. Varnarmenn Motherwell virðast hálf kaldir.
66. mín MARK!
Lionel Ainsworth (Motherwell)
Stoðsending: Josh Law
Það er svo grátlegt að fá þetta í grímuna eftir þessi dauðafæri.

Okkur sýndist Josh Law eiga fyrirgjöfina fyrir á Ainsworth sem var mættur á markteig til að hamra boltann í netið. Glæsilegt mark en jafnframt leiðinlegt.
68. mín
Gríski dómarinn lét endurtaka miðjuna. Sá eitthvað athugavert við framkvæmdina.
69. mín
Hörður Árnason fann sig í stöðu sem hann kann ekkert endilega alltof vel við sig í. Þrjár sendingar heimamanna og þeir voru komnir í gegn. Hörður tók skotið og það var langt framhjá.
70. mín Gult spjald: Rolf Toft (Stjarnan)
Toft er töluvert sneggri en varnarmenn gestanna. Elti boltann uppi og það mátti vart sjá hvort yrði á undan í boltann hann eða Twardzik. Tékkinn náði honum og Toft lenti á honum og fékk fyrir vikið gult spjald.
73. mín
Ólafur Karl Finsen með skalla eftir fyrirgjöf Arnars Más að mér sýndist. Erfitt að ná krafti í boltann og hann sveif yfir í rólegheitum.
75. mín
Josh Law sýnir klærnar. Skot fyrir utan teig sem nær ekki að ógna.
76. mín
Inn:Fraser Kerr (Motherwell) Út:Josh Law (Motherwell)
76. mín
Inn:Zaine Francis-Angol (Motherwell) Út:Lionel Ainsworth (Motherwell)
79. mín
Fyrsta langskot Stjörnunnar þrátt fyrir að hafa haft goluna í bakið allan síðari hálfleikinn. Atli Jóhannsson með það þónokkuð yfir markið.
82. mín
Tveir leikmenn Motherwell liggja. Púað á þá duglega.
85. mín MARK!
Rolf Toft (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
ÞAÐ BÓKSTAFLEGA TRYLLIST ALLT Í STÚKUNNI!!!!

Atli fékk nægan tíma á miðjunni til að athafna sig og fólk öskraði ýmist sentu eða skjóttu. Hann sendi á milli Ramsden og McManus þar sem Rolf Toft var mættur og tók þrumuskot með vinstri í netið! Endi leikurinn svona þá fáum við framlengingu.
89. mín
Formið er eitthvað stríða Skotunum. Þeir virðast hálfþreyttir og ekki í standi fyrir nítíu mínútur. Farnir að liggja töluvert.

90. mín
Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur. Stefnir allt í framlengingu í Garðabæ.
90. mín
Það verður framlenging!!! 2-2 er niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma!
91. mín
Framlengingin er hafin! Kveikt hefur verið á flóðljósunum. Rosalega er þetta sexý, flóðljós og Evrópubolti.
94. mín
Stuart Carswell liggur eftir hornspyrnu og það er búið að kalla á börur. Sjúkraflutningamennirnir eru einnig tilbúnir í að henda honum í sjúkrabíl. Sýnist tæplega að það þurfi en maður veit aldrei.
95. mín
Inn:Jack Leitch (Motherwell) Út:Stuart Carswell (Motherwell)
Skosku skiptingarnar þar með búnar.
98. mín
Hrikaleg færi hjá gestunum!!! Fyrstur var það Keith Lasley sem átti góðan séns og strax í kjölfarið var það John Sutton en Ingvar varði.

Stjörnumenn keyrðu beint fram og Óli Finsen náði skoti sem virtist greinilega vera varið með hendi af varnarmanni en ekkert dæmt. Átti að vera húrrandi víti, fór ekki framhjá neinum nema dómaranum.

Sorry hvað þetta er ónákvæmt en það var bara allt á hvolfi.
100. mín
Skotarnir eru hálf líflausir! Stjörnumenn eru úti um allt á þá og vinna boltann á hættulegum stöðum trekk í tekk. Núna var Arnar Már að hirða hann af Hammell en skotið var slappt og framhjá. Að vísu úr erfiðri stöðu, við skulum gefa honum það.
101. mín
Finsen er á lakkinu en það skiptir ekki máli gestirnir eru löngu búnir með lakkið. Hann er að taka menn á hægri vinstri og vera að ógna. Vantar bara herslumuninn.
103. mín Gult spjald: Keith Lasley (Motherwell)
Fór með takkana of hátt í Hörð Árnason.
105. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Fá ferskar lappir hérna í restina.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu. Stjarnan er miklu líklegri hérna.
106. mín
Síðari hálfleikur framlengingar hafinn. Stjarnan byrjar manni færri þar sem Rolf Toft hljóp inn í klefa. Giska á að honum hafi orðið brátt í brók.

Dómarinn var ekki á því að bíða eftir honum og flautaði leikinn á.
107. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Rolf Toft (Stjarnan)
Ég veit ekki hvort þetta hafi verið planað eða hvað er í gangi en hann er alla vega farinn út af. Trúi því ekki að Toft hafi verið meiddur enda hefði hann látið Rúnar vita af því strax og skiptingin komið þá um leið. Eða ég trúi allavega ekki öðru.
108. mín
Hvað er ég að fabúlera um þetta? Ég veit ekki rassgat. Skotarnir voru að taka sína tólftu hornspyrnu nú rétt í þessu.
109. mín
Ingvar Jónsson liggur eftir hornspyrnuna. Það er ekki ákjósanleg staða ef hann getur ekki tekið þátt í vítakeppni ef það kemur til slíkrar.
112. mín
Varamennirnir Heiðar og Atli að leika sín á milli. Náðu ekki að gera sér mat úr sénsinum.
113. mín MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!!!! ÞEEEEEEETTTA MAAAARRKK!! ÞVÍLÍK VITLEYSA!!

Það er alveg sama hve oft Atli mun reyna þetta aftur, það mun aldrei takast. Hann tók boltann bara á lofti og lúðraði honum inn af sæmilegu færi í slánna og inn. Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um þetta. En það verður allavega engin vítakeppni hér í kvöld. (Staðfest)

116. mín
Hættið að stressa með þessum hornspyrnum. Sutton náði sæmilegum skalla eftir hornið en var dæmdur brotlegur. Vil ekki sjá nein föst leikatriði takk.
120. mín
Minnst þremur mínútum bætt við.
120. mín Gult spjald: Craig Reid (Motherwell)
Sparkar niður Atla við hliðarlínuna og mótmælir.

Leik lokið!
Athaniasios Giachos hefur flautað til leiksloka!!!!! Stjarnan er á leið til Póllands!!!!
Byrjunarlið:
12. Dan Twardzik (m)
2. Craig Reid
3. Steven Hammell
4. Stuart Carswell ('95)
5. Simon Ramsden
6. Stephen McManus
7. Lionel Ainsworth ('76)
9. John Sutton
11. Iain Vigurs
14. Keith Lasley
18. Josh Law ('76)

Varamenn:
16. Rober McHugh
17. Zaine Francis-Angol ('76)
19. Lee Erwin
20. Fraser Kerr ('76)
21. Jack Leitch ('95)
26. Dominic Thomas

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Craig Reid ('120)
Keith Lasley ('103)
Stuart Carswell ('43)
Stephen McManus ('24)

Rauð spjöld: