City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
0
1
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '44
25.07.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('64)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('76)
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Hlín Gunnlaugsdóttir ('76)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('64)
30. Petrea Björt Sævarsdóttir

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.

Hér í kvöld fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikar kvenna. Sá fyrri fór fram í gærkvöldi þar sem Selfoss tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í fyrsta skipti í sögu félagsins, eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Fylki.
Fyrir leik
Þessi sömu lið mættust fyrr í vikunni í Pepsi-deild kvenna og þar fór Stjarnan með sigur úr bítum, 1-0 með marki frá Hörpu Þorteinsdóttur úr víti.

Þar náðu Stjörnustelpur að hefna fyrir tap í 1. umferð.
Fyrir leik
Hlynur Svan gerir tvær breytingar á sínu liði. Á bekkinn fara þær Hlín Gunnlaugsdóttir og María Rós Arngrímsdóttir.

Ásta Eir og Andrea Rán koma inn í byrjunarliðið hjá Breiðablik í þeirra stað.
Fyrir leik
Það rigndi eitthvað smá á leið minni frá Hafnarfirði til Kópavogs. Virðist vera þurrt eins og er en þó dökkt yfir. Völlurinn lítur hinsvegar vel út og logn í voginum.
Fyrir leik
Hér er verið að spila svokalla "fimmu-tónlist" eitthvað sem hver og einn gæti nálgast á Bankastræti 5.
Fyrir leik
Andri Ford er sjúkraþjálfari Stjörnunnar í kvöld. Hann er mættur hress á hlaupabrautina og virðist vera fara fá sér sæti í varamannaskýlinu. Líklega búinn að gera allt Stjörnuliðið klárt í leikinn.
Fyrir leik
Já viti menn, það er byrjað að rigna.
Fyrir leik
Hvar eru áhorfendurnir?
Fyrir leik
Liðin komin út á völl. Carnival de Paris hljómar í stúkunni.
Fyrir leik
Bæði lið voru í undanúrslitum í fyrra. Stjarnan féll úr leik gegn Þór/KA þar sem Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins í Garðabænum á 82.mínútu.
Fyrir leik
Í fyrra slógu Breiðablik, 1.deildarlið Fylkis úr leik í undanúrslitum 1-0 með marki frá Berglindi Björgu á 89.mínútu.
1. mín
Jæja, leikur hafinn. Góða skemmtun. Megi betra liðið komast áfram.
6. mín
Ásgerður Stefnía með skot tilraun sem fer beint í varnarmann Blika. Fyrsta skot tilraun leiksins.
7. mín
Aldís Kara með skot fyrir utan teig beint í fangið á Söndru í marki Stjörnunnar. Fínt skot en beint á Söndru.
8. mín
Sigrún Ella í dauðafæri en Guðrún Arnardóttir kastar sér fyrir boltann inn í markteig. Þarna voru heimastelpur heppnar því Sigrún Ella var ein á vettvangi á tíma.
15. mín
Rosalega rólegt yfir þessu öllu saman. Þetta er að spilast eins og leikur liðanna á þriðjudaginn. Jafnræði með liðunum og bæði lið reyna hvað þau geta.
16. mín
Telma Hjaltalín með skot innan teigs en Sandra ekki í vandræðum með að handsama boltann.
20. mín
Laglegt spil milli Fanndísar og Rakelar sem endar með fyrirgjöf frá Fanndísi sem Telma skallar að marki Stjörnunnar en beint á Söndru.
21. mín
Harpa í þröngu færi en hittir ekki boltann. Hún er mannleg.
28. mín
Engin dauðafæri enn komin í leikinn. Við biðjum um meira fjör!
32. mín
Aukaspyrnu frá Kristrúnu Kristjáns. sem Sonný Lára slær burt.
41. mín
Það styttist í hálfleik. Manni er farið að hlakka til.
43. mín
Telma Hjaltalín sleppur ein í gegn og skorar en dæmd rangstæð. Þetta var á tæpasta vaði!
44. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Elva Friðjónsdóttir
Þvílík mistök hjá Sonný Láru í markinu.

Harpa Þorteinsdóttir flikkar boltanum eftir langa sendingu. Sonný missir boltann í hliðarnetið og inn.
45. mín
Hálfleikur.

Gestirnir eru 1-0 yfir eftir ótrúlega jafnan fyrri hálfleik. Ein mistök og Harpa nýtir sér það.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks í USA
Alltof erfitt að horfa á þennan leik!
45. mín
Eftir að hafa séð markið í endursýningu, þá virðist sem Harpa hafi skorað með taglinu eftir sendingu frá Elvu Friðjóns.

Talandi um að vera svindlkall, það er svindl að geta skorað með taglinu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
47. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar ekki vel fyrir Stjörnustelpur. Harpa Þorsteinsdóttir liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Virðist vera meidd.
51. mín
Harpa er komin aftur inná. Virðist vera í lagi.
53. mín
Þvílíkur sprettur á Fanndísi sem klárar sóknina með skoti sem Sandra ver í horn. Kraftur í stelpunni.
56. mín
Elva Friðjóns. með skot rétt framhjá fjærstönginni. Virtist engin hætta vera og úr varð engin hætta.
60. mín

61. mín
Þetta video hér að neðan tengist ekkert leiknum. Einungis til skemmtunar.
62. mín
Kristtrún með aukaspyrnu fyrir Stjörnuna sem skallað er í horn.
64. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
Jóna Kristín allt annað en sátt með að vera tekin útaf.
66. mín
Harpa í færi sem Sonný ver í horn með fótunum.
66. mín
Harpa í færi sem Sonný ver í horn með fótunum.
68. mín
Netið datt út. Bæði lið fengu fín tækifæri en náðu þó ekki að nýta sér þau.
69. mín
Harpa sleppur innfyrir, Blikar vilja fá rangstöðu en að síðustu stundu bjargar Ásta Eir fyrir Blika og hreinsar í horn.
74. mín
Nú þurfa heimastelpur að fara gefa aðeins meira í ætli þær sér að jafna.

Seinni hálfleikurinn heldur áfram að vera í miklu jafnvægi og Stjörnustelpur allt eins líklegri til að bæta við.
76. mín
Inn:Hlín Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
77. mín
Loksins kom dauðafæri!

Sigrún Ella ein inn í vítateig Breiðabliks eftir sendingu frá Hörpu frá hægri kantinum. Sigrún Ella hittir ekki boltann nægilega vel og framhjá fór boltinn. Þetta var ótrúlegt.

Bæði hversu frí hún var og hversu lélegt skot hennar var.
79. mín
Boltinn fer augljóslega í hendina á varnarmanni Stjörnunnar við vítateigslínuna. Rakel Hönnu. heldur boltanum og Örvar Sær lætur leikinn halda áfram. Nákvæmlega enginn hagnaður í því.
79. mín
Það er kominn hiti í leikinn, bæði í leikmenn, þjálfara og áhorfendur.
80. mín
Aldís Kara í dauðafæri en sér ekki glufu til að skjóta í markið.

Sandra fer upp í boltann en missir af honum og því enginn í marki. Hinsveg var fullt af varnarmönnum Stjörnunnar fyrir Aldísi og færið því þröngt.
83. mín
Inn:Marta Carissimi (Stjarnan) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
85. mín
Harpa með lélegan skalla í grasið og beint á Sonný.
88. mín
Þvílík varsla frá Söndru eftir skalla!
90. mín
Blikastelpur reyna hvað þær geta en komast lítt áleiðis.
Leik lokið!
Leik lokið! Stjörnustelpur eru komnar í bikarúrslitin í Borgunarbikarnum og mæta þar liði Selfoss!

Markvarðarmistök urðu Blikum að falli í kvöld. Sárgrætilegt en Stjarnan er með seiglulið sem nýta sér tækifæri þegar þau gefast.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('83)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Elva Friðjónsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
20. Marta Carissimi ('83)
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Danka Podovac

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: