Grindavík
3
0
BÍ/Bolungarvík
Alex Freyr Hilmarsson
'66
1-0
Óli Baldur Bjarnason
'73
2-0
Hákon Ívar Ólafsson
'85
3-0
30.07.2014 - 18:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
('82)
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
Scott Mckenna Ramsay
2. Hákon Ívar Ólafsson
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
('88)
7. Alex Freyr Hilmarsson
14. Tomislav Misura
('63)
17. Magnús Björgvinsson
Varamenn:
13. Einar Sveinn Pálsson (m)
3. Milos Jugovic
10. Einar Karl Ingvarsson
('63)
11. Ómar Friðriksson
('82)
14. Jón Unnar Viktorsson
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde
('88)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Grindavíkur og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild karla.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Grindavíkurvelli.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Grindavíkurvelli.
Fyrir leik
Liðin hafa bæði valdið vonbrigðum á tímabilinu það sem af er og berjast við hvort annað um að sleppa við fallsæti þegar 13 umferðir eru liðnar.
BÍ/Bolungarvík er í 10. sæti með 14 stig og Grindavík í 11. sæti, sem er fallsæti, með 13 stig.
BÍ/Bolungarvík er í 10. sæti með 14 stig og Grindavík í 11. sæti, sem er fallsæti, með 13 stig.
Fyrir leik
Einar Karl Ingvarsson sem kom til Grindavíkur í gær frá Val á láni en spilaði með Fjölni á láni frá FH á fyrri hluta tímabilsins, er á varamannabekknum í dag.
Það sama má segja um Ómar Friðriksson sem Grindavík var að fá frá Víkingi.
Það sama má segja um Ómar Friðriksson sem Grindavík var að fá frá Víkingi.
1. mín
Leikur er hafin og leika gestirnir á móti vindi eða í átt að stolti Grindvíkinga Þorbirni.
2. mín
Jordan Lee Edridge á fyrsta skot leiksins fyrir utan teig en beint á Philip Saunders í markinu.
4. mín
Það eru ekki margir sem eru mættir að styðja sín lið, ekki skrítið þar sem gestirnir koma langt frá og verslunnarmannahelgin að ganga í garð.
9. mín
Magnús Björgvinsson í dauðafæri eftir innkast, var sloppinn í gegn og reyndi vinstri fótar skot en boltinn fór hátt, hátt yfir.
13. mín
Þetta verður erfiður fótbolti. Philip Saunders í liði gestanna með útspark og boltinn kom aftur til baka.
21. mín
Magnús Björgvinsson með góðan sprett upp kantinn, lagði boltan fyrir markið og var Hákon Ívar Ólafsson í góðu færi en Matthías Kroknes Jóhannsson fórnaði sér fyrir boltann og bjargaði marki.
25. mín
Tomislav Misura reyndi að nýta sér vindinn með skoti af 25. metrunum en boltinn fór rétt framhjá.
28. mín
Gult spjald: Nigel Francis Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Réttilega dæmt. Nigel var búinn að brjóta af sér rétt áður og fékk smá tiltal.
29. mín
Þetta var sérkennilegt. Jordan Edridge með slappa sendingu til Óskars í markinu, Andri Rúnar Bjarnason náði boltanum og kom Óskar á fleygiferð útúr markinu, Andri leikur á Óskar og dettur lítilega menn vildu fá vítaspyrnu. Ég veit ekki hvort Óskar hafi brotið á honum en Andri Rúnar bað ekki um neitt.
33. mín
Jósef Kristinn Jósefsson sloppinn í gegn en Jósef var lesinn af Philip Saunders. Jósef hefði átt að gera mun betur í þessu færi.
45. mín
Óli Baldur Bjarnason var komin upp kantinn og inní teig, Óli Baldur ætlaði að gefa boltann en varnarmaður Gestanna hljóp Óla Baldur niður. Örvar Sær Gíslason dómari leiksins var ekki á þeirri skoðun að brot hafi átt sér stað og flautaði til leikhlés. Ég verð að viðurkenna það að ég hef alveg mætt á skemmtilegri hálfleik en þennan.
46. mín
Leikur er hafin að nýju og leika heimamenn gegn vindinum. Ég vona innilega að bæði lið bjóði uppá skemmtilegri bolta en sá sem var í þeim fyrri.
53. mín
Jósef Kristinn Jósefsson í ákjósanlegu færi eftir gott spil upp kantinn en boltinn fór framhjá.
57. mín
Daníel Leó Grétarsson steinliggur hérna í teignum eftir að Óskar Pétursson samherji var í úthlaupi á eftir háum bolta.
58. mín
Daníel er staðinn upp og komin aftur inná. Vona að það sé í lagi með drenginn, hann lá alveg kylli flatur eftir að hafa lent á Óskari.
61. mín
Alex Freyr Hilmarsson í fínu færi vinstra megin í teignum en hárfínt framhjá. Philip Saunders stóð grafkyrr í markinu.
63. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
Út:Tomislav Misura (Grindavík)
Nýr leikmaður Grindavíkur komin inná.
66. mín
MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Einar Karl Ingvarsson var strax komin í færi sem Philip Saunders varði glæsilega en Alex Freyr var réttur maður á réttum stað og skallaði í opið markið.
68. mín
Inn:Nikulás Jónsson (BÍ/Bolungarvík)
Út:Nigel Francis Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Fyrsta skiping hjá Gestunum.
69. mín
Aaron Robert Spear með hörkuskot rétt fyrir utan teig eftir misheppnaða hreinsun frá Markó Valdimar Stefánssyni. Ég sá boltann inni í markinu en Óskar Pétursson varði alveg við samskeytin þvílík varsla.
73. mín
MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
MARK!!!!!!!!!! Óli Baldur Bjarnason með eina neglu með vinstri fæti.
75. mín
Inn:Ólafur Atli Einarsson (BÍ/Bolungarvík)
Út:Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
82. mín
Inn:Ómar Friðriksson (Grindavík)
Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Annar nýr leikmaður Grindvíkinga. Óli Baldur búinn að eiga fína spretti í síðari hálfleik.
83. mín
Ómar Friðriksson næstum búinn að skora. Fékk bolta frá Scott Ramsay, lék á tvo varnarmenn og átti skot í innanverða stöngina og beint í fangið á Philip Saunders.
85. mín
MARK!
Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Stoðsending: Ómar Friðriksson
Stoðsending: Ómar Friðriksson
Hákon Ívar með laglegt mark eftir gott spil heimamanna.
Byrjunarlið:
12. Philip Andrew Saunders (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
6. Kári Ársælsson
6. Nigel Francis Quashie
('68)
8. Viktor Júlíusson
9. Andri Rúnar Bjarnason
('75)
10. Björgvin Stefánsson
11. Aaron Robert Spear
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Orlando Esteban Bayona
Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson
9. Ólafur Atli Einarsson
('75)
15. Nikulás Jónsson
('68)
20. Daníel Agnar Ásgeirsson
30. Friðrik Þórir Hjaltason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nigel Francis Quashie ('28)
Rauð spjöld: