City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þróttur R.
1
2
Selfoss
0-1 Luka Jagacic '20
Aron Lloyd Green '26 1-1
1-2 Luka Jagacic '63
Hallur Hallsson '67
30.07.2014  -  20:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason ('45)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Björgólfur Hideaki Takefusa ('70)
23. Aron Lloyd Green ('64)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
3. Árni Þór Jakobsson
8. Hermann Ágúst Björnsson
16. Jón Konráð Guðbergsson ('70)
23. Matthew Eliason ('64)
27. Oddur Björnsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('90)
Ragnar Pétursson ('62)
Aron Lloyd Green ('33)
Karl Brynjar Björnsson ('18)

Rauð spjöld:
Hallur Hallsson ('67)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Selfoss í 14. umferð 1. deildar karla.

Þróttur er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og ÍA í 2. sætinu.

Selfoss er í 9. sæti með 15 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jæja. Smá vesen við að tengjast netinu. Tek það á mig!

En já. Rúmar 10 mínútur í leik og fólk er farið að tínast í stúkuna. Leikurinn verður áhugaverður fyrir margar sakir en kannski sérstaklega þær að Björgólfur Takefusa er mættur aftur í uppeldisfélagið eftir nokkurra ára útlegð. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í röndótta búningnum hér í kvöld.

Selfyssingar fengu svo liðsstyrk frá Þrótti í dag þegar Andri Björn Sigurðsson skipti yfir. Hann er þó ekki í leikmannahópi Selfoss í kvöld.
Fyrir leik
Liðin er mætt út á völl og það er allt klárt. Erlendur Eiríksson mun dæma leikinn í kvöld og þeir Adolf Þorberg Andersen og Ingi Björn Ágústsson verða honum til aðstoðar.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimamenn byrja og munu leika í átt að Laugardalslauginni.
2. mín
Þróttarar byrja betur og fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir að Selfyssingar komust fyrir skot Rafns Andra. Selfyssingar skalla hornspyrnuna aftur fyrir en ná svo að hreinsa seinni spyrnuna í burtu.
5. mín
Aftur fá Þróttarar horn. Takefusa flikkar boltanum á fjærstöng þar sem Ragnar Pétursson skallar yfir.
18. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Kalli er fyrstur í bókina. Brýtur á Einari Ottó.
20. mín MARK!
Luka Jagacic (Selfoss)
Selfyssingar eru komnir yfir! Fengu aukaspyrnu eftir brotið hjá Kalla. Lyftu boltanum inná teig þar sem Trausti virtist vera með allt "under control". Hann náði hinsvegar ekki að halda boltanum og Jagacic kom honum í netið.
26. mín MARK!
Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Þróttarar eru búnir að jafna. Aron Lloyd Green skorar eftir laglegt þríhyrningsspil við Rafn Andra.
31. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Andrew James Pew er kominn í bókina.
33. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Það er svolítill hiti í þessu og þriðja spjaldið er komið á loft. Markaskorarinn braut á Einari Ottó.
35. mín
Selfyssingar að gera sig líklega. Ragnar Þór fær frítt skot í teignum en þrumar í Hrein Inga.

45. mín
Selfoss fær hornspyrnu hér undir lok hálfleiksins. Bjarki Aðalsteins nær til boltans og setur hann ofan á slánna og yfir.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér. 1-1 bara nokkuð eðlilegt miðað við gang mála. Ég ætla að fara að mingla og sé ykkur aftur eftir gott korter.
45. mín
Inn:Oddur Björnsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Þetta er að byrja aftur. Allt óbreytt hjá Selfossi en Þróttarar gera eina breytingu. Læknanemarnir Oddur og Vilhjálmur svissa. Oddur fer líklega bara beint á hægri kantinn. Örugglega til í slaginn eftir áhugaverða upphitunarrútínu.
47. mín
Gestirnir eiga fyrstu marktilraun seinni hálfleiks. Einar Ottó með misheppnað skot utan af velli sem fer vel framhjá.
50. mín
Takefusa tekur aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi Selfoss. Heldur boltanum niðri en Vignir á ekki í neinum vandræðum með skotið.
53. mín
Einhver spennufíkn að hrjá varnarmenn Þróttar. Ragnar Þór kemst í fínt færi eftir að hafa komist inn í sendingu frá Kalla. Trausti ver út í teig og Kalli ákveður að senda hann aftur á markmanninn með kassanum í stað þess að hreinsa. Það má engu muna að Hamza Zakari nái til boltans. Trausti er hinsvegar fyrri til og Þróttarar bægja hættunni frá.
56. mín
Andrew James Pew brýtur á Ragnari Pé. rétt utan teigs. Hlynur tekur aukaspyrnuna en hún fer framhjá.
56. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss) Út:Hamza Zakari (Selfoss)
Maðurinn með langa nafnið kemur inná fyrir Hamza Zakari. Zakari hefur oft átt betri leiki en í dag.
60. mín
Ingi Rafn fékk fínt skotfæri en neglir hátt yfir.
62. mín Gult spjald: Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
Það er ekkert sérstaklega mikið samræmi í spjöldunum hérna. Nú fær Raggi Pé. gult fyrir að brjóta á nafna sínum Gunnarssyni. Gregg Þróttarþjálfari er brjálaður og einu orði frá brottvísun ef ég heyrði rétt í Erlendi.
63. mín MARK!
Luka Jagacic (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
JAGACIC! Hann er að skora sitt annað mark og koma Selfossi yfir. Skorar með góðum skalla eftir flotta hornspyrnu Þorsteins.
64. mín
Inn:Matthew Eliason (Þróttur R.) Út:Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Þessi skipting var reddí áður en gestirnir komust yfir en nú hafa Þróttarar enn meiri þörf á að sækja. Sóknarmaður inn fyrir miðjumann.
67. mín Rautt spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Hérna er pirringurinn búinn að takaöll völd. Þróttarar vilja rautt á Elton Renato sem virðist sparka aðeins á eftir leikmanni Þróttar. Gat ekki séð að þetta væri mjög alvarlegt héðan frá en Hallur og félagar eru á öðru máli. Erlendur endar á að reka Hall útaf eftir orðaskipti þeirra.

Elli Jack aðstoðarþjálfari lætur líka í sér heyra og fær að fylgja Halli í burtu.
69. mín Gult spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Þetta er komið út í algjört rugl. Einar Ottó fær gult fyrir brot.
70. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss)
70. mín
Inn:Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Björgólfur Hideaki Takefusa (Þróttur R.)
79. mín
Skyndisókn Selfyssinga endar á slöku skoti Hauks Inga, beint á Trausta.
81. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Einar Ottó kemur af velli. Búinn að vera duglegur.
83. mín
Ingi Rafn með hörkuskot rétt utan teigs en boltinn fer yfir.
85. mín
Það lítur allt út fyrir að Selfyssingar séu að landa þessu. Þróttarar eru ekki líklegir manni færri og mega pirraðir.. En það getur allt gerst í boltanum. Vonandi fáum við spennu í lokin.
88. mín
Haukur Ingi nálægt því að bæta við þriðja marki Selfoss en Þróttarar bjarga í horn.
90. mín
Síðasti séns hjá Þrótti. Trausti hendir sér fram í hornspyrnu. Það er mikill hamagangur í teignum og ómögulegt að sjá nokkuð héðan en Þróttarar heimta víti. Segja boltann hafa farið í höndina á varnarmanni Selfoss.
90. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Erlendur spjaldar Aron fyrir mótmæli. Einhverjir vilja meina að þarna hafi rangur maður verið spjaldaður.
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Selfoss tekur stigin 3!

Nánari umfjöllun og viðtöl birtast hér á síðunni síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson ('81)
3. Bjarki Már Benediktsson
4. Andy Pew (f)
5. Hamza Zakari ('56)
12. Magnús Ingi Einarsson
13. Bjarki Aðalsteinsson
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('70)
19. Luka Jagacic

Varamenn:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('81)
9. Elton Renato Livramento Barros ('56)
14. Guðmundur Friðriksson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('70)
22. Andri Már Hermannsson
25. Geir Kristinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Ottó Antonsson ('69)
Andy Pew ('31)

Rauð spjöld: