City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
1
2
Valur
0-1 Patrick Pedersen '42
Einar Orri Einarsson '71 1-1
1-2 Daði Bergsson '86
27.07.2014  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: SunnyKef veður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 830
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('45)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
13. Unnar Már Unnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f) ('79)

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('45)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('70)

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá SunnyKef.

Hér í kvöld eigast við Keflavík og Valur í 13. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Keflavík og Valur eru á svipuðum stað í deildinni.

Keflavík með 17 stig og Valur með 15 stig í 5. og 6. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Þessi lið mættust á Vodafone-vellinum 8. maí. Þar skoraði Magnús Þórir Matthíasson leikmaður Keflavíkur eina mark leiksins á 44. mínútu.
Fyrir leik
Nokkrar breytingar eru á heimamönnum frá síðasta leik. Meðal annars vantar þá Hörð Sveinsson og Jóhann Birnir er á bekknum.

Hjá Valsörum er Daði Bergsson í fyrsta sinn í byrjunarliði liðsins eftir að hafa komið frá Hollandi í félagsskiptaglugganum.
Fyrir leik
Það hvessir ágætlega hér í SunnyKef en vonandi að það hafi ekki mikil áhrif á leikinn sjálfan.
Fyrir leik
Arnar Sveinn, Kolbeinn Kára. og Kristinn Ingi detta allir úr byrjunarliðinu eftir tap gegn KR í síðustu umferð.

Enginn af þeim átti góðan dag og var Kolbeinn Kárason til að mynda tekinn útaf í hálfleik í þeim leik. Arnar Sveinn átti jafnframt þátt í fyrsta marki KR og hefði hæglega getað gert betur í öðrum mörkum KR.

Daði Bergs., Patrick Pedersen og Sigurður Egill koma inn í byrjunarlið Vals.
Fyrir leik
Aron Grétar Jafetsson kom frá Stjörnunni í júlí mánuði heldur sæti sínu í byrjunarliði Keflavíkur.

Hilmar Þór Hilmarsson kemur inn í leikmannahóp Keflavíkur en hann kom að láni frá Stjörnunni í vikunni.
Fyrir leik
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði heimamanna er kominn aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Fyrir leik
Það er byrjað að rigna. Það ætti bara að gera þetta að skemmtilegri leik fyrir vikið.
Fyrir leik
Keflvíkingar eiga stórleik fyrir vændum á miðvikudaginn þegar þeir mæta Víking í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Spurning hvort Jóhann Birnir sé eitthvað tæpur og verið sé að hvíla hann fyrir þann leik.
Fyrir leik
Slakt gengi Vals hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Fjögur stig í síðustu sex leikjum staðreynd. Það er því mikið í húfi fyrir þá í kvöld.

Nái þeir ekki þremur stigum hér í kvöld geta þeir gleymt Evrópusætinu!
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá Daða Bergsson í liði Vals í kvöld.

Hann fékk tækifærið í seinni hálfleik í töpuðum leik gegn KR og kom með ferska vinda þá. Það er spurning hvað hann gerir núna frá fyrstu mínútu.
Fyrir leik
Stóra spurningin er hvort að Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sé búinn að kortleggja lið Vals í sundur. Hann þekkir vel til liðsins, en hann þjálfaði liðið fyrir tveimur árum.
Fyrir leik
Ég kíkti aðeins út og það er grenjandi rigning. Leikurinn er byrjaður!
1. mín
Valsmenn byrja með boltann og sækja að TM-höllinni.
2. mín
Sigurður Egill er hægra megin á vellinum og Daði Bergsson á vinstri kantinum.
9. mín
Rosa rólegt fyrstu níu mínútur leiksins. Valsmenn þó meira með boltann.
15. mín
Daði Bergs. með fyrirgjöf frá vinstri en Valsmenn ná ekki til boltans.
16. mín
Það má ekki gleyma því að það er enginn Haukur Páll í leikmannahóp Vals! Það munar um minna.
17. mín
Laglega gert Kristinn Freyr.

Leikur með boltann fyrir utan teig og á síðan skot að marki en Jonas Sandqvist með allt á hreinu og heldur boltanum.
18. mín
Valsmenn líklegri! Daði Bergsson sleppur einn í gegn en Sandqvist ver í horn.
27. mín
Kristinn Freyr með skot utan teigs í Einar Orra og yfir markið. Horn sem Valsmenn fá.
27. mín
Magnús Már með hornið á nærstöngina sem Jonas Sandqvist slær í burtu.
28. mín
Billy Berntsson með fyrirgjöfina frá hægri, þar klippir Sigurður Egill boltann viðstöðulaust að markinu en Jonas vel staðsettur í markinu og ver vel.

Sá fótur Sigurður Egill!
29. mín
Úff.. Sigurður Egill með skot aftur og núna beint í andlitið á Einari Orra sem steinliggur eftir það. Leikurinn stöðvaður en hann virðist vera í góðu lagi.
30. mín
Sigurður Egill allt í öllu þessa stundina. Núna lék hann á varnarmann Keflavíkur og sendi fyrir á Daða Bergs. sem var á fjærstönginni en náði ekki almennilega til boltans.
35. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Fór í harkalega tæklingu við Sigurberg og fær gula spjaldið að launum. Vilhjálmur Alvar með allt á hreinu.
41. mín
Viðurkenni það. Bjóst við meiri skemmtun frá þessum liðum hér í kvöld.

Hrikalega lokaður leikur og varnir liðanna gefa fá færi á sér.
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Magnús Már með hornið og Patrick Pedersen stekkur hæst í teignum og skallar í átt að fjærstönginni þar sem Sigurbergur stóð en náði ekki að stöðva boltann.

Gestirnir komnir yfir!
43. mín
Í sömu hornspyrnu tóku Valsmenn svokallaða "Rooney-útgáfu" af horni en Vilhjálmur Alvar lét Magga Lú. taka spyrnuna aftur sem betur fer fyrir Valsmenn sem skoruðu úr henni.
45. mín
Flautað til hálfleiks.

Valsmenn einu marki yfir. Eftir rólegan fyrir hálfleik skoruðu þeir eitt mark úr horni. Hafa verið hættulegri aðilinn en Keflvíkingar höfðu þó verið meira með boltann mínúturnar fyrir markið.
45. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Athyglisverð skipting. Hann var einn af sprækustu mönnum liðsins í fyrri hálfleiks.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
47. mín
Mads Nielsen brýtur á Elíasi Má rétt fyrir utan teiginn. Þetta gæti orðið hættulegt. Brotið var lítið, fór í bakið á honum samt sem áður.
48. mín
Sú lélega aukaspyrna sem Elías Már tók, en boltinn skoppaði til Sindra Snæs sem átti Fjalar varði en missti boltann frá sér. Valsmenn náðu á síðustu stundu að hreinsa í horn áður en Theodór Guðni kom að boltanum.
52. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Valur) Út:Billy Berntsson (Valur)
Billy fer meiddur af velli!
56. mín
Seinni hálfleikurinn að spilast eins og sá fyrri. Vantar herslumuninn hjá báðum liðum að skapa sér færi.
58. mín
Daði Bergsson fer framhjá Aroni Grétari og á skot að marki sem Jonas slær í burtu og Keflvíkingar bægja hættunni frá.
60. mín
Theodór Guðni með skot á nærstöngina sem Fjalar gerir vel og blakar boltanum í horn.
64. mín
Patrick Pedersen með fyrirgjöf sem Kristinn Freyr skallar að markinu. Jonas vel á verði í markinu og ver frábærlega!
70. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)
71. mín MARK!
Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Þvílíkt mark!!

Skot við vítateigslínuna og Fjalar ræður ekki við skotið.

Magnús Gylfason hleypur úr skýlinu alveg brjálaður! Svo reiður að tveir lögregluþjónar eru mættir við varamannaskýli Vals.
73. mín
Valsmenn fá aukspyrnu á fínum stað rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur en Mads Nielsen með innanfótarspyrnu beint í varnarvegginn. Hvað var þetta nú eiginlega?
78. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Rennir sér á eftir Magga Matt.
79. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Björgvin Ívar, Keflvíkingur
Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Alvari. Hlutfall rangra ákvarðanna er á merkilega háu leveli. #fotboltinet
83. mín
Iain Williamson með skot rétt yfir markið. Engin hætta svosem.
84. mín
úff! Þarna munaði mjóu!

Elías Már með skot að marki sem Fjalar ver ágætlega en slær hann þó beint í átt að Jóhann Birni sem nær boltanum en Fjalar er fljótur upp og ver aftur. Algjört dauðafæri, maður var farinn að sjá mark þarna.
85. mín
Iain aftur með skot fyrir utan teig yfir markið.
85. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
86. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
Stoðsending: Kolbeinn Kárason
Daði kórónar flottan leik með frábæru "slútti" eftir góða sendingu frá Kolbeini Kárasyni innfyrir vörn Keflvíkinga.
90. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
90. mín
Már Gunnarsson stuðningsmaður Keflvíkinga heldur áfram að standa undir nafni sem besti stuðningsmaður landsins. Keflvíkingar mættu þó taka sig aðeins saman í andlitinu og hjálpa honum að hvetja liðs sitt áfram. Hann hefur svolítið verið einn á báti í kvöld. Hann er hvergi nærri hættur þó útlitið sé svart þessa stundina.
94. mín
Þarna munaði mjóu. Boltinn datt hjá nærstönginni en Bojan náði ekki til boltans.
Leik lokið!
Valsmenn fara heim með öll stigin úr þessum leik. 2-1 sigur staðreynd í jöfnum og lokuðum leik þar sem litlu mátti muna. Loksins datt þetta fyrir Valsmenn í sumar sem hafa verið að ganga í gegnum erfiður vikur hvað varðar stigasöfnun.
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson
6. Daði Bergsson
9. Patrick Pedersen ('90)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('85)
11. Sigurður Egill Lárusson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
13. Arnar Sveinn Geirsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson ('52)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('78)
Patrick Pedersen ('35)

Rauð spjöld: