Afturelding
1
2
Valur
0-1
Elín Metta Jensen
'2
Edda María Birgisdóttir
'64
1-1
1-2
Kristín Ýr Bjarnadóttir
'90
29.07.2014 - 19:15
N1-völlurinn Varmá
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Sigurður Ingi Magnússon
N1-völlurinn Varmá
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Sigurður Ingi Magnússon
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
4. Kristrún Halla Gylfadóttir
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
15. Lilja Dögg Valþórsdóttir
16. Steinunn Sigurjónsdóttir
('82)
17. Edda María Birgisdóttir
18. Stefanía Valdimarsdóttir
('84)
20. Heiðrún Sunna Sigurðardóttir
21. Courtney Conrad
25. Inga Dís Júlíusdóttir
Varamenn:
3. Hildur Ýr Þórðardóttir
5. Amy Michelle Marron
6. Valdís Björg Friðriksdóttir
11. Dagrún Björk Sigurðardóttir
('82)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
('84)
22. Sandra Dögg Björgvinsdóttir
28. Guðrún Ýr Eyfj. Jóhannesdóttir
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vals héðan úr Mosfellsbænum.
Fyrir leik
Fyrir leik sitja heimakonur í 9. og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með 6 stig. Lið Aftureldingar er þekkt fyrir mikla baráttu og ósérhlífni og liðið er eflaust með ágætis sjálfstraust eftir gríðarlega mikilvægan sigur á FH í síðustu umferð.
Valsarar gerðu 1-1 jafntefli við Þór/KA í síðustu umferð en tímabilið hefur verið upp og ofan hjá liðinu og mikilvægt að það vinni sigur hér í dag ætli það sér að taka þátt í hinni æsispennandi baráttu um 2. sæti deildarinnar.
Valsarar gerðu 1-1 jafntefli við Þór/KA í síðustu umferð en tímabilið hefur verið upp og ofan hjá liðinu og mikilvægt að það vinni sigur hér í dag ætli það sér að taka þátt í hinni æsispennandi baráttu um 2. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig Þór Hinriks og Edda Garðars stilla varnarlínunni upp í dag en Valsarar hafa verið einstaklega óheppnar í kringum miðvarðarstöðurnar. Nafna mín Mist Edvardsdóttir tekur út leikbann gegn uppeldisfélagi sínu en þær Rekbekka Sverris og Dóra María leystu miðvarðarstöðurnar eftir að henni var vikið af velli í síðasta leik. Í leiknum þar áður lék Ólína við hlið Mistar í hjarta varnarinnar svo við fáum líklega að sjá eitthvað nýtt og spennandi hér í kvöld.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimastúlkur byrja með boltann. Aðstæður eru frábærar. Nú er bara að vona að við fáum flottan leik.
2. mín
MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Þetta er ekki lengi gert. Elín Metta er búin að koma Valsstúlkum yfir. Ég verð að viðurkenna að ég sá aðdragandann ekki nógu vel en Elín Metta skoraði með fínu skoti utan úr teig eftir vandræðalega varnarvinnu Aftureldingar.
11. mín
Leikurinn hefur róast töluvert eftir markið. Hrikalegt fyrir "litla liðið" að byrja á að fá mark á sig strax í byrjun en heimakonur virðast ætla að halda haus og veita Val verðuga samkeppni.
Þar sem við vorum að velta varnarlínu Vals fyrir okkur fyrir leik má taka fram að þær Dóra María og Rebekka leika áfram í hjarta varnarinnar. Hugrún Arna er í vinstri bakverði og Gígja Valgerður í þeim hægri.
Þar sem við vorum að velta varnarlínu Vals fyrir okkur fyrir leik má taka fram að þær Dóra María og Rebekka leika áfram í hjarta varnarinnar. Hugrún Arna er í vinstri bakverði og Gígja Valgerður í þeim hægri.
22. mín
Gult spjald: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Valur)
Ólína er fyrst í bókina. Brýtur þarna á Eddu Maríu. Mér þætti ekki ólíklegt að sjá þessi tvö hörkutól í einhverri frekari baráttu er líður á.
25. mín
Jafnvel við hæfi að henda inn uppstillingum liðanna á meðan lítið er í gangi.
Valur: 4-3-3
-------------Þórdís-----------
Gígja V.-Dóra M.-Rebekka-Hugrún
--------Laufey----Ólína--------
-------------Katrín------------
Elín Metta---Svava---Hallbera
Afturelding: 4-4-2
-------------Mist---------------
Steinunn-Hrefna-Kristrún-Inga Dís
------------Lilja Dögg------------
----Edda María----Heiðrún Sunna---
-----------Sigríður Þóra----------
--------Stefanía---Courtney-------
Valur: 4-3-3
-------------Þórdís-----------
Gígja V.-Dóra M.-Rebekka-Hugrún
--------Laufey----Ólína--------
-------------Katrín------------
Elín Metta---Svava---Hallbera
Afturelding: 4-4-2
-------------Mist---------------
Steinunn-Hrefna-Kristrún-Inga Dís
------------Lilja Dögg------------
----Edda María----Heiðrún Sunna---
-----------Sigríður Þóra----------
--------Stefanía---Courtney-------
30. mín
Þarna skora Valsarar en markið er dæmt af. Mér sýndist það vera Hugrún frekar en Ólína sem skoraði eftir hornspyrnu. Sigurður Ingi dómari mat það sem svo að markaskorarinn hefði brotið á varnarmanni í aðdragandanum og markið því dæmt af.
33. mín
Valsarar halda áfram að fá hornspyrnur og Katrín Gylfa á þarna tvær hættulegar fyrirgjafir í röð en heimakonur koma boltanum frá.
37. mín
Vel gert hjá Svövu Rós. Hún prjónar sig framhjá tveimur varnarmönnum Aftureldingar og kemst í kjörstöðu í teignum. Hún sendir boltann fyrir markið og í gegnum pakkann en hún hefði líklega frekar átt að skjóta þarna.
39. mín
Vel gert hjá Mist. Hún ver tvívegis frá Elínu Mettu sem var ein gegn henni í teignum.
41. mín
Vótz! Afturelding nálægt því að jafna. Stefanía Valdimars setur boltann í stöngina eftir fyrirgjöf Courtney Conrad.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Varmá. Það er aðeins eitt mark sem skilur liðin að en það skoraði Elín Metta strax á annarri mínútu.
46. mín
Liðin eru mætt út á völl. Sólin skín enn á leikmenn en Kári er farinn að blása nokkuð kröftuglega.
51. mín
Elín Metta á fyrsta alvöru færi seinni hálfleiksins. Dóra María lyfti boltanum inná teig þar sem Elín reyndi viðstöðulaust skot en boltinn fór yfir markið.
54. mín
Teddi þjálfari Aftureldingar mætti sumarlegur til leiks en er orðinn öllu kuldalegri núna og kominn í úlpu. Ég var svekkt að geta ekki setið úti í blíðunni í fyrri hálfleik en nú er fínt að vera bara lokuð inni í skúr með ljómandi gott kaffi og allskonar kruðerí.
59. mín
Þetta var sérstakt. Dóra María tók aukaspyrnu utan af vinstri kanti og setti boltann á rammann meðfram jörðinni. Boltinn virtist vera á leiðinni inn þegar Mist tæklaði hann í burtu. Dóra vildi mark en Mist hefur líklega náð að bjarga á línu með þessari sérkennilegu vörslu.
61. mín
Jahérna hér! Hörkusókn hjá Valsstúlkum. Fyrst ver Mist frábærlega frá Ólínu og boltinn hrekkur út í teig. Þar nær einhver Valsarinn skoti að marki en Steinunn bjargar á línu. Aftur fær Valur skotfæri en í þetta skiptið lekur boltinn rétt framhjá.
63. mín
Þarna átti Ólína að gera betur. Fékk frían skalla í teignum eftir hornspyrnu en hitti boltann illa og hann fór framhjá.
64. mín
MARK!
Edda María Birgisdóttir (Afturelding)
MAAARK! Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Edda María jafnar leikinn fyrir Aftureldingu með skoti frá miðjuboganum! Þórdís var komin framarlega og Eddu tókst að setja boltann yfir hana og í markið.
67. mín
Þetta verður fjörugt í lokin. Svava Rós brunaði strax í sókn en skot hennar fór framhjá. Afturelding var svo aftur nálægt því að skora af löngu færi. Í þetta skipitið small aukaspyrna Hrefnu Guðrúnar af 40 metra færi í slánni á Valsmarkinu. Vindurinn aldeilis að snúast og blæs nú þéttar í bakið á heimakonum.
72. mín
Aftur dæmir Sigurður Ingi mark af Val. Í þetta sinn skorar Ólína með skalla eftir fyrirgjöf en er dæmd rangstæð.
78. mín
Þetta er orðið ansi spennandi. Nú rétt í þessu á Hallbera skot rétt framhjá eftir klaufagang í vörn Aftureldingar.
79. mín
Katrín Gylfa á skot sem að Mist ver. Ólína er búin að færa sig framar á völlinn og lætur mikið fyrir sér fara.
79. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Út:Hugrún Arna Jónsdóttir (Valur)
Sókndjörf skipting hjá Val. Málfríður Anna Eiríksdóttir kemur inná fyrir Hugrúnu. Mér sýnist hún eiga að styðja við Hallberu þarna vinstra megin.
82. mín
Inn:Dagrún Björk Sigurðardóttir (Afturelding)
Út:Steinunn Sigurjónsdóttir (Afturelding)
Teddi gerir sína fyrstu breytingu. Dagrún fer beint í hægri bakvörðinn fyrir Steinunni.
84. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Út:Stefanía Valdimarsdóttir (Afturelding)
Afturelding reynir að stoppa flæðið í leiknum og kemur með aðra skiptingu.
87. mín
Ég viðurkenni það fúslega að ég átti ekki von á svona spennu í lokin. Díses kræst! Þarna eru Valsarar næstum búnir að skora sjálfsmark en boltinn rúllar rétt framhjá og í horn. Lilja Dögg á svo skot rétt yfir eftir hornið.
Hinum megin sýnir Elín Metta lipra takta en setur boltann yfir.
Hinum megin sýnir Elín Metta lipra takta en setur boltann yfir.
89. mín
Inn:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
Út:Katrín Gylfadóttir (Valur)
Kristín Ýr kemur inná í sínum fyrsta leik í sumar. Hún hefur verið að glíma við leiðinda meiðsli og hefur hér örfáar mínútur til að hafa áhrif á leikinn.
90. mín
MARK!
Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
MAAAAARK! Þvílík innkoma! Kristín Ýr skorar með sinni fyrstu snertingu. Þetta er ótrúlegt. Hún skallar hornspyrnu Valsstúlkna í netið. Þvílík dramatík!
92. mín
Dauðafæri hjá Val. Svava Rós kemst í gegn eftir laglegan samleik við Elínu Mettu en skýtur í hliðarnetið. Í kjölfarið verður eitthvað bíó þar sem sem Afturelding vill markspyrnu, Valur horn og þau Sigurður Ingi dómari og Jovana á línunni eru ekki alveg sammála um hvað skuli dæma.
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
('79)
20. Gígja Valgerður Harðardóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
26. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir
('89)
Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
16. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
('79)
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
24. Agnes Þóra Árnadóttir
Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Gul spjöld:
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir ('22)
Rauð spjöld: