City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
0
Lech Poznan
Rolf Toft '48 1-0
31.07.2014  -  18:30
Samsung völlurinn
Evrópudeildin
Aðstæður: Smá vindur á annað markið
Dómari: Ognjen Valjic
Áhorfendur: 1021
Maður leiksins: Ingvar Jónsson
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('84)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('90)
4. Jóhann Laxdal ('84)
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Þetta er fyrri leikurinn en sá síðari fer fram í Póllandi eftir viku.
Fyrir leik
Framherjarnir reyndu Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson eru ekki með Stjörnunni vegna meiðsla.

Ingvar Jónsson snýr hins vegar aftur í markið eftir að hafa misst af leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla.
Fyrir leik
Löngu er uppselt á leikinn en miðarnir 1000 fóru út á klukkutíma.
Fyrir leik
Ognjen Valjic flautar leikinn í kvöld en Dalibor Draskovic og Haris Bakovic eru honum til aðstoðar. Þeir koma allir frá Bosníu/Herzegóvínu.
Fyrir leik
Lech Poznan er með fjögur stig eftir tvær umferðir í pólsku deildinni en liðið gerði 1-1 jafntefli við Górnik Zabrze síðastliðinn sunnudag.

Í fyrra endaði liðið í öðru sæti í pólsku deildinni, tíu stigum á eftir Legia Varsjá.
Fyrir leik
Leikmenn Lech Poznan eru mættir út á völl í upphitun. Þeir klappa fyrir áhorfendum þó enginn sé mættur í stúkuna.
Fyrir leik
Siggi Dúlla leggur Stjörnufötin til hliðar og er í skyrtu í dag. Tilefni til, stór dagur í dag hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Lech Poznan eru á meðal þeirra háværustu í Evrópuboltanum en gríðarlega stemning er á heimaleikjum liðsins.

Stuðningsmennirnir fagna meðal annars mörkum með því að hoppa í stúkunni og snúa baki í völlinn en stuðningsmenn Manchester City tóku þennan sið einnig upp eftir leik liðanna í Evrópudeildinni fyrir nokkrum árum.

Smelltu hér til að sjá stuðningsmennina í stuði
Fyrir leik
Stuðningsmenn Stjörnunnar eru hressir í upphitun á All-In í Hafnarfirði.

Fyrir leik
Haukur vallarþulur er í Þjóðhátíðarskapi og setur þjóðhátíðarlagið með Jóni Jónssyni á fóninn.
Fyrir leik
Haukur vallarþulur brá sér frá og Þorkell Gunnar á Morgunblaðinu tekur rándýra kynningu í hans fjarveru. Þorkell bendir á að stúkan er reyklaus.
Fyrir leik
Silfurskeiðin er ekki ennþá mætt. Stemningin í stúkunni er því afskaplega róleg ennþá.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn. Stjörnumenn eru með smá vind í bakið í fyrri hálfleik.

Stjarnan spilar í bláum og hvítum Evrópubúningi sínum. Silfurskeiðin er mætt og byrjuð að syngja. Allt klárt!
2. mín
Ólafur Karl Finsen í ágætu færi eftir flott samspil Stjörnumanna. Ólafur Karl á skot með tánni en Jasmin Buric ver.
6. mín
Stuðningsmenn Lech Poznan láta ekkert í sér heyra. Silfurskeiðin á stúkuna.
9. mín
Lech Poznan sækir meira í byrjun en Stjarnan fær núna hornspyrnu á 9. mínútu.
11. mín
Gergo Lovrencsics í dauðafæri eftir þunga sókn Lech Poznan en Ingvar Jónsson ver glæsilega.
17. mín
Szymon Pawlowski með hörkuskot sem Ingvar ver í horn.
19. mín
Leikmenn Lech Poznan liggja á Stjörnunni þessa stundina en Garðbæingar eru þéttir.
24. mín
Pablo Punyed með skot framhjá af 25 metra færi. Spurning hvort hann hefði átt að renna boltanum út til vinstri á Hörð Árnason sem var með gott hlaup upp völlinn.
36. mín
Lech Poznan sækir áfram meira en Stjörnuvörnin er þétt. Minnum á að Stjarnan er með vindinn í bakið í fyrri hálfleik.
41. mín
Lech Poznan að fá sína tíundu hornspyrnu í leiknum. Stjörnumenn sjá við þeim sem fyrr.
45. mín
Hálfleikur - Ekki sekúndu bætt við fyrri hálfleikinn. Stjarnan hefur spilað þéttan varnarleik og gefið fá færi á sér. Liðið hefur lítið skapað fram á við en Ólafur Karl Finsen fékk þó ágætis færi í byrjun.

Markalaust jafntefli væru fín úrslit miðað við hvernig þetta er að spilast.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Lech Poznan er með vindi.
48. mín MARK!
Rolf Toft (Stjarnan)
Vandræðagangur í vörn Lech Poznan og markvörðurinn Jasmin Buric missir boltann frá sér. Boltinn er skoppandi í teignum og Rolf Toft hamrar honum í netið. 1-0 fyrir Stjörnunni!

53. mín
Vojo Ubiparip með skalla sem Ingvar ver vel.
60. mín
Gergo Lovrencsics tekur boltann á kassann og hamrar á nærstöngina en Ingvar ver laglega í horn.
67. mín
DAUÐAFÆRI!! Eftir fyrirgjöf frá hægri dettur boltinn á Ólaf Karl Finsen rétt fyrir utan markteiginn. Ólafur Karl tekur boltann á lofti en hittir hann illa og skotið fer langt framhjá. Þetta var færi!
70. mín
Inn:Mohammed Keita (Lech Poznan) Út:Kasper Hamalalnen (Lech Poznan)
71. mín
Pablo Punyed með frábæran klobba á miðjunni við mikinn fögnuð Garðbæinga í stúkunni.
73. mín
Enn ein hornspyrnan og varamaðurinn Mohammed Keita á skot sem varnarmenn Stjörnunnar ná að bjarga á síðustu stundu. Önnur hornspyrna.
74. mín
Vojo Ubiparip með skalla eftir hornspyrnu en Hörður Árnason bjargar á línu!! Þarna munaði litlu!

76. mín
Vojo Ubiparip áfram að gera sig líklegan. Nú á hann skot úr vítateigsboganum en boltinn fer rétt framhjá. Sókn Lech Poznan að þyngjast.
84. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Laxinn á kantinn líkt og í síðustu leikjum.
87. mín
1021 áhorfendur á vellinum í dag.
87. mín
Inn:Barry Douglas (Lech Poznan) Út:Gergo Lovrencsics (Lech Poznan)
88. mín
Lech Poznan sækir áfram meira en Stjörnuvörnin er öflug.
89. mín
Rolf Toft með skalla úr þröngu færi sem Jasmin Buric ver nokkuð auðveldlega.
90. mín
Viðbótartími í gangi....Stjarnan reynir að halda út.
90. mín
Pólskur stuðningsmaður kemur hlaupandi inn á!! Ingvar Jónsson markvörður grípur í hann og Siggi Dúlla kemur síðan hlaupandi á vettvang ásamt fleiri mönnum sem handsama stuðningsmanninn.
90. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
Leik lokið!
Frábær sigur Stjörnumanna og Evrópudraumur Garðbæinga lifir ennþá góðu lífi! Stjarnan hefur ekki ennþá tapað Evrópuleik en síðari leikurinn gegn Lech Poznan verður í Póllandi eftir viku.

Nánari umfjöllun og viðtöl innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Jasmin Buric (m)
4. Tomasz Kedziora
6. Lukasz Tralka
8. Szymon Pawlowski
11. Gergo Lovrencsics ('87)
14. Vojo Ubiparip
16. Darko Jevtic
19. Kasper Hamalalnen ('70)
20. Hubert Wolakiewicz
35. Marcin Kaminski

Varamenn:
27. Krzystof Kotorowski (m)
3. Barry Douglas ('87)
23. Paulus Arajuuri
26. Maclej Wilusz
28. Dariusz Formella
40. Jan Bednarek
77. Mohammed Keita ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: